NT - 29.08.1984, Blaðsíða 1
Framkvæmdastofnun selur
20 prósent hlutabréfa í
Álafossi á 35 milljónir
í dag er fjallað um vatnspökkunarverksmiðju
■ Tuttugu prósent hluta-
bréfa í Álafossi voru í gær
seld starfsmönnum fyrir-
tækisins á, samkvæmt
heimildum NT, nálægt 35
milljónum króna.
Stefán Guömundsson,
stjórnarformaður Fram-
kvæmdastofnunar, sagði
NT í gærkvöld, að þar sem
starfsfólki Álafoss hefði
enn ekki verið tilkynnt um
verðið, þá vildi hann ekki
staðfesta þetta verð.
Hann sagði að sam-
þykkt hefði verið tillaga
endurskoðanda Fram-
kvæmdastofnunar um
verð hlutabréfanna “sem
er, að mínu áliti sann-
gj arnt verð“ sagði Stefán.
Sala hlutabréfanna var
afgreidd á fundi stjórnar
Framkvæmdastofnunar á
Sauðárkróki í gær. Á
fundinn mættu einnig
þingmenn í Norðurlands-
kjördæmi vestra og full-
trúar þéttbýlisstaða í kjör-
dæminu.
Að sögn Stefáns verður
rætt á fundi stjórnarinnar
í dag um byggingu vatns-
pökkunarverksmiðju á
Sauðárkróki. Hann sagði
að um verksmiðjuna hefði
verið fjallað í iðnaðar-
ráðuneytinu og að mikill
hugur væri í heima-
mönnum.
14 ára drukkinn
og meðvitundar*
laus fannst við
Hraunbæ í Árbæ
■ í gærkvöld
fannst 14 ára
drengur, meövit-
undariaus viö hús-
ið að Hraunbæ 118
í Arbæ.
Er álitið að
drengurinn hafi
fallið í Elliðaárnar
og verið dröslað
upp að húsinu og
skilinn þar eftir.
Drengurinn var
drukkinn.
Árskógsströnd:
Fann manna
vi
■ Kristján Snorra-
son, bóndi á Hellu á
Árskógsströnd fann
í skurði við hús sitt
mikið af beinum,
sem álitið er að séu
frá 16. öld. Mynd gk-Akureyri.
Sjá á bls. 5
Eyjamenn stórauka
áfengiskaupin sín
- ásamt Keflvíkingum og Austfirðingum
■ Vestmannaeyingar
virðast, samkvæmt þeim
tölum sem nú liggja fyrir,
hafa aukið áfengiskaup sín
mest allra landsmanna frá
því í fyrra. Salan í áfengis-
útsölu bæjarins frá apríl-
byrjun til júníloka var að
líkindum 14% meiri að
magni til en sömu mánuði
í fyrra. Er hér byggt á
upplýsingum um krónu-
tölusölu verslunarinnar,
sem Áfengisráð hefur birt,
svo og almennri þróun
drykkjarvara og áfengis-
liöar framfærsluvísitöl-
unnar á þessu tímabili.
Magnaukningin í Keflavík
hefur samkvæmt sömu
forsendum verið 11,4%,
og aukningin á Seyðisfirði
10%.
Hins vegar virðist áfengis-
salan á Siglufirði hafa
dregist saman um 25%.
En þar er þess að gæta að
frá því í fyrra hefur ný
áfengisútsala verið opnuð
í nágrannabænum Sauðár-
króki, en þessi útsala selur
í ár nær tvöfalt meira en
útsalan á Siglufirði. Einnig
virðist áfengissalan á Ak-
ureyri, í Reykjavík og á
ísafirði hafa dregist lítils
háttar saman.
í heild virðast áfengis-
kaup landsmanna vera
svipuð í ár og í fyrra. En
þau kostuðu landsmenn
um 360 milljónir króna
frá apríl til júní í ár.
Arkitektar stefna
félagsmálaráðherra
vegna löggiBdingar byggingafræðinga til að teikna hús
■ Arkitektafélag íslands hefur stefnt Alexand-
er Stefánssyni félagsmálaráðherra fyrir dóm og
krafist þess, að ógild verði sú gjörð hans að veita
þremur byggingafræðingum löggildingu til að
teikna hús. Jafnframt hefur byggingafræðingun-
um þremur verið stefnt og þess krafíst, að þeir
missi réttindi sín.
Kröfu sína byggja arkitektar
á túlkun á byggingareglugerð,
sem gekk í gildi árið 1979. Þar
segir m.a. að rétt til að gera
aðaluppdrætti og séruppdrætti
hafi arkitektar, bygginga-
fræðingar, byggingatækni-
fræðingar og verkfræðingar
hver á sínu sviði, og að starfs-
sviðið markist af starfsreynslu.
Arkitektar vilja túlka þetta á
þann veg, að ekki sé hægt að
veita byggingafræðingum leyfi
til að teikna hús.
Byggingafræðingarnir eru á
öndverðri skoðun og benda á,
að starfsreynsla þremenning-
anna, sem hér um ræðir, sé á
teiknistofu við almenn hönn-
unarstörf, við hlið arkitekta.
Þeir byggingafræðingar, sem
útskrifuðust fyrir 1979 hafa allir
fengið löggildi, ef þeir hafa sótt
um hana. En um þetta hefur
verið deilt síðan 1979. Skipu-
lagsstjórn ríkisins hefur hallast
að skoðun arkitekta, en félags-
málaráðherra er á öndverðri
skoðun, enda hefur hann löggilt
þá þrjá byggingafræðinga, sem
um það hafa sótt.
Alirefir eru mun skæðari m villirefurinn.
Akranes
Borgarnes
Breiðdalsvík
Fáskrúðsfjörður
Grindavik
Kópavogur
Suðurnes
Vopnafjörður
“Sjábls.6-7
bls.7