NT - 20.11.1984, Blaðsíða 8

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 8
 Þriðjudagur 20. nóvember 1984 8 Taktu út peningana þegar þú þarft á þeim að halda ■ Loksins!!! Loksins kom aö því uö einn íslensku bankanna sæi ástæðu til að veita viðskipta- mönnum sínum þá sjálfsögðu þjónustu að koma upp þeirri tiltölulega einföldu tækni sem þarf til að fólk geti tekið út peninga af reikningi sínum þegar það þarf á þeim að lialda, án tillits til þess hvort það er á venjulegum skrifstofu- tíma eða ekki. Það er Iðnaðarbankinn sem ríöur á vaðiö með þessa þjón- ustu hérlendis, en víða erlendis hefur hún þegar tíðkast um árabil, enda tölvutækninni fátt ofviða. Það er ekki verulega flókið mál að taka út peninga úr nýja tölvubankanum. Viðskipta- maðurinn fær í hendur kort sem gengur að útidyrum bankans, auk þess sem það er notað til úttektarinnar. Þegar inn er komið er „lykilkortinu", eins og það er kallað, stungið í þar til geröa rauf. Síðan er ekki annað en að fylgja þeim fyrirmælum sem tölvan gefur á skernti, en þau eru tiltölulega einföld. Ef allt gengur að ósk- um og þú og tölvan skiljið hvort annað, réttir hún þér að lokum seðlabúnt út um aðra raul'. Til að fyrirbyggja aö óvið- komandi persónur sem kynnu að stela kortinu eða finria það á götu sinni, geti tekið út fé af reikningi, þarf korthafinn að slá inn ákveðna 4 stafa lölu sem er cinkennandi fyrir hans kort og virkar sem cins konar vélræn undirskrift. Ef cinhvcr, sem ekki kann þessa tölu reynir, að taka út peninga, gleypir tölvan kortið og þarf þá ekki að hafa áhyggj- ur af misnotkun þess framar. Tölvubanki þcssi er „opinn" allan sólarhringinn alla daga ársins (nema þegar bilun verð- ur í kcrfinu) og þaðer auðvitað mikill þægindaauki fyrir viö- skiptamenn bankans að þurfa ekki lengur að hafa gætur á opnunarfima til að taka út fimmhundruökall. Þvottavélar sem éta sokka ■ í þessum þætti tökum við fyrir þvottinn. Kynntu þér verð á stykkja- þvotti í þvottahúsum. Það kemur þér áreiðanlega á óvart. hvað hann er ódýr. Áthugaðu svo, hvort það borgar sig ekki fyrir þig, með því að reikna með tímann, sem fer í þvottinn, að senda rúmfatnað og handklæði í stykkjaþvott. Dúka látum viö auðvitað í þvottahús, og mér sjálfri finnst margborga sig að láta allan rúmfatnað, handklæði og diskaþurrkur líka. Maður fær þvottinn svo yndislega sléttan og samanbrotinn til baka. Hinn þvottinn þværðu aldrei fyrr en komin er full vél af hverri tegund. Láttu þér ekki detta í hug að setja öll föt, sem táningarnir henda í gólfið hjá sér í óhreinaþvottinn. Þeireru oft aðeins að máta og ákveða sig í hvað þeir eiga að fara. Hristu bara af þeim mesta kuskið, brjóttu saman og inn í skáp með þau án þess að táningarnir sjái. - Mikinn þvott hef ég sparað mér með þessu ráði. Berðu ofurlítinn uppþvotta- lög á hálsmál. líningar, sjáan- lega bletti og endilega hvítu sokkana sem allir þurfa að vera í núna, áður en þú stingur þvottinum í vélina. Hristu hann vel til, áður en þú hengir hann upp. þá sléttist hann vel og hengdu hann sléttan á snúrurnar. Föt úr gerviefni hengir þú upp rennandi blaut, þú sparar rafmagn á því og fötin verða rennislétt. Brjóttu saman þvottinn, ekki strauja neitt, sem þú mögulega getur komist hjá. Bómullarföt, diskaþurrkur og slíkt verður slétt með því að liggja samanbrotið í bunkum í línskápnum. Hins vegar er ég hálfráða- laus við þvottavélum sem éta sokka. Við síðustu talningu sat ég uppi með 7 staka sokka. Eina ráðið sem ég hef er: Settu stöku sokkana á ákveðinn stað í línskápnum, ef sokkurinn á móti er ekki kominn fram inn- an sex mánaða, hentu þessum staka. Þá bregst ekki. að hinn kemur í leitirnar, og þú getur róleg(ur)n hent honurn líka. ■ Tölvuhankinn virkar; Valur Valsson hcldur brosmildur á fyrsta fímmhundruðkallinum sem kom út um „gotrauf" nýja tölvubankans. Bragi Hannesson og Ragnar Onundarson standa hjá. NT-mynd: Ámi Bjarna Þannig lítur nýja „lykilkortiö" út. Hér er það í félagsskap tveggja fimm eða sex ára gamalla „kollega" sinna frá Svíþjóð Nl-mynd: Arní Bjarna I framtíðinni mún ætlunin að ýmis önnur bankaviðskipti geti farið frarn í tölvubankan- um. Korthafar eiga m.a. að geta lagt inn pening'a. fært milli reikninga og greitt reikn- inga. Ekki er þó enn ákveðið hvenær þessi aukna þjónusta verður tekin í gagnið. Ekki er áætlað að starfsfólki Iðnaðarbankans fækki við til- komu tölvubankans en á hinn bóginn mun gert ráð íyrir að heldur hægi á fjölgun starfsfólks. Ekki hafa enn borist neinar spurnir af því að aðrir bankar hyggist feta í fótspor Iðnaðar- bankans en trúlcga verður þess þó ekki yfrið langt að bíða, því ef þessi þjónusta mælist jafnvel fyrir hér sem erlendis, fer ekki hjá því að aðrir bankar muni eiga um sárt að binda í sam- keppninni við Iðnaðarbank- ann. Fyrst um sinn verða opnir tölvubankar á tveimur stöðum, í Lækjargötu í Reykjavík og Strandgötu í Hafnarfirði. Inn- an tíðar er svo ætlunin að opna tölvubanka við fleiri af af greiðslustöðum lónaðarbank- ans, m.a. á Akureyri.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.