NT - 09.11.1984, Side 27
Viggó Sigurðsson gerði 9 mörk gegn Fjellhammer í gærkvöldi.
NT-mynd: Tryggvi
Körfuknattleikslandsliðið:
Evrópukeppni
hér á landi
- mörg verkefni framundan
■ Mörg verkefni eru áætlul
fyrir íslenska landsliðið í körfu-
knattleik allt fram á vorið 198o
en þá fer fram C-riðill Evrópu-
keppninnar hér á landi, sem er
nokkurs konar lokatakmark
sem stefnt er að í þessari lotu.
„Takmarkið er auðvitað að
vinna C-riðilinn og komast þar
með upp í B-riðil sem leikinn
verður í maí 1986,“ sagði Einar
Bollason þjálfari.
Svo vikið sé nánar að verk-
efnum landsliðsins þá eru fyrir-
huguð 3-4 leikkvöld á stöðum
eins og Njarðvík, Akranesi,
Borgarnesi og Selfossi þar sem
mætast A og B landslið, úrval
■ í nýútkomnu riti sem UEFA
(Knattspyrnusamband Evr-
ópu) sendi frá sér er fjallað
lítillega um sigur íslendinga á
■ Hér fagna íslendingar
markinu á móti Wales.
NT-ayW: Áni Bjana
af staðnum Old-boys o.fl. sem
mönnum dettur í hug. Einnig er
fyrirhugaður pressuleikur í
Laugardalshöllinni.
Pá er fyrirhuguð keppnisferð
til Noregs um miðjan desem-
ber, heimsókn frá írlandi, 4-5
landa keppni í Luxemburg eða
Skotlandi, heimsókn frá Hol-
landi í apríl, en Hollendingar
hafa ávallt reynst okkur vel og
ætla að dvelja í æfingabúðum
með íslenska liðinu fyrir Polar
Cup, Norðurlandamótið, sem
fram fer í Finnlandi þann 19,-
22. apríl '85.
Samtals eru áætlaðir 15-19
landsleikir veturinn ’84-’85. í
Wales í undankeppni heims-
meistarakeppninnar. Er sagt
svo frá að land sem missir alla
sína bestu leikmenn til annarra
landa til að spila knattspyrnu
geti átt á hættu að verða fórnar-
lamb áhorfendafækkunar og
að áhuginn fyrir landsliði við-
.komandi lands verði lítill og
áhorfendur sjái sér ekki neinn
hag í því að mæta á landsleiki.
Blaðið segir síðan að á Is-
landi sé þetta einungis til að
gera íslensku atvinnumennina
öflugri og áhorfendur flykkist
á landsleiki til að sjá stjörnurn-
ar sínar spila. Petta hafi síðan
góð áhrif á leikmenn sem séu
tilbúnir til að standa sig vel.
Leikurinn gegn Wales sé gott
dæmi um þetta. Áhorfendur
komu á völlinn og atvinnu-
mennirnir sýndu sínar bestu
hliðar á vellinum og úrslitin
urðu einhver þau bestu sem
íslenskt landslið hefur náð frá
upphafi. Þá er einnig sagt frá
því að þessi úrslit hafi kætt
mjög Skota og Spánverja.
maí ’85 verður landsliðshópur-
inn svo endurskoðaður.
Helstu verkefnin hjá lands-
liðinu næsta vetur verða keppn-
isferð á Bretlandseyjar í nóv-
ember, USA ferð á slóðir Dool-
ey sem þjálfaði ÍR-inga um
árið, í des.-janúar ‘86.
Lokaundirbúningur fyrir EM
hefst svo um miðjan mars ‘86
en riðillinn verður leikinn frá
ca. 17. apríl hér á landi eins og
áður sagði. Pað fer svo eftir
gengi liðsins í þeirri keppni
hvort íslendingar komast upp í
B-grúppu.
Pess má geta að síðast þegar
Einar Bollason þjálfaði lands-
liðið munaði minnsu að því
tækist að gera það sem nú er
stefnt að en þá lék Pétur Guð-
mundsson með liðinu.
Nú hefur landsliðinu áskotn-
ast nýr hávaxinn miðherji þar
sem Ivar Webster er, en hann
öðlaðist íslenskan ríkisborg-
ararétt nýverið, svo spurningin
er hvort ekki sé sannkölluð
agúrkutíð í vændum hjá ís-
lenska landsliðinu í körfuknatt-
leik.
Júdómótið
■ Fyrsta Júdómót hausts-
ins verður haldið í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans á
laugardaginn.
Mótið sem kailast Haust-
mót JSÍ er flokkakeppni full-
orðinna og taka allir bestu
júdómenn landsins þátt í því.
Mótið fer fram á laugar-
daginn eins og fyrr sagði og
hefst kl. 14.00.
Júdóáhugamenn ættu að
fjölmenna og fylgjast með
Bjarna Friðrikssyni ólymp-
íuhetju okkar og fleiri köpp-
um glíma í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans.
Frábær úrslit
Föstudagur 9. nóvember 1984 27
IHF-keppnin í handknattleik:
Víkingarnir
komast áfram
- þrátt fyrir tap í gærkvöld
■ Víkingur og Fjellhammer
léku síðari Evrópuleik sinn í
Osló í gærkvöldi. Einsogkunn-
ugt er sigruðu Víkingar í fyrri
leik liðanna í fyrrakvöld með
sex marka mun 26-20 og því
þurftu Norðmennirnir að sigra
stórt í seinni leiknum til að
komast áfram í næstu umferð
keppninnar.
