NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 20.11.1984, Qupperneq 9

NT - 20.11.1984, Qupperneq 9
Þriðjudagur 20. nóvember 1984 9 ■ Ellilífeyrisþegi getur sparað sér nokkurt fé með því að fá þriggja mánaða lyfjaskammt afgreiddan í einu lagi. Gamla fólkið notar í mörgum tilfellum nokkrar tegundir lyfja og þegar keyptur er þriggja mánaða skammtur af hverju lyfi, geta þetta orðið þó nokkur glös. í lyfjaversluninni er þó ekki settur leiðbeininga- miði nema á eitt glas af hverri lyfjategund. Hvers konar þjónusta er þetta eiginlega? Ólaffur B. Guðmundsson yffir- lyfjafræðingur, Reykjavíkurapóteki ■ Orsökin er einfaldlega sú að við höfum orðið vör við að ef notkunarleiðbeiningar fylgja hverju glasi, er hættara við að fólk taki úr fleiri en einu glasi af sömu tegund. Þetta er sem sagt nokkurs konar örygg- isráðstöfun af okkar hálfu. Pegar glasið með notkunar- leiðbeiningunum er tómt er svo einfaldast að fylla á það aftur úr öðru glasi. Okkur mundi að sjálfsögðu ekki muna neitt um það að vélrita upp þessar leiðbeining- ar, en við álítum að það bjóði hættunni heim. Hvað kostar karfan? ■ Hvað skyldi innihaldið í þessari innkaupakörfu kosta? Við getum upplýst að það kostaði 2.619 krónur og 85 aura fyrir ári síðan. Það er verslunin Mikligarður sem heldur upp á árs afmæli sitt með þessari getraun meðal annars. $á sem kemst næst réttu svari fær innihald körfunnar í verðlaun. Svo nú er bara að vera nákvæmur! Lesendur hafa ordid Herra ritstjóri. ■ Hér um daginn lenti ég í því eina ferðina enn að þurfa að hafa síma- samband við opinbera stofnun í Reykjavík. Eftir að hafa rætt nokkra stund við símastúlkuna urn vandamál mitt til þess að fá úr því skorið við hvern ég myndi eiga að tala, kom í Ijós að sá maður var upptekinn í símanum og ég þurfti því að bíða eftir honum nokkurn tíma. Það kom svo náttúrlega í Ijós að þetta var ekki „hans borð”, heldur átti ég að tala við allt annan mann. Þegar ég loksins komst í samband við hinn rétta, gekk að vísu allt greiðlega fyrir sig og vandamál mitt leystist án frekari vandkvæða. í sjálfu sér hefði þetta allt saman verið gott og blessað ef ég hefði búið í Reykjavík og þar at leiðandi ekki þurft að borga himinháa fjárhæð í símakostnað fyrir að bíða eítir því að fá að tala við réttan mann. En þetta er einmitt kjarni málsins. Hvers vegna eigum við sem búum úti á landi að þurfa að borga hærri símgjöld en Reykvíkingar fyrir að tala í síma við opmberar stofnanir sem eiga að þjóna landinu öllu jafnt, þótt þær séu staðsettar í Reykjavík. Ég er hræddur um að Reykvíkingum þætti símreikningarnir hækka ískyggilega ef þeir þyrftu að hringja út á land til að tala við opinberar stofnanir. Ég held að á þessu vandamáli verði að finnast einhver lausn og það fyrr en seinna, því hér er verið að mis- muna þegnum þjóðfélagsins meira en við verður unað. Með bestu kveðju Ólafur ■ Hús Framkvæmdastofnunar við Rauöarárstíg í Reykjavík. Bréfrítara finnst óréttlátt að fólk úti á landi þurfi að borga meira fyrir simtöl við opinberar stofnanir en Rey kvíkingar. Leyfið fíkniefni ■ Ég las grein í DV 9.11. eftir Þórunni Gestsdóttur sem nefnist „Þjóðarátak gegn vímuefnum". Þar segir hún m.a. að efla þurfi bæði toll- gæslu og fíkniefnadeild, og svo þurfi að lækna þá sem smitast hafa. Ég spyr: finnst þér rétt, Þórunn að ausa meiri fjármun- um í fíkniefnadeild, sem starf- ar eins og smákrakkar í bófa- leik, hlera síma og eltast við smáneytendahóp og finna gramm og gramm af