NT - 29.08.1984, Blaðsíða 29
Útlönd
Miðvikudagur 29. ágúst 1984 29
Rannsókn á stríðsglæpum
Atlactl -herdeildarinnar
San Salvador-Reutcr
■ Yfirstjórn E1 Salvadorhers
hefur fyrirskipað rannsókn á
fjöldamorði á 68 bændum,.
sem talið er að sveit í hernum
hafi framið í norðurhluta Ca-
banas-sýslu í síðasta mánuði.
Hermt er að Carlos Vides
Casanova varnarmálaráðherra
og Duarte forseti hefi krafist
rannsóknarinnar í fyrradag eftir
að hafa lesið skýrslu kaþólsks
mannréttindahóps um fjölda-
morðin. Hópurinn telur sig hafa
vissu fyrir því að svokölluð
Atlacatl-herdeild, sem þjálfuð
er af Bandaríkjamönnum, hafi
myrt 68 bændur í leitarherferð
dagana 18.-22. júlí í þremur
þorpum um 40 km norður af
San Salvador.
Mannréttindasamtök halda
því fram að herdeild þessi beri
ábyrgð á fjölda glæpa af svipuð-
um toga, til að mynda drápi um
500 bænda í þorpinu E1 Mozote
síðla árs 1981. Enn hefur ekki
farið fram nein rannsókn á þeim
atburði. Hins vegar hefur Duarte
Washington Reuter.
■ Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti hefur ákveðið að
senda kennara út í geiminn með
geimferjunni. Hann skýrði frá
þessu í ræðu sem hann hélt um
menntamál en í henni lagði
hann mikla áherslu á að tengja
menntun og tækni sem sterkust-
um böndum.
Reagan sagði m.a. að það
forseti nú beitt sér fyrir stofnun
nefndar sem ætlað er að rann-
saka margvíslega glæpi sem
framdir hafa verið í E1 Salvador
síðustu fjögur árin - þar á
meðal fjöldamorð og morðið á
Romero erkibiskupi árið 1980.
hefði lengi verið markmiðið að
senda óbreyttan borgara með
geimferjunni. Hann hefði nú
ákveðið að þessi óbreytti borg-
ari skyldi vera kennari en kenn-
arar væru meðal bestu borgara
Bandaríkjanna.
Geimferðastofnun Banda-
ríkjanna, NASA, mun leita að
efnilegum geimkennurum með-
al grunnskóla- og framhalds-
Vestrænir sendimenn lýstu
yfir ánægju sinni með rannsókn-
ina fyrirhuguðu, en slógu þó
þann varnagla að rannsóknir E1
Salvadorhers á eigin hryðju-
verkum hefðu sjaldan leitt til
nokkurrar niðurstöðu.
skólakennara á næstunni.
Skipulagsstjóri NASA, James
Beggs, segir að kennarinn verði
sendur í ferð út í geiminn með
geimferjunni strax á næsta ári
eða hugsanlega árið 1986. Síðan
verði reglulega skipulagðar
ferðir með óbreytta borgara úr
ýmsum stéttum, t.d. blaða-
menn, listamenn, lögfræðinga
og verkamenn.
Grunnskólakennari út í geiminn?
Þróunarlönd funda um
stofnun eigin banka
Caracas-Reuter
■ Stjórnarerindrekar
77 þróunarríkja, sem
hafa með sér samstarf,
munu halda fund í Carac-
as í Venezúela síðar í
þessari viku til að ræða
hugmyndir um stofnun
svokallaðs Suðurbanka.
Annar fundur um sama
efni mun einnig ráðgerð-
ur í Kólombíu í næstu
viku.
Hugmyndin um Suður-
bankann kom upp árið
1980 þegar snurða hljóp
á þráðinn í svokölluðum
norður-suður viðræðum,
en síðan hafa það einkum
verið Alsírmenn og Ven-
ezúelar sem hafa haldið
hugmyndinni á lofti.
Suðurbankanum yrði
ætlað að fjármagna þró-
un og uppbyggingu í
þriðja heims löndum og
vega þannig upp á móti
rénandi fjárstreymi frá
iðnríkjum til vanþróaðri
landa.
Ekki munu þó öll þró-
unarlönd vera jafn hrifin
af hugmyndinni um
Suðurbankann. Þau rík-
ari í hópi þeirra, til dæmis
Saudi-Arabar, munu
telja sig þurfa að leggja
óeðlilega mikið fjármagn
í stofnun bankans án þess
að þeim verði umbunað í
samræmi við fjárútlátin.