Norðmönnunum tókst að
vísu að sigra en ekki nógu
stórt, þannig að það eru Vík-
ingarnir frá íslandi sem halda
áfram. Leiknum í gærkveldi
lauk eins og áður sagði með
sigri Fjellhammer sem gerði 25
mörk gegn 23 mörkum
Víkings.
Jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik og mikil harka,
greinilegt að Norðmennirnir
ætluðu sér ekkert annað en
stórsigur en það fór á annan
veg en þeir væntu því Víkingar
börðust vel í vörninni og gáfu
ekkert eftir. Liðin voru yfir til
skiptis í fyrri hálfleik en aldrei
munaði miklu og þegar blásið
var til leikhlés höfðu Víkingar
eins marks forystu á norska
liðið, 11 mörk gegn 10.
í seinni hálfleik hélt strögglið
áfram og liðin skiptust nokkuð
jafnt á að skora, Fjellhammer
þó ívið yfir oftast en Víkingar
hleyptu þeim þó aldrei langt
frá sér. Mestur munur á liðun-
um var þegar Fjellhammer
hafði þriggja marka forystu
tvisvar í seinni hálfleik en Vík-
ingar minnkuðu muninn óðara
aftur og voru einu marki undir
24-23 þegar dönsku dómararnir
slepptu augljósu víti á Fjell-
hammer og norska liðið brun-
aði upp í hraðaupphlaup og
skoraði 25. markið á síðustu
sekúndunum.
Pannig að í staðinn fyrir að
Víkingur jafnaði leikinn unnu
Norðmennirnir með tveimur
mörkum. Tveggja marka mis-
tök hjá dómurunum sem voru
vilhallir norska liðinu í öllum
vafaatriðum.
Viggó Sigurðsson lék mjög
vel í leiknum í gærkvöldi og
skoraði mikið af mörkum eða
níu talsins. Hilmar Sigurgísla-
son lék einnig vel, hefur staðið
sig stórvel í þessari „Víkinga-
ferð“ til Noregs. Hann gerði 4
mörk. Ellert Vigfússon stóð sig
frábærlega í markinu og það
má reyndar segja það sama um
alla Víkingana, þeir voru góðir.
Guðmundur Guðmundsson
skoraði 5 mörk, Karl Þáinsson
3 og þeir Steinar Birgisson og
Siggeir Magnússon skoruðu 1
mark hvor.
■ Laugarvatnsbræðurnir Hreinn og Gylfi eru báðir í hópnum svo
og Leifur Gústafsson. NT-mynd: Sverrir
Körfuknattleikur:
Landsliðið valið
■ EinarBollason.þjálfariís-
lenska landsliðsins í körfu-
knattleik, hefur ásamt lands-
liðsnefnd valið hóp þann sem
tekur þátt í undirbúningi
landsliðsins fyrir EM ’86 sem
haldið verður hér á landi í
fyrsta skipti.
Einar tilkynnti um hópinn á
blaðamannafundi í gær og er
hann skipaður þessum leik-
mönnum:
Pálmar Sigurðsson, Haukur
ívar Webster, Haukum
Ólafur Rafnsson, Haukum
Gylfi Þorkelsson, ÍR
Hreinn Þorkelsson, ÍR
Hjörtur Oddsson, ÍR
Tómas Holton, Val
Torfi Magnússon, Val
Leifur Gústafsson, Val
Guðni Guðnason, KR
Birgir Mikaelsson, KR
Valur Ingimundarson, UMFN
ísak Tómasson, UMFN
Jón Kr. Gíslason, ÍBK
Sturla Örlygsson, Reyni.
Auk þessara 15 leikmanna
verða 4-5 valdir úr 10 manna
hópi leikmanna 20 ára og yngri
og verður þeim bætt við í lok
nóvember.
Athygli vekur að enginn af
þeim geysisterku leikmönnum
sem dveljast í Bandaríkjunum
er í hópnum og nægir að nefna
nöfn eins og Axel Nikulásson,
Pál Kolbeinsson, Matthías
Matthíasson, Fiosa Sigurðsson
og Jóhannes Kristbjörnsson
sem útaf fyrir sig eru heilt
byrjunarlið, í því sambandi.
Einar Bollason sagði um
þessa leikmenn að þeir kæmu
til greina, en aðeins ef þeir
væru tilbúnir til að æfa með
landsliðinu og gætu komið
heim í vor.
Pað vekur og athygli að
Kristján Ágústsson sá marg-
reyndi landsliðsmaður er ekki
í þessari upptalningu en hann
gaf ekki kost á sér því hann
hyggst leggja skóna á hilluna í
vor er þessu keppnistímabili
lýkur. Verður mikill sjónar-
sviptir að þessum vinsæla leik-
manni í körfunni í framtíðinni.
Þeir Hálfdán Markússon og
Jónas Jóhannesson gáfu heldur
ekki kost á sér í hópinn.
Einar Bollason, sem marg-
oft hefur þjálfað landsliðið í
körfubolta, sagði að hann
hefði aldrei haft annan eins
mannskap til að moða úr og
vissulega verður fróðlegt að
fylgjast með framgangi liðsins
undir hans stjórn.
Bikarkeppni KKl
■ Dregið verður í bikar-
keppni KKÍ laugardag-
inn 1. des. kl. 11.30. Fyrir
þann tíma þurfa þátt-
tökutilkynningar að ber-
ast skrifstofu KKÍ, ásamt
þátttökugjaldi fyrir fyrstu
umferð (kr. 1100 fyrir
meistaraflokk og kr. 500
fyrir aðra flokka).