NT - 20.11.1984, Side 12

NT - 20.11.1984, Side 12
-M— Vextir á hraðri uppleið? ■ Sem Fisher-áhrifum er breytingum á peningavöxtum vegna breyttra verðbólguvæntinga gjarnan lýst innan hagfræðinnar. Hagfræðingar geta þannig verið sammála um nafnið, og það að með hækkandi verðbólguspám fari nafnvextir peninga hækkandi, enda þótt þeir deili oft hart um hvernig þetta samband vaxta og verðbólgu sé í smáatriðum, og að fullkomleiki peningamarkaðarins sé eitt af meginatriðunum í þeim deilum. S.l. sumar fengu íslenskir bankar og sparisjóðir nýtt frelsi til að ákveða flestalla innlána og útlánavexti sína. Síðan þá hafa vextir yfirleitt farið hækkandi, þrátt fyrir að verðbólga færi lengstaf lækkandi. Nú hafa verðbólguviðhorfin hins vegar skyndilega breyst til hins verra, í kjölfar kjarasamninganna, og í námunda gengisfell- ingar; spár um allt að 40% verðbólguhraða á næstu þremur mánuðum hafa verið settar fram. Hvaða áhrif munu-þessar nýju væntingar og spár hafa á ákvarðanir vaxta á næstunni? Óverðtryggðir vextir Þeir hagfræðingar sem NT hefur leitað til eru sammála um að búast megi við verulegum hækkunum á vöxtum óverðtryggðra inn- og útlána á næstu vikum. Meira að segjabankastjóri Landsbankans,. Helgi Bergs, sagði að sér þætti ekki ósennilegt að vextirnir myndu fylgja í kjölfarið á verðbólgunni upp á við á næstu vikum. Hallgrímur Snorrason, aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að það væri m.a. skylda bankanna að viðhalda verðgildi sparifjár á innlánsreikningum. „Annað væri að segja sparifjáreig- endum að ekkert mark væri takandi á bönkunum", sagði Sigurður B. Stefánsson hjá Kaupþingi. Sigurður benti á að innlán heföu farið enn vaxandi í október - um 6,3% samkvæmt upplýsingum Seðlabankans, að einhverju leyti vegna áhrifa verkfallsins - og slaki á vöxtunum gæti ógnað þessum árangri. _ Svo virðist sem verðtryggingakerfið, sem komið hefur verið upp á bankareikningum og hættan á flutningi á milli reikninga ýti nú undir skjótar breytingar á óverðtryggðum vöxtum. En hversu miklar verða breytingarnar? Eitt af því sem ræður því er hvaða sjóndeildarhring fólk hefur við ávöxtun peninga. Eiríkur Guðnason sagði að ef viðbrögðin yrðu þau að menn horfðu til lengri tima, þá væri e.t.v. ekki ástæða til að elta verðbólguna í hverjum mánuði. Sigurður B. Stefánsson kvaðst telja að á næstu þremur mánuðum redduöu verðtryggðir reikningar sér kannski með 46% ársávöxtun; því yrðu vextir á óverðtryggðum reikningum, til að forðast mun lakari kjör á reikningunum, að hækka verulega alveg á næstunni. Verðtryggðir vextir Nær útilokað virðist nú að spá um þróun vaxta á verðtryggðum reikningum. Enn er ekki Ijóst hvort ríkisstjórnin, í tengslum við efnahagsaðgerðir sínar, mun beita sér fyrir lækkun vaxta á verðtryggðum reikningum. Eiríkur Guðnason sagði að tvö atriði gerðu slíka lækkun líklegri í væntanlegu verðbólguástandi: reynsla annarra þjóða - sem þó verðtryggja bankareikninga lítið - af lækkandi raunvöxtum í hækkandi verðbólgu, og að lækkun þessara vaxta stefndi til meira samræmis við ávöxtunarkjör á öðrum reikningum þegar vísitala hækkaði höfuðstól verðtryggðu reikning- anna. En á móti kemur að verðbólguóvissa viðheldur gjarnan háurn raunvöxtum. Þriðjudagur 20. nóvember 1984 12 Viðskiptalífid Nýtt ufsa- og þorskalýsi ■ Lýsisfélagið í Vestmanna- eyjum hefur sent á markaðinn nýtt lýsi í neytendaumbúðum; lýsið er hrein blanda af ufsa- oe þorskalýsi, og er selt bæði í fljótandi- og pilluformi. Nýja lýsið er fullunnið í tölvu- stýrðri kaldhreinsun, sem trygg- ir öruggari og jafnari gæði en títt er. Þá er nýja ufsa- og þorskalýsið, að söfn fram- leiðendanna, bragðbetra og laust við þann eftirkeim, sem sumum hafi þótt einkenna þennan íslenska fjörefnagjafa. Lýsisfélagið í Vestmannaeyj- um er ungt félag, stofnað árið 1982, sem framleiðir um 1000 lestir af lýsi á ári, og þar af fara á bilinu 400-600 lestir af kald- hreinsuðu lýsi til neytenda í Bretlandi, Frakklandi, Vestur- Þýskalandi Hollandi og víðar. Eru þetta á bilinu 3-4 milljónir lýsisÓaskna. Lýsisfélagið er hlutafélag Fiskafurða í Reykjavík, Lifrar- samlags Vestmannaeyja, Hrað- frystihúss Ólafsvíkur og Sval- barða á Patreksfirði. Stjórnar- formaður