NT - 10.08.1984, Blaðsíða 15

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 15
 Föstudagur 10. ágúst 1984 15 IlL Útvarp — Sjónvarp Útvarp laugardag klukkan 15.10: Tímaf rekt en skemmtilegt - segir Gunnar Salvarsson umsjónarmaður „Listapoppsins“ ■ Afi Anssa segir honum frá því þegar hann gekk á skíðum til að komast í skólann í gamla daga. Sjónvarp laugardag klukkan 18.30: Afi og Anssi Finnsk barnamynd. Þýðandi: Trausti Julíusson ■ „Þetta er nú ósköp stutt mynd", sagði Trausti Júlíusson þýðandi „Afa og Anssa“. „Hún fjallar um afa sem segir dóttursyni sínum Anssa frá sinni skólagöngu áður fyrr. Hann gekk í sveitarskóla og þá var allt langtum frumstæð- ara og erfiðara og líka meiri agi á öllu. Þetta er svona smámynd til að sýna krökku- num að hlutirnir voru ekki eins þægilegir í gamla daga og þeir eru í dag.“ Sjónvarp laugardagskvöld klukkan 22.45: Dularfullir atburðir í Feneyjum ■ Klukkan 22.45 á laugar- dagskvöldið endursýnir sjón- varpið breska biómynd frá árinu 1973, „Eigi má við öllu sjá“ („Don’t looknow”). Leik- stjóri er Nicholas Roeg, aðal- Eigimá við öllu sja, breskbío- mynd 1rá árinu 1973 hlutverk leika Donald Suther- land og Julie Christie. Dóttir hjónanna Johns og Lauru drukknar á mjög svip- legan hátt rétt við heimili þeirra og þau eru svo miður sín eftir áfallið að þau treysta sér ekki til að búa lengur í húsinu. John er listamaður og fær vinnu við að gera við listaverk í kirkju í Feneyjum, og þau flytja þangað en minningin um dóiturina ásækir þau stöðugt. í Feneyjum fara svo að gerast atburðir sem þau setja í sam- band við eitthvað dulrænt, því þau þykjast sjá dóttur sína hvað eftir annað. Myndin er ekki við hæfi barna. urlagatónlist til þessara landa, þó það sé auðvitað mikið af góðri tónlist annars staðar. Þessi vinsælustu lög eru ekki endilega sú tónlist sem mér er mest að skapi, mér finnst hinsvegar svona vinsældalistar afskaplega merkileg fyrirbæri og hef alla tíð reynt að fylgjast með þeim. Þeireru svonapínulítill samtímaspegill. Hinsvegarer því ekki að leyna að þetta er kannski ekki endilega besta rokktónlistin og oft alls ekki, þetta eru meira slagarar. Margir flaska á því að halda að rokk sé bara þessi vinsæla tónlist, en rokkið er miklu meira. Listapopp er þáttur sem hefur verið í ákaflega föstum skorðum frá upphafi, en vin- sældalistarnir breytast, ogþar með lögin. Ég hef verið með þáttinn í rúmt ár, minnir mig, ætli ég verði ekki bara elli- dauður í þessu. Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er að fylgjast með í því sem gerist nýtt, þetta er ágætt tækifæri fyrir unga og nýja flytjendur til þess að koma sér á framfæri, og maður verður að fylgjast vel með til þess að geta haldið út svona þætti. Það er ekki nóg bara að nefa nafnið á laginu og flytjandanum, maður verður helst að þekkja eitthvað til þeirra og það er auðvitað tímafrekt en skemmtilegt. ■ John og Laura fara til Feneyja þar sem ýmsir undarlegir atburðir fara að gerast. ■ „Listapopp" Gunnars Salvarssonar er á dagskrá útvarpsins klukkan 15.10 á laugardaginn, og að því til- efni fannst okkur bráðsnjöll hugmynd að fá Gunnar til að segja nokkur orð um þáttinn: „Listapopp er þáttur sem á að kynna íög af vinsældalist- um í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þessi lönd eru höfuð- stöðvar rokksins, og á vinsælda- listum þar eru jafnan lög sem njóta mikillar hylli hér heima. Ég hef haft fyrir reglu að kynna lög sem eru í efstu sætunum og lög sem eru á hraðferð upp listana, en sleppi þeim sem eru á niður- leið. Ég hef til umráða 50 mínútur, og kem að svona 14-15 lögum, eða 7 lögum af hvorum lista. Mestu erfiðleikarnir við þessa þáttagerð eru aðföngin, að útvega plöturnar. Þetta eru glænýir listar sem ég kynni eftir, breski listinn er til dæmis kynntur í Lundún- um á miðvikudegi, og stund- um kemur það fyrir að lög fara beint inn á topp 20, og þá getur verið dálítið snúið að hafa þá plötu við hendina. En ég hef allar klær úti og reyni eftir bestu getu að út- vega þessi lög, en það fer sem sagt talsverður tími í þessi aðföng, og það hefur komið fyrir að ég hafi ekki náð í plötu þá vikuna sem hún kom inn á listann. Ég lít auðvitað á aðra lista af og til, og kynni þá topplög frá Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og fleiri löndum, en ég hef sem sagt aðallega ein- beitt mér að Bretlandi og Bandaríkjunum því við höfum alltaf sótt okkar dæg- ■ „Vinsældalistar eru merki- leg fyrirbæri, en rokkið er auðvitað mikið meira en það sem verður vinsælast á hverj- um tíma.