NT - 10.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 9
Mercedes Benz 190E 2.3*16: Aftur sportlegir Benzar ■ Minnsti bíllinn frá Mercedes Benz, nú með 185 ha vél sem skilar honum á 7.5 sek. í 100 km hraða og kemur honum upp í 230 km hraða á klst. ■ Frá elstu bilasmiðjum heims, Daimler-Benz í Þýska- landi, koma nú aftur sportlegir bílar sem verða færir um að koma auðnustjörnunni frægu fyrstri yfir marklínu kapp- aksturbrauta heimsins, eftir margra ára hlé. 1978-1980 lagði Daimler- Benz nær allt í sölurnar til að vinna heimsmeistaratitilinn í ralli í anda gamalla hefða fyrir- tækisins, því bílar þess hafa unnið aksturskeppnir af ýmsu tagi frá því á síðustu öld. Árið 1980 var sú erfiða ákvörðun þó tekin að hætta þátttöku í kappakstri og ralli þar sem stórir, þungir SLC (með fimm lítra V8 vélar) og sex strokka 280E hentuðu ekki eins vel á þröngum rallstöðum og léttir séruppbyggðir bílar „óæðri“ framleiðenda. Kostn- aðurinn við hvert rall rúllaði á upphæðum fjarri allri skyn- semi, enda notaðar þyrlur, flugvélar, ótal aðstoðarbílar og gífurlega fjölmennt starfslið með ógrynni varahluta. Þá þegar var í undirbúningi nýr minni Mercedes-Benz sem var af mjög hentugri stærð til að breyta í keppnisbíl, og með annað augað á þeirri staðreynd hönnuðu tæknimennirnir í ná- inni samvinnu við Cosworth í • Bretlandi nýtt hedd á fjögurra strokka vélina. Eins og í kappakstursbílum var þetta hedd með fjórum ventlum á strokk og afar vand- að að allri gerð, steypt hjá Cosworth með sérstakri tækni. Árangurinn er sá að úr 2,3 lítrum rúmtaks nást heil 185 hestöfl án nokkurra aukaverk- ana eins og gangtregðu, lítils snúningsátaks eða skamms líf- tíma. Til þess að ná þessari hest- aflatölu má segja að séu þrjár leiðir. Sú fyrsta er að hafa vélina stóra (sbr. „you can‘t beat cubic inches"), raunar er vél nú þegar í framleiðslu hjá Benz sem gefur 185 hö, en hún er sex strokka og 2,8 lítrar að rúmtaki. Önnur leiðin var að bæta afgasforþjöppu („turbochar- ger“) á fjögurra strokka vélina, en gallar þeirrar lausnar þóttu of miklir fyrir jafn virt merki og Mercedes-Benz. Þriðja leiðin þótti vænleg- ust, þar sem vélar með 4 ventla á strokk gefa mikla orku miðað við eigin þyngd, minni fyrir- ferð, og bestu nýtni eldsneytis. Ekki sakar að í kappakstri, þar sem skipt er í flokka eftir rúmtaki vélar er þessi lausn mjög góð. Mercedes-Benz merkið hef- ur áunnið sér orð fyrir virðu- leika og fastheldni, en 190 2,3-16 lítur út eins og hann hafi verið skreyttur hjá einum af hinum mörgu og alltaf fjölg- andi „Veredler" Þýskalands með síða svuntu framan og aftan, stærðar væng aftaná, brettabreikkanir, síða sílsa- lista og meira að segja auka- klæðningu upp á miðjar hliðar, allt úr plasti. Að vísu ekki úr neinu drasl- plasti, heldur glertrefjastyrktu polýúreþani sem er í sama lit og bíllinn, blásvart eða silfur- grátt. Þessar viðbætur eru ekki tómt skraut eins og flestra aukahlutaframleiðendanna heldur nákvæmlega útreiknað- ir í vindgöngum til að minnka loftmótstöðu og lyftingu og vega upp á móti breiðum dekkjunum (sem auka loft- ■ Merkilegasti hluti nýja bflsins, heddið með fjóra ventla á hvem strokk, tvískipta soggrein og „pústflækjur“. mótstöðuna töluvert). Þessi dekk eru sérsmíðuð hjá Pirelli fyrir einmitt þennan bíl, og