NT - 20.11.1984, Blaðsíða 19

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 19
 ÍTljT Þriðjudagur 20. nóvember 1984 19 LlIÍ Útlönd T utu biskup ávítar Breta London-Reuter ■ Desmond Tutu, biskup og friðarverðlaunahafi Nó- bels frá Suður-Afríku, ávít- Willy Brandt: Fær þriðja- heims- verðlaun London-Reuter ■ VVillv Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýska- lands, voru um helgina veitt svokölluð þriðja heims-verðlaun, sem nema 100 þúsund dölum. Verðlaunin hafa verið veitt í fímm ár af óháðri hjálparstofnun sem hefur aðsetur í London. Brandt voru að sögn veitt verðlaunin fyrir framlag sitt til heimsfrið- arins og starfs síns til að efla skoðanaskipti og sam- starf ríkja á suðurhveli og norðurhveli. Brandt, kanslari frá 1969-74, var meðal annars formaður nefndar um þróunarmál, sem birti fræga skýrslu árið 1980 og var hún kennd við Brandt sjálfan. aði um helgina bresku stjórnina fyrir að hafa stað- ið sig slælega í andstöðu sinni við Suður-Afríku- stjórn og kynþáttaaðskiln- aðarstefnu hennar. Tutu er nú staddur í Lundúnum og mun halda ávarp í kirkju heilags Páls í miðborg Lundúna í dag. Hann sagði að breska stjórnin hefði gert mun minna en „við hefðum vonast til. Og ég segi ekki beint að við séum í sjöunda himni yfir Zolu Budd,“ bætti Tutu við. Tutu leggur mikla áherslu á að vesturlönd beiti Suður- Afríku efnahags- og stjórn- málaþvingunum til að fá stjórn- ina í Pretóríu til að láta af kúgun sinni. Hann gaf einnig í skyn að breska stjórnin hefði getað gert meira til að hjálpa þremur suður-afrískum andófsmönnum sem leitað hafa hælis á bresku ræðismannsskrifstofunni í Durban. Tutu var nýverið skipaður biskup í Jóhannesarborg og hef- ur þvf líklega rétt til að búa á biskupssetri í einu hvítu hverfi Jóhannesarborgar. Hann sagð- ist samt ætla að halda áfram að búa í svarta bæjarfélaginu Soweto. „Ég ætla ekki að verða ein- hvers konar heiðurs-hvítingi,*- sagði Tutu. „Guð gerði mig svartan og ég ætla ekki að biðja neinn afsökunar á því.“ ■ Logarnir teygja sig til himins eftir sprengingarnar í gasdreifíngarstöðinni í Mexíkóborg í gær. Ekki hafði enn tekist að ráða niðurlögum eldsins í gærkvöldi og því síður vitað hvað sprengingarnar kostuðu mörg mannslíf. Símamynd-POLFOTO Mexíkó: Tugir manna farast í keðjugassprengingum Mexíkó-Rcuter ■ Að minnsta kosti níutíu manns fórust og fímmhundruð slösuðust í miklum gasspreng- ingum í Mexíkó í gær. Búist er við að mun fleiri hafi látist því hundruð manna er enn saknað. Sprengingarnar urðu í dreif- ingarmiðstöð í Mexíkóborg fyr- ir própangas í vökvaformi og náttúrulegt gas. Eftirsprenging- arnar teygðu hundrað metra háir logar sig til himins og þykkur reykjarmökkur lá yfir næsta nágrenni. Slökkviliðsbíl- ar voru kallaðir frá nágranna- fylkjum og sjónarvottar sögðu að það hefði verið eins og stríðsástand ríkti í kringum gas- dreifingarstöðina. Talið er að sprengingarnar hafi orðið eftir að eldur kom upp í vörubíl hlöðnum gashylkj- um. Yfirvöld í Mexíkóborg sögðu að hættusvæðið næði yfir 10 ferkílómetra svæði kringum dreifingarstöðina og sex stórir gastankar gætu sprungið vegna