NT - 29.08.1984, Blaðsíða 8

NT - 29.08.1984, Blaðsíða 8
■ Mikligarður í Reykjavík: En þessa opnu og frjálsu samkeppni þoldu „samkeppnismennirnir“ sem svo kalla sig alls ekki og mögnuðu í nýjum áhlaupum árásir sínar á samvinnuverslunina, tóku m.a. að höggva ótt og títt í hinn gamla knérunn skattareglna um samvinnufélög.“ Árásirnar á samvinnuhreyfinguna eru henni besta lífsnæringin ■ Því verður varla haldið fram með ótvíræðum rétti, að íslensk samvinnuhreyfing eða helstu fyrirtæki og stofnanir hennar í verslun og atvinnu- rekstri, kaupfélögin og sam- band þeirra, hafi notið með- byrs eða umburðarlyndis um skör fram af hendi þeirra manna, flokka og málgagna, sem telja aðra viðskipta- og rekstrarhætti í þjóðfélaginu ákjósanlegri. Um samvinnu- hreyfinguna og starf hennar í landinu hefur satt að segja staðið linnulítil orrahríð alla stund síðan hún náði fótfestu hér á landi fyrir rúmri öld, að vísu í mislöngum lotum og með ofurlitlum hléum, en aldrei hefur verið frítt að fullu,á þessum vígstöðvum. ■ „Herforingjar stríðs- ins gegn samvinnuhreyf- ingunni hefja gunnreifir nýja sókn á annarri öld samvinnustarfsins í land- inu og láta ekki deigan síga.“ Vegist á um ólík og andstæð sjónarmið Þessi aldarlöngu, hörðu og hvíldarlitlu átök sýna og sanna svo að varla verður um villst, að hér er vegist á um gerólík og andstæð sjónarmið, sem eru að verða ósættanleg. Hins hefði þó ef til vill mátt ætla, að með tíð og tíma kæmust á nokkurn veginn varanleg grið milli þessara andstæðu fylk- inga í samfélaginu, þannig að báðar viðurkenndu tilverurétt þessara mismunandi sjónar- miða og rekstrarforma í hinu blandaða hagkerfi okkar og héldu sig innan ramma mál- efnalegrar umræðu um þau en slíðruðu að mestu sverð hinnar vægðarlitlu höggorrustu sem geisað hafði. En því virðist ekki að heilsa. Herforingjar stríðsins gegn samvinnuhreyf- ingunni hefja gunnreifir nýja sókn á annarri öld samvinnu- starfsins í landinu og láta ekki deigan síga. í sókn og vórn En þetta harðsækna stríð gegn samvinnuhreyfingunni er og hefur verið að mestu á aðra hlið. Samvinnumenn bregða aðeins vörnum við þegar harkalega er að þeim ráðist. Það verður varla með sann- girni sagt, að samvinnumenn hafi haft árásarfrumkvæði í þessum vopnaskiptum síðustu áratugina að minnsta kosti. Þeir hafa ekki legið í skot- gröfum gegn hersveitum og borgum einkarekstararins. eða annarra rekstrarforma af and- stæðum toga, og sjaldan gert árásir að fyrra bragði. Sam- vinnumenn viðurkenna að fullu rétt einkaframtaksins til starfa og athafna, þótt þeir telji samvinnuúrræði betri kost í mörgum greinum. Flestir samvinnumenn líta rneira að segja svo á, að hér sé alls ekki um hatrammar and- stæður að ræða, sem þurfi endilega að standa í sífelldu stórstríði, heldur sé samvinnu- starf í raun einstaklingsfram- tak í öðru veldi, þar sem samvinnusamtök séu vogar- stöng einstaklinganna til hags- bóta og framfara, og henni megi beita að þeim mörkum, að það skerði ekki réttmætan hlut annarra. Margir talsmenn hlutafélaga og einkaframtaks vilja hins vegar gefa þeim rekstri miklu frjálsari hendur til söfnunar einkagróða af hon- um og virða ekki nógu vel landamæri annarra, telja sig hafa rétt til að ráða einir rekstri sínum og afrakstri hans, þótt hann sé sóttur í vasa annarra, og telja viðskiptamenn ekki eiga rétt til áhrifa né hlutdeild- ar í ágóða. Þetta er í raun og veru ásteitingarsteinninn. Ný stóráhlaup Nei, áhlaupin á samvinnu- starfið í landinu síðustu missir- in benda ekki til neins vopna- hlés í náinni framtíð í þessu linnulausa stríði. Það er segin saga, að í hvert skipti sem