NT - 12.11.1984, Page 1
„Ég er tilbúinn
til að ganga
til þessa leiks“
■ Það er ekki jmálefna-
legur ágreiningur sem er
að baki átaka um for-
mannsstöðuna í Alþýðu-
flokknum - heldur virðist
þar frekar tekist á um
menn.
NT ræddi í gær við þá
Kjartan Jóhannsson og
Jón Baldvin Hannibals-
son, báða í framboði til
embættisins, og-kom þá í
ljós að þá greinir ekki á
um einstaka málaflokka.
Jón sagði að illa hefði
gengið að koma sjónar-
miðum flokks síns á fram-
færi, og tók Kjartan undir
það. M sagði Jón að innra
starf flokksins hefði verið
dauft í vetur, en nú væri
að færast meira líf í það.
Jóhanna Sigurðardóttir
hefur boðið sig fram til
varaformanns, og nýtur
hún stuðnings bæði Kjart-
ans og Jóns.
Sjá nánar bls. 2.
Niðurstöður skoðanakönnunar:
Þrjú þingsæti yfir
til Kvennalistans
Haustrallið:
NT-mynd: Gunnar öskarsson.
Ömar og Eiríkur
íslandsmeistarar
■ Bjarmi Sigurgarðarsson
(t.h.) og Eiríkur Friðriksson
(t.v.) unnu Haustrall Hjól-
barðahallarinnar sem fram
fór í gær. Voru þeir tæpri
mínútu á undan Ómari og
Jóni Ragnarssonum, í þriðja
sæti voru aðrir bræður, Birg-
ir og Hreinn Vagnssynir.
Þetta var síðasta rall ársins
og réðust úrslit í íslands-
meistarakeppninni þannig
að sigurvegari ökumanna
varð Ömar Ragnarsson en
aðstoðarökumanna Eiríkur
Friðriksson. Halldór Úlfars-
son er þá í öðru sæti þrátt
fyrir fjarveru í þessu ralli-og
þriðji er Birgir Bragason.
Aðeins 8 bílar af 20 luku 250
km langri keppninni sem
fram fór víðs vegar um
Reykjanes. Engin meirihátt-
ar óhöpp eða tafir spilltu
ánægju ökumanna eða
áhorfenda í blíðskaparveðri.
A A
Framsóknarflokkur-
inn vinnur einmg á
■ Samkvæmt skoðanakönnun, sem NT hefur látið framkvæma,
myndu Samtök um kvennalista og Framsóknarflokkurinn vinná
mikið fylgi, ef efnt væri til kosninga nú. Alþýðuflokkurinn,
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandaiagið myndu hins vegar tapa
fylgi, sé miðað við úrslit síðustu alþingiskosninga, en staða
Bandalags Jlafnaðarmanna væri svo til óbreytt.
Heildarniðurstöður könnun- Skoðanakönnun sem þessi er
arinnar eru sem hér segir, en langt frá því að vera gallalaus,
nánari tölur verða gefnar upp í
NT á morgun:
Alþýðuflokkur 6,2%, Fram-
sóknarflokkur 16,3%, Banda-
lag Jafnaðarmanna 4,8%, Sjálf-
stæðisflokkur 26,2%, Alþýðu-
bandalag 9%, Samtök um
kvennalista 6,5%, Flokkur
mannsins 0,2%, óákveðnir 24%
og 6,8% neituðu að svara.
Sé aðeins miðað við þá, sem
tóku afstöðu, lítur dæmið þann-
ig út (í sviga eru úrslit alþingis-
kosninganna í fyrra):
Alþýðuflokkur 8,9% (11,7)
Framsóknarflokkur 23,6% (19)
BandalagJafnaðarmanna7% (7,3)
Sjálfstæðisflokkur37,8% (39,2)
Alþýðubandalag 13% (17,3)
Samt. um kvennal. 9,4% (5,5)
Sé miðað við að skipting þing-
sæta yrði í réttu hlutfalli við
atkvæðamagn, myndu Samtök
um kvennalista bæta við sig 3
þingsætum við þau þrjú, sem
þau hafa nú þegar. Þessi þing-
sæti kæmu frá Alþýðuflokknum
og tvö frá Alþýðubandalaginu.
