NT - 29.08.1984, Blaðsíða 31
Iþróttir
Evrópukeppnin í handknattleik:
Norskir
mótherjar
- Valsmenn sitja hjá í fyrstu umferð
■ íslandsmeistarar FH og
Bikarmeistarar Víkings í hand-
knattleik fengu norsk lið sem
mótherja í fyrstu umferð Evr-
ópukeppni félagsliða í hand-
knattleik, en dregið var í þess-
ari keppni fyrir stuttu.
FH-ingar fá Kolbotn sem
mótherja í 1. umferð og Vík-
ingar fá Fjellhamer sem mót-
herja. Valsmenn sem taka þátt
í IHF keppninni sitja hjá í
fyrstu umferð.
Framstúlkurnar, sem eru ís-
landsmeistarar, taka nú þátt í
Evrópukeppni í þriðja sinn
og drógust gegn danska íiðinu
Helsingör.
Allir leikirnir verða leiknir í
október. Peir fyrri á tímabilinu
frá 8.-14. og þeir síðari á
tímabilinu frá 15.-21. október.
Sverrir sigraði
Frá Gylfa Kristjánssyni fréttamanni NT á
Akureyri:
■ Það þurfti bráðabana til að
knýja fram úrslit á Norður-
landsmótinu í golfi sem fram
fór á Sauðárkróki um helgina.
Að loknum 36 holum voru þeir
jafnir Sverrir Þorvaldsson
Golfklúbbi Akureyrar og Skúli
Skúlason Golfklúbbi Húsavík-
ur á 160 höggum. Þeir fóru í
bráðabana, og strax á fyrstu
holunni gerði Sverrir út um
málið með því að leika á pari,
en Skúli lenti í vandræðum á
sama tíma. í þriðja sæti varð
Sigurður H Ringsted Golf-
klúbbi Akureyrar á 162
höggum, en hann hafði foryst-
una eftir fyrri dag mótsins,
hafði leikið á 80 höggum.
í keppni með forgjöf sigruði
Stefán Petersen Sauðárkróki á
139 höggum nettó, annar va.ð
Steinar Skarphéðinsson einnig
frá Sauðárkróki á 142 höggum
og þriðji Árni B Árnason Golf-
klúbbi Akureyrar á 143
höggum.
Inga Magnúsdóttir GA
sigraði í kvennaflokki á 179
höggum, Jónína Pálsdóttir
GA varð önnur á 183, og
Rósa Pálsdóttir GA á 221
höggi. Með forgjöf sigraði Jón-
ína á 149, Inga varð á 155 og
Rósa á 167 höggum.
í unelingaflokki sigraði Örn
Ólafsson GA á 165 höggum,
Kristján Gylfason GA varð
annar á 174 og Magnús Karls-
son GA þriðji á 174 höggum.
Með forgjöf sigraði Magnús
134, Ólafur Ingimarsson Golf-
klúbbi Húsavíkur var annar á
140 og Örn Ólafsson var þriðji
á 141 höggi.
Um 60 kylfingar tóku þátt í
mótinu sem fór fram á velli
Golfklúbbs Sauðárkróks, það
er nýr völlur sem mikið hefur
verið unnið við á síðustu árum
og létu norðlenskir kylfingar
mjög vel af vellinum.
Prost sigraði
■ Alain Prost frá Frakklandi
sigraði í hollenska grand prix
kappakstrinum sem fram fór
um síðustu helgi. Félagi hans í
McLaren liðinu, Niki Lauda
frá Austurríki varð að láta sér
annað sætið lynda.
Hann hefur þó ennþá forystu
í keppninni um heimsmeistara-
titilinn í kappaksri. Hann er
með 54 stig, en Alain Prost er
í öðru sæti með 52.5 stig. I
þriðja sæti í stigakeppninni um
heimsmeistaratitilinn er Alio
De Angelis frá Ítalíu með 29.5
stig, Rene Arnoux er fjórði
með 24.5 stig og Nelson Piquet
frá Brasilíu er fimmti með 24
stig.
31
■ Sigurður Gunnarsson handknattleiksmaður úr Víkingi heldur í dag til V-Þýskalands til að kanna
aðstæður hjá stórliðinu Grosswallstadt. Félagar hans í Víkingi og góðvinir Sigurðar úr FH þeir Þorgils
Óttar og Kristján Arason munu leika gegn norskum liðum í Evrópukeppninni í handknattleik. Á
þessari mynd er Þorgils kominn langt með að klæða Sigurð úr Víkingspeysunni, enda kannski tímabært
ef Sigurður gengur til liðs við Grosswallstadt.
NT-n»vnd: Róbert.
Sigurðurtil
Þýskalands
■ Austurríkismaðurínn Niki
Lauda hefur nauma forystu í
heimsmeistarakeppninni í kapp-
akstri.
