NT - 29.08.1984, Blaðsíða 27

NT - 29.08.1984, Blaðsíða 27
 Miðvikudagur 29. ágúst 1984 27 Bretland: Aukin þátttaka í verk- falli hafnarverkamanna London-Reuter ■ Þátttaka í stuðningsverk- falli breskra hafnarverka- manna við kolanámumenn jókst nokkuð í gær. Verka- menn við sumar hafnir brevttu fyrri ákvörðun um að verkfall- ið væri ekki í þeirra eigin þágu og kæmi þeim ekki við. Hafnarverkamenn við Sout- hampton-höfn, sem er ein stærsta gámahöfn Breta, ákváðu t.d. í gær að taka þátt í verkfallinu og í Immingham, þar sem þriðja stærsta höfn Breta er, hættu verkamenn líka vinnu sinni fljótlega eftir að þeir höfðu stimplað sig inn. En þátttaka í verkfallinu er samt mun nrinni en í svipuðu verkfalli fyrir sex vikum. Naguib, fyrr um forseti ■ Verkfall hafnarverkamanna í Bretlandi hófst eftir 'að British Steel hafði ákveðið að losa kolaskip við Hunterston. Þótt verkfallið nái ekki til allra hafna í Bretlandi eru margar hafnir lamaðar vegna þess. Símamynd-PÖLFOTO írönsku flugræningjarnir: Hlýjar móttök' ur í Bagdad Bagdad-Reuter ■ írönsk skötuhjú rændu í gær íranskri far- þegaþotu með 204 manns innanborðs, sem lagt hafði upp frá Shiras í Iran.og sneru henni til íraks. Þot- an lenti síðan á flugvelli i Suður-írak og þá voru ræningjarnir, áhöfn og farþegar, lluttir með her- ilugvél til Bagdad. Hjá erkifjendum írana í Bagdad biðu ræningj- anna hlýjar móttökur og á blaðamannafundi tjáði ír- askur stjórnarerindreki hinum ungu flugræn- ingjum að þeim væri vel- komið að dvelja í írak. Blaðamenn fengu ekki að ræða við farþegana og áhöfnina, en var sagt að þeim væri frjálst að snúa attur heim, dvclja í Irak eða fara hvert sem þá lysti. Ræningjarnir sögðust ekki tilheyra neinum formlegum samtökum, heldur hefði þeim aðeins verið umhugað um að bjarga eigin skinni og sanr- landa sinna undan ógnar- stjórninni í íran. Þeir sögðust hafa verið alls vopnalausir, en sagt flug- nranni vélarinnar að þeir hefðu komið fyrir sprengi- efnum unr borð. Útvarpið í Teheran á- sakaði hins vegar íraka um að hafa neytt vélina til að lenda í íraíc. Ræningj- arnir hefðu reynt að fljúga vélinni til Kuvvait, þar senr hún hefði ekki fengið lendingarleyfi. Þá hefði ír- akskar herflugvélar brotið lofthelgi Kuwait og neytt írönsku vélina til að fljúga til írak. Þetta er þriðja íranska ttugvélin sem rænt er á tveimur mánuðum. Egypta- lands látinn Kaíró-Reuter ■ Mohamed Naguib, fyrsti forseti Egyptalands eftir að Far- úk konungi var steypt af stóli í byltingu árið 1952, lést í gær, 82 ára að aldri. Naguib var sam- starfsmaður Gamals Abdels- Nassers í hreyfingu frjálsra liðs- foringja sem lagði niður egypska konungdæmið og varð síðan forseti landsins árið 1953 fyrir tilstilli Nassers. Nasser, sem var forsætisráðherra í stjórn hans, setti Naguib síðan af ári síðar og hélt honum árum saman í stofu- fangelsi í nánd Kaíró. Sadat forseti lét hann lausan árið 1970 og æ síðan var Naguib dyggur talsmaður stefnu Sadats. Opin- ber útför Naguibs fer fram á morgun með mikilli viðhöfn. Suður-Afríka-Reuter ■ Aðeins 17,3 prósent af 410 þúsund Indverjum