NT - 29.08.1984, Blaðsíða 5
-p 17 Miðvikudagur 29. ágúst 1984 5
L 1 Fré Mir
Beina*
fundurinn:
■ Hér að neðan heldur
Kristján Snorrason, bóndi á
Hellu Arskógströnd á tveimur
hauskúpanna. Á myndinni til
hliðar sjást öll beinin sem
fundust í skurði sem Kristján
gróf fyrir vatnsleiðslu.
Mvnd gk-Akurcyri
„Ég vona að
hinir látnu
reiðist ekki“
segir Kristján Snorrason, sem grafið
hefur upp átta hauskúpur við húsvegginn
■ „Ég bara vona að hinir látnu
reiðist ekki, en það verður að
koma í ljós“, sagði Kristján
Snorrason, bóndi á Hellu á
Árskógsströnd, en hann fann
beinin í skurði sem hann var að
grafa við húsvegginn hjá sér.
„Þetta er 25 metra skurður og
um metri á dýpt. En beinin
komu í ljós á 30 sentimetra
dýpi.“
Kristján sagðist fyrst hafa
fundið lærlegg, og þá ekki strax
gert sér grein fyrir að hér var um
mannabein að ræða. Síðan fann
hann fyrstu hauskúpuna, og þá
var ekki lengur um neitt að
villast.
Beinagrindurnar liggja í aust-
ur-vestur og að sögn Kristjáns,
hauskúpurnar í skurðstæðinu.
Kristján notaði við gröftinn
traktorsgröfu, en sagði að hann
hefði einungis fjarlægt þau bein
sem lágu í skurðinum sjálfum,
en ekki leitað út fyrir skurðstæð-
ið.
Engir aðrir hlutir fundust,
utan beinin.
Kristján sagðist ekki kannast
við neinar munnmælasögur um
kirkjugarð þarna, en hann er
fæddur og uppalinn á næsta bæ,
Krossum.
Hann sagðist hafa heyrt um
að bein hafi fundist þegar grafið
var á þessum slóðum fyrir u.þ.b.
25 árum, og því hefði honum
ekki brugðið að ráði við beina-
fundinn.
Kristján mun geyma beinin,
að ósk Þórs Magnússonar
þjóðminjavarðar. Hann sagðist
þó ekki ætla að geyma þau í
íbúðarhúsinu sjálfu.
Hann taldi líklegt aó beinin
lægju svo grunnt. þar sem jafn-
að hafi verið fyrir bænum á sín-
um tíma, og þá hafi verið rutt
ofan af kirkjugarðinum, og jafn-
framt öll tólftamerki horfið.
Kirkjugarður
segir Þór Magnússon, þjóðminjavörður
■ „Þarna er áreiðanlega um að
ræða kirkjugarð“, sagði Þór Magnús-
son, þjóðminjavörður, þegar hann
var spurður um beinafundinn.
Þór sagði að beinin hefðu fundist
þar sem áður var bænhús, sem lagt
hefði verið niður einhvern tíma eftir
siðaskipti. Þór sagði talsvert algengt
að grafið væri niður á bein. „Þetta
gerist nærri árlega.“
„Menn vita ekki lengur til að þar
hafi verið bænhús eða grafreitur, en
þá er hægt að fletta upp í gömlum
heimildum“, sagði Þór.
Hann sagðist verða á ferð á Ar-
skógsströnd í september og myndi þá
líta á beinin. En þar sem þessi bein
væru frá kristnum tíma, hefðu þau
lítið gildi fyrir fornleifafræðinga „því
yfirleitt var ekki leyft að jarða með
mönnum veraldlega hluti í kristnum
sið.“
Þór sagði að mannfræðingar fengju
síðan beinin til meðferðar, því þeir
geta haft gagn af rannsóknum á þeim
með tilliti til stærðar, sjúkdóma o.fl.
Þór Magnússon, þjóðminjavörð-
ur.
Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 17—19.
Líkam§þjálfun
Ballettskóla
Eddn Schevmg
Skúlatúni 4 - Símar 25620 og 76350
JAZZBALLETT FRÚARLEIKFIMI
Freestyle — dans Þrælgott kerfi.
fyrir stráka og stelpur. Morgun- dag- og kvöldtímar.
Allir aldurshópar.