NT - 29.08.1984, Blaðsíða 6

NT - 29.08.1984, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 29. ágúst 1984 6 ióð Ein- dálkurinn Áfanga náð „Ríkisstjórnin hefur náö þeim mikilvægu markmiðum að koma verðbólgunni niður og halda á sama tíma uppi fullri atvinnu ílandinu." Svo hljóða upphafsorð leiðara Þjóðólfs, rituð af Jóni Helgasyni ráðherra. Og hann heldur áfram: „Þetta hefur tekist þrátt fyrir það að þjóðartekjur hafa haldið áfram að dragast saman miklu meira en reiknað var með um það leyti sem ríkisstjórnin var mynduð.“ Þjóðólfur (Selfossi) Staða ál- málsins breyttist í forystugrein Islendings á Akureyri er fjallað um 1 vesturför nokkurra framámanna á Akureyri, sem fóru að kynna sér rekstur Alcan í Kanada. í honum segir meðal annars: „Umræðurnar um álver við Eyjafjörð hafa fram að þessu verið um of á tilfinningalegum grundvelli eins og gagnkvæm undirskriftasöfnun ber vott um. Vesturförin og niðurstöður hennar gjörbreyta stöðu málsins. Mengunarumræðan hlýtur að þoka um sinn, meðan beðið er niðurstaða rannsóknanna á náttúrufari Eyjafjarðar." - Islendingur (Akureyri) Aukin kaup- máttán verðbólgu í Degi er fjallað um samningamálin;þar segir meðal annars: „Miklu máli skiptir við gerð komandi samninga að samningsaðilar geri sér grein fyrir hversu mikið er til skiptanna. Verði samið um meiri launahækkanir heldur en atvinnuvegir þjóðarinnar standa undir, um einhver ímynduð verðmæti sem í rauninni eru ekki til, þá er hætt við að sá árangur sem ríkisstjórnin hefur náð í efnahagsmálum fari fyrir lítið.“ - Dagur (Akureyri) Kjaftagleiðir og lýðræðis- sinnaðir í leiðara Víkurbíaðsins er fjallað um álver við Eyjafjörð og fagnað þeirri umræðu sem um það hefur orðið í héraðinu. Bent er á að ekki hafi orðið jafn mikil umræða um annað mál sem snert hafi Þingeyinga; það er um trjákvoðuverksmiðjuna. „Engir sýndu þessu máli minnsta áhuga a.m.k. ekki á yfirborðinu nema þeir sem unnu að rnálinu þ.e. bæjaryfirvöld á Húsavík og Ifeiri aðilar. Það var satt að segja furðulegt að jafn kjaftagleiðir og lýðræðissinnaðir menn og Þingeyingar skyldu ekki tjá sig um þetta mál og jafnvel stofna samtök með eða á móti.“ - Víkurblaðið (Húsavík) reiðdalsvík: Utgerðin skuldar sveit- arsjóði 11/2 milljón kr. ■ Sveitarstjómannenn á Aust- urlandi funduðu nýlega á Höfn í Hornafirði og við það tæki- færi ræddi fréttaritari NT Sverrir Aðalsteinsson við Björn Björgvinsson sveitar- stjóra á Breiödalsvík. Þar snýst atvinna um sjávarútvegsmál og var Björn fyrst spurður hvernig kvótinn stæði hjá þeim. „Breiðdalsvík á talsverðan kvóta. Hann nýtist bara ekki því togskipið Krossanes hefur landað á Stöðvarfirði síðan í ágúst í fyrra. Einnig hefur báturinn Þórsnes mest landað á Djúpavogi í sumar.“ -Hvernig ber að bregðast við atvinnulega séð þegar og ef togskip ykkar fyllir sinn kvóta? „Það byrjaði rækjuvinnsla á Breiðdalsvík í sumar sem held- ur uppi atvinnu með frystihús- inu. Síðan kemur væntanlega síldarsöltun í haust en auðvit- að þarf byggðarlagið sjálft að nýta allan sinn kvóta.“ ■ Bjöm Björgvinsson sveitar- stjóri á Breiðdalsvík. NT-mynd: S. Aðalsteinsson -Hvernig gengur innheimta peninga nú þegar allir virðast peningalausir? „Það er skilvíst fólk á Breið- dalsvík sem reynir að greiða sín gjöld, en í sumar er miklu minni vinna á Breiðdalsvík en var í fyrra og því er innheimta öll miklu þyngri. Aðalútgerðin hér skuldar sveitasjóði 1 1/2 milljón og er það stórvandamál í byggðarlaginu.