NT - 12.11.1984, Blaðsíða 16
— Sjónva rp
Mánudagur 12. nóvember 1984 16
Útvarp kl. 19.40:
w
Nótt sem aldrei gleymist!
■ Þátturinn „í fullu
fjöri“er á dagskrá sjón-
varpsins kl. 20.40, og nefn-
ist þessi þáttur - Nótt sem
aldrei gleymist. Þetta er 2.
af sex þáttum, sem Sjón-
varpið hefur fengið til sýn-
ingar frá Thames Televis-
ion Entertainment úr þátt-
unum „Fresh Fields“ um
þau hjónin Hester og Wil-
liam.
í þetta sinn gengur sag-
an út á það, að William
ætlar að gleðja konuna
sína á brúðkaupsafmæli
þeirra og fara með hana á
hótelið, þar sem hann bað
hennar og síðan halda þar
hátíðlegt brúðkaupsaf-
mælið. Þetta var falleg
ráðagerð hjá William, -en
margt fer öðru vísi en
ætlað er, eins og við fáum
nú að sjá.
Þýðandi er Ragna
Ragnars.
■ Anton Rodgers sem William - önnum kafínn í eldhúsinu.
■ James Fox í myndinni í kvöld í hlutverki Georges Orwell
ríthöfundar, þar sem hann tekur þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni
meö vinstri mönnum þar í landi.
Sjónvarp kl. 20.40
framtíð BSRB
■ Grunnskólanemendur aö störfum.
Spáðí
■ „Alls staðar er maður
á ferðinni,“ sagði Jón
Gröndal, þegar blaðamað-
ur NT spurði hann, hvort
ekki væri rétt að hann væri
á báðum rásum útvarpsins
í dag að flytja hlustendum
tal og tóna.
Jú, þetta var rétt. Jón
Gröndal verður með
Krossgátuna um tónlist og
tónlistarmenn á Rás 2 kl.
15-16 og svo í útvarpinu
gamla og góða kl. 19.40 og
þá talar hann Um daginn
og veginn. Við vildum for-
vitnast um hvað honum
lægi á hjarta að tala um við
hlustendur, og Jón svaraði
okkur á þessa leið:
„Það er ekkert leyndar-
mál hvað mér er efst í huga
að tala um. Eins og gefur
að skilja, þá er opinberum
starfsmanni, sem nýkom-
inn er úr löngu verkfalli,
ofarlega í huga ýmislegt
sem þá dreif á dagana. Eg
mun ræða svolítið þennan
verkfallstíma, ekki endi-
lega niðurstöður eða ár-
angur þess, heldur fremur
framgang mála og hörkuna
sem var alls ráðandi, og ég
kem dálítið inn á leiðinleg-
ar hliðar málsins.
Ég mun velta þessu fyrir
mér og spá svolítið í fram-
tíðBSRB.
í sambandi við BSRB,
þá viðra ég þarna hug-
myndir, sem hafa að vísu
áður heyrst, um nýjar að-
ferðir við gerð kjara-
samninga kennara með til-
liti til vinnutíma og annars.
Nú, svo fer ég yfir í
skólamálin, eins og
kennara er siður, því að
■ Jón Gröndal, kennarí í
Grindavík, verðijr á báðum
rásum útvarpsins í dag.
þeir vilja oftast detta inn í
þau mál ef þeir á annað
borð fara að ræða um dag
og veg. Ég mun ræða um
hvar við stöndum í dag
miðað við anda grunn-
skólalaganna, sem nú eru
reyndar meira en 10 ára
gömul.
Sjónvarp kl. 21.40:
Kveikjan
að 1984
Bresk sjónvarpsmynd um
rithöfundinn George Orweil
■ Þeir fjölmörgu sem lesiö
hafa bækur eftir breska rithöf-
undinn George Orwell, eins
og „Félaga Napóleon" og
„1984“, hafa áreiðanlega
áhuga á að sjá breska sjón-
varpsmynd um Orwell, sem er
á dagskrá sjónvarpsins kl.
21.40 í kvöld. I kynningu segir,
- að sjónvarpsmyndin sé eftir
Willis Hall, leikstjóri David
Wheatley og í aðahlutverkum
eru James Fox ásamt Janet
Dale og Julia Goodman.
í myndinni er einkum staldr-
að við þá atburði sem mótuðu
skoðanir Orwells og urðu
kveikjan að sögunni "1984“.
George Orwell skrifaði bók-
ina „1984“ árið 1948, og í
áratugi stóð hún mönnum fyrir
sjónum sem ógnvekjandi spá-
dómur um framflðina. En
Orwell sjálfur tók alltaf fram,
að þetta verk hans ætti ekki að
taka sem spádóm - heldur
viðvörun. Viðvörun til þjóð-
anna um hættuna sem fylgir
öfgastefnum, hvort heldur er
til vinstri eða hægri.
