NT - 09.11.1984, Page 5
Vill enginn eiga meirihluta
í kísilmálmvinnslunni?
Eina erlenda fyrirtækið, sem sýnt hafði því áhuga, er nú út úr myndinni
■ Enn hefur ekkert verið ákveðið með hugsanlegan
meðeiganda eða samstarfsaðila að kísilmálmvinnslunni,
sem fyrirhugað er að reisa við Reyðarfjörð. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum NT hefur breskt fyrirtæki, sem
er ofarlega í huga íslenskra stjórnvalda sem meðeigandi,
dregið sig út úr myndinni. Fyrirtæki þetta var tilbúið til
að eiga meirihluta í kísilmálmvinnslunni, í samræmi við
stefnu yfirvalda, og hafði sýnt því verulegan áhuga, er það
dró sig síðan skyndilega til baka.
Geir Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri kísilmálmvinnsl-
unnar vildi ekki staðfesta þetta
í samtali við NT í gær, en sagði
að viðræður myndu fara fram
við fyrirtækið í desember. t>ó
væri ljóst, að líkurnar á þátttöku
þess væru minni nú en áður.
Sagði hann, að fyrirtækið hefði
nýlega keypt námur í Portúgal
og Englandi og hefði ekki svig-
rúm fyrir meiri fjárfestingar að
sinni. Englendingarnir væru
hins vegar tilbúnir til að taka
upp viðræður aftur á næsta ári.
Þeir hafa gert könnun á arðsemi
væntanlegrar verksmiðju og þær
niðurstöður eru jákvæðar.
Tvö erlend fyrirtæki eru enn
inni í myndinni sem hugsanlegir
meðeigendur íslendinga í kís-
ilmálmvinnslunni, bandaríska
fyrirtækið Dow Corning og Elk-
em hinir norsku. Hvorugt þeirra
mun þó vera tiibúið til að eiga
meirihluta. Þriðji aðili þyfti því
að koma til sögunnar, ef fylgja
ætti þeirri stefnu iðnaðarráð-
herra að meirihluti stórfyrir-
tækja skuli vera í eigu útlend-
inga.
íslensk sendinefnd er nýkom-
in frá Bandaríkjunum, þar sem
rætt var við forsvarsmenn Dow
Corning, og að sögn Geirs
Gunnlaugssonar voru það já-
kvæðar viðræður. Dow Corning
er að bera saman kísilmálm-
vinnsluna á Reyðarfirði og aðra
valkosti þeirra í þeim efnum og
er niðurstöðu úr þeim saman-
burði ekki að vænta fyrr en um
áramótin. Ef hún reynist íslend-
ingum jákvæð, er undirbúning-
ur það vel á veg kominn, að
hægt verður að hefjast handa
um framkvæmdir á næsta vori.
Ef af því verður, þá verður
hægt að taka einn ofn í notkun
árið 1987 og annan 1988. Sú
tímasetning tengist fram-
kvæmdum við Blöndu og er hún
hagstæð fyrir bandaríska fyrir-
tækið.
Elkem hefur lýst því yfir, að
það hafi áhuga á frekari upp-
byggingu á stóriðju á íslandi, en
Norðmennirnir vilja að verk-
smiðjan rísi síðar en íslending-
ar. Pá hafa þeir lýst því yfir, að
þeir vilji eiga um 30% af verk-
smiðjunni, eins og er með járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga. Síðasti fundur með Elk-
em var í ágúst og hefur nýr
fundur ekki verið ákveðinn.
Sjúkrastöðin Vogur:
Annar ekki eftirspurn
■ Sjúkrastöð SÁÁ,
Vogur, sem tekin var í
notkun um áramótin, hef-
ur verið fullnýtt frá því í
apríl, og þrátt fyrir að með
tUkomu hennar hafi
sjúkrarúmum fjölgað úr
38 í 60 hefur ekki veríð
unnt að anna eftirspum
eftir sjúkradvöl.
