NT - 29.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 29.08.1984, Blaðsíða 9
nauðsynleg samkeppni mynd- aðist. Árangurinn lét ekki á sér standa í lægra vöruverði. en auðvitað var um leið dregin burst úr nefi einka-stórmarkað- anna til hagsbóta fyrir almenn- ing. En þessa opnu og frjálsu samképpni þoldu „samkeppn- ismennirnir" sem svo kalla sig alls ekki og mögnuðu í nýjum áhlaupum árásir sínar á sam- vinnuverslunina, tóku m.a. að höggva ótt og títt í hinn gamla knérunn skattareglna um sam- vinnufélög. Þar sem samvinnurekstur gnæfir yfir Annað ámælisvopn sem nú er reitt hátt og hart að sam- vinnurekstrinum er það, að hann sé orðinn allt of viða- mikill og stór í sniðum, jafnvel svo að hann sé nær allsráðandi í verslun og atvinnulífi í ein- stökum héruðum bæjum, og þar gæti því ekki nægilegrar samkeppni einkarekstrar. Samvinnufélögin geti því deilt þar og drottnað að vild. Samvinnurekstur er auðvit- að orðinn mjög stórtækur og umsvifamikill á sumum stöðum á landinu, jafnvel svo að einkarekstur hefur dregist saman, en því verður varla haldið frarn með neinum gild- um rökum, að samvinnumenn hafi beitt þar einhverjum bola- brögðum til þess að sölsa allt undir sig. Orðugt mun að nefna þess trúverðug dæmi, að samvinnufélög hafi beinlínis rutt einkarekstri úr vegi með vafasömum viðskiptaaðferð- um eða bellibrögðum á borð við það sem stundum má sjá og reyna í átökum harðra keppni- nauta í einkarekstri. Miklu algengara er hitt, að kaupfélög kunni því vel að hafa einhverja einkaaðila í verslunarrekstri að nágrönnum. Þarna hefur aðeins val almennings ráðið. Björgunarstörf í atvinnulífi f>á ráðast andstæðingar sam- vinnustefnu harkalega að vax- andi hlutdeild samvinnufélaga í atvinnulífinu um þessar mundir og telja yfirgang og ásælni. En því er heldur ekki svo varið, að þau hafi seilst úr ■ „Það er segin saga, að í hvert skipti sem sam- vinnumenn færa út kvíar sínar eða ná nýjum áföng- um í starfi, þá geysast hersveitir hins heilaga stríðs gegn samvinnufél- ögunum fram í nýjum stór- áhlaupum og bíta í skjald- arrendur.“ hófi fram til hennar. Beiðnir og tilmæli um slíka þátttöku frá einstaklingum, sveitarfél- ögum og öðrum aðilum hafa verið miklu fleiri og meiri en þau hafa haft bolmagn til að sinna. Þau miða alla slíka þátt- töku við hag almennings á staðnum, og þetta er í raun oftast nær björgunarstarfsemi. Samvinnufélögin eru fús til samvinnu um þessi verkefni við hvern sem er, setja sjaldn- ast eða aldrei skilyrði um sam- vinnurekstrarform né heldur meirihlutaaðild í hlutafélagi. Langoftast er þessi atvinnu- rekstur þannig, að hann skilar ekki nema broti af eðlilegum vöxtum af þátttökufé. Æxlist þessi mál svo, einkurn á hinum fámennari stöðum, að kaupfélög verði með þessum hætti mestu ráðandi í verslun og atvinnulífi, stafar það ekki af ágengni þeirra heldur hinu hve fast hefur verið leitað til þeirra um að bjarga einhverj- um þáttum atvinnulífsins. Það eru þessar ástæður en ekki ásælni kaupfélaganna sem hafa myndað slíkt ástand á einstaka stað, og allra síst ástæða til að liggja þeim á hálsi fyrir það. Þess eru allmörg dæmi bæði fyrr og síðar, að einkaaðilar hafi orðið alls ráðandi í verslun