■ Réttarhöldin yfir
blaðamanninum Gert
Heidemann og kaup-
manninum Konrad Ku-
jau, sem ákærðir eru fyrir
að hafa falsað „dagbæk-
ur Hitlers“, sem þýska
vikublaðið Stern hóf birt-
ingu á fyrir rúmu ári
síðan, hófust á nýjan leik
í gær. Réttarhaldinu var
frestað í síðustu viku
meðan dómendur veltu
fyrir sér þeirri mótbáru
verjenda Heidemanns að
þegar væri búið að dæma
í máli hans, það hefðu
fjöhniðlar gert. Réttar-
höldin hafa skiljanlega
vakið mikla athygli í
Vestur-Þýskalandi, enda
var dagbókarmálið mál
málanna þar í fyrra. -
Einn þeirra sem mættir
voru við réttarhaldið i
gær var Robert
Schneller, atvinnulaus
verkamaður frá Stuttgart
- í æði kunnuglegu
gerVÍ... Símamynd-Polfoto.
Asía:
Aukin kartöflurækt
■ Þótt hrísgrjón, hveiti og aðrar kornteg-
undir séu ennþá undirstöðufæðutegundir
Asíubúa hafa kartöflur sótt nokkuð á að
undanförnu.
Á árunum 1965 til 1980 hefur kartöflu-
uppskeran í Asíu aukist um tæp sextíu
prósent og útlit er fyrir að hún muni halda
áfram að aukast á næstu árum. Kína og
Indland eru meðal fimm mestu kartöflu-
framleiðslulanda í heimi en þessi lönd
framleiða hvort fyrir sig meira en 10 milljón
tonn af kartöflum á ári.
Kartöflurækt á sumum svæðum í Asíu
hefur ýmsa augljósa kosti. Kartöflur þurfa
ekki nema tæplega fjórðung af því vatns-
magni sem þarf til ræktunar á hrísgrjónum
og kartöflurrækt gefur af sér fleiri hitaein-
ingar og eggjahvítu á hverja einingu lands
en aðrar matjurtir. Þær eru því tilvaldar til
ræktunar á svæðum sem eru of þurr til
hrísgrjónaræktunar og það hefur einnig
gefið góða raun að rækta kartöflur á
hrísgrjónaökrum í sunnanverðri Asíu á
þurrkatímanum yfir veturinn.
Aðalvandamáíið við kartöfluræktina hef-
ur verið að fá útsæði sem er laust við
sjúkdóma þar sem sjúkdómum fjölgar með
hverri kartöflukynslóðinni sem líður. En
nýjar aðferðir við ræktun útsæðiskartaflna
sem Alþjóða kartöflumiðstöðin í Perú hefur
unnið að í samvinnu við víetnömsk yfirvöld
gefur góða von um að hægt verði að útrýma
kartöflusjúkdómum að mestu. Petta byggist
meðal annars á nýjum aðferðum við að
rækta græðlinga í tilraunaglösum. Útsæðis-
bændur í Dalat í Víetnam hafa þannig sjálfir
tilraunaglös á heimilum sínum sem þeir
nota til að rækta græðlinga sem þeir nota
síðan til að rækta útsæðiskartöflur. Útsæðið
selja þeir svo til annarra bænda.
Afbrigði ræktuð með þessum aðferðum
hafa gefið af sér yfir 25 tonn á hektara og
vísindamenn frá Alþjóðakartöflumiðstöð-
inni gera sér vonir um að þessar nýju
ræktunaraðferðir geti aukið kartöfluupp-
skeruna samtals um 6 milljónir tonn sem
vissulega kemur sér vel í vannærðum
löndum þriðja heimsins.
Bifreiðaverkstæðið Dvergur
Smiðjuvegi 38 E Kópavogi auglýsir
Gerum við flestar tegundir bifreiða Lada-
Leyland þjónusta.
Látið okkur yfirfara bifreiðina fyrir veturinn.
Verið velkomin
Bifreiðaverkstæðið Dvergur
Smiðjuvegi 28 E Kópavogi
sími: 74488
P.s. Geymið auglýsinguna
Skúlatún 6, 105 Reykjavík
Áskriftarsími: 91-11710