NT - 20.11.1984, Blaðsíða 6

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 6
Skoðanakannanir eða áróður? A - eftir Harald Olafsson alþingismann ■ Liðiðernúáfimmtaáratug síðan Halldór Laxness birti grein, sem hann kallaði „1800 króna skáld sakar annað 1800 króna skáld um að kunna ekki málið“. Grein þessi var snjöll lýsing á viðbrögðum margra, einnig rithöfunda, við stíl og orðavali Laxness. Mér kom þessi grein í hug þegar leiðara- skrifarar DV, sem er frjálst og óháð blað eins og kunnugt er, fóru að agnúast út í sakleysis- lega og viðalitla skoðana- könnun, sem NT gerði á hug kjósenda til flokka landsins fyrir skömmu, Samkvæmt lýs- ingu NT á framkvæmd könn- unarinnar var fylgt í einu og öllu aðferðum DV við slíkar kannanir. En þá bregður svo við, að DV veit ekki upp á hverju það á að taka til að Þetta er að vísu birt í slúðurdálki blaðsins, en lýsir samt sem áður þeirriætlanDVaðgera allt, sem hugsanlegter til að gera könnun NT tortryggilega draga niðurstöður NT í efa, og finnur loks þá lausn, að úrtakið muni tekið úr flokksskrá Fram- sóknarflokksins. Þetta er að vísu birt í slúðurdálki blaðsins, en lýsir samt sem áður þeirri ætlan DV að gera allt, sem hugsanlegt er til þess að gera könnun NT tortryggilega. Þessir slúðurdálkar blaðanna eru að verða harla hvimleiðir. Þeir gegna því hlutverki einu að bera Gróusögur, orðróm og kviksögur, sem oftar en ekki eru uppspuni einn eða þá hálfsannleikur. Stundum virð- ast þeir notaðir til þess að koma einstökum mönnum á framfæri og ýta undir þá' skoðun, að þeir séu í annarri stöðu en þeir raunverulega eru. En látum það liggja milli hluta. Það sem mest fer fyrir brjóstið á DV er, að Fram- sóknarflokkurinn fær öllu meira fylgi samkvæmt skoð- anakönnun NT cn DV telur eðlilegt, maður freistast jafn- vel til að halda, að þeir telji þetta fylgi flokksins meira að segja óæskilegt, þótt það sam- rýmist ekki stefnu hins frjálsa og óháða blaðs að snúast gegn fiokkum í heild. Blaðið og þingmaður þcss segjast taka afstöðu eftir einstökum málum, en ekki með tilliti til heildarstefnu flokka eða hópa. í könnunum DV hefur Fram- sóknarflokkurinn jafnan hlotið lítið fylgi, og minna en í kosningum. Þetta hefur verið Miðvikudagur 14. nóvember 1984 3 TIHIM Málsvarí frjálslyndís, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nutiminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson Innblaðsstjóri: Oddur Ólafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15. Reykjavik. Sjmi: 686300 Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Skoðanakannanir dagblaðanna Niðurstöður skoðanakönnunar NT, sem varl framkvæmd í síðustu viku, hafa vakið mikla athygli. Eins og lesendur minnast, voru helstu niðurstöður hennar þær að Samtök um kvenna- lista og Framsóknarflokkurinn vinna á. en| Alþýðuhandalag tapar. I NT hcfur verið varað við að taka viö slíkum I niöurstöðum sem heilögum sannleik. Þeim er' frekar ætlað að gefa mynd af þcim hreyfingum, og hræringum, sem eiga sér stað í þjóðfélaginuj þeim tfmum sem könnunin er gerð. svo áberandi, að sérfræðingar í skoðanakönnunum hafa velt fyrir sér hvort í aðferð DV sé einhver innbyggður galli, sem valdi þessu. í sjálfu sér skiptir þetta ekki miklu máli. Kannanir DV og NT sýna vafalaust ákveðna tilhneigingu kjósenda, en eru lítils virði ef menn ætla að byggja á þeim nákvæma spá um úrslit þingkosninga. Þær geta sagt að einhverju leyti fyrir um afstöðu þjóðarinnar til ákveðins máls, eða þegar kjósa skal um fáa frambjóð- endur á einum stað eða landinu öllu. Þær geta því komið að nokkru gagni í forsetakosning- um svo dæmi sé nefnt eða til að kanna hug þjóðarinnar til ák- veðins málefnis eins og bjór- málsins. Kannanir DV og NT sýna vafalaust ákveðna tilhneygingu kjós- enda, en eru lítils virði efmennætlaaðbyggja á þeim ákveðna spá um tilhneygingu þing- kosninga Ekki hefur þó DV verið eitt blaða um að harma niður- stöður skoðanakönnunar NT. Alþýðublaðið tekur málið til meðferðar á forsíðu. Niður- staða þess er sú, að líklega sé skekkja í könnunum beggja blaðanna, og er ég sammála því, en samt getur blaðið ekki stillt sig um að varpa því fram, að ekki sé sennilegt að Fram- sóknarflokkurinn hafi unnið fylgi frá síðustu kosningum. Ekki getur blaðið stillt sig um að taka undir með Gróu á Leiti og setur sem fyrirsögn á vanga- veltur sínar: „Framsóknar- menn fjölmenna í úrtak". Fyrirsögnin og slúðurdálka- fyndni DV þjóna ákveðnum tilgangi, þeim að gera það tortryggilegt að