fjöðrunin stillt saman við ein- mitt þessi dekk. Að sögn þeirra sem reynt hafa er árangurinn ekki minni en frábær og má vænta þess að fleiri feti í fótspor Benz og Chevrolet (sem fékk Good Year til að hanna sérstök dekk fyrir nýju Corvettuna). í ágúst í fyrra nærri ári áður en bíllinn átti að koma á almennan markað tóku Daiml- er-Benz á leigu kappaksturs- og reynslubrautina í Narde á Suður-Ítalíu til þess að setja nokkur heimsmet í hraðakstri, náðu meðalhraðanum 247 km/ klst yfir vegalengdirnar 25.000 km, 25.000 mílur og 50.000 km. Til þess þurftu ökumenn Benz að aka bílunum í steikj- andi hita stanslaust (nema til að taka bensín og skipta unt dekk og ökumenn) án loft- ræstingar, því öll op voru byrgð sem hægt var til þess að minnka loftmótstöðuna. Eina bilunin varð kveikjuhamar sem brotnaði í einum af 3' bílum og mátti ekki reglanna vegna skipta um. í staðinn var hann límdur saman í hasti og dugði það sem eftir var! Með þessu öllu saman tókst verksmiðju'num að vekja á sér stórkostlega athygli og já- kvæða þar sem öll helstu bíla- blöð heims birtu ítarlegar ríku- lega myndskreyttar greinar um heimsmetstilraunina og nýja bílinn. Önnur opibera sýningin á bílnum var síðan nú um daginn þegar hin fornfræga Núrburgr- ing kappakstursbraut var opn- uð aftur eftir gagngerar endur- bætur. Við það tilefni lögðu Mercedes-Benz til 12 eins 190 2,3-16 bíla sem jafnmargir frægir kappakstursökumenn óku fyrstu hringina á nýju brautinni. Fyrir marga var það mjög táknrænt að sjá, þar sem áður fyrr höfðu bestu ökumenn heims ekið þar silfurlitum bíl- um með þríodda stjörnunni til sigurs frá opnun þessarar fræg- ustu kappakstursbrautar Þýskalands, ódauðlegum bíl- um sem hæstu verð í bílaheim- inum eru greidd fyrir nú, eins og 300 SL (SuperLeicht) og hinum ýmsu „Silberpfeil" (Silf- urpíla) sérsmíðuðu kapp- akstursbíla. „Silberpfeil" hefði mátt kalla hina 12 silfruðu 190 2,3- 16 þar sem ökumennirnir nýttu 230 km hámarkshraðann og hröðun: sem „Silberpfeil" eftirstríðsáranna hefði verið fullsæmdur af, 7,5 sek. á 100 km hraða. Strax á næsta ári verða þeir svo í harðri keppni við aðra bæði á Núrburgring og annar- staðar í Evrópu en er spáð algerum yfirburðum af keppi- nautunum. Langar þig í eintak? Sjálf- sagt mál, verðið er u.þ.b. 800- 900 þúsund. A.A. o Globusn Lágmúla 5, Reykjavik, siini 81555. (D ^ SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 _ (Di 0 Bílasala Garðars /^*\bíla- og batasalan f fzy SIMI 53233 J\ " Læk|argotu 46. Hafnarfirði I Borgartúni 1 sími: 19615 egill nnnnn © VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4c - Kópavogi - Simi 79944-79775 /Æk © BILASALA HÍNRÍKS SÍMI93-1143 AKRANESI æ © BILASALAN BUK s/f SKEIFUNNI 8-108 REYKJAVÍK SÍMI: 686477 JOFUR HF NYBYLAVEGI2 KOP.AVOGI SIMI42600 © Bilasala Vesturlands Borgarbraut-56 Borgarnesi 7577 & 7677 Ðílasaia Hornafjarðar Álaugareyjavegi Höfn Sími: 97-8782 0 Bílasalan SKEIFAN Skeifunni 1 1 Simar 84848 og 35035. m BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 "Bl r 0 BfLASALA FITJUM - NJARÐVlK - SlMI 377« Eina tölvuvædda bílasalan , Grensásvegi 11- a landinu 108Reykjavik-simi 83150 BÚASALAN bilcS Þjóðbraut 1 Akranesi Sími: 93-2622 BILAMARKAÐUR Símar: 18300- 686300

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.