kannabis, og svona mætti lengi telja. Og hvernig á að lækna þá sem smitast hafa? Ég held að orsakavald þess að fíkniefnainnflutningur hafi aukist á undanförnum árum sé að finna í boðum og bönnum. Hinarogþessarlyfja- tegundir eru bannaðar og þar Ráðið fasta dálkahöfunda ■ Þar sem ég er nú snú- inn heim eftir langa veru erlendis langar mig til að spyrja ykkur á blöðunum. af hverju þið ekki hafið fasta dálkahöfunda eins og er á öllum stórblöðum úti. Það er oft fólk sem gjör- þekkir stjórnmálaheiminn og fylgist vel með öllum málum. sem þar skrifar dálk á hverjum degi um viðhorf. Síðan skrifar þetta fólk líka oft um aðra hluti, eins og t.d. um hvað vel sé gert í þjóðfélaginu og hvað megi gera betur. Dagblaðið hefur víst verið með greinar eftir ákveðna menn einu sinni í viku, en það er bara of sjaldan - þessir dálkar voru oft það fyrsta sem maður fletti upp á. Vel mætti hugsa sér að þjóðþekktir menn skrif- uðu svona dálka, kannski Þórarinn ritstjóri væri til- valinn þar sem hann mun hættur við blaðið. Sámur. af leiðandi er þessu smyglað hingað. Eins og Þórunn segir rétti- lega, er fíkniefnaneysla stað- reynd á íslandi í dag og það er vitað mál að hcnni liættir eng- inn fyrir mann. Eins og ég túlka grein Þórunnar - um að lækna þá sem smitast hafa - þá er það ekki hægt. Margir sem vinna innan lög- reglunnar telja það rétta leið að svipta unglinga sjálfræði tímabundið og henda þeim inn á hæli. Hið svokallaöa unglinga- vandamál felst í því að það er allt of lítið fr.amboð á góðum fíkniefnum og markaðsverð er of hátt. Neytandi sem fílar Stones Góð skipti! Kæra lesendasíöa! ■ Hinir og þessir hafa veriö aö kvarta undan því að fá ekki að hcyra stefnuræðu forsætisráðherra í út- varpinu á fyrirfram ákveðnum tíma. Ég vil ekki láta hjá líða að koma á frani- færi mótmælum gegn þessari að því er virð- ist útbreiddu skoðun. I staðinn fyrir stefnu- ræðuna flutti útvarp- ið þjóðinni nefnilega ágætis sakamálaleikrit og ég verð að segja að mér þóttu það góð skipti. Einn ánægður. Brandaravanda mál á Rás tvö! ■ Ekki er nú allt efni á Rás tvö rismikið svo eigi sé dýpra tekið í árinni. Þáttur sem er á mánudags- morgnum er þó gerður með hvað minnstum metnaöi. Þar eru lesnir „brandarar". að- sendir frá hlustendum og síð- an spilaður ókennilegur hlátur á eftir lestrinum, vænt- Vantar úrbeinað lambakjöt ■ Ung kona hringdi og kvartaði yfir því að erfitt væri að finna úrbeinað lambakjöt í íslenskum búðum. Urbein- að lambakjöt væri mjög hent- ugt hráefni í ýmsa fljótgerða smárétti en það væri ekki hægt að fá nema í nokkrum kjötmörkuðum og alls ekki í öllum stórmörkuðunum, hvað þá smærri verslunum. Hún hefði t.d. ætlað að styðja samvinnuhugsjónina með helgarinnkaupum í Mikla- garði fyrir rúmri viku síðan en þar hafi þá ekki fengist úrbeinað lambakjöt. Hún hefði því neyðst til að ljúka helgarinnkaupunum í Hag- kaup. anlega til að aðrir hlustendur en þeir sem sendu brandar- ann viti hvenær hann er búinn. Ekki veit ég hvort stjórn- andi þáttarins er að gera gys að þeim sem bcra ábyrgð á bröndurunum eða hann hefur svona ófrumlegt skopskyn, en annaðhvort er það. Ef brandararnir væru vald- ir þannig að við hæfi væri myndi enginn verða eftir til að lesa, en sú lausn er augljós- lega vænlegust. Það eru, eða ættu að vera, takmörk fyrir því hvað lesa má í úrvarpið, jafnvel á Rás tvö. Kannski Ellert Schram vilji stofna „frjálst útvarp" fyrir brandaraþætti sem þessa?

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.