og atvinnulífi á einstökum stöðum á landinu. Það átti sínar ástæður, m.a. vegna ein- angrunar og fámennis. En þess eru ekki dæmi, að samvinnu- menn sæju ástæðu til þess að hefja stórárásir á einkafram- takið fyrir þetta, þegar sæmi- lega var að verki staðið. Dæm- ið um Einar Guðfinnssón í Bolungarvík er táknrænt um þetta. Er SÍS auðhringur? Þriðja herópið sem gellur hátt um þessar rnundir er að Samband ísl. samvinnufélaga sé auðhringur sem þurfi að brjóta upp. En rökstuðningur því til staðfestu fer heldur en ekki á flæðarflaustur sem von- legt er. Þótt auðvitað megi líkja ýmsu saman í starfi auð- hringa og annarra fyrirtækja, þar á meðal SÍS brestur alveg þær forsendur sem skera hrein- lega úr um það, hvort einhver samtök séu auðhringir eða ekki. Hér sker það auðvitað úr, hvort auðurinn, fjármagnið eða mannlegt atkvæðí hefur ráðin. Eitt af kjarnaboðorðum samvinnufélags er að skilja á milli fjármagnsins og atkvæð- anna sem ráða málum félags- ins, og því getur samvinnufélag eða samband þeirra ekki orðið auðhringur hvað sem öðru svipmóti kynni að líða. Þetta þýðir auðvitað ekki að ógerlegt sé að finna í fari og starfi samvinnufélaga eða annarra samtaka einhverja annmarka sem gjarnan fylgja auðhring- um. Það er annað mál sem um má ræða. Til að mynda verður því varla á móti mælt, að stjórnendur samvinnuhreyf- ingarinnar hafi farið heldur gálauslega í umgengni við hlutafélagsformið með hlið- sjón af kjarnaboðorði sam- vinnustefnunnar um aðskilnað fjármagns og áhrifaatkvæðis. ■ „Þess eru allmörg dæmi bæði fyrr og síðar, að einkaaðilar hafi orðið alls ráðandi í verslun og atvinnulífí á einstökum stöðum á landinu. ...En þess eru ekki dæmi, að samvinnumenn sæju ástæðu til þess að hefja stórárásir á einkaframtakið fyrir þetta, þegar sæmilega var að verki staðið. Dæmið um Einar Guðfinnsson í Bolungarvík er táknrænt um þetta." Lífsnæring samvinnuhreyfingar Þótt hátt láti í vígvélum andstæðinga samvinnuhreyf- ingarinnar urn þessar mundir sem oftast áður, er varla um að sakast né heldur samvinnu- manna að æðrast yfir því. Sannleikurinn er sá. að árásir á hana hafa ætíð verið henni nauðsynleg lífsnæring, og svo mun enn verða. Ekkert sýnir betur en slík uppþot að hér er um andstæður að ræða, og fátt vekur fólk betur til um- hugsunar um kjarna og tilgang þessarar félagshreyfingar. Bestu meðmæli með sam- vinnufélögum eru einmitt árás- ir sérgróðamanna. Réttmæt gagnrýni og rökstudd er líka hið besta heilsulyf. Hún hvetur menn til þess að líta í eigin barm og sinna réttmætum að- finnslum og bæta úr mistökum, sem auðvitað má finna í stjórn samvinnufélaga sem annars rekstrar. Þegar á allt er litið er síst ástæða til að sakast um þessar árásir, jafnvel þótt óbilgjarnar séu. Með þeim slæðist oftast eitthvað af nýti- legri gagnrýni og réttmætum aðfinnslum sem að gagni koma. Þess ætti samvinnu- menn því að biðja, að stríðið haldi áfram um ókomna tíð. Ekkert mun þjappa almenn- ingi betur saman um úrræði samvinnunnar. Svo hefur það jafnan verið og mun verða. Þegar harðast hefur verið veg- ið að samvinnufélögunum og styrrinn um tilveru þeirra og starfsemi er mestur, er styrkur þeirra í vitund fólksins einnig mestur. Og