NT - 09.11.1984, Page 2
■ Ljósalamparnir eru nýjasta tískufyrirbrigðið hér á klakanum og leitar mörg fögur snótin í þá til að slappa af frá annríki dagsins og
ná sér í smá „brúnku“ í leiðinni. En þetta gæti reynst grátt gaman ef sú er raunin að Ijósalampar valdi aukinni tíðni húðkrabba. Reyndar
eru danskir læknar svo vissir í sinni sök að þeir kalla þessa lampa krabbagrill! Ni-mvnd: Ámi Bjama
Ljósalamparnir:
Lina þrautir
-segir Sigurð-
ur Pálsson
■ „Ég tel ljósanotkun í
hófi af hinu góða, en hún
getur eflaust verið skaðleg
í óhófi eins og allt annað,“
sagði Sigurður Pálsson
sem vinnur á auglýsinga-
deild NT og hefur stund-
að ljós reglulega, er hann
var spurður hvernig hon-
um litist á fréttir af mikilli
aukningu húðkrabba
vegna ljósalampanotkun-
ar.
Sigurður sagðist fara
einu sinni í viku í Ijós og
heita potta vegna millirifja-
gigtar. Hann fór í alls-
herjarskoðun hjá Hjarta-
vernd sl. sumar og ráð-
■ Sigurður: Ljósanotk-
un í hófi af hinu góða.
NT-mynd: Róbert
lagði læknir honum þá
heita potta og hafði ekkert
við ljós að athuga, þótt
hann ráðlegði þau ekki.
Sagði hann sem svo að
það ætti einnig að vera
góður hiti til að lina þraut-
ir.
Landlæknir:
Ekkert staðfestir tengsl
milli húðkrabba og Ijósa
Danskir læknar kalla Ijósalampana krabbagrill!
■ „Það liggja engar upplýsingar fyrir í dag þess eðlis að
ástæða sé til að ráðleggja fólki að hætta notkun þessara
sólbekkja, en það er jafnframt ástæða til að undirstrika að
hóf er best á öllu og mikið magn af útfjólubláum geislum
getur valdið húðkrabbameini“, sagði Guðjón Magnússon
starfandi landlæknir í fjarveru Ólafs Ólafssonar er NT
leitaði álits hans á fréttum um vaxandi tíðni húðkrabba-
meins hérlendis.
Landlæknisembættinu barst
nýlega bréf um þetta mál frá lækn-
um á lýtalækningadeild Landspít-
alans og sagðist Guðjón þegar
vera búinn að skrifa bréf til
yfirmanns Krabbameinsskrár,
Hrafns Tulinius, þar sem óskað
væri eftir yfirliti yfir tíðni húð-
krabba sl. áratugi, einkum sl. 10
ár og hvaða breytingar hafi
orðið á þeirri tíðni og hversu
mörg tilfelli hefðu verið tilkynnt
á þessu ári. Einnig sagðist land-
læknir hafa haft samband við
Geislavarnir ríkisins til að
kynna sér hvað þegar hefði
verið gert í þessum málum og
þar hefðu verið sendar út aðvar-
anir fyrir rúmu ári síðan um
notkun sólarlampa og ættu þær
að hanga uppi alls staðar þar
sem slík tæki væru notuð.
Rannsóknar þörf
Landlæknir benti enn fremur
á að fjöldi tilfella sem urn væri
talað á Landspítalanum væri sér
ekki kunnur og því þyrfti að
byrja á því að athuga það og
hvort þeir sem hafa verið
greindir með húðkrabba hafi
stundað Ijósalampa. Hins vegar
tók hann undir þá skoðun að
svo virtist sem aukning húð-
krabba tengdist aukinni Ijósa-
lampanotkun og væri um sam-
svarandi aukningu að ræða á
hinum Norðurlöndunum. Þetta
þyrfti að kanna frekar, ekkert
væri vitað með vissu um þessa
hluti í dag, og eins þyrfti að
kanna hvort þeir sent hafa feng-
ið húðkrabba séu svokallaðir
stórneytendur á Ijós eða ekki.
