NT - 20.11.1984, Blaðsíða 1

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 1
Gengisskráning B^Enqtend 1 GBP 1*1 Kanaöa 1 CAD !!! SS Dannrtöfk 1 OKK gmhforegur 1 NOK ’ SS Sviþjóó 1 SEK "I1- Fimiand 1 FW P—4—| | f§ Frakkland 1 ffíf ., 1 1 jBelgla 1 1BEC KMsviss 1 CHF { 1 HoSand 1 JNUS Hárgreiðslu- meistarar segja upp öllum nemum —eftir að samningar tryggðu þeim lágmarkstekjur pýskatend 1 f§ Itaiía ! Austisrikí 1 OBS* 1 rn. ■ ■ ... ... t*rs ■ „Hárgrciðslumcistarar eru ýmist búnir eða að segja upp með aðeins viku fyrirvara öllum þeim hárgreiðslu- og hárskurð- arnemum sem nú eru í vinnu á hárgreiðslustofunum, en þeir munu vera um 50-60 talsins. Ástæðan er sú að með ASI/VSI samningunum um daginn kom inn að greiða á öllum þessum nemum fullar lágmarkstekjur í dagvinnu (nú 14.075 kr. á mán) og uppsagnirnar eru gerðar í von um að þetta verði tekið til baka,“ sagði Kristinn Einars- son, form. Iðnnemasambands íslands í samtali við NT í gær. Flesta þá nema sem hér um ræðir sagði Kristinn hafa byrjað vinnu á stofunum í maí í vor og ættu þeir því I mánaðar upp- sagnarfrest, frá og með mánaða- mótum. Uppsagnir þessar með viku uppsagnarfresti væru því kolólöglegar. Þá gat Kristinn þess að um áramótin er von á um 40 nemum út úr Iðnskólan- um, þannig að þessar uppsagnir gætu virkað á þann hóp líka, þ.e. ef hann fær ekki vinnu. Hann sagði Iðnnemasambandið muni mæta þessum uppsögnum með viðeigandi hætti. Verði engu tauti við meistarana komið verði málinu skotið til dóm- stóla. „Þarna er ekki um neinar skipulagðar fjöldauppsagnir að ræða. Hins vegar yrði ég ekki hissa þótt margir segðu sínum nemum upp af svipaðri ástæðu og ég, þ.e. að ég hef ekki áhuga fyrir að borga með sjálfri mér við að kenna þessum nemum," sagði Arnfríður ísaksdóttir, form. Meistarafélagsins. „Iðn- nemasambandið er búið að pína launin upp í verkamannalaun, fyrir 40 tíma vinnuviku, sem þýðir um 50% launahækkun. En ég spyr, hvenær eigum við þá að kenna þeim? Ég tel að með þessu séu nemarnir komnir upp í hærra kaup en sveinarnir miðað við unna stund. Nemi sem er 40 stundir inni á stofunni getur aldrei skilað 40 stunda vinnu - einhvern tíma hlýtur að þurfa til að kenna honum eitt- hvað. Allavega hef ég þurft þess," sagði Arnfríður. Auk þess að nota eigin tíma til að kenna nemendum sagði Arnfríður það kosta tölu- verða peninga í efni til hár- greiðslu, bæði á gínum og skylduliði sem þeir noti til að æfa sig á, án nokkurrar greiðslu. Hún kvaðst hafa nóg af starfs- fólki og nóg annað fólk sem hún gæti fengið í vinnu t.d. þann hluta vinnuvikunnar sem mest er að gera sem yrði mun ódýrara en að borga nemum verka- mannalaun fyrir 40 tíma vinnu- viku. ■ Svona leit gengisskráningin út í gær er vongóðir viðskiptavinir bankanna komu til gjaldeyrisvið- skipta. Einungis var afgreiddur gjaldeyrir til þeirra sem nauðsynlega þurftu á að halda og þurftu þeir að greiða 15% tryggingu, en þar sem gengisfellingin varð 12% eiga viðkomandi einhverja aura inni hjá bönkunum. NT-mynd Árni Bjarna Afleiðingar gengisfellingarinnar í gær: Verðbólgan 40% fyrst en f er síðan lækkandi - að mati hagfræðings Vinnuveitendasambandsins ■ Búast má við að verðbólga fari yfir 40% á næstu 2-3 mánuð- um, en fari síðan lækkandi og verði undir 20% næsta vor. Þetta er álit hagfræðings VSI, Vilhjálms Egilssonar, á afleið- ingum gengisfellingarinnar, en í gær samþykkti ríkisstjórnin tillögu seðlabankans um 12% meðalgengisfellingu. Jafnframt gengisfellingunni vinnur ríkisstjórnin nú að „mildandi" aðgerðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur rætt eru t.d. lækkun tolla og vörugjalds á þeim vörum sem reiknaðar eru