NT - 20.11.1984, Blaðsíða 24

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 24
 ■ Mesta mildi var að enginn var í lauginni þegar piöturnar duttu, - að ekki sé nú talað um ef kapallinn sem sést hér á myndinni hefði farið niður og ofaní laugina. Loðnan: Mokveiði ánýju miðunum ■ Mokveiði hefur vcrið á nýju loðnumiðunum á landgrunnssvæðinu austur af landinu. Þannig til- kynntu 25 bátar 17500 tonna afla frá miðnætti í fyrrinótt til klukkan 5 í gær. Alls hafa þá veiðst um 45 þúsund tonn af loðnu á þessum nýju mið- um síðan loðna fannst þar fyrst á föstudag. Bátarnir höfðu þá hald- ið sig á þessu svæði alla vikuna eða frá því að Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur fyrst benti á að þarna væri loðnu að finna. Svæðið sem loðnan veiðist á er sunnar heldur en Hjálmar hafði vísað á eða á landgrunnssvæðinu úti fyrir öllu Austurlandi að Glettingi. Loðnuverð til sjómanna er nú í kringum 1000 til 1100 krónur á tonnið og þannig er það sem borist hefur að verðmæti um 50 milljónir króna. Sundlaugin á Laugarvatni: ■ Níðþungar frauðplastein- angrunarplötur, gegnsósa af vatni féllu ofan úr lofti sund- laugarinnar að Laugarvatni nú um helgina. Atburðurinn átti sér stað skömmu eftir að kennslu lauk á föstudagskvöldið og má heita mesta mildi að enginn var staddur í lauginni þegar hann varð. Ástæðan er rið í festingum og hinn mikli raki sem sest hefur í plöturnar. Einangjtunarplötur sem í eðli- legu falli vega nokkur hundruð grömm, vóu nú um 15 kíló. Minnstu mátti muna að raf- magnskapall í lofti hússins félli niður við þennan atburð. Sundlaug þessi er sú eina á Laugarvatni; 12 sinnum 8 fer- metra innilaug. Engin loftræst- ing er í sal laugarinnar og hvergi hægt að opna glugga. Raki verð- ur því mikill. Lauginni hefur nú verið lokað vegna hættu á að stærri hluti loftsins hrynji. ■ Starfsfólk íþróttaskólans mátti fiska plöturnar upp úr lauginni og koma þeim upp á bakkann, en kennsla í sundíþróttum mun nú liggja niðri um einhvern tíma á meðan þakið er lagfært. Vesturröst: Fékk byssur og áminningu frá lögreglu ■ Verslunin Vesturröst hefur nú fengið aftur þær byssur sem lögreglan í Reykjavtk lagði hald á í fyrra mánuði. Dóms- málaráðuneytið úrskurð- aði í þessu máli að þar eð verslunin hefði nú bætt aðstöðu sína þannig að þar má geyma skotvopn skuli salan leyfð. Jafn- framt sagði í þessum úr- skurði ráðuneytisins að verslunin skuli hljóta á- minningu fyrir gáleysis- lega vörslu skotvopna og hefur lögreglan nú full- nægt þeim úrskurði. Eins og fram hefur komið í NT gerði lögregl- an öll skotvopn og skot upptæk í kjölfar innbrots í verslunina. Kom þá í Ijós að frágangur þess- ara hluta var í hinum mesta ólestri en nú hefur verslunin bætt hirslur sínar. Álftirnar: Tolla í tískunni ■ Ein álftanna á tjörninni virðist tolla í tískunni því í gær sá maður að einn fuglinn var með leðurbindi um hálsinn og virtist það há honum nokkuð. Lögreglan fór á staðinn og fann fuglinn en náði honum ekki til björgunar. En eftirlitsmaður borgarinnar mun koma fuglin- um til bjargar í dag. ÁreksturáÖlfusárbrú: Þrírbílar skemmdir ■ Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á Ölfusárbrú í fyrra- kvöld. Bíll sem ók býsna greitt eftir brúnni. skall á öðrum sem var að koma á móti. Sá bíll kastaðist aftur á bak og á annan bíl sem var fyrir aftan hann. Ökumenn bifreiðanna voru allir í bílbeltum og sakaði þá lítið. eða ekki. Tveir farþegar hlutu hinsvegar minniháttar meiðsl. Gæsluvarðhald vegnanauðgana ■ Mennirnir tveir sem í gær voru handteknir vegna nauðg- unarkæra hafa verið úrskurðað- ir í gæsluvarðhald. Sá sem ákærður er í fyrra málinu er úrskurðaður í gæslu til 28. nóv- ember en hinn til 23.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.