NT - 20.11.1984, Blaðsíða 23

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 23
—- ~J ia,- Ómar Rafns til liðs við Vöisunga ■ Það er nú næsta víst að Ómar Rafnsson fyrrum landsliðsbakvörð- ur úr Breiðablik mun ganga til liðs við Völsung frá Húsavík. NT hefur eftir áreiðanlegum heim- ildum að Ómar hafi gefið Sigurði Halldórssyni, sem mun þjálfa Völs- unga, ákveðið svar í síð- ustu viku. Ef af verður er Ijóst að Völsungar verða með hörkulið í 2. deild næsta sumar. Fyrir utan Ómar og Sigurð eru fyrir á staðnum sterkur hópur heimamanna með Krist- ján Olgeirsson og Helga Helgason í fararbroddi og þá mun Jón Leó Rík- harðsson frá Skaganum að öllum líkindum verða á Húsavík næsta sumar. Þriðjudagur 20. nóvember 1984 23 ■ Steve Archibald, Skotinn marksækni, sem nú leikur með Barcelona á Spáni. Honum hefur gengið illa að finnanetmöskv- r ana til þessa, er nú vonandi að hann sé kominn á markabragðið. Knattspyrnan á Spáni: Útlendingarnir tryggðu sigur ■ Erlendu leikmennirnir hjá Barcelona á Spáni tryggðu lið inu sigur á Malaga í 1. deildar keppninni nú um helgina. V Þjóðverjinn Bernd Schustei skoraði fyrst í leiknum og Steve Archibald, skoski framherjinn, skoraði síðara mark Barcelona. Barcelona hefur ekki tapað leik í deildarkeppninni og getur Terry Venables, framkvæmda- stjóri, brosað sínu breiðasta enda er hann nú nánast sem dýrlingur í Barcelona. Það er þó stutt á milli heims og helju í Barcelona og á því hafa margir þjálfarar farið flatt. Skömmu fyrir leikinn sprakk poki fullur af flugeldum og særðist nokkuð af áhorfendum, einn alvarlega. Valencia, sem er í öðru sæti í deildinni, gat aðeins náð jafn- tefli á móti Real Valladolid, 0-0. Vörn Valladolid var mjög sterk allan tímann og þrátt fyrir látlausa sókn Valencia komust þeir ekkert áfram. Óvæntustu úrslitin urðu þó í leik Real Madrid og Real Betis. Betis sigraði í leiknum 4-1. Þetta var fyrsti sigur Betis á heimavelli og þeir sem skoruðu voru Parra, Rincon, sem gerði 2, og Romo. Eina mark Madrid gerði Argentínumaðurinn Valdano úr mjög vafasamri vítaspyrnu. Eins og áður sagði þá er Barcelona efst á Spáni og Va- lencia er í öðru sæti. Síðan koma Sporting Gijon og Atleti- co Madrid. Annars urðu úrslit þessi á Spáni um helgina: Malaga-Barcelona ......1-2 Hercules-Sporting......1-1 Atl. Madrid-Sevilla ...1-1 Valencia-Vallad..........0-0 Real Murcia-Athl. Bilbao . 0-0 R. Sociedad-Racing......0-0 Real Betis-R. Madrid .... 4-1 Osasuna-R. Zaragoza ... 0-1 Espanol-Elche............1-0 Staða efstu lifla: Barcelona ...........11 18 Valencia ............11 14 Sporting ............11 13 Atl. Madrid..........11 13 R. Madrid ...........11 13 Sevilia..............11 13 Ólympíuleikarnir í Seoul 1988: Verða Austur- Þjóðverjar með? Ólympíunefnd A-Þýskalands hvetur til undirbúnings ■ Ólympíunefnd Austur- Þýskalands hvatti í gær íþrótta- menn landsins að hefja þegar undirbúning fyrir keppni á Öl- ympíuleikunum í Seoul í S- Kóreu árið 1988. Þetta er fyrsta jákvæða merkið sem kemur frá Austantjaldslöndunum gagnvart leikunum í Seoul. Fréttastofan ADN, opinber fréttastofa Austur-Þjóðverja, sagði frá í gær að nefndin hefði komið saman til fundar og sameinast um að vinna nteð ólympíuhugsjóninni og gera leikana að „hátíð vináttu og alþjóðlegs skilnings”. I tilkynningufundarnefndar- innar sagði að nefndin „hvetti íþróttamenn landsins til að helga sig ólympíuhugsjóninni með undirbúningi fyrir leikana Undankeppni HM í knattspyrnu: Ungverjar á sigurbraut og heiðra hana og heimaland sitt meðfyrirmyndarframkomu og frammistöðu". Ekki er langt síðan að hátt- settir íþróttaforingjar í Sovét- ríkjunum fundu leikunum í Seoul allt til foráttu. Síðan hefur það gerst að Suður- Kóreumenn hafa átt mjög frið- samlegar viðræður við Norður- Kóreumenn um samhjálp í leikjahaldinu, og er líklegt að það hafi breytt afstöðu austur- blokkarinnar allnokkuð. ■ Tveir leikir fóru fram í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu á Iaugardag. A Kýpur unnu Ungverjar heimamenn með tveimur mörkum gegn einu. Kýpurbúar náðu forystunni og voru óheppnir að bæta ekki við mörkum