NT - 29.08.1984, Blaðsíða 3

NT - 29.08.1984, Blaðsíða 3
■ Við yfírmannaskiptin í herstöðinni sl. mánudag. Frá vinstri Carol, kona nýja yfírmannsins George T. Loyd, sem stendur fyrir miðju, og lengst til hægri er Eric A. McVadon. Mynd: Jeff Wood NATO: Nýr yf irmaður í Keflavík ■ Á mánudag urðu skipti á yfirmönnum í her- stöð Bandaríkjaflota í Keflavík. George T. Loyd, kapt- einn tók við sem yfirmað- ur flotastöðvarinnar af Eric A. McVadon, kapt- eini. McVadon hefur gegnt embættinu í rúm tvö ár, eða frá því í júlí 1982. Mæting á brú: Sá víkur semá eftirkemur Loyd, sem nú tekur við af McVadon, er fæddur 13. október 1936 og gekk í flotann 1959. Hann er giftur Carol Ann Walczykowski og á tvö börn, sem bæði stunda háskólanám í Californiu. er su, „Grundvallarreglan að sá sem greini- lega er á eftir, á að bíða, en mönnum greinir stundum á um það.“ Þetta sagði Óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, þegar hann var spurður um hvaða reglur giltu, þegar 2 bifreiðar mætast við þrönga brú. Tilefnið var árekstur á tveggja metra breiðri brú í Hval- firðinum á sunnudag. Óli sagði, að til væru skiiti, sem gæfu mönnum til kynna hvort þeir ættu að víkja fyrir umferð, sem kemur á móti, og hefði hann t.d. séð mynd | af slíku skilti við brú í sovétríkjunum. Aftur á móti hefði ekki verið rætt i um að setja slíkt upp hér | á landi. „Það hefur ekki komið I tilefni til að gera eitthvað | róttækt í þessu,“ sagði Óli H. Þórðarson fram- | kvæmdastjóri Umferðar- Pétur Sigurðsson í til- efni 7% kröfugerðar: Ríkisstjórnin standi við sitt ■ „Ríkisstjórnin hvatti til og bað um þá samn- inga sem gerðir voru í febrúar og við viljum ekkert eyðileggja fyrir henni, en hún verður þá að sjá til þess að staðið verði við þann samning" sagði Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vest- fjarða. Sambandið hefur samþykkt kröfugerð sem mið- ar að því að ná upp kaupmætti síðasta ársfjórðungs 1983 og fer því fram á 7% hækkun á alla launaliði og viðmiðunartölur. Þá er farið fram á það að fiskvinnslufólk færist upp um launaflokk, en það þýðir 2,5% og er það rökstutt með því að fiskvinnslufólk hafi í febrúar fengið samsvarandi minni kauphækkun en aðrir. Þá er farið fram á 4% áfangahækkun 1. janúar. Þá fer sambandið fram á að aðilar setji upp tvær nefndir. Önnur starfi að því að gera úttekt á málefnum fjórðungsins, orkumálum, verðlags- málum, vegamálum o.s.frv. því að öll þessi atriði skipti miklu máli fyrir afkomu fólks, og nefnd sem fer ofaní þær greinar kjarasamningsins sem ekki eru til umræðu nú, en koma til umfjöllunar í aprílmánuði þegar samningar renna út. Þá sagði Pétur að sambandið liti svo á að allirsérkjarasamn- ingar væru nú lausir til endurskoðunar. Arnarflug: Vöruflutningar í hafnarverkfalli ■ Arnarflug hefur gert samninga við hollenskt og enskt fyrirtæki um vöruflug milli Hollands og Englands á meðan á verkfalli breskra hafnarverka- manna stendur. Flogið er með Boeing 707 vél á milli Rotterdam og Teesside á austurströnd Englands. Vélin ber 40 lestir og eru fluttar tóbaksvörur frá Englandi og alls kyns varningur til Englands. Áhöfn vélarinnar er íslensk. Miðvikudagur 29. ágúst 1984 3 fslendingar: Ein löghlýðnasta þjóð í V-Evrópu ■ íslendingar eru ein löghlýðnasta þjóð Vestur-Evrópu, samkvæmt nýrri skýrslu Evrópuráðsins um fangelsi, og er Island eitt af fáum löndum þar sem dregið hefur úr tíðni fangelsana á síðastliðnu ári. Samkvæmt skýrslunni sátu 75 í íslenskum fangelsum 1. febrúar 1984, eða 31,7 miðað við hverja 100 þúsund íbúa. Aðeins í Hollandi og á Möltu sátu færri í fangelsum miðað við sama hlutfall: 30.0 á Möltu og 31.0 í Hollandi. Hlutfallslega flestir fangar voru í Tyrklandi, 171.1 og í Austur- ríki, 114.0. Hjá flestum meðlimaþjóðum Evr- ópuráðsins hefur tíðni fangelsana aukist á tímabilinu frá 1. febrúar 1983 til 1. febrúar 1984, eða hjá 10 þjóðum af 18. Jafnvægi var hjáfjórum þjóðum en í fjórum löndum dró talsvert úr fangelsunum: England og Wales, 5.2%, Island, 9,6%, Svíþjóð 13.2% og Spáni, 35.2%. Og af þeim þar sem fangelsanir voru 40 eða færri miðað við 100 þúsund íbúa þann 1. febrúar 1983, var ísland það eina þar sem dró úr fangelsunum miðað við 1. febrúar 1984. 12.0% af föngum í íslenskum fang- elsum 1. febrúar 1984 sátu í gæslu- varðhaldi; aðeins í Kýpur og Irlandi var hlutfall gæslufanga minna. Fangelsisvist er þó með lengsta móti á íslandi miðað við önnur lönd Vestur-Evrópu. Árið 1982 var með- allengd fangelsisvistar 6.5 mánuðir á íslandi; aðeins í Portúgal og Kýpur var meðalfangelsisvistin lengri. BUCHTAL Gólf — Vegcjflí s ar Vestur-þýsk gæðavara áti sem inni á viðráðanlegu verði. Komið og skoðið eitt mesta úrval landsins af flísum í sýningarsal okkar. Sjón er sögu ríkari BUCHTAL FEGURÐ - GÆÐI—ENDHNTG flrrVfel BYUUINGAVÖRURl r i Þú færð allt i einn I • M " M( HRINGBRAUT 120 Simar: Timburdeild 28 604 ^ I Byggingavorur 28 600 Malmngarvorur og verklæn 28 605 I ^ Gollteppadeild 28 603 Fhsar og hreinlætislæki 28 430 J kaupsamning L j I

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.