NT - 29.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 29.08.1984, Blaðsíða 7
■ Sveinn Guðmundsson sveitarstjóri á Vopnafirði. Vopnafjörður: Verður gert út á skelfisk í haust? ■ Sveinn Guðmundsson er nýráðinn sveitarstjóri á Vopna- firði og sat hann aðalfund Sam- bands sveitarfélaga á Austur- landi um síðustu helgi. Fréttaritari NT, Sverrir Aðalsteinsson, náði tali af hon- um við það tækifæri á Höfn í Hornafirði. - A Vopnafirði snýst atvinna mikið um vinnslu sjávarafla. Hvernig kemur margnefndur kvóti við ykkur? „Eins og horfir nú eiga tog- skipin tvö eftir kvóta í einn til tvo mánuði. Pað er því ljóst að lítið verður starfað við fisk- vinnslu síðustu tvo mánuði árs- ins ef engu verður þar við bætt.“ - Hvernig ætlið þið að bregðast við því? „Það er alveg ljóst að ekkert getur á skömmum tíma komið í staðinn fyrir eins stóran þátt í atvinnulífi Vopnfirðinga sem fiskvinnslan er, en ef síldveiðar verða í haust og hún veiðist á þeim stöðum að það henti að landa henni á Vopnafirði þá getur sá þáttur bætt nokkuð úr. Þá vil ég nefna það að á Vopnafirði hafa fundist nýtan- leg skelfiskmið og unnið er að því nú af útgerðar- og fisk- vinnslufélaginu Tanga að koma af stað vinnslu skelfisks í haust.“ - Hvernig gengur innheimta gjalda á Vopnafirði? „Ég held að óhætt sé að fullyrða að innheimta er hæg- ari nú en undanfarin ár en vonandi lagast það núna síðari hluta ársins því mér er sagt að Vopnfirðingar séu skilvíst fólk.“ - Hvernig eru horfurnar í haust? „í atvinnumálum eru horf- urnar um sinn ekki allt of bjartar og þar tel ég að skipti mestu máli hver verður fram- vindan með afkomuna í sjávar- útvegi." - Framtíðarhorfur? „Varðandi framtíðarhorfur finnst mér ekki ástæða til alltof mikillar svartsýni þó illa horfi nú um stundarsakir. 1 Vopna- firði er rekinn blómlegur land- búnaður og loðdýrarækt er þar vaxandi búgrein. Einnig eru fyrir hendi verulegir möguleik- ar í fiskirækt sem kanna þarf nánar. f>á hljóta að skapast betri skilyrði í sjávarútvegin- um sem er lang stærsti þáttur- inn í atvinnuiífi staðarins en vissulega þyrfti að renna fleiri stoðum undir það. Er vonandi að einhverjir dugmiklir menn finni verkefni í iðnaði eða öðru sem skapað geti aukna atvinnu í byggðarlaginu." Miðvikudagur 29. ágúst 1984 7 Heimaslóð Alirefir á flótta gera mikinn usla „Mun skæðari en villirefurinn,“ segir Jón Oddsson refaskytta á Gerðhömrum _ „Það er staðrevnd að ef refurinn sleppur úr búrunum þa Iifir hann af og blandast villirefastofninum sem fyrir er“ sepir Jón. Hann telur bessa flóttarefi iafnvel skæðari ■ Nokkuð hefur venð um það að innfluttu alirefirnir sleppi úr refabúunum og önd- vert við það sem haldið var fram þegar innflutningur þeirra hófst hefur komið í ljós að þeir lifa ágætlega af úti í náttúrunni. Og ekki nóg með að þeir lifi heldur gerast þeir mun meiri skaðvaldar en ís- lenski villirefurinn, að því er reyndir kunnáttumenn segja. „Þetta er alveg nákvæmlega það sama og sagt var við varp- bændur þegar minkurinn var fyrst fluttur inn - að það væri alveg hættulaust. En það er hins vegar alveg staðreynd að ef refurinn sleppur þá lifir hann af og blandast strax villi- refastofninum sem fyrir er. Ég hef unnið alilæðu á greni, að hálfu leyti bláref og að hálfu leyti hvít, sem hafði makað sig með mórauðum íslenskum villiref og átt með honum af- kvæmi og ég veit fleiri dæmi þess hér á Vestfjörðum," sagði Jón Oddsson, refaskytta á Gerðhömrum í V-ísafjarðar- sýslu. Aðsópsmeiri en vílliref- irnir Jón sagði alirefina sem sleppa jafnframt miklu stærri - jafnvel um þriðjungi þyngri - en dýrin sem fyrir eru og þar með þróttmeiri og geta orðið aðsópsmeiri úti í náttúrunni en villidýrin. Stærri dýr þurfi miklu meiri fæðu og hafi miklu en villirefina. meiri möguleika til að vinna á fullorðnu fé ef þau fari að bíta. Með innfluttu dýrunum - sem alin hafa verið til frjósemi - komi einnig miklu meiri frjó- semi í stofninn. „íslensku læðurnar sem ég hef verið að ná hafa mest verið með 7-8 hvolpa. En ég hef haft spurnir af að þeir sem hafa verið að vinna svona blendinga hafi verið að fá allt upp í 12 hvolpa á greni, svo það er mikill munur á fjölguninni. Við erum búnir að vera að berjast við að ná þessum dýra- stofni niður og reyna að halda honum í skefjum. Það