í myndinni Kveikjan að 1984
(The Road to 1984) leikur
James Fox Orwell sjálfan, og
Fox leikur einnig hina hrjáðu
söguhetju bokarinnar 1984,
Winston Smith.
Tónlistarkross-
gátan no. 10
■ Hlustendum er gefinn kostur á að svara spurningum
um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið.
Stjórnandi þáttarins er Jón Gröndal.
Lausnir sendist til
Ríkisútvarpsins Rás 2,
Hvassaleiti 60,
108 Reykjavík
- merkt Tónlistarkrossgátan.
Mánudagur
12. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson frá
Egilsstöðum flytur (a.v.d.v.). Á
virkum degi - Stefán Jökulsson
og María Mariusdóttir.
7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdótt-
ir (a.v.d.v.).
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Karl Bene-
diktsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Breiðholtsstrákur fer i sveit“
eftir Dóru Stefánsdóttur Jóna Þ.
Vernharðsdóttir les (9).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.).
Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 Austfjarðarútan með viðkomu
á Eskifirði Endurtekinn þáttur Hildu
Torfadóttur frá laugardegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Gunn-
vör Braga.
13.30 Harry Belafonte, Miriam Mak-
eba, Keith Jarrett og fl. syngja
og leika,
14.00 „Á Islandsmiðum" eftir Pi-
erre Loti Séra Páll Pálsson á
Bergþórshvoli les þýðingu Páls
Sveinssonar (13).
14.30 Miðdegistónleikar Nelson
Freire leikur á pianó „Brúðusvítu"
eftir Heitor Villa-Lobos.
14.45 Popphólfið - Sigurður Krist-
insson. (RÚVAK).
15.30Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.10 Síðdegisútvarp - Sigrún
Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego
og Einar Kristjánsson. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.40 Um daginn og veginn Jón
Gröndal kennari talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Spjall um Þjóð-
fræði. Dr. Jón Hnefill Aðalsteins-
son tekur saman og flytur. b.
Bóndinn á Reynistað og hutdu-
maðurinn. Ævar Kvaran les is-
lenska þjóösögu. c. Félagsleg á-
hrif árflóðanna i Flóanum. Þor-
björn Sigurðsson les þriðja og
siðasta erindi Jóns Gíslasonar,
um náttúruhamfarir af völdum
flóða. Umsjón: HelgaÁgústsdóttir.
21.30 Útvarpssagan: „Hel“ eftir
Sigurð Nordal Árni Blandon les
(3).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Barnleysi hjóna - leysa
glasabörn vendann? - Þáttur í
umsjón Önundar Björnssonar.
23.00 Islensk tónllst Sinfóniuhljóm-
sveit Islands leikur. Páll P. Pálsson
stjórnar. a. íslensk lög í hljómsveit-
arbúningi Karl O. Runólfssonar. b.
„Bjarkamál" eftir Jón Nordal.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
12. nóvember
10.00-12.00 Morgunþáttur. Mánu-
dagsdrunginn kveðinn burt með
hressilegri músik. Stjórnandi: Jón
Ólafsson.
14.00-15.00 Dægurflugur. Stjórn-
andi: Leópold Sveinsson.
15.00-16.00 Krossgátan. Hlustend-
um er gefinn kostur á að svara
spurningum um tónlist og tónlistar-
menn og ráða krossgátu um leið.
Stjórnandi: Jón Gröndal.
16.00-17.00 Á svörtum nótunum.
Stjórnandi: Pétur Steinn Guð-
mundsson.
17.00 -18.00 Asatími. Július Einars-
son.
Mánudagur
12. nóvember
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Tommi
og Jenni, Sögurnar hennar'
Siggu, Brósi, Sigga og skessan.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 í fullu fjöri 2. Nótt sem aldrei
gleymist Breskur gamanmynda-
flokkur í sex þáttum. Þýðandi
Ragna Ragnars.
21.05 Iþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.40 Kveikjan að 1984 (The Road
to 1984) Bresksjónvarpsmynd eftir
Willis Hall. Leikstjóri David Whe-
atley. Aðalhlutverk: James Fox
ásamt Janet Dale og Julia Good-
man. Myndin er um breska rit-
höfundinn George Orwell sem rit-
aði m.a. „Félaga Napóleon" og
„1984“. Einkum er staldrað við þá
atburði sem mótuöu skoðanir Ór-
wells og urðu kveikjan að sögunni
„1984". Gengið er út frá því að
„1984“ sé ekki beinlínis framtíðar-
spá heldur viðvörun gegn kúgun
og einræðisöflum sem Orwell
kynntist sjálfur í samtið sinni. Þýö-
andi Rannveig Tryggvadóttir.
23.05 Fréttlr í dagskrárlok.