NT - 10.08.1984, Blaðsíða 5

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. ágúst 1984 5 ■ Þekkið þið kroppinn? Gúanórokk-kóngurinn Bubbi Mort- hens ber í beltisstað var meðal þeirra sem sóluðu sig á Ráðhústorginu. ■ íssalarnir höfðu ekki undan að afgreiða viðskiptavinina sem vantaði smá kælingu. F Málin rædd í rólegheitum. NT-myndir: Kolbcinn. ■ Ungir menn dragast allsstaðar að blómarósum eins og býflugur að blómkrónum. Greinargerð frá Náttúruverndarráði vegna ályktunar sýslunefndar N-ísafjarðarsýslu um Hornstrandafriðland: Ávallt gott samstarf um málefni friðlandsins ■ Samkvæmt lögum nr. 47/1971 um náttúruvernd getur Náttúruverndarráð ekki friðlýst landsvæði einhliða né breytt reglum um friðlýst svæði nema í samráði og með samþykki landeigenda og annarra rétthafa viðkomandi land- svæðis. Þegar Hornstandafriðland var stofn- að árið 1975 höfðu því farið fram ítarlegar viðræður við landeigendur, sem stofnuðu m.a. með sér félagsskap, Landeigendafélag Sléttu- og Grunna- víkurhrepps (LSG), til viðræðna við Náttúruverndarráð um undirbúning að stófnun friðlandsins. Er samkomulag um mörk og reglur hafði náðst milli þessara aðila, var tillagan send Mennta- málaráðuneytinu, og var hún staðfest með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 366/1975. Segir þar m.a. í 8. gr. reglnanna að Náttúruverndarráð skuli hafa samráð við LSG um nánari fram- kvæmd á reglum þeim, er um friðlandið gilda. Allt frá stofnun friðlandsins hefur ávallt verið gott samstarf milli þessara aðila um málefni friðlandsins, en það hefur fyrst og fremst verið fólgið í því að afgreiða umsóknir um byggingu sumarbústaða, en bæði Náttúruvernd- arráð og stjórn LSG hafa verið sammála um það að leyfa einungis þeim að byggja, sem land eiga í friðlandinu. A sameiginlegum fundi fulltrúa Nátt- úruverndarráðs og stjórnar LSG, sem haldinn var í kjölfar aðalfundar LSG vorið 1983 var samþykkt að taka reglur friðlandsins til endurskoðunar m.a. í ljósi síaukins ferðamannastraums um svæðið og til að tryggja enn betur en verið hefur virkt samband þessara aðila og rétt landeigenda. Náðist fljótlega samkomulag milli þeirra, en bæði vegna ákvæða náttúruverndarlaganna um Hornbjarg, tignarlegt á að líta, er hluti af Hornstrandafriðlandi sem sýslunefnd N-Isafjarðarsýslu og Náttúruverndarráð þrátta um. samráð við alla landeigendur í sambandi við friðlýsingu, og þess að stjórn LSG hafði ekki umboð til að ganga frá nýjum reglum fyrir hönd sinna félagsmanna var samþykkt að auglýsa eftir athuga- semdum í Lögbirtingablaðinu, og birtist hún þann 4. apríl sl. í niðurlagi auglýs- ingarinnar segir orðrétt: „Samkvæmt 36. gr. náttúruverndar- laga er hverjum þeim, sem verður fyrir fjárhagstjóni vegna náttúruverndarað- gerða, veittur réttur til skaðabóta. Nátt- úruverndarráði er jafnframt, samkvæmt 30. og 31. gr. laganna skylt að gera landeigendum, ábúendum og öðrum rétthöfum kost á að kynna sér friðlýs- ingu og koma á framfæri mótmælum eða gera bótakröfur. Er það nú gert með þessari auglýsingu og skulu kröfur hugsanlegra rétthafa berast skrifstofu Náttúruverndarráðs innan fjögurra mánuða frá birtingu auglýsingar þessar- ar“. Tími til að skila inn athugasemdum rennur því út 4. ágúst nk. í framhaldi af því mun Náttúruverndarráð í samráði við stjórn LSG fara yfir þær athuga- semdir sem borist hafa og er þá hugsan- legt að reglurnar breytist í samráði við óskir landeigenda eða vegna þess að sýnt þykir að þær muni á einhvem hátt ganga á eignarrétt manna umfram þeirra éigin lóskir. Þá fyrst mun Menntamálaráðu- neytinu verða send tillagan með ósk um staðfestingu. Ljóst er að það er þessi auglýsing, sem er undirrótin að fyrrnefndri ályktun sýslunefndar N-ísafjarðarsýslu. Nátt- úruverndarráð leyfir sér hins vegar að láta öðrum eftir að dæma um réttmæti hennar og hvort að í henni felist „of- stjórnartilhneiging“, heimild um „nán- ast óbundnar hendur um setningu reglna“ eða að Náttúruverndarráð hafi „óhæfilegt vald“. Að lokum leyfir Náttúruverndarráð sér að taka fram að í 10. gr. fyrrnefndrar tillögu um breyttar reglur um friðlandið er kveðið á um að starfa skuli samráðs- nefnd um málefni friðlandsins sem í eigi sæti fulltrúar landeigenda og Nátt- úruverndarráðs, sem er mun sterkar kveðið að orði en í núgildandi reglum, enda er allt samráð og samstarf við landeigendur að dómi Náttúruverndar- ráðs forsenda þess að tilgangur friðlýs- ingar nái fram að ganga, þ.e. að hin fjölskrúðuga náttúra friðlandsins fái að blómstra áfram, samfara því að brott- fluttir íbúar og afkomendur þeirra ásamt hinum almenna ferðamanni fái notið þeirra djásna, sem við eigum þarna norður undir heimskautsbaug. Heimsþekktar vörur á frábæru verði. Kerti frá AUTOLITE — BOSCH — CHAMPION. Platínur — Kveikjulok, Hamrar, Þéttar og Kveikju- þræðir frá USA og V.-Þýskalandi. Dýrin kunna ekki umferöarreglur. Þess vegna þarf aö syna aögæslu i nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn aö kunna umferöar- reglur og riöa hægra megin og sýna bilstjórum sams konar viömót og þeir ætlast til af þeim. u UMFEROAR RÁÐ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.