er því afskaplega slæmt að ekki skuli hægt að treysta þeim mönnum sem fá að flytja þetta inn að þeir missi dýrin ekki út,“ sagði Jón. Jón - sem stundað hefur refaveiðar allt frá 1950 - segir að dýrum hafi á síðustu árum farið fjölgandi um allt land og kennir það bæði alidýrum sem sleppa og undanhaldi í dýra- vinnslunni. í vor hefur Jón t.d. unnið á 7I tófu í Sléttuhreppi einum, en fyrr á árum var hann kominn niður í að fá þetta um 12-14 dýr í Sléttuhreppi. Alls er Jón búinn að veiða 136 dýr nú í vor og sumar. Fuglalífið að hverfa „Það er ákvaflega slæmt þegar dýrunum fjölgar svona því þau eyða því lífi í náttúr- unni sem okkur er miklu dýr- mætara. Hér hefur þetta leitt til þess að mófuglalíf er alveg að verða horfið og hafa t.d. margir haft á orði hve gífurleg breyting hafi þar orðið á í Sléttuhreppi sem er friðlýstur og skurðgrafan hefur ekkert farið um þannig að fuglalíf var þar mikið. Jafnframt veldur þetta bændum miklum áhyggjum. Eftir því sem refa- hópurinn stækkar er meiri hætta á að hann ráðist á féð. Minkurinn verri en mæðiveikin Nú höfum við líka annað dýr sem keppir um fæðuna. Ég tel innflutninginn á minknum versta ólán sem við höfum lent í-verri en nokkurn tíma mæði- veikina, því henni gátum við þó útrýmt með niðurskurði í land- inu, en minknum getum við aldrei útrýmt. En það verður nauðsynlega að reyna að t halda honum í skefjum og það sama á við um refinn," sagði Jón Oddsson, refaskytta. Kópavogur: N» . sund- laug ■ í Kópavogi hefur verið skipuð undirbúningsnefnd um byggingu sundlaugar á Rútstúni. Nefndin hefur þegar haldið 11 fundi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn, en Högna Sigurðardóttir, arki- tekt, hefur hafið samstarf við nefndina. A Rútstúni er fyrir lítil sundlaug, sem yrði þá væntanlega notuð til kennslu. Laugin, sem nú er til umræðu að byggja, yrði væntanlega keppnis- laug og hafa m.a. verið lagðar fram kostnaðar- áætlanir í nefndinni vegna byggingar 50x22 metra laugar og 10x10 metra vaðlaugar. Engin fjárveiting er til þessa verkefnis á þessu ári á fjárhagsáætlun Kópa- vogs, en verði ákveðið að byggja sundlaugina, gæti hönnunarvinna væntan- lega hafist á næsta ári. Suðurnes: Næg atvinna ■ Næg atvinna hefur verið á Suðurnesjum í sumar. í viðtölum við bæjarstjóra Grindavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkur kom fram að ekkert at- vinnuleysi er á þessu svæði. Jafnvel hefur vant- að menn í ýmsar iðngrein- ar, svo sem í múrverk. Á Keflavíkurflugvelli eru nokkrar framkvæmdir nú. 26.1jórðungsþing Norðlendinga: Atvinnu- og menntamál í brennipunkti ■ Fjórðungsþing Norðlend- inga verður haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september og sitja það 94 full- trúar sveitarfélaga og sýslufél- aga á Norðurlandi, auk'alþing- ismanna og annarra gesta. Meginmál þingsins eru nýjar leiðir í atvinnumálum og menntunarmál dreifbýlis. Meðal framsögumanna um at- vinnumál eru Ingjaldur Hanni- balsson forstjóri Iðntækni- stofnunar íslands, Eyjólfur K. Jónsson aðlþingismaður og Torfi Guðmundsson fram- kvæmdastjóri. Um menntun- armál dreifbýlisins, fjárhags- lega stöðu og stjórnun hafa framsögu Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra, Valgarður Hilmarsson oddviti og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri. Fyrir þinginu liggja 24 tillögur um hina ýmsu málaflokka og má búast við fjörlegum umræðum. Á föstudagskvöldinu verður samkvæmi með kynningardag- skrá í boði Vestur-Húnvetn- inga en þinginu lýkur síðari hluta laugardagsins 1. sept. með afgreiðslu mála og kosn- ingum til fjórðungsráðs og nefnda. Borgarnes: Nóg að geraá hótelinu ■ Rekstur hótelsins í Borg- arnesi hefur gengið vel í sumar og fleiri gist þar en í fyrra. Mestur var straumur- inn í júlímánuði en þá var nýting gistiherbergja 75—80% að sögn Hafdísar Olafsdóttur hótelstýru. Hún sagði að eftir verslunarmannahelgina hefði heldur dregið úr aðsókninni aftur. Hins vegar benda pantanir sem þegar hafa borist til þess að næsta sumar verði jafnvel enn betra. Hún sagði að þeg- ar væri farið að panta hótelið undir árshátíðir, ráðstefnur og fundi í vetur. Merkið okkar talar sínu móli Handtak sem innsiglar gagnkvœmt traust Umboösmenn um allt land. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.