á kjörskrá í kosningum til hins indverska hluta hins nýja þrískipta suður- afríska þings höfðu greitt at- kvæði rúmri klukkustund áður en kjörstöðum var lokað í gær að sögn ríkisútvarpsins í Suður- Afríku. Þetta er nokkuð svipuð kjörsókn og sérfræðingar áttu von á, og jafnvel enn verri útkoma fyrir suður-afrísk stjórnvöld en þegar kynblend- ingar kusu til síns hluta hins nýja þriðjungsþings í síðustu viku. Þá var kjörsóknin um þrjátíu prósent. Eins og kunn- ugt er munu svertingjar, sem eru um 73 prósent landsmanna, ekki eiga neina fulltrúa á hinu nýja þjóðþingi, þar sem skipt er uðu kosningarnar í bása eftir hinum Ijósari lit- brigðum. Lítið hefur farið fyrir baráttu þeirra flokka sem bjóða fram til þings indverska minnihlutans, Þjóðarflokksins og Einingar- flokksins, en þeim mun harðvít- ugari hefur baráttan milli þeirra, Norrænir bankar búast til varnar Stokkhólmur-Reuter. ■ Þrír af stærstu bönkum á Norðurlöndum lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð sam- komulagi um umfangsmikið samstarf á norrænum banka- markaði. Þetta eru Skandin- aviska Enskilda Banken, stærsti viðskiptabanki í Svíþjóð, Berg- en Bank í Noregi og Samvinnu- bankinn í Finnlandi. Bankarnir munu fyrst og fremst grípa til þessa samstarfs nú til að verjast innrás erlendra banka í Noreg og Svíþjóð á næstu tveimur til þremur árum, en eins og kunn- ugt er, voru reglur um umsvif erlendra banka í þessum löndum rýmkaðar mjög fyrir nokkru. í Finnlandi hefur er- lendum bönkum hins vegar ver- ið leyft að starfa um margra ára skeið. Jakob Palmstierna, bankastjóri hjá Skandinaviska Enskilda, sagði ennfemur að samstarfið mundi bæta þjónustu bankanna og greiða fyrir vax- andi viðskipum milli Norður- landanna. Ástæðan fyrir því að Danir eiga ekki aðild að þessu banka- samstarfi er að sögn Palmstierna sú að samkomulag bankanna þriggja á rót sína að rekja til samstarfs sem þeir hafa átt í Skandinavíska bankanum sem hefur aðsetur í London. Den Danske Bank í Kaupmanna- höfn var einnig aðili að þeim banka, en dró sig út úr því samstarfi fyrir tíu árum. Ekki þvertók hann þó fyrir að Danir, sem búa við rúmar reglur um bankaviðskipti vegna aðildar sinnar í Efnahagsbandalagi.nu, nryndu taka upp samvinnu við bankana þrjá síðar meir. Peningakröggur ísraelsmanna: Slá Bandaríkja- menn striki yfir skuldir Israelsmanna? sem hvetja fólk til að kjósa og þeirra sem hvetja fólk til að sitja heima, verið. Margir leiðtogar þeirra sem vilja sniðganga kosn- ingarnar voru handteknir í síð- ustu viku, þar á meðal foringjar svokallaðrar Kongresshreyfing- ar sem Mahatma Gandhi stofn- aði á Suður-Afríkuárum sínum fyrr á öldinni. í dag bárust enn fréttir af átökum víða í Suður-Afríku. í Lenasiu, indverskri byggð skammt frá Jóhannesarborg, skaut lögregla táragasi og gúmmíkúlum að hópi sem mót- mælti hinu nýja stjórnkerfi. Einnig bárust fréttir af því að lögregla hefði barið nokkra blaðamenn. Stór hluti indver- skra skólabarna mætti ekki í skóla í gær og auk þess hefur spurst af átökum í bæjarfé- lögum svartra í Pretóríu. ísraelsmenn sprengja