NT - 29.08.1984, Blaðsíða 24

NT - 29.08.1984, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 29. ágúst 1984 24 Rás2kl. 15. Ótroðnarslóðir Andri Már Ingólfsson sér um þáttinn ■ Andri Már Ingólfsson verður einn með þáttinn Ótroðnar slóðir á Rás 2 í dag, þar sem Halldór Lárusson er erlendis. Ótroðnar slóðir er. þáttur um kristilega popptón- íist, og aðspurður um efni þáttarins svaraði Andri Már. „Ég mun spila nýtt og gamalt, fara nánast allan hringinn, þ.e. koma við í flest- um músíkstefnum, poppi, jassi, rokki og gospel tónlist. Ég kynni einn brautryðjanda í kristilegri tónlist, Keith Green. Hann var amerískur, er látinn, en skildi eftir sig mjög skýr spor í kristilegri tónlist. Meðal annarra listamanna sem spilaðir verða eru t.d. Rez Band, sem er þungarokks- hljómsveit, André Crouch, sem er í svartri gospeltónlist, og svo Bob Dylan. Einnig kynni ég splunkunýja plötu með Mariu Muldaur, sem er hennar önnur kristileg plata. Hún leggur þessa plötu undir jass. Muldaur varð kristin fyrir þremur árum. Einnig verður eitthvað spilað með Leon Pa- tillo, sem var áður í Santana. Hann er með notaðar lummur, sém hafa heyrst áður.“ Hvernig er ástandið í ís- lenskri kristilegri popptónlist? „Það er góð spurning. Það ■ Bob Dylan er ekki um auðugan garð að gresja, en það eru ýmsir aðilar að fara í plötuupptöku sem hafa verið að spila og syngja kristilega tónlist. Þetta mun örugglega auka fjölbreytni í þessari tegund tónlistar hér á landi, og verður kannski meira poppað en hefur heyrst áður.“ Sjónvarp kl. 21.30: - nýr breskur myndaflokkur um landkönnuðinn Shackleton ■ Nýr framhaldsmynda- flokkur í fjórum þáttum hefur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld. Nefnist hann Ævintýrið mikla og fjallar um land- könnuðinn Sir Ernest Henry Shackieton (1874-1922). Myndaflokkur þessi hefur hlotið mikið lof, ekki síst fyrir David Schofield í hlutverki Shackletons. myndatökuna, en mikið af efn- inu er filmað í heimskauta- auðnum. Aðalhlutverkið leikur David Schofield, en hann hefur m.a. fengið lof fyrir túlkun sína á fílamannin- um John Merrick hjá breska Þjóðleikhúsinu. Fyrsti þátturinn nefnist keppinautarnir. Hann hefst í janúar 1903. Robert Scott. Dr. Edward Wilson og Ernest Shackleton brjótast til skips síns Discovery í McMurdo sundi í Antartíku eftir að hafa gert fyrstu tilraun til að kanna hið óþekkta meginland. Þegar þeir komast til skips ákveður Scott að það verði að flytja Shackleton heim, hann sé svo hvíldar þurfi. Shackleton er algjörlega ósammála þessu. I Bretlandi leitar Shackleton sér að vinnu, hann langar ekki lengur til að vera sjómaður í kaupskipaflotanum. Honum gengur ílla að finna vinnu, og skömmu eftir að hafa gifst Emily Dorman fer hann að skipuleggja eigin leiðangur til Antarktíku. Bæði Scott og Konunglega breska land- fræðifélaginu líst heldur lak- lega á þá fyrirætlun, og Shack- leton er bent á að Scott eigi forgangsrétt á svæðinu. Þrátt fyrir þetta leggur leiðangur Shackletons úr höfn í júlí 1907, á skipinu Nimrod. Ævintýrið mikla Rás 2 kl. 17. Tapað-fundið Gunnlaugur Sigfússon kynnir soul-tónlist ■ Gunnlaugur Sigfússon verður með þátt sinn Tapað- fundið á Rás 2 í dag. Gunn- laugur fjallar í þáttum þessum um soul-tónlist, sem tiltölulega lítið hefur farið fyrir á íslandi til þessa. Mikill hluti þáttarins í dag fer í að kynna Otis Redding, líklega yfir helmingur. Einnig verður spilað efni með Wilson Picket, Solomon Burke og Sam & Dave, en þetta er músík sem kemur frá Memphis og var þar gefin út á Stax- merkinu. Otis Redding er einn þekkt- asti soul-söngvarinn. Hann komst inn hjá Stax árið 1963 fyrir hálfgerða tilviljun. Hann gaf út plötur sem náðu sæmi- legum vinsældum, en hann sló ekki í gegn fyrr en á Monterrey hátíðinni árið 1967, um leið og Jimi Hendrix. Þá átti Redding hálft ár eftir ólifað. Vinsælasta lag hans, Sitting on the Dock of the Bay varð ekki vinsælt fyrr en hann var allur, en hann dó 1968 í flugslysi. Otis Redd- ing hefði gífurleg áhrif sem söngvari, og Stax-fyrirtækið bar aldrei sitt barr eftir lát hans. Sjónvarp kl. 20.35: ■ Eitt af frumskógardýrunum í Kórúp-skóginum. Margt býr í regnskóginum - bresk náttúrulífsmynd ■ í kvöld verður sýnd breska náttúrulífsmyndin Margt býr í skóginum, gerð af Phil Agland. Þetta er tæplega klukkutíma löng mynd um Kórúp-regnskóginn í Afríku- ríkinu Kamerún. Regnskógur þessi er einn af síðustu afrísku regnskógun- um, leifar frá fyrri tíð. Hann er fjarri mannabústöðum, ein- angraður og erfitt er að