NT - 12.11.1984, Side 5
Mánudagur 12. nóvember 1984 5
Sparnaðarhugmyndir í menntamálaráðuneytinu:
Vistunargjöld fyrir fötluð börn skert?
■ Samkvæmt heimildum
NT hafa komið upp hug-
myndir í menntamálaráðu-
neytinu, um að skerða
greiðslur til vistunarforeldra
fatlaðra barna í kjölfar
BSRB verkfallsins.
NT hafði samband við
Hafdísi Hannesdóttur, fél-
agsráðgjafa í Öskjuhlíðar-
skóla, og staðfesti hún að
fyrirspurn hefði borist frá
menntamálaráðuneytinu um
það hversu mörg börn hefðu
farið frá vistunarforeldrum
til foreldra eða aðstandenda
á meðan á verkfallinu stóð.
Mun hugmyndin hafa verið
sú, að skerða vistunargjöld
þeirra barna sem ekki hafa
dvalið í umsjá vistunarfor-
eldra einhvern ótiltekinn
tíma, á meðan verkfallið
stóð yfir.
Hafdís sagði að könnun
hefði leitt í ljós að afar fá
börn hefðu verið send til
heimahúsanna í verkfallinu.
Frá hennar sjónarhóli væri
illt ef menntamálaráðuneyt-
ið hygðist rifta þeim skriflega
samningi sem í gildi er milli
Öskjuhlíðarskóla fyrir hönd
menntamálaráðuneytisins
og vistunarforeldra, enda
væru í honum uppsagnará:
kvæði sem yrði að fylgja. í
samningnum er gert ráð fyrir
að börn geti farið heim án
þess að það skerði vistunar-
greiðslurnar auk þess sem
börn fara heim í jóla- og
páskaleyfum. Þá sagði Haf-
dís að örðugt gæti reynst að
meta þann frádrátt sem til
greina kemur, þar sem reikn-
ingar eru ekki sundurliðaðir
og börn hafa dvalið mislengi
hjá foreldrum.
„Það liggur engin endan-
leg niðurstaða fyrir í rnáli
þessu," sagði Magnús Magn-
ússon, sérkennslufulltrúi í
menntamálaráðuneytinu, er
NT bar þetta undir hann.
„Þeir samningar sem í gildi
eru verða áreiðanlega ekki
brotnir af menntamálaráðu-
neytisins hálfu. Hinsvegar
gæti verið um að ræða brot
af hálfu vistunarforeldra, ef
þeir hafa sent barnið heim
án vilja foreldra eða vitn-
eskju." Aðspurður hvort á-
stæða væri til að ætla slíkt
sagði Magnús að ráðuneytið
hefði alltaf ástæðu til að
athuga slíka hluti, því það
yrði að fylgjast með því
hvort samningar væru
haldnir.
Fyrirlestur:
Kapalkerfi
í Ameríku
■ f kvöld klukkan 18:00 heldur William
Evans frá Manitoba fyrirlestur um breið-
bandsnet, öðru nafni kapalkerfi heimaborg-
ar sinnar og nýjungar á sviði slíkra kerfa í
dreifbýli. William er framkvæmdastjóri og
verkfræðingur hjá Manitoba símafélaginu
og heldur fyrirlesturinn í boði Verkfræði-
stofnunar Háskólans.
Sjósókn:
Tvöstjómar-
frumvörp
■ Tvö stjórnarfrumvörp voru lögð fram í
efri deild alþingis á föstudag.
Undirbúningur að öðru, frumvarpi til
siglingalaga. hefur staðið síðan 1981. Til-
gangur nefndar, sem skipuð var 1981 ,var að
endurskoða gildandi siglingalög, einkum
hvað varðaði réttindi og skyldur sjómanna
og útgerðarmanna í vcikinda- og slysatilfell-
um svo og hvað varðar tryggingarmál sjó-
manna.
Nefndin skilaði frumvarpinu til ráðhcrra
31. janúar 1983 og var það flutt á síðasta
þingi en fékk ekki afgreiðsiu.
Þá var lagt fram frumvarp tii sjómanna-
laga. Aðdragandi þess frumvarps var svip-
aður og hins fyrra.
Póstur og sími:
Ný frímerki
■ í tilefni 50 ára afmælis Vinnuveitenda-
sambands íslands hefur Póst- og símamála-
stjórnin gefið út nýtt frímerki að verðgildi
3000 aurar. Einnig hafa- komið út tvö
frímerki í verðgildinu 1200 aurar og 4000
aurar. Tilefni þeirrar útgáfu er aldarafmæli
Listasafns íslands og er mynd af stofnanda
þess, Birni Bjarnasyni, á öðru frímerkinu
en hitt sýnir framhlið væntanlegs húsnæðis
Listasafnsins að Fríkirkjuvegi 7.
Útgáfa þessara frímerkja var fyrirhuguð
12. október sl. en vegna verkfallsins varð að
fresta henni.
Kvenréttindafélag Íslands:
Landsfundi
frestað
- þar til á næsta ári
■ Kvenréttindafélag íslands hefur ákveðið
að fresta 16. landsfundi sínum, sem halda
átti 16.-17. nóvember, til 15.-16. mars á
næsta ári. Ástæðan ersú, aðþrírstjórnmála-
flokkar verða með stjórnmálafundi í
Reykjavík þessa daga í nóvember.
Viðfangsefni landsfundarins verður eftir
sem áður áhrif örtölvutækninnar á stöðu
kvenna og karla. Pá hefur verið ákveðið að
halda aðalfund í tengslum við landsfundinn,
og gefa félagsmönnum utan af landi, sem
sækja landsfund, kost á að sækja aðalfund
líka.
VIÐ FJÖLGUM
VIÐKOMUHOFNUM
ÚR FJÓRUM í ÁTTA!
Enn aukum við þjónustu við landsbyggðina og einföldum vörustreymi
milli dreifbýlis og þéttbýlis. Tíðari ferðir, stærri skip og fjórar nýjar
viðkomuhafnir greiða til muna fyrir flutningum milli byggðarlaga og
ekki síður milli landa, því beinn flutningur inn- og útflytjenda á
landsbyggðinni verður nú mun auðveldari. Við hefjum nú fastar
siglingar á REYÐARFJÖRÐ, SAUÐÁRKRÓK og PATREKSFJÖRÐ
auk þess sem við önnumst afgreiðslu Herjólfs til VESTMANNAEYJA
og tengjum strandflutningaþjónustuna alþjóðlegu flutningakerfi okkar
þar sem fullkomin aðstaða í Sundahöfn er miðpunkturinn. Þú getur
treyst þjónustu Eimskips.
' TÍÐARI SIGLINGAR- STÆRRI SKIP
BEIN TENGSL VIÐ
ALÞJÓÐLEGAR SIGLINGALEIÐIR
EIMSKIP