Ólafur sagði að búast mætti
við frekari fréttum um þessi mál
frá landlæknisembættinu í
næstu viku er frekari upplýsing-
ar lægju fyrir en ef fara þyrfti út
Sjómannaþing:
Kjör sjómanna
í uppsveiflu!
■ í framsögu Hólmgeirs
Jónssonar, hagfræðings Sjó-
mannasambands íslands, við
setningu sjómannaþings í gær
kom meðal annars fram að frá
árslokum 1982 hafa tekjur
sjómanna að meðaltali hækkað
meira en tekjur verkamanna.
Haldi sú þróun áfram sem var
á þessu ári má búast við að
hlutfall tekna sjómanna og
verkamanna verði orðið það
sama að ári og það var árið
1979.
„Það getur verið ákaflega
varasamt að tala um tekjur
alfra sjómanna í einu. í bolfisk-
veiðum hefur til dæmis verið
mikill samdráttur í kjörum
en það er fyrst og fremst loðn-
an sem lyftirþessu upp. Tekjur
togarasjómanna hafa staðið í
stað en bátasjómanna á botn-
fiskveiðum er enn á niðurleið
miðað við kjör verkamanna,"
sagði Hólmgeir meðal annars í
samtali við NT í gær.
Þá benti Hólmgeir á að þrátt
fyrir þessa uppsveiflu frá 1982
hefðu á undan farið ár þar sem
kjör sjómanna hefðu dregist
mjög mikið afturúr. Pannig
jókst skiptaverðmæti sjó-
manna verulega 1979 til 1980
en dróst svo saman á næstu
árum til 1982. 1983 hækkuðu
tekjur allra sjómanna meira en
tekjur allra verkamanna og
þessi munur stefnir í það að
verða enn meiri á þessu ári.
Það ræðst svo af afla, markaðs-
aðstæðum og skiptahlut á
næsta ári hvort sjómönnum
tekst að ná sama hlutfalli tekna
verkamanna og þeir höfðu
1979 á komandi ári.
í nákvæmar rannsóknir gæti það
dregist lengur.
Þreföldun tilfella!
Knútur Bjömsson skurðlækn-
ir á lýtalækningadeild Landspít-
alans kvað húðkrabbatilfellin hafa
þrefaldast á þessu ári en þau
hefðu verið þetta á bilinu 5-7
fyrir nokkrum árum síðan.
Hann kvað allan gang á því
hversu mikið þeir hefðu stundað
Ijós sem leitað hefðu til-þeirra,
en það væri sammerkt með
öllum að þeir hefðu farið í
ljósalampa. Virtist ekki sem
þeir er stunduðu ljós mikið
fengju þetta eingöngu. Knútur
sagði enga rannsókn hafa farið
fram á því hvort mismunandi
perutegundir ættu þátt í þessu
en það væri vitað að lamparnir
yllu hita í húðinni og ertingu
sem leiddi af sér framleiðslu
litarefna í auknum mæli. Gæti
stöðug erting komið slíkri ill-
kynja breytingu af stað og kæmi
hún oft fram í fæðingarblettum.
Oft væri um að ræða ertingu frá
fötum m.a. Astæðuna fyrir því
að læknar teldu sólarlampana
vera orsök aukinnar tíðni kvað
Knútur þá að þeir gætu ekki séð
neina aðra umhverfisbreytingu,
eða breytingu á lifnaðarháttum
fólks. Aukning hefði átt sér stað
í húðkrabbatilfellum er íslend-
ingar byrjuðu að fara til sólar-
landa en jafnvægi hefði verið
komið í þau tilfelli en nú ætti sér
stað aukning á ný.