komast að honum. Skógurinn hefur því orðið griðland fyrir geysi- lega fjölbreytt dýra- og gróður- líf. í kvikmyndinni er náttúru- saga skógarins rakin og um leið eru sýndar ýmsar furður skógarins og töfraveröld skógarins afhjúpuð. Þarna hafa dýr og jurtir þróað með sér flókin tengsl. Þarna er hið undarlega og heillandi hvers- dagslegt. Jurtir ráðast á óvini sína og hegðunarmunstur maura gjörbreytist við að sveppur vex í heila þeirra. Mjög lítt þekkt og sjaldgæf dýr búa þarna og eru sýnd í mynd- inni, og hafa mörg þeirra aldrei verið kvikmynduð áður. Gerð myndarinnar tók fimm ár. Þetta er vönduð úttekt á afrískum regnskógi og mögu- lega síðasta tækifærið til að sjá slíkt umhverfi í allri sinni dýrð. Miðvikudagur 29. ágúst 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn i bítið. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Málfríður Finnboga- dóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson Siguröur Helgason les þýðíngu sfna (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Vestfjarðarútan Stefán Jökulsson tekur saman dagskrá úti á landi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Gömul og ný lögfrá Faereyj- um. 14.00 „Við bíðum“ eftir J.M. Coetzee Sigurlína Daviðsdóttir les þýðingu sína (16). 14.30 Miðdegistónleikar a. Vals úr „Grímuballinu" eftir Aram Khat- sjatúrían. Hljómsveit undir stjórn Lou Whitesons leikur. b. Þættir úr „Aladdin-svítunni" eftir Carl Niel- sen. Tívoli-hljómsveitin í Kaup- mannahöfn leikur; Svend Christian Felumb stj. 14.45 Popphólfið-Jón Gústafsson. '15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. . 16.20 Siðdegistónleikar a. Sinfónía concertante í D-dúr fyrir fiölu, víólu og hljómsveit eftir Carl Stamitz. Isaac Stern og Pinchas Zukerman leika með Ensku kammersveitinni; Daniel Barenboim stj. b. Sinfónía nr. 50 i C-dúr eftir Joseph Haydn. Ungverska Fílharmóníusveitin leikur; Antal Dorati stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Var og verður. Um íþróttir, útilíf o.fl. fyrir hressa krakka. Stjórnandi: Hörður Sigurðarson. 20.40 Kvöldvaka a. Ferðin frá Brekku Gunnar Stefánsson les úr minningum Snorra Sigfússonar námsstjóra. b. Þegar Bretar sigldu á hvalbakinn Guðriður Ragnarsdóttir les frásögn eftir Stefán Jónsson frá Steinaborg. 21.10 Einsöngur: Jussi Björling syngur lög úr ýmsum áttum. Nils Grevillius stjórnar hljómsveitum sem leika með. 21.40 Útvarpssagan: „Hjón í koti“ eftir Eric Cross Knútur R. Magn- ússon les þýðingu Steinars Sigur- jónssonar (2). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Aldarslagur. Stjórn hinna vinn- andi stétta. Umsjón: Eggert Þór Bernharðsson. Lesari með honum: Þórunn Valdimarsdóttir. 23.15 íslensk tónlist a. Humoresque fyrir fiðlu og píanó eftir Þórarinn Jónsson. Björn Ólafsson leikur á fiðlu og Árni Kristjánsson á pianó. b. Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Þórarin Guðmundsson. Skúli Halldórsson leikur á píanó. c. „G-Suite“ eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu og Halldór Haraldsson á pianó. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 29. ágúst 19.35 Söguhornið Busla - mynd- skreytt þula. Sögumaður Anna S. Árnadóttir. Umsjónarmaður Hrafn- hildur Hreinsdóttir 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Margt býr í regnskóginum Bresk náttúrulifsmynd um gróður og dýralif í Kórúp-regnskóginum í Afrikuríkinu Kamerún, en hann er einn fárra slíkra skóga á jörðinni sem enn er óspilltur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.30 /Evintýrið mikla (Shackleton) - Nýr flokkur. 1. Keppinautar Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum um heimskauta- könnuðínn Ernest Henry Shack- leton (1874-1922). Höfundur Christopher Ralling. Leikstjóri Mar- tyn Friend. Aðalhlutverk: David Schofield. Sagan hefst árið 1903. Shackleton tók þá þátt i leiðangri Roberts F. Scott til Suðurskauts- landsins. Þeir Scott urðu síðar keppinautar á þeim vettvangi þar til Norðmaðurinn Roald Amundsen komst fyrstur á Suðurpólinn árið 1911 en Scott og félagar hans týndu lífi. Sögu Shackletons lýkur árið 1916 eftir misheppnaðan leið- angur til Suðurskautsins sem held- ur þó nafni hans á lofti vegna harðfylgis hans og æðruleysis þegar öll sund virtust lokuð. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 22.30 Úr safni Sjónvarpsins Á hrefnuveiðum Sjónvarpsmenn fara í veiðiferö með feðgum frá Súðavík sumarið 1971. Umsjón- armaður Ólafur Ragnarsson. 22.55 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.