NT - 09.11.1984, Page 17

NT - 09.11.1984, Page 17
Föstudagur 9. nóvember 1984 17 Vatnslitamyndir í Ásmundarsal ■ f Ásmudarsal við Freyju- götu stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Hans Christiansen. Sýningin verður opin til 11. nóvember.virka daga kl. 16.00- 22.00 og um helgar kl. 14.00- 22.___________________ Sýning Ómars í Listvinahúsinu ■ í Listvinahúsinu í Lækjar- götu 2 stendur yfir sýning Omars Skúlasonar. Á sýning- unni eru um 50 verk, aðallega klippimyndir, en unnar með blandaðri tækni. Verkin eru frá 1976 til dagsins í dag. Opnunartími er virka daga kl. 10-18, en laugardaga og sunnudaga kl. 14-18, en lokað er á mánudögum. Myndræn tjáning um reykingar ■ NústenduryfiríMenning- armiðstöðinni Gerðubergi sýn- ing á veggmyndum og mynda-1 sögum úr samkeppni þeirri sem reykingavarnanefnd efndi til meðal grunnskóla- nema snemma á árinu 1983. Sýningin er á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og snerta allar myndirnar með einhvejrum hætti reykinga- vandamálið. Sýningin stendur yfir til 18. nóvember, og er húsið opið almenningi mánudaga til fimmtudaga kl. 16-22 daglega og á laugardögum og sunnu- dögum kl. 14-18. Síðasta sýningar- helgi Sigurbjörns Loga í Eden ■ Sýning Sigurbjörns Eldons Logasonar í Eden í Hvera- gerði, sem átti að ljúka um síðustu helgi, hefur verið framlengd. Henni lýkur nú um helgina. ■ í Gallerí Borg stendur nú yfir sýning á níu olíumálverk- um og níu litateikningum eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur, en þetta er fimmta einkasýning hennar. Þá sýnir Anna K. Jóhannsdóttir keramíkverk í Gallerí Borg; vasa, skálar og eyrnaskraut. Þetta er fyrsta einkasýning Önnu. ■ Lionsmenn tilbúnir með perurnar. Perusala í Kópavogi ■ Laugardag og sunnudag, 10. og 11. nóvember, verður Lionsklúbburinn Muninn með hina árlegu perusölu sína í Kópavogi. Kópavogsbúar hafa alltaf tekið þessari perusölu vel, að ' sögn Lionsmanna, og notað tæki- færið til að birgja sig upp af ljósaperum fyrir skammdegið. Með því hafa þeir slegið tvær flugur í einu höggi, tryggt sig fyrir því að þurfa ekki að sitja í myrkrinu ef pera bilar, jafn- framt því að styðja gott má- lefni. Að venju rennur allur ágóði af perusölunni til líknarmála. Flóamarkaður ■ Safnaðarfélag Áspresta- kalls heldur flóamarkað í bygg- ingu safnaðarheimilisins við kirkjuna laugardaginn 10. nóv. kl. 13. Góðurvarninguríboði, s.s. húsgögn, heimilistæki, fatnaður og margt fleira. Stjórnin Flóamarkaður ■ Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur heldur hinn ár- lega basar sinn, kökusölu og flóamarkað að Hallveigar- stöðum á morgun, laugardag- inn 10. nóvemberkl. 14. Glæsi- legt úrval muna, jólaföndur og skreytingar og aldrei meira úrval af kökum. Fjáröflunardagur Kvenfélagsins á Seltjarnarnesi n.k. sunnudag ■ Sunnudagurinn 11. nóv- ember er fjáröflunardagur Kvenfélagsins á Seltjarnar- nesi. Þá verða félagskonur m.a. með kökusölu, skyndi- happdrætti, lukkupoka og flóamarkað. Húsið verður opnað kl. 14.00. Næsti fundur félagsins verð- ur svo þriðjudaginn 20. nóv- ember kl. 20.30 í Félagsheimil- inu að venju. Til skemmtunar verðurm.a. kynningáfatnaði, I undir stjórn Unnar Steinsson, og kynning á vörum til jólanna. Öllum konum í bænum er opinn þessi fundur. Basar í Digra- nesprestakalli Kópavogi ■ Kirkjufélag Digranes- prestakalls verður með glæsi- legan basar í safnaðarheimil- inu Bjarnhólastíg 26, Kópa- vogi laugardaginn 10. nóvem- ber. Mikið af góðum munum, kökum og lukkupokum. Nefndin Flóamarkaður og hlutavelta í Hljómskálanum ■ Næstkomandi laugardag, 10. nóv. kl. 14 gangast „Lúðra- sveitakonur” fyrir hlutaveltu og flóamarkaði í Hljómskálan- um við Tjörnina. Guttormur Jónsson ásamt tveimur verka sinna Skúlptúr-sýning á Kjarvalsstöðum ■ Guttormur Jónsson opnar sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Á sýningunni sýnir Guttormur 29 verk, sem unnin eru í tré, stein og trefja-steinsteypu, þar af eru 18 verk úr íslensku tré. Guttormur stundaði nám í höggmyndadeild Myndlistar- skóla Reykjavíkur 1978-1981. Þetta er fyrsta einkasýning hans, en hann hefur áður sýnt á samsýningum á Akranesi og í Reykjavík. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 14-22 fram til 25. nóvember. ■ Valgarður Gunnarsson og Böðvar Björnsson Handmáluð Ijóð ■ Valgarður Gunnarsson og Böðvar Björnsson opna sýn- ingu í vestursal Kjarvalsstaða laugard. 10. nóv. kl. 15.00. Sýnd verða átján handmáluð ljóð eftir Böðvar, unnin í samvinnu þeirra Valgarðs og Böðvars. Ljóðmyndirnar eru unnar í olíu, akríl og pastel. Auk þess sýnir Valgarður u.þ.b. 40 myndir unnar í ýmis efni, svo sem olíu, vatnslit og gouache. Valgarður Gunnarsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Empire State Collage í New York. Sýningin stendur til 25. nóv- ember. Listamiðstöðin: „Silkiþrykktar leirmyndir“ ■ Laugardaginn 10. nóvem- ber kl. 15 opnar Guðni Er- lendsson sýningu á verkum sínum í Listamiðstöðinni við Lækjartorg. Um 30-40 verk verða á sýningunni og er þetta sölusýning. Guðni var eigandi leirkera- smiðjunnaí Eldstó við Mikla- torg, einnig rak hann um skeið gjafaverslunina Nr. 1 í Aðal- stræti ásamt eiginkonu sinni. Síðar stofnsetti hann og rak matstaðinn Hornið í Hafnar- stræti um 3ja ára skeið, ásamt Galleríinu Djúpið. Þetta er fyrsta einkasýning Guðna Erlendssonar. Hann kallar hana Leirmyndir, og segir listamaðurinn að vinnsla þeirra sé með nokkuð óvenju- legum hætti, eða „silkiþrykkt- ar leirmyndir”, eins og hann kemst að orði. Sýningin stendur yfir dagana 10.-18. nóv. og er opin alla daga kl. 14-19, nema fimmtu- daga og sunnudaga kl. 14-22. ■ Guðmundur Ármann Sigurjónsson Málverkasýning Guðmundar Ármanns í Alþýðu- bankanum á Akureyri ■ í Alþýðubankanum á Ak- ureyri stendur nú yfir kynning á verkum Guðmundar Ár- manns Sigurjónssonar listmál- ara. Guðmundur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tek- ið þátt í mörgum samsýningum hérlendis sem erlendis. Sýningin í Alþýðubankan- um er á vegum bankans og Menningarsamtaka Norðlend- inga.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.