það skyldu forvíg- ismenn samvinnunnar varast að hrópa aðeins upp um róg og níð, þótt þeim þyki illa að sér vegið, heldur bregða öðrum vörnum við. Ef sá dagur rynni, að and- stæðingar samvinnuhreyfing- arinnar legðu frá sér vopnin og þögnin sveipaði hana með öllum sínum þunga legðist hún sjálf í kör. Umræða um hana - góð eða ill eftir atvikum - er fjör- egg hennar. Henni stafar engin hætta af þeirri umræðu né gagnrýni sem, að henni er beint heldur hinu að þagað sé um hana alla daga. Andrés Kristjánsson ■ Fundur í borgarstjórn: „Hjá borginni hafa yfirmennirnir mjög há laun. Einn fékk mjög dýrt málverk í gjöf „um árið.“ Gerðar hafa verið styttur af borgarstjórum og settar á stall.“ lágmarkslaunum og fær greidd laun samkvæmt lægstu töxtum. 6. ... einokun í ákveðnum greinum eða landsvæðum... Borginni hefur algera ein- okun á mörgum sviðum „og á allt nema fólkið sjálft". ■ „Af svörum alþingis- mannsins virðist augljóst að hann álítur að Reykja- víkurborg sé einnig auð- hringur og eflaust finnur hann fleiri slíka auð- hringa." Hún hefur pólitíska odda- aðstöðu í fornaldarlegum reglugerðar ákvæðum. Hún er alls ráðandi í margs- konar rekstri og þjónustu, og skammtar sér sjálf þókn- un fyrir þau störf t.d. hita- veitu, rafveitu, sorphreins- un, strætisvagnarekstur, vatnsveitu o.s.frv. 7. ... Stjórnmálamenn á launaskrá... Fjármálaráðherra er í borg- arstjórn og á launaskrá hjá borginni. Borgarstjóri er háttsettur í Sjálfstæðis- flokknum, svo maður tali ekki um forseta borgar- stjórnar og aðra stjórn- málamenn í tengslum við borgina. 8. ... styður starfsemi stjórn- málaflokka ... Tengsl borgarinnar og Sjálfstæðisflokksins meðan hann hefur meirihluta hafa lengi verið augljós. Ein- staklingar innan borgar- kerfisins hafa stutt flokkinn með ráð og dáð og borgin stutt flokkinn óbeint í kosn- ingum þegar hún hefur haft aðstæður til. ... á hluta í skuggastarfsemi og braski... Braski í kring um lóðaút- hlutun og uppboð á þeim er öllum kunnugt í borginni. Af svörum alþingismannsins virðist augljóst að hann álítur að Reykjavíkurborg sé einnig auðhringur og eflaust finnur hann fleiri slíka auðhringa. Hann segir einnig að nauðsyn- legt sé að setja lög er takmarki starfsemi auðhringa, og skipa svo fyrir um að þeir séu leystir upp. Málið vandast. Reykvík- ingar mega eiga von á góðu. Og greinin endar. „Það er löngu kominn tími til að setja lög sem vernda þjóðina fyrir hringamyndun af þessu tagi." Hér gæti verið punktur eftir efninu, en það sækja á mann hugsanir um hvaða tilgangi slík skrif G.E. þjóni. Hann virðist ekki þekkja einfalda uppbyggingu samvinnufélaga. Hann tyggur upp gamlar gróu- sögur sem margbúið er að svara. Hann telur óeðlilegt að samvinnustarfsmenn sinni fé- lagslegum skyldum og taki þátt í stjórnmálum. Hann talar um kverkatök, einokunarkastala og hringamyndanir. Öll greinin er skrifuð af svo mikilli vanþekkingu og ford- dómum um samvinnuhreyfing- una að maður hrekkur upp og hugsar með sjálfura sér: Aum- ingja Alþingi Aumingja Há- skólinn. Hvers eiga þessar stofnanir að gjalda? Gunnar Sveinsson Miðvikudagur 29. ágúst 1984 9 l Málsvari frjálslyndis,: samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Kjarnorkuvopnalaust