“ Gunnar Salvarsson sér um „Listapopp.“ Laugardagur 11. ágúst 7.00 Veöuriregnir. Fréttir. BænTón- ■ leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Frá Ólympíul- eikunum. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ásgeir Þon/aldsson, Súgandafirði, talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson 14.00Á ferð og flugi. Þáttur um málefni liðandi stundar I umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurðssonar 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilberts- málið“ eftir Frances Durbridge V. þáttur: „Kvenlegt hugboð" (Áöur útv. 1971) Þýðandi: Sigrún Sigurðardóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Leikendur: Gunnar Eyj- ólfsson, Helga Bachmann, Jón Aðils, Jón Júlíusson, Baldvin Hall- dórsson, Pétur Einarsson, Brynja Benediktsdóttir, Þóra Borg, Rúrik Haraldsson og Benedikt Árnason. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegistónleikar 18.00 Miðaftan I garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Elskaðu mig: 3. þáttur Dagskrá um ástir í ýmsum myndum. Umsjón: Viðar Eggerts- son. Flytjendur ásamt honum: Ása Ragnarsdóttir, Evert Ingólfsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. (Áður útvarpað 1978) 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál- fríður Þórarinsdóttir. 20.40 „Laugardagskvöld á Gili“ Stefán Jökulsson tekur saman dagskrá úti á landi. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur í umsjá Áslaugar Ragnars. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Að leiðarlokum" eftir Agöthu Cþristie Magnús Rafns- son les þýðinguy sína (4). 23.00 Létt sígild tónlist 23.40 Fréttir frá Ólympíuleikunum 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. Laugardagur 11. ágúst 24.00-00.50 Listapopp Endurtekinn þáttur frá Rás-1. Stjórnandi: Gunn- ar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórn- endur: Kristin Guðnadóttir og Þóra Hrönn Óðinsdóttir. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá i Rás-2 um allt land). Laugardagur 11. ágúst 15.00 Ólympíuleikarnir i Los Ange- les. 18.30 Afi og Anssi Finnsk barna- mynd. Afi segir frá skólagöngu sinni. Þýöandi Trausti Júlíusson. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 18.50 Ólympíuleikarnir í Los Ange- les. Iþróttafréttir frá ólympíu- leikunum 1984. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. (Evróvision - ABC og Danska sjónvarpið) 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.301 fullu fjöri. Fjórði þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur i sex þáttum. Aðalhlutverk: Julia Mack- enzie og Anton Rogers. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.00 Svlkahrappur (The Flim Flam Man) Bandarísk gamanmynd frá 1967. Leikstjóri Irvin Kershner. Aðalhlutverk: George C. Scott, Michael Sarrazin og Sue Lyon. Ungur strokumaður úr hernum slæst í för með alræmdum lands- hornaflakkara og lifsspekingi. Þeir kumpánar koma ár sinni vel fyrir borð með ýmsum prettum en verðir laganna sitja stöðugt um þá. Þýð- andi Ellert Sigurbjörnsson. 22.45 Eigi má við öllu sjá. (Don’t Look Now) Endursýning Bresk biómynd frá 1973, gerð eftir skáld- sögu Daphne du Maurier. Leik- stjóri Nicholas Roeg. Aðalhlutverk: Donald Sutherland og Julie Christ- ie. John og Laura missa unga dóttur sína mjög sviplega. Þau una ekki lengur heima i Bretlandi en halda til Feneyja þar sem dularfullir atburðir taka að gerast. 00.35 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.