Það sem af er þessu ári
hafa 1350 manns komið til
meðferðar hjá SÁÁ, en
um 7600 frá upphafi. Ef
leikið er með tölur má
reikna út að um 2.5%
þjóðarinnar hafi farið í
meðferð hjá SÁÁ frá upp-
hafi. Ef hægt er að alhæfa
að um tíundi hver íslend-
ingur þjáist með einum
eða öðrum hætti af alka-
hólisma, má jafnframt slá
því föstu að fjórðungur
þeirra hérlendis sem við
þetta vandamál eiga að
stríða hafi komið til með-
ferðar hjá SÁÁ. Hlutfall
kvenna fer nú vaxandi og
eru þær um fjórðungur
sjúklinganna. Einnig fer
meðalaldur lækkandi.
■ Framkvæmdastjóm SÁÁ, sem kjörín var á síðasta
aðalfundi: Valgerður Bjarnadóttir, Hendrik Berndsen,
Óthar Örn Petersen, Ragnheiður Guðnadóttir, Þórar-
inn Þorkell Jónsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Ragnar Aðalsteinsson, Fríðrik Theódórsson og Einar
Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ.
Starfsmenn SÁÁ eru 70 á
fjórum stöðum.
Auk meðferðarinnar
býður SÁÁ upp á víðtæka
fræðslu og ráðgjafaþjón-
ustu í samvinnu við áfeng-
isvarnardeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar og
munu tæplega 500 ein-
staklingar notfæra sér þá
þjónustu á mánuði
hverjum.
„Alltaf gaman
á Kirkjuþingi“
- segir Margrét Gísladóttir, full-
trúi leikmanna af Austurlandi
■ Margrét Gísladóttir,
fulltriíi leikmanna í Aust-
urlandskjördæmi og
önnur tveggja kvenna á
Kirkjuþingi, hefur setið
öll þingin nema eitt frá
árinu 1970, fyrst sem vara-
maður, en síðan sem aðal-
fulltrúi. Aðspurð sagði
hún, að eríitt væri að taka
ákveðin mál út úr þeim
mikla fjölda, sem lægi fyr-
ir þinginu, en hún nefndi
þó sérstaldega hugmynd-
ina um leikmannaráð-
stefnu og starfsmanna-
frumvarpið.
Starfsmannafrumvarpið
gerir m.a. ráð fyrir því að
biskuparnir verði þrír.
„Það er mjög gott út frá
sjónarmiði okkar, sem
höfum áhuga á kristilegu
starfi, að biskupinn komi
út til fólksins, en einn
biskup kemst ekki yfir
það,“ sagði Margrét. Þá
sagði hún að einnig væri
nauðsynlegt að stofna
embætti vígslubiskups,
þar sem smám saman væri
verið að auka við starfs-
vettvang hans.
Margrét var spurð hvort
leikmenn ættu eitthvert
erindi inn á Kirkjuþing.
„Já, ég tel það;“ sagði
hún. „Leikmenn eru full-
trúar fólksins og sjónar-
miðin, sem fram koma
verða fjölbreyttari." Sagði
hún að leikmönnum dytti
oft annað í hug en prestun-
um.
Aðspurð um hvers
vegna svo fáar konur væru
á Kirkjuþingi, sagði
Margrét, að það væru
sóknarnefndirnar sem
kysu fulltrúana og í þeim
■ Margrét Gísladóttir,
fulltrúi leikmanna á Aust-
urlandi.
væru fleiri karlar. En hef-
ur þetta þing verið
skemmtilegur tími?
„Já, mér finnst alltaf
gaman að vera á Kirkju-
þingi. Það er góð samvera
með öllu þessu fólki,“
sagði Margrét Gísladóttir,
fulltrúi á Kirkjuþingi.
k
it
it
k
k
*
k
k
Mjög afkastamikill ca 3800 m /klst
Vinnslubreidd 215 cm
Tekur uppí sig bæði að framan og aftan.
Gleypir 125 cm háa skafla sé bakkað en 72 cm skafla
sé keyrt áfram.
Vinnur vel í blautum snjó og eins í hjarni
Einfaldur og sterkbyggður
Aflþörf: 60-70 hö.
Verð ca 125.000. -kr.
Var prófað á íslandi sl. vetur
- Vel þess virði að hann sé skoðaður
Veitum allar nánari upplýsingar
G/obus/
Bændur - Búnaðarfélög ■ Bæjarfélög ■ Verktakar
ASP-snjóblásari
LAGMÚLI 5, SIMI 81555