NT - 09.11.1984, Blaðsíða 3

NT - 09.11.1984, Blaðsíða 3
 Föstudagur 9. nóvember 1984 3 Álmálið: Deilur um samninginn ■ Harðar deilur voru í efri deild alþingis í gær, er frumvarp iðnaðarráðherra, til lögfesting- ar samningi hans við Alusuisse, var til umræðu. í umræðunni lýsti Ragnar Arnalds yfir andstöðu Alþýðu- bandalagsins við samninginn og að þingmenn bandalagsins myndu greiða atkvæði gegn honum. Eiður Guðnason lýsti því yfir að þingmenn Alþýðu- flokksins myndu einnig greiða atkvæði gegn samningnum. Einnig gagnrýndi Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, úr Samtökum um Kvennalista, samninginn harkalega, en gat ekki um hvemig atkvæði Kvennalistans myndu falla. Umræðunni, sem stóð frá klukkan 2 til ríflega 6, lyktaði með að málinu var vísað til annarrar umræðu og til um- fjöllunar iðnaðarnefndar. Mikil áhersla er lögð á að hraða málinu sem mest, og tókst samkomulag meðal þingmanna um það. Sagði Sverrir Hermannsson að hver dagur sem liði þar til samningur- inn væri staðfestur af þinginu kostaði 400.000 krónur, í lægra orkuverði. Þau atriði sem helst voru gagnrýnd í samningnum voru ákvæði um raforkuverð, um sáttagjörð og stækkunarmögu- leika álversins í Straumsvík. Ragnar Arnalds sagði að al- þýðubandalagsmenn hefðu var- að við því að samið yrði um of lágt orkuverð. t>á benti Eiður á að ef verðbólga á dollara verður 5% á ári, þá lækkar raunverð orkunnar í allt að 7 millidali á 5 árum. Samkvæmt samningnum er gerð sáttagerð milli íslensku ríkisstjórnarinnar og Alusuisse og ÍSAL, og þar látin niður falla öll mál sem hafa komið upp, eða kynnu að koma upp. Þá greiðir ISAL 3 milljónir dollara til ríkisstjórnarinnar. Stefán Benediktsson tók til máls og sagðist fagna því að máli þessu væri lokið. Hann líkti málalyktun við enda innan- landsófriðar. Davíð Aðal- steinsson tók til máls og sagði mikilvægasta hluta samningsins hækkun á orkuverði. ■ Sverrir Hermannsson lagði nýundirritaðan samning við Al- usuisse fyrir efri deild alþingis í gaer. NT-mynd Sverrir. Innbrotið í ÁTVRupplýst ■ Innbrotið í áfengisverslunina á Akranesi hefur nú verið upplýst og voru þrír menn látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í gær. Alls hafa sjö menn setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tæpir fimm kassar af áfengi hafa fundist af þýfinu, en er það tæpur helmingur þess sem stolið var. Hinsvegar hefur mun minna af tóbakinu komið í leitirnar, eða nokkur karton. Fimm þeirra manna sem handteknir voru, stóðu sjálfir að innbrotinu, en tveir tengjast dreifingu og sölu á þýfinu. Ríkisvíxlar seldir fyrir 25.5 milljónir ■ Fjármálaráðuneytið hefur tekið tilboð- um í ríkisvíxla að nefnverði samtals 25,5 millj. króna. Kaupverð þeirra er 23.985.730 krónur, sem jafngildir 27,77% meðalárs- vöxtum reiknuðum eftirá, samkvæmt frétt frá fjármálaráðuneytinu. Hvert sett af víxl- um er að nafnverði 250 þús. krónur, en þau tilboð sem tekið var eru á bilinu 235.000 til 235.500 krónur. Næsta útboð ríkisvíxla verður í desember. Fleiri til útlanda ■ Ætla má að hótel og aðrir sem viðskipti eiga við erlenda ferðamenn hafi í verkfalls- mánuðinum tapað viðskiptum við nokkuð á 3 þúsund útlendinga. Komur útlendinga hingað til lands í október s.l. voru nú rúmlega 2.100 talsins sem er helmingi færra en í sama mánuði 1983. Komur íslendinga voru hins vegar jafn margar, eða tæplega 5.800, samkvæmt yfirliti útlendingaeftirlits- ins. Um síðustu mánaðamót höfðu um 77.900 íslendingar komið heim frá útlöndum, sem er 6.733 manns fleira en á sama tíma í fyrra, eða um 10% fleiri nú. Fjöldi erlendra ferðamanna var kominn í rúmlega 79.200 um síðustu mánaðamót sem er nærri 6.600 manns fleira en á síðasta ári á sama tíma. Vídeóleiga kærð fyrir klám ■ í fyrrakvöld var lagt hald á nokkra tugi myndbanda í mynd- bandaleigunni Vídeó-heimurinn, í Reykjavík, en myndbandaleigan hefur verið kærö fyrir útlán og dreifingu á klámi. Kæra þessi barst ríkissaksókn- ara fyrir nokkru síðan, sem fól RLR málið. Eftir lauslega athug- un þótti sem kæran gæti átt við rök að styðjast og því var látið til skarar skríða sem fyrr getur. Hugmynda- samkeppni k)iiíH)ai tmiilúins XÝII llH'iki iiýII tákn Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið, að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir bankann. b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrirmerki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtáknkr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umsiag með nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Fátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankansmerktum: Iðnaðarbankinn Hugmyndasamkeppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskiiur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. Iðnaðartankinn -nútímabanki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.