Framsóknar- flokkurinn sé í sókn. Það verð- ur að hamra á þvt, að könnunin sé óáreiðanleg, úrtakið sé tek- ið á einhvern þann hátt að það komi Framsóknarflokknum til góða, og könnun, sem tekin sé Einar Hannesson: Spjall um laxveiðina 1984 ■ Ætla má, að laxveiði í sumar hafi verið um 40 þúsund laxar. Menn segja sjálfsagt að þetta sé léleg veiði, enda þarf að fara 15 ár aftur í tímann til þess að fá lakara veiðiár. Veiðilægð hefur verið sein- ustu ár, sem kunnugt er. Þrjú köldustu ár aldarinnar hafa gengið yfir á þessu tímabili, þ.e. 1979, 1981 og 1983, og er eðlilegt að þessara óhagstæðu náttúruskilyrða fyrir laxinn sjái stað í veiðinni. í sumar var veiðin minni en 1980, 1981 og 1983 en þó svipuð og 1982 en þá fengust rúmlega 41 þúsund iaxar. Eins og veiðimenn muna, lyfti veið- in sér vel í fyrra, 1983, eða í um 58 þúsund laxa. Minni sveifla í stangveiði Sveifla niður á við frá í fyrra, var að tiltölu minni í stangveiði en í netaveiði og hafbeit. Þannigvarstangaveið- in í sumar um 20 af hundraði lakari en 1983, en net og hafbeit voru með 40 til 50 af hundraði minni veiði. Ástæða þessa er m.a. sú, að vatnsmagn var óvenjumikið í helstu lax- veiðiám, sem netaveiði er stunduð, og flóð trufluðu einn- ig netaveiðina. Hvað hafbeit- arlaxinn varðar, gerðist það í sumar, sem ekki hefur skeð fyrr í veiðilægðinni seinustu árin, að laxagengd fylgi í stór- um dráttum mynstrinu í laxa- göngum í árnar. Þetta er gagn- stætt því, sem var undanfarin ár þegar laxinn skilaði sér bet- ur í hafbeitarstöðvarnar heldur en í árnar. Þessi umskipti í sumar með hafbeitarlaxinn segja okkur þá sögu, að lélegri laxagengd í sumar stafi líklega að mestu af vanda, tengdum sjávardvöl laxins. Vænn lax í ánum Staðfesting þessa, sem nú var drepið á, er auðvitað það, hversu smár og rýr árslaxinn var í sumar. A hinn bóginn gekk töluvert af vænum laxi í árnar, eins og alkunna er. Það er afleiðing af batanum sem kom í margar laxveiðiárnar sumarið 1983, þó sérstaklega í ár á Suður- og Vesturlandi. Ýmsir gæla sjálfsagt við þá von, að eitthvað af laxi, sem gekk til sjávar 1983, sem kom ekki í sumar vegna þess að hann hafi ekki náð kynþroska- stærð (hrygnurnar), muni skila sér sumarið 1985 sem miðl- ungslax. Um þetta er erfitt að spá, en vissulega yrði það ánægjulegt, ef það gerðist. Laxinn gekk snemma Á þessu ári varð sú ánægju- lega breyting, rniðað við sein- asta ár og nokkur af undan- förnum árum, að hlýindi komu í veöurfar til lands og sjávar. Vonandi verður framhald á þessu. Þessa ástands gætti í laxagöngunni, sem var óvenju- snemma á ferðinni í sumar. Þá setti vænn fiskur ntark sitt á laxveiði í mörgum ám og létti veiðimönnum lund. En því ntiður reyndust þetta tálvonir fyrir sumarið í heild um mikla laxveiði, því þegar leið á hinn venjulega göngutíma minnk- aði laxagegnd og ársfiskurinn reyndist óvenjusmár, sem fyrr greinir. Aldrei kom neinn kraftur í smálaxagönguna, eins og menn væntu. Eins og fyrr er nefnt, var óvenjumikið af vænum laxi í ánum í sumar. en tveggja ára og eldri fiskur úr sjó setti nú ríkulegri svip en oft áður á veiðiskapinn í ýmsum ám. Þetta gerðist meðan aðrar ár. sem eru að jafnaði með að tiltölu meira af tveggja ára og eidri laxi, komu verr út hvað fjölda laxa snerti. Þetta tengd- ist eins og fyrr var vikið að, góðum ársfiskagöngum sumar- ið 1983, þ.e. seiði, sem fóru úr ánum tilsjávar 1982. Ogstærsti laxinn er að sjálfsögðu eldri eða allt frá vorinu 1981 og jafnvel 1980 þegargönguseiðin fóru til sjávar. Um hinar slak- ari veiðiár, hvað fjölda snertir, sem þekktar eru af vænum laxi, má nefna stóru árnar á Norðurlandi vestra: Víðidalsá og Fitjaá, Vatnsdalsá og Mið- fjarðará, auk fleiri áa á Norðurlandi eystra, sem þekktar eru fyrir háan meðal- þunga á laxi. Þó gildir þetta ekki fyrir Laxá í Aðaldal, sem varð önnur hæsta laxveiðiáin í sumar. Þarna kemuróhagstætt veðurfar s.l. ára vafalaust sterkt inn í þessa mynd. Bestu stangveiðiárnar Fimm bestu laxveiðiárnar í sumar voru: Laxá í Kjós ásamt Bugðu með 1.737 laxa, Laxá í Aðaldal, en þar veiddust um 1.350 laxar, Elliðaár, sem gáfu 1.328 laxa, Þverá í Borgarfirði, en þar fengust tæplega 1.100 laxar og Grímsá og Tunguá nteð 1.060 laxa. Allar hafa þessar ár verið í hópi bestu ánna undanfarin ár og vatna- ■ Frá flóðinu mikla, sem gerði rúma viku af ágúst 1984. Myndin er tekin af Laxfossi í Laxá í Kjós 10. ágúst 1984. Fjær sést til skólans í Ásgarði. Mynd: Einar Hannesson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.