“ -Hvernig eru framtíðarhorfur í Breiðdalsvík? „Framtíðarhorfur eru góðar, það eru miklir möguleikar. í sumar hefur verið byrjað á þremur einbýlishúsunt og Breiðdalshreppur afhenti í vor 3 íbúða raðhús til kaupenda, sem byggt var með lánum til verkamannabústaða. Einnig var lagt 1200 m langt slitlag á götur bæjarins, keyptur nýr sorpbrennsluofn úr stáli frá Akranesi og unnið við holræsa- gerð og vatnslagnir, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Grindavík: Engar lántök- urframundan segir Jón Gunnar Stef ánsson bæjar- stjóri en segir að framkvæmdir krefji hertrar innheimtu ■ Framkvæmdir við íþróttahúsið í Grindavík eru að hefjast og er, að sögn Jóns Stefánssonar bæjarstjóra í Grindavík, gert ráð fyrir að unnt verði að taka húsið í notkun um áramótin. Á fjárhagsáætlun bæjar- ins er gert ráð fyrir sex og hálfri milljón króna í fram- kvæmdir á þessu ári við húsið. Þá er unnið að lagn- ingu holræsa, og er áætlaðar til verksins fimrn og hálf milljón króna. Að sögn Jóns, er ætlunin að hreinsa úr bænum allar rotþrær og er því verið að tengja gömlu hverfin við holræsakerfið. Jón sagði að staða bæjar- sjóðs væri allgóð nú. „Við stefnum sífellt að því að eyða ekki meira en við öflum en átakið sem nú er framundan við byggingu íþróttahússins og holræsin, knýr á herta innheimtu.“ Á þessu ári er gert ráð fyrir að rúmar þrjár mill- jónir fari í afborganir og vexti af lánum, og sagði Jón að engar nýjar lántökur væru áætlaðar. Jón sagði ástand í atvinnu- málum gott, „hvað sem verður“. „Við erum með ódýrasta iðnaðarrafmagnið á Suðurnesjum og gatna- gerðargjöld eru lág,“ sagði Jón. ■ Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri á skrifstofu sinm. NT-mynd: S. Alb. Fáskrúðsfjörður: Grjótmalarinn fór á hliðina ■ Grjótmulningsvél valt á veginum fyrir utan Búðir á Fáskrúðsfirði er verið var að flytja hana milli staða. Engin slys urðu við óhappið en talsverðar tafir meðan verið var að koina vélinni aftur á réttan kjöl. NT-mynd: Bjarni Björnsson ■ Ekki ber á öðru en að stúlkurnar taki kröftuglega á í bak- SUndÍnil. NT-mynd: Pétur Guömundson Sundmót í Skeiðalaug: Tungnamenn sigursælir ■ Árlegt sundmót Tungna- Hruna- og Skeiða- manna var haldið í Skeiða- laug 19. ágúst sl. og sigr- uðu Tungnamenn með 149 stigum. í flokki karla 17 ára og eldri sigraði Sigurður Óli Ingvars úr Biskupstungun- um í 50 m bringu- og skriðsundi en Magnús Ás- björnsson, einnig úr Bisk- upstungum, varð hlut- skarpastur í 50 m bak- sundi. í flokki 13-16 ára sigraði Gunnlaugur Karls- son úr Hrunamanna- hreppi í öllum greinum og í fiokki 12 ára og yngri varð Gestur Guðjónsson úr Biskupstungunum hlut- skarpastur. í kvennakeppninni sigr- aði Hulda Snæland, Bisk- upst. í öllum greinum í flokki 17 ára og eldri en Hulda Helgadóttir, Hruna- mannahr. sigraði í bringu- sundi og skriðsundi í flokki 13-16 ára meðan Matt- hildur Vilhjálmsdóttir úr Skeiðunum sigraði í bak- sundi. í yngsta flokki sigr- aði Borghildur Ágústs- dóttir í bringusundi og Bergdís Gunnarsdóttir í skriðsundi. Akranes: Iðngarðar í byggingu ■ Á Akranesi er nú verið að byggja iðngarða. Steypustöð Þorgeirs og Helga á Akranesi, sér um framkvæmdir en reikn- að er með að húsið verði fokhelt um mánaðamótin október-nóv- ember. Nú þegar hafa sjö aðilar tryggt sér húsnæði í húsinu. Tvö trésmíðaverkstæði, tvö bíla- verkstæði, sokkaverksmiðja, blikksmiðja og málarameistari. Stærsta hluta hússins kaupir annað bílaverkstæðið, eða 20.3 prósent, en hitt bílaverkstæðið kaupir minnsta hlutann, 8.66 prósent. Gólfflötur hússins er 1188 fermetrar. Að sögn Haralds Helgasonar, hjá Þorgeiri og Helga, hafði atvinnumálanefnd Akraness forgöngu um byggingu iðn- garðanna. Síðan tóku Þorgeir og Helgi að sér að sjá um fram- kvæmdir og kanna eftirspurn eftir húsnæði sem þessu. Byggingin nýtur fyrirgreiðslu úr Iðnlánasjóði. ■ Iðngarðar Skagamanna rísa í hinu nýja iðnaðarsvæði Akra- ness norðan Esjubrautar. NT-mynd: Ámi Bjarna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.