Aðrir flökkar hefðu óbreyttan
þingstyrk.
Samkvæmt könnuninni virð-
ist sem Samtök um kvennalista
taki aðallega fylgi frá Alþýðu-
flokknum og Alþýðubandalag-
inu, en Framsókn frá bæði
vinstri og hægri.
Við þessa skoðanakönnun
var farið nákvæmlega eftir þeim
aðferðum, sem DV hefur notað
við sínar kannanir. Úrtakið var
600 manns .valið algjörlega til-
viljunarkennt út úr símaskránni
en þó þannig að 300 koma úr
þéttbýli og 300 úr dreifbýli. í
hvorum hópnum var skiptingin
jöfn milli kynja. Þcssi aðferð er
sú sama og DV hefur gefið upp
varðandi sínar kannanir.
en það þótti rétt að hanna hana
eftir DV til að geta borið niður-
stöður saman. Enda þótt DV
kannanirnar og þar af leiðandi
þessi einnig, séu ekki gallalaus-
ar, gefa þær þó góða mynd af
þeim hreyfingum, sem eiga sér
stað í þjóðfélaginu á hverjum
tíma og verða því að teljast
mikilvægur þáttur í upplýsinga-
streyminu.
í NT á morgun verður fjallað
nánar um könnunina og niður-
stöður hennar. Þar mun t.d.
koma fram, að 87% af fylgi
kvennalistans kemur frá konum
og að fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins er eingöngu á höfuð-
borgarsvæðinu, svo eitthvað
sé nefnt.
Sjá nánar leiðara og NT á
morgun.
Neskaupstaður:
Þrjár slasast
- ökumaður grunaður um
ölvun. Slapp í belti
■ Þrjárkonur voruflutt-
ar á sjúkrahúsið f Nes-
kaupstað í fyrrinótt eftir
bílveltu á milli Eskifjarðar
og Reyðarfjarðar. öku-
maður er grunaður um
ölvun. Hún var með bíl-
belti og fékk að fara heim
eftir minniháttar aðgerð
en farþegarnir báðir liggja ■
á sjúkrahúsinu með alvar-
leg bakmeiðsii. Að sögn
lögreglu er ekki talið að
ástand vegarins, sem er
olíuborinn, hafi verið
slæmt, en lítilsháttar hrím
var.
Bifreiðin, sem er fólks-
bifreið af gerðinni Dai-
hatsu Charade, er talin
ónýt.
Skákí
Eyjum
-Helgiog
Ásgeir unnu
■ 26. helgarskákmóti tíma-
ritsins Skák lauk í gær í Vest-
mannaeyjum. Sigurvegarar
voru þeir Helgi Ólafsson og
Ásgeir Þór Árnason, sem deildu
1. sæti, báðir með 6 vinninga.
í 3. til 6. sæti voru þeir Jón L.
Árnason, Guðmundur Sigur-
jónsson, Guðmundur Halldórs-
son og JóaHálfdánarson, hver
um sig með 5V4 vinning.
Alls voru keppendur 44 og
tefldar voru 7 umferðir.
Þetta var í annað sinn sem
helgarskákmót er haldið í Vest-
mannaeyjum, og er það fyrsti
staðurinn þar sem mótið er
endurtekið á. Fyrst var helgar-
skákmót í Eyjum 1980.
Skákstjóri var Jóhann Þórir
Jónsson, en Taflfélag Vest-
mannaeyja sá um framkvæmd
mótsins í samvinnu við Jóhann.
Rán,
árás og
nauðgun
- flóðgátt-
ir opnast
■ „Mð er eins og
flóðgáttir hafi opnast
eftir verkfallið“, sagði
lögregluvarðstjóri í
Reykjavík í samtali við
NT í gær en óvenjumik-
ill drykkjuskapur hefur
verið síðastliðnar
helgar. Mnnig var helg-
in núna með versta móti
og yar meðal annarra
afbrota sem minni eru,
framin ein nauðgun,
árás á gangandi vegfar-
anda og tvö rán með
beitingu ofbeldis.
Annasamt var hjá lög-
reglu og hafði lögreglan
afskipti af fjölda ölvaðs
fólks. Fangageymslur.
voru fullar ínótt.
Sjá nánar fréttir á
bls. 2.