áður en Ungverjar jöfnuðu í seinni hálfleik. Ungverjar skoruðu svo sigur- markið tveim mínútum fyrir leikslok. Ungverjar eru þar með einir efstir í 5. riðli, hafa unnið alla sína leiki. Staðan í 5. riðli: (leikir-stig) Ungverjar ...............3-6 Austurríki ..............3-4 Kýpur....................2-0 Holland..................2-0 I 4. riðli léku Lúxemborgarar gegn A-Þjóðverjum og stein- lágu á heimavelli 0-5. Eftir óörugga byrjun hjá Þjóðverj- um opnuðust loks allar flóð- gáttir og Reiner Ernst (3) og Minge (2) skoruðu mörkin! Staðan í 4. riðli (leikir-stig) Júgóslavía ..............2-3 A-Þýskaland..............2-2 Frakkland ...............1-2 Búlgaría ................1-1 Lúxemborg ...............2-0 Kólombía: Engir leikir ■ Kólombíska knatt- spyrnusambandið hefur ákveðið að fresta öllum knattspyrnuleikjum í land- inu fram á miðvikudag (bannið tók gildi um helg- ina) til að mótmæla fyrir- huguðu framsali á Hernan Botero, fyrrum forseta 1. deildar liðsins Atletico National til Bandaríkj- anna. Botero er eftirlýstur , í Bandaríkjunum vegna kókaíndreifingar. Yfirvöld í Kólombíu ákváðu að framselja Botero fyrir nokkrum dögum og mun það vera gert innan tveggja mánaða nema þessi ákvörðun knattspyrnusam- bandsins breyti því. Boca Juniors á hausnum ■ Argentínskir knattspyrnu- menn hófu á föstudaginn verk- fall til stuðnings leikmönnum Boca Juniors sem hafa ekki fengið laun sín greidd að undanförnu. Það verður því ekkert leikið í Argentínu fyrr en þetta mál leysist og forráða- menn Boca standa frammi fyrir miklu vandamáli því leikvang- ur félagsins er veðsettur fyrir skuldum þess, sem eru miklar. Ef þeir greiða ekki leik- mönnum laun verður ekkert leikið og ef þeir greiða ekki lánadrottnurum sínum þá miss- ir félagið leikvanginn og er þar með úr sögunni. ÚRSLIT 1 ÍTALÍA: Ascoli-Napoli . 1-1 Atalanta-Lazio . 1-0 Avellino-Milan . 0-0 Como-Cremonese . 1-0 Inter-Udinese . 1-0 Juventus-Torino . 1-2 Roma-Fiorentina . 2-1 Verona-Sampdoria . 0-0 SVISS: Aarau-Zurich . 1-1 Basel- Lucerne . 4-1 La Chaux-De F.-Lausa. . . 0-0 Grasshopper-Wettingen . 1-1 Vevey-Neuchatel . 0-0 Winterherthur-Sion .... . 1-2 V. Boys Berne-Servette . . 1-1 Zug-St. Gallen . 0-4 | SOVÉTRÍKIN: Lening. Senit-Shakhtyor . 1-0 Spar. Mosc.-Dyn.Tbilisi. . 3-0 Pakthakor-Neftchiki . .. . 0-0 Army-Cent. Army . 3-3 Shalgiris-Dnieper . 2-3 Dyn. Minsk-Metallist .. 3-1 Dyn. Kiev-Kairat . 0-0 Chernom.-Torpedo . 1-0 I PORTÚGAL: Farense-Benfica . 1-0 Penafiel-Porto . 0-1 Academica-Setubal . 0-0 Guimaraes-Portimon. ... . 0-1 Salgueiros-Boavista .... . 0-2 Varzim-Rio Ave . 1-1 I UNGVERJALAND: Sarajevo-Voj. Novi Sad . 1-0 V. Mostar-Radni Nis ... 2-0 Bugojno-Osijek 2-0 Red Star-Bud Titograd . 6-0 Rijeka-Hajd. Split 1-1 Din. Vink.-Din. Zagreb . 0-1 Slob. Tuzla-Zeljez Saraj. 1-1 Varp. Skopje-Pristina .. 5-0 Sut. Niksic-Part. Belgr. . 2-1 GRIKKLAND: Olympiakos-Panathi .... 0-0 Ethnikos-Athens 2-1 Aek-Pianionios 1-1 Paok-Larisa 4-1 Doxa-Aris 1-1 Panachaiki-Iraklis 1-2 Pierikos-Egaleo 3-1 Kalamarias-Ofi 1-0 I PÓLLAND: Ruch Ch.-Balt. Gdynia .. , 1-1 Katowice-Legia Warsaw 0-0 Widz. Lodz-Motor Lubl . 2-0 Lechia Gdansk-Zabrze . , 2-1 Radom.-Slask Wroclaw . 0-0 Wisla Krakow-Gornik .. 2-1 Lech Poznan-Lodz 1-2 Pogon Szcz.-Sosnowiecd 3-3 Jón til Blika ■ Breiðablik, sem leikur í 2. deild næsta sumar, hefur ráðið Jón Hermannsson sem þjálfara liðsins næsta sumar. Jón var þjálfari hjá Njarðvíkingum síð- astliðið sumar en hann hefur líka verið þjálfari hjá Blikunum áður og kom þeim í 1. deild á sínum tíma. Rapid fær ekkert ■ Þeirri kröfu sem austurríska knattspyrnuliðið Rapid Vín gerði til UEFA um að leikur þeirra við Celtic í Evrópukeppni bikarhafa yrði dæmd- ur ólöglegur var hafnað. Bæði liðin voru þó dæmd í sektir og nokkrir leikmenn Rapid fengu leik- bönn svo og þjálfari liðsins. Celtic fékk sekt fyrir ólæti á áhorfenda- pöllum og þá sérstaklega fyrir að flöskum var hent inná leikvöllinn. Ritari Rapid kallaði þessa ákvörð- un hreint hneyksli. „Við höfum verið stimplaðir sem ruddalið," sagði hann.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.