hitans af eldinum. Lengi logar í gömlum glæðum 3000 ára neðanjarðareldur Moskva-Reuter ■ Sovéskir vísindamenn hafa skýrt frá því að í Mið-Asíu sé að finna eld í kolanámu neðanjarðar sem líklega hafí brunnið í meira en þrjú þúsund ár. Eidurinn logar á um 550 metra dýpi í Ravat-fjalli í Tadzhikistan í Sovétríkjun- um. Aska og eiturgas þyrlast stöðugt upp úr iðrum jarðar í fjallshlíðinni fyrir ofan eldinn. Fyrstu heimildir um hann eru tvö þúsund ára gamlar. Þá skrifaði rómverski náttúruskoðandinn Pliny frá- sögn af þessu náttúruundri. Vísindamenn hafa nú komist að því með rannsóknum að eidurinn hefur brunnið í að minnsta kosti 3000 ár og líklega mun hann halda áfram að brenna í margar aldir enn. í grein í sovéska blaðinu Sotsialisticheskaya Industriya kemur fram að ekki er talið hagkvæmt að reyna að slökkva eldinn til að hefja námuvinnslu. Vín: Diplómat myrtur Vínarborg-Ankara-Reuter ■ Tyrkneskur diplómat, Evner Ergun, var skotinn til bana í Vínarborg í gær. Grímuklæddur byssumaður skaut sex skotum á rauða mercedesbifreið dipló- matsins sem lést samstundis. Evner Ergun, sem var 52 ára hafði starfað hjá Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1979. Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Perez de Cuellar, hefur fordæmt morðið og vottað fjölskyldu hins látna samúð sína. Tyrknesk stjórnvöld sendu í gær frá sér beiðni til austurískra yfirvalda að þau flýti rannsókn málsins svo að þeir sem beri ábyrgð á morðinu sleppi ekki. Kalkúni í Hvíta húsinu ■ Það var heldur betur fjaðrafok í Hvíta húsinu í Washington þegar John Iicndrick, formaður Kalkúnasamtaka Bandaríkjanna færði Reagan forseta þennan fímmtíu punda kalkúna nú um helgina. Nú fer í hönd þakkarhátíð Bandaríkjamanna en hún er alltaf á siðasta fímmtudegi nóvembermánaðar. Þá snæða Bandaríkjamenn úttroðinn og velaiinn kalkúna til að þakka uppskeru liðins árs. Símamynd-POLFOTO Þýskir bankar grunaðir um skattsvik Frankfurt-Reuter ■ Þrír stærstu viðskipabankar Vest- ur-Þýskalands liggja nú undir grun um að hafa svikið skatt af fé sem þeir hafa látið renna til v-þýskra stjórn- málaflokka. Áður hafði verið Ijóst að rannsókn fór fram á Deutsche Bank, stærsta banka í landinu, en um helg- ina var upplýst að sömu sögu væri að segja af Dresdener Bank og Kom- merzbank. Eini stóri viðskiptabankinn sem ekki liggur undir grun er Fuer Gem- einwirtschaft, sem er í eigu verkalýðs- félaga. Talsmenn bankanna þriggja segja að bankarnir hafi gefið alls um 50 milljón mörk í sjóði stjórnmálaflokka síðan 1957, en neita að þar hafi verið nokkur brögð í tafli. Stjórn Helmuts Kohl kanslara á nú í vök að verjast vegna ásakana um óeðlileg tengsl stjórnarliða við hið volduga Flick-fyrirtæki og fégjafa þaðan. Barist í Sahara Saharu-Reuter ■ Skæruliðar Polisario-samtak- anna, sem berjast fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, segja að þeir hafí fellt eða sært 90 hermenn Marokkó í bardögum dagana 7.-11. nóvember. Skæruliðarnir segjast hafa byrjað mikla sókn gegn Marokkóher í októ- ber. Þeir minntust ekki á eigið mannfall.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.