Norður-Atlantshaf ■ Vegna þess að vaxandi umræða fer nú fram um vígbúnað á Norður-Atlantshafi, þykir rétt að rifja upp efni þingsályktunartillögu, sem Guðmundur Bjarnason og sex þingmenn Framsóknarflokksins fluttu á Alþingi síðastl. vetur, en hún fjallaði um alþjóðlega ráðstefnu um afvopnun á Atlantshafi. Sams konar tillögu höfðu Guðmundur G. Þórarins- son og fleiri þingmenn Framsóknarflokksins flutt á Alþingi fyrir tveimur árum. Tillagan hljóðaði á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því, að haldin verði alþjóðleg ráðstefna hér á landi um afvopnun á Norður-Atlantshafi. Tilgangur ráðstefnunnar verði að kynna viðhorf íslendinga til hins geigvænlega kjarnorkuvígbúnaðar sem nú fer fram í hafinu í kringum ísland og þá afstöðu íslendinga að þeir telja tilveru þjóðar sinnar ógnað með þeirri stefnu sem þessi mál hafa verið og eru að taka. Á ráðstefnunni verði ítarlega kynnt þau sjónarmið íslendinga, að þeir geti með engu móti unað þeirri þróun mála að kjarnorkuveldin freisti þess að tryggja eigin hag með því að fjölga kafbátum búnum kjarnorkuvopnum í hafinu við ísland. Til ráðstefnunnar verði boðaðir fulltrúar þeirra þjóða sem ráða yfir kjarnorkuvopnum og þeirra ríkja sem liggja að Norður-Atlantshafi.“ Tillögunni fylgdi ítarleg greinargerð og sagði í niðurlagi hennar á þessa leið: „Megintilgangur þessarar þingsályktunartillögu er að íslendingar hafi frumkvæði að umræðu um þá alvarlegu framtíðarsýn sem blasir við með stóraukn- ingu helvopna kjarnorkunnar í hafinu við landið. Flutningsmenn hugsa sér markmið ráðstefnunnar að opna umræðuna um friðlýsingu Norður-Atlants- hafs í áföngum. Áfangarnir gætu verið: 1) Þegar í stað verði stöðvuð frekari aukning kjarnorkuvopna í Norður-Atlantshafi. 2) Dregið verði úr kjarnorkuvígbúnaði á Norður- Atlantshafi með ákveðnum tímasettum áföngum. 3) Norður-Atlantshaf verði lýst kjarnorku- vopnalaust svæði. 4) Alþjóðastofnun annist eftirlit með kafbátum og öðrum flutningatækjum sem gætu borið kjarnorku- vopn. Eftirlitsstöðvar gætu verið á íslandi og íslend- ingar annast eftirlit í talsverðum mæli, enda eiga þeir mest í húfi. Kostnaður við eftirlit verði greiddur af alþjóða- stofnun og niðurstöður eftirlitsstöðva tilkynntar reglulega alþjóðastofnun sem veiti öllum er óska upplýsingar varðandi eftirlitið.“ Aður í greinargerðinni hafði verið rætt um framan- greint eftirlit og sagði þar m.a.: „Hér er þeirri framtíðarsýn varpað fram að á Norður-Atlantshafi fari fram alþjóðlegt eftirlit. Slíkt eftirlit væri í höndum alþjóðastofnunar er veitti öllum, er eftir óskuðu, upplýsingar um ferðir kaf- báta, herskipa og annarra flutningatækja kjarnorku- vopna. Eftirlitsstöðvar gætu hæglega verið á íslandi og eðlilegt að íslendingar tækju verulegan þátt í eftirlitinu enda eiga þeir mest í húfi. Flest bendir til að eftirlit í Norður-Atlantshafi verði mun auðveldara á næstu árum en verið hefur. Með auknum geimferðum verður komið upp gervi- hnattakerfi, sem getur kortlagt allar auðlindir jarðar. Með innrauðri myndun má finna kafbáta í hafinu og senda boð um ferðir þeirra til eftirlitsstöðvar. “

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.