er Haraldur Gíslason, Vestmannaeyjum. Hververðursölu- gripurinn í ár? komið auga á einhvern hlut, til sölu hjá sér eða öðrum, sem gæti orðið sölugripurinn í jólavertíð- inni í ár. Margir telja að Grímur viti meira um slíka hluti en aðrir. Hann hafði a.m.k. vit á að panta einhver ógrynni af fótanuddtækj- um fyrir jólin 1982, og seldi sam- tals um 13 þúsund tæki, en það samsvarar um einu tæki á hverja tuttugu íbúa í landinu. Grímur sagði að salan væri góð í videotækjum, hljómtækjum og tölvum, hann hefði haldið video- og hljómtækjamarkaðina orðna töluvert mettaða, en í þessum tækjum væri gífurleg sala núna. „Svo er söluaukningin í Mclnt- osh-tölvunni mjög mikil. Ég held við höfum selt tíu stykki á föstu- daginn. En það er erfitt að giska á hvernig salan verður - það er svo margt nýtt að koma á tölvuna að menn vita ekki fyrr en eftir smá- tíma hvernig hún verður - en það eru margir að kaupa þetta sem maður átti ekkert von á að myndu kaupa, t.d. rafvirkjar. Okkur munar svo meira um sölu á hverri Mclntosh heldur en nuddtæki." Hver Mclnt'osh-tölva kostar um 75 þúsund krónur. Kaupfélögin losna við flutningsgjöld: „Má líkja við magn- afslátt til félaganna“ ■ „Þessu má líkja við magnafslátt, þar sem sam- eiginlegur innkaupamáttur kaupfélaganna gerir okkur þetta kleift,“ sagði Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Skipadeildar SIS, þegar hann var beðinn að skýra út þá ákvörðun Sambandsins að selja kaupfélögum heildsölu- vörur á sama verði og þær eru seldar í Reykjavík, og losna félögin þannig við að greiða flutningsgjald fyrir vörurnar frá höfuðborginni til sölustaðanna. Axel sagði að þessi ákvörðun bæri vott um ár- angur af hagræðingarstarfi við flutninga og heildsölu- dreifingu Sambandsins. Ákvörðunin myndi ekki koma fram í hærra vöruverði á höfuðborgarsvæðinu, enda yrði Verslunardeild Sam- bandsins að vera samkeppnisfær á því svæði eins og annars staðar. „Við teljum þar að auki að þetta muni skila sér í aukinni vöruveltu kaupfélaganna, þetta gerir kaupfélagsbúð- irnar samkeppnisfærari," sagði Axel. ■ Nýja lýsið fæst í litlum og fallegum umbúðum. ■ „Það veit ég ekkert um. Það getur alitaf eitthvaö komið á óvart, eins og þessi litli Ijósalampi, Ijós- álfurinn, í fyrra“, sagði Grímur Laxdal í Radíóbúðinni, þegar við spurðum hann hvort hann hefði f Leigukaup- samningur á píanóum ■ Heildverslunin Lampar og gler hefur tekið upp þá nýbrcytni að leigja út píanó með kaupréttindum og getur leigutakinn þannig ef hann óskar breitt leigusamningi, sem gerður er til niinnst 12 mánaða í senn, í kaupsamn- ing. Leigusamningnum má breyta í kaupsamning hvenær sem er innan leigutímans og geta kaupin orðið í staðgreiðsluformi innan fyrstu 12 mánaða með 3% staðgreiðsluafslætti en einnig er hægt að semja um greiðsluskilmála og gilda þá venjuleg- ir bankavextir á hverjum tíma. í báðum tilfellunr dregst allt að 6 mánaða leiga frá kaupverðinu. Leiga á píanói kos'tar frá 2500-3000 kr. á mánuði. Lampar og gler hafa fengið umboð fyrir píanó frá vestur-þýsku Schimm- elverksmiðjunni sem er stærsti píanóframleiðandi í Vestur-Evrópu. ■ Eigendur umboðs og heildverslunarinnar Lampar og gler, Suðurgötu 3 eru hjónin Wolfgang Stross og Ásdís Þorsteins- dóttir, en þau bjóða nú upp á leigukaupsamninga á píanóum. NT-mynd: Sverrir íslensk haglýsing - nýtt ritgerðasafn um efnahagsmál ■ íslensk haglýsing heitirnýtt ritgerðasafn sem komið er út hjá Almenna bókafélaginu. Eru í safninu ritgerðir ellefu ís- lenskra hagfræðinga og fjalla þær um hina ýmsu þætti í þjóðarbúskap íslendinga. Ritstjóri Islenskrar haglýsing- ar er Þórður Friðjónsson, en aðrir höfundar Ásmundur Stefánsson, Björn Matthíasson, Bolli Þór Bollason, Eiríkur Guðnason, Guðmundur Magnússon, Jóhannes Nordal, Jón Sigurðsson, Jónas H. Haralz, Ólafur Björnsson og Þráinn Eggertsson. Ritgerðasafnið er einkum ætl- að til kennslu við Háskóla íslands, og aðra skóla sem kenna hagfræði, en getur jafn- framt átt erindi til allra þeirra sem hafa áhuga á hagfræði og íslenskum efnahagsmálum. ■ Þórður Friðjóns- son, hagfræðingur, rit- stýrði hinu nýja greinasafni um íslensk efnahagsmál.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.