■ Sigurður Gunnarsson
handknattleiksmaður úr Vík-
ingi fer í dag áleiðis til V-Þýska-
lands þar sem hann mun kanna
aðstæður hjá v-þýska stórliðinu
Grosswallstadt og ræða við
forráðamenn liðsins um þá
möguleika að hann leiki með
liðinu í vetur. Forráðamenn
Grosswallstadt hafa lýst áhuga
sínum á að fá Sigurð til Iiðs við
sig, en eins og kunnugt er þá
varð Sigurður fjóröi marka-
hæsti leikmaðurinn í hand-
knattleikskeppni Ólympíuleik-
anna.
Upphaflega var ætlunin hjá
forráðamönnum Grosswall-
stadt að fá danska landsliðs-
manninn Morten Stig Crist-
iansen í herbúðir liðsins, en
þrálát meiðsl Danans hafa orð-
ið til þess að Grosswallstadt
menn hafa farið að líta annað.
I samtali við NT í gær sagði
Sigurður að hann hefði meiri
áhuga á því að leika með Gross-
wallstadt, en að fara til Kanarí-
eyja og leika með Grand Kan-
arí í spönsku deildinni, en for-
ráðamenn þess liðs hafa lýst
áhuga sínum á að fá Sigurð til
liðs við sig.
Sigurður sagðist verða í
Þýskalandi í 3-4 daga til þess
að kanna málið, en með öllu
væri óvíst hvort af samningi
yrði milli hans og Grosswall-
stadt.
Ef af yrði að Sigurður gengi
til liðs við Grosswallstadt, yrði
hann fyrsti útlendingurinn til
þess að leika með þessu sterka
liði, sem er eitt hið alsterkasta
í heimi.
ÍA-Víkingur
■ í dag verður einn
leikur í 1. deild karla á
íslandsmótinu í knatt-
spyrnu og eigast við
Skagamenn og Víkingur
á Akranesi. Leikurinn
hefst kl. 18:30. Með sigri
í þessum leik þá geta
Akurnesingar tryggt sér
endanlega íslandsmeist-
aratitilinn þó svo að Ijóst
þyki að hann verði þeirra
hvort sem sigur vinnst í
dag eður ei. Eins og allir
muna þá urðu Skaga-
menn bikarmeistarar á
sunnudaginn var og
munu áhangendur þeirra
heimta að íslandsbikar-
inn komi líka upp á
Skaga, strax í dag. Vík-
ingar verða þó örugglega
erfiðir í leiknum í dag
enda falldraugurinn víð-
frægi farinn að naga á
þeim hælana. Þeir þurfa
að sigra í dag til að hrista
hann af sér og skjótast
um leið upp í fjórða sætið
í deildinni. Hvað gerist
verður svo að koma í Ijós
í kvöld.
Þá verður líka spilað í
úrslitum 4. deildar í kvöld
og eigast þá við ÍR og
Léttir annarsvegar og
Tjörnes og Reynir Á.
hinsvegar. Báðir leikirnir
hefjast kl. 18:30.
Ardiles
skorinn upp
■ Argentínski miðvallar-
leikmaðurinn, smái og
knái Asvaldo Ardiles hjá
Tottenham, hefur verið
skorinn upp og liðþófí úr
hné verið fjarlægður.
Talið er að þessi upp-
skuröur muni verða til
þess að kappinn geti ekki
leikið með Tottenham
næstu fjórar vikurnar
Finnar sterkastir í
þúsund vatna rallinu
■ Finnar unnu þrefaldan
sigur í þúsund vatna rallinu
sem fram fór í Finnlandi um
síðustu helgi.
Ari Vatanen sigraði í rallinu,
Markku Alen varð annar og
Henri Tovivonen varð þriðji.
Svíinn Stig Blomqvist varð
fjórði í rallinu, en hann hefur
nú forystu í keppninni um
heimsmeistaratitilinn í rall-
akstri. Hann hefur 113 stig.
Finninn Hannu Mikkola er
þriðji með 86 stig. Þrjár rall-
keppnir eru eftir í heimsmeist-
arakeppninni á þessu ári.
Hannu Mikkola, sem ekur
Audi Ouattro eins og Biom-
qvist, féll úr keppni í þúsund
vatna rallinu um helgina, er bíll
hans skall harkalega niður á
holóttum vegi.
Sigurvegarinn Ari Vatanen,
sern sigraði í þúsund vatna
rallinu 1981, kom í mark með
tveimur mínútum betri tíma en
Markku Alen. Vatanen ekur
Peugeot 205, en tvívegis á
þessu ári hefur hann orðið að
hætta keppni vegna bilana í
bílnum, en nú gekk allt að
óskum. Þeir félagar Markku
Alen, sem fjórum sinnum hefur
sigrað í þúsund vatna rallinu og
Henri Tovivonen aka báðir
Lancia rally bifreiðum.
Þessi rallkeppni, sem er sú
stysta í heimsmeistarakeppn-
inni í rallakstri, er 1420 km
löng og sérleiðirnar eru 51
talsins.
Blaðberar
óskast
í eftirtalin
hverfi
Löndin
Melana
Skjólin
Leitin
Hlíðarnar
Hraunbæ
Teigana
Miðbæinn
Vesturbæinn
Kópavog
Breiðholt
Einnig vantar blaðburðarfólk á
biðlista í öllum hverfum í Reykja-
vík og Kópavogi.
Síðumúla 15 sími: 686300