inn í vísitölu. Þá mun rætt um vaxtalækkun í húsnæðismálakerfi og einnig til- lögu Alberts Guðmundssonar um 600 milljóna króna tekju- skattslækkun, en sú tillaga lians er í fjárlagafrumvarpi sem hann hefur lagt fram. I Uppsagnir kennara: afstöðu segja upp - en aðeins 43% allra kennara, samkvæmt skoðanakönnun NT Sjá bls.3 í framhaldi af gengisfelling- unni og þeim ráðstöfunum sem ríkisstjórnin mun grípa til þarf að endurreikna ákveðna þætti fjárlagafrumvarpsins og sagðist Álbert í s^mtali við NT reikna með að þeirri vinnu lyki nú fyrir helgi en han'n ætlar að mæla fyrir frumvarpinu eftir viku. Búast má við að nafnvextir fari hækkandi eftir gengisfell- inguna. Að sögn ráðherra er rætt urn fjöldamörg atriði í sambandi við hinar mildandi aðgerðir en Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við blaðið í gærkvöldi að enn hefðu engar ákvarðanir verið teknar. ÓL í skák: Róðurinn þungurgegn Túnisbúum Frá Helga Ólafssjni, fréUarítara NT í Salonika ■ Aðeins Jóni L. Árna- syni, tókst að innbyrða vinning í fyrstu umferð Ólympíumótsins í skák sem hófst í Salonika í Grikklandi í gær. ísland tefldi við Túnis í opna flokknum og Jón L. vann á 4. borði, Jóhanna Hjart- arson tapaði á þriðja borði cn skákir Helga Ólafssonar og Margeirs Péturssonar fóru í bið. Kvennaliðið tefldi við það rúmenska og náði ágætum árangri. Guðlaug Þorsteinsdóttir gerði jafn- tefli á fyrsta borði við Muresan, og Ólöf Þráins- dóttir hélt einnig jöfnu við Polihromiade á öðru borði en Sigurlaug Friðþórsdótt- ir tapaði á því þriðja fyrir Nutu. Allar skákirnar, nema skák Sigurlaugar, fóru í bið en voru síðan tefldar áfram í gærkvöldi. Skák Helga við Bouaziz á fyrsta borði fór síðan aftur í bið en Hclgi hcfur enn sigur- möguleika. Sama er að segja um skák Margeirs við Benjoubi. Sú skák er mjög flókin en Margeir hafnaði jafnteflisboði Túnismannsins rétt áður en skákin fór í bið aftur. Jóhann tapaði fyrir Hntudi og Jón L. vann Kaahi. Stigahæstu þjóðirnar unnu allar auðvelda sigra í gær, Sovétríkin á Malay- síu, Ungverjar á Samein- uðu arabísku furstadæm- unum og Júgóslavar á Nýja Sjálandi. Þingmenn deila um símskeyti ■ Til orðaskipta kom milli þingmanna Vestur- landskjördæmis á fundi efri deildar í gær. Skúli Alexandersson kvaddi sér hljóðs og mót- mælti stöðvun smábáta og hafði með sér í ræðustól tvö símskeyti stíluð á fyrsta þingmann kjör- dæmisins, Friðjón Þórðar- son, en Friðjón situr í neðri deild. Eiður Guðnason átaldi vinnubrögð Skúla harð- lega og sagði að hann hefði fyrst fengið að vita af símskeytunum rétt fyrir þingfund, en í raun væru þau stíluð til allra þing- manna kjördæmisins. Davíð Aðalsteinsson tók undir aðfinnslur Eiðs, og sagði að sjálfur hefði hann ekki fengið að vita af símskeytunum. Taldi hann óeðlilegt að vinnu- brögð þingmanna kjör- dæmisins færu fram á þennan veg. Sjá þingfréttir bls. 5 4 fangar strjúka frá Kvíabryggju ■ Lögreglan í Reykjavík leitaði i gærkvöldi, cr blaðið fór í prentun, fjögurra strokumanna af fangelsinu Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Mennirnir, scm allir eru síbrotamcnn. struku úr fangelsinu í fyrrinótt og hefur ekki spurst til þeirra, nema hvað þeir eru grunaðir um bílþjófnað í Ólafsvík, en sá bíll fannst aftur á Mýrum í Borgar- firði. Atbrotamennirnir cru allir um tvítugt og afplánuðu allt frá 8 mánuðum til 14 mánaða dóma, auk þess sem þeir biðu annarra dóma. I>eir flúðu með því að skríða út um herbergisglugga sína, en Kvíabryggja er svokallaðopið fangelsi. Þctta er fyrsti flótti frá-Kvíabryggju í 5-6 ár. Þar vinna 3 fangaverðir en alls eru fangar 11.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.