Skurðaðgerð nauðsynleg
Knútur kvað erfitt að ráða
við húðkrabba er hann væri
kominn á það stig að hann væri
farinn að dreifa sér. Það gæti
gerst með vessaæðum og jafnvel
blóði og væri eina raunhæfa
lækningin skurðaðgerð. Geislar
dygðu ekki og eins væri lítil
hjálp í þessum lyfjum sem verið
væri að gefa sumum krabba-
sjúklingum, t.d. við brjóst-
krabba. Knútur sagði að það
væri bara á færi hins vana auga
að greina byrjunareinkenni
húðkrabba þvf þau væru lúmsk.
Brúnir flekkir dökknuðu eða
yrðu mismunandi dökkir, útlín-
ur yrðu óreglulegar, flekkurinn
stækkaði og það skapaðist pirr-
ingur í honum.
Benti Knútur á í lokin að við
íslendingar, sem byggjum í sól-
arlitlu landi, værum ekki með
sterka húð gagnvart sól og þyld-
um hana því illa. Það sama væri
uppá teningnum á hinum
Norðurlöndunum en ástæðan
fyrir því að þar ætti sér ekki stað
snögg aukning í húðkrabba nú,
væri sú að þeir hefðu haft sólar-
lampa lengur en við en hins
vegar hefðu Danir lengi vitað
um þessa hættu og þar væru
sólarlamparnir kallaðir „kans-
ergrill" eða krabbagrill af
læknum.
■ Það er að ýmsu að huga
fyrir 10 ára afmælið, og sjálfsagt
veitir ekki af málningarslettum
hér Og hvar. Nl-mynd: Sverrir.
Fellahellir 10 ára:
Vegleg afmæl-
ishátíð í dag
■ Félagsmiðstöðin Fellahellir,
sú fyrsta, sem reist var hér á
landi, er 10 ára í dag, 9. nóvem-
ber. Sterfsemin fór hægt af stað
í fyrstu, en nú er opið 70-80
stundir í viku hverri, og daglega
koma þangað 3-400 unglingar.
Fer nærri, að um hálf milljón
gesta hafi komið þangað á
undanförnum 10 árum.
í tilefni afmælisins verður
haldin unglingaskemmtun í
Fellahelli í kvöld og hefst hún
með borðhaldi kl. 19.30. Margir
þekktir skemmtikraftar munu
koma fram og nægir þar að
nefna HLH, Ómar Ragnarsson
og KIZA flokkinn. Um miðjan
dag, kl. 15-17, eru unglingar og
aðrir velunnarar Fellahellis
boðnir til tertuáts.
Starfsemi í Fellahelli er mjög
fjölbreytt og er hún svo til öll á
vegum Æskulýðsráðs, þar er
einnig rekið mötuneyti fyrir
nemendur Fellaskóla kl. 9-15.
Lágmarkslaun:
Ekki lægri hjá ríkinu
■ „Það hefur alltaf verið
þannig hjá BSRB og ríkinu að
þar hafa gilt samskonar lág-
marks dagvinnutekjutrygging
eins og á almenna vinnumark-
aðinum og það var ekki gengið
frá neinu sérákvæði um það í
BSRB-samningunum. En nú
liggur hinsvegar fyrri hvað þetta
verður á almenna markaðinum
og það verður ekki lægra hjá
ríkinu," sagði Indriði H. Þor-
láksson, deildarstjóri launa-
deildar fjármálaráðuneytisins,
spurður - vegna fréttar í NT í
gær - hvort þeir lægst launuðu
hjá BSRB (fólk sem verið hefur
á lágmarkstekjutryggingunni)
fengi litlar sem engar kaup-
hækkanir, eða allavega miklu
minni en þeir sem hærri eru í
launastiganum.
Indriði kvaðst ekki hafa trú á
því að þetta fólk verði látið sitja
eftir. - Það hefur venjulega
fylgt almenna markaðinum og
ég held að við komum til með
að taka tillit til allra hluta sem
þar gerast í sambandi við það,,
sagði Indriði.