búðir Palestínuskæruliða Tel Aviv-Reuter ■ Hcimildir í Tel Aviv gera nú að því skóna að undir eins og ísraelskum stjórnmála- mönnum lánast að berja saman ríkisstjórn muni þeir fara þess á leit við Banda- ríkjastjórn að hún reiði taf- arlaust af hendi fjárhagsað- stoð sína við Israela fyrir árið 1985. Shimon Peres, sem nú fer með stjórnarmyndunarum- boð í ísrael, hefur lýst þvf yfir að aðkallandi sé fyrir Israelsmenn að fá aukna efnahagshjálp frá Bandaríkj- unum. Bandaríkjamenn láta nú ísraelsmönnum í té um 1.4 billjónir dala á ári í hernaðaraðstoð, auk 1.1 billjónir dala í almenna að- stoð - alls 2.5 billjónir dala. Næsta ár verður öll þessi aðstoð í formi styrkja í fyrsta sinn. Eins og margoft hefur komið fram er verðbólga í Israel um 400 prósent á ári og gjaldeyrisstaða landsins mun vera lakari nú en nokkru sinni fyrr. í Washington hefur komið fram að ekki sé ólíklegt að Bandaríkjastjórn verði við málaleitan ísraelsmanna, enda berjast nú bandarískir stjórnmálamenn um atkvæði fjölmargra Gyðnga þar í landi í væntanlegum kosn- ingum. í máli Bills Green, bandarísks þingmanns sem nýverið var í heimsókn í ísrael, kom fram að mögu- leiki væri á að Bandaríkja- þing slægi striki yfir skuldir Israels við Bandaríkin, en þær nema um 9 billjón dölum af 23 billjón dala skuld ísra- els við erlend ríki. Ekki er enn ljóst hvort Bandaríkjastjórn mundi setja einhver skilyrði fyrir aukinni efnahagsaðstoð við Israel, stjórnmálaleg eða fjárhagsleg, en þó er það ekki talið óhugsandi. Beirút-Reuter. ■ ísraelskar flugvélar gerðu í gær loftárásir á bækistöövar Pal- estínuskæruliða í austanverðum Bekaadal í Líbanon. Þetta er þriðja loftárás Israelsmanna á bækistöðvar Palestínumanna í þessum mánuði. Heimildir í Beirút herma að erfitt hafi verið að ná sambandi við Bekaadalinn og því óvíst hvert mannfall varð, en þó er talið að meira en 100 manns hafi látist eða særst í árásinni, líklega flestir þegar sprengja féll á byggingu sem notuð var sem fangelsi. Að sögn talsmanns Israels- hers höfðu þarna bækistöð sína fylgismenn Abu Musa, eins af leiðtogum samtaka sem hafa klofið sig úr A1 Fatah samtökum Yassers Arafats. Indverjar og Kínverjar auka verslun sín í milli Pcking-Rcutcr. ■ Indverjar og Kínverjar hafa samið um að stórauka verslun á milli ríkja sinna á næstu árum. Öll verslun milli þessara ríkja stöðvaðist eftir landamærastríð þeirra árið 1962. Það var ekki fyrr en árið 1977 að Kínverjar og Indverjar tóku aftur upp verslunarsamskipti en magn verslunarinnar var samt tiltölu- lega lítið. Á síðasta ári var heildarverð- mæti allrar verslunar á milli Indlands og Kína aðeins um 60 milljón dollarar. Með nýundir- rituðunr samningi sínum hyggj- ast þessi tvö fjölmennustu ríki veraldar margfalda verslun sín í milli. Abid Hussein, formaður indversku samninganefndarinn- ar, sem undirritaði samningana fyrir hönd Indverja í Peking, segist búast við því að á næstu fimrn árum geti verðmæti versl- unar á milli Kínverja og Ind- verja aukist upp í um einn milljarð bandaríkjadala.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.