samvinnumenn færa út kvíar sínar eða ná nýjum áföngum í starfi, þá geysast hersveitir hins heilaga stríðs gegn sam- vinnufélögunum fram í nýjum stóráhlaupum og bíta í skjald- arrendur. Það var til að mynda hart viðbragðið' sem þessir stríðsmenn tóku þegar sam- vinnumenn í Reykjavík og nágrenni stofnuðu Miklagarð á s.l. hausti og tóku að veita stórmörkuðum einkaframtaks- ins eðlilega samkeppni um vöruverð til þess að bæta við- skiptakjör launafólks á svæð- inu. Samvinnuverslun með þessu sniði hafði verið allt of lítil í Reykjavík til þess að Er Reykjavíkur- borg auðhringur? - eftir Gunnar Sveinsson kaupf élagsst jóra í Kef lavík ■ í NT þann 20. ágúst skrif- aði Guðmundur Einarsson lektor og alþingismaður um auðhringi og gerði tilraun til að skilgreina þá. Kemur hann með 9 atriði sem séu sameigin- leg einkenni þessa fyrirbæris, en þau voru þessi: 1. Auðhringur er stór sam- steypa fyrirtækja. 2. Auðhringur á hlut í fjöl- breytilegum atvinnurekstri. 3. Auðhringur hefur yfirráð yfir öllum framleiðslu- stigum í ákveðnum grein- um. 4. Auðhringur veitir yfir- mönnum bestu veraldleg gæði og dýrkar þá. ■ Gunnar Sveinsson, kaup- félagsstjöri 5. Auðhringur greiðir verka- fólki lág laun. 6. Auðhringur nýtur einokun- ar í ákveðnum greinum eða landsvæðum. 7. Auðhringur hefur stjórn- málamenn á launaskrá. 8. Auðhringur styður starf- semi stjórnmálaflokka, sem gæta hagsmuna hans. 9. Auðhringur á hluti í skuggastarfsemi og braski ýmiss konar. Síðan spyr hann: Er auð- hringur hér, og svarar síðan sjálfum sér með ýmsum tilvitn- unum og villum eins og hjarta- hreinum íhaldsmanni sæmir, að Sambandið sé auðhringur. Mér datt þá í hug að láta alþingismanninn svara mér hvort ekki væru fleiri slíkir hringir hér eftir hans skilgrein- iiia li fCBBIlfilálí iiiiBBi iiiBLiBBi ti Iflffil' f fiiiiiiííiii • iir’- jiii' íii Ií > '• 11 I ’ ^íiiií"'1 ■ G uðmundor Kiiurvson, il- þingismiður i Bindilagi jifn- íílll»l>,&.... r.:, .'•!!=> Aðibloðtir Sambmdsins við Sötvbóbgoli. _____ Brjótum upp auðhringinn Eftir Guðmund Einarsson alþingismann ■ Hin umdeilda grein Guðmundar Einarssonar, alþingismanns í Bandalagi jafnaðarmanna: „...svarar síðan sjálfum sér með ýmsum fáranlegum tilvitnunum og villum eins og hjartahreinum íhaldsmanni sæmir, að Sambandið sé auðhringur.“ ingu t.d. Reykjavíkurborg. Og hér fáum við svörin. 1. ...stór samsteypa. Reykjavíkurborg er sam- steypa fjölda hverfa og aðaleigandi og hluthafi í fjölda fyrirtækja. 2. ...fjölbreytilegur atvinnu- rekstur. Innan vébanda Reykjavík- urborgar er mikill atvinnu- reksturútgerð, fiskverkun, skólarekstur, sjúkrahús, tryggingar, rekstur raf- veitu, hitaveitu, hafnar- rekstur o.fl. o.fl. 3. Yfirráð yfir öllum fram- leiðslustigum sömu at- vinnugreinar... Innan margra atvinnu- greina er borgin allsráðandi s.s. í strætisvagnarekstri og vatnsveiturekstri, annast sínar tryggingar, sér sjálf um alla grunnskóla- menntun, dagheimili, hjúkrun, heimilishjálp, út- leigu á húsnæði, rafmagns- framleiðslu, sorphreinsun o.fl. o.fl. 4. ...veitir yfirmönnum ver- aldleg gæði og dýrkar þá... ■ „Öll greinin er skrifuð af svo mikilli vanþekkingu og fordómum að maður hrekkur upp og hugsar með sjálfum sér: Aum- ingja Alþingi; Aumingja Háskólinn. Hvers eiga þessar stofnanir að gjalda???“ Hjá borginni hafa yfir- mennirnir mjög há laun. Einn fékk mjög dýrt mál- verk í afmælisgjöf „um árið“. Gerðar hafa verið styttur af sumum borgar- stjórum og settar á stall. 5. ...greiðir verkaflóki lág laun... Þótt yfirmennirnir séu á topp launum, er meiri- partur af verkafólkinu á

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.