NT - 20.11.1984, Blaðsíða 3

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. nóvember 1984 3 Um helmingur kennara seg> ir upp en 30% óákveðin - og aðeins 5 dagar til stefnu þar til skila á uppsögnum Þeir sem náðist í (37): TAFLA I. Ætla að segja upp................... I6eða43,2% Ætla ekki að segja upp...............7 eða 18,9% Enn óákveðnir ...................... 10 eða 27,0% Neita að svara........................4 eða 10,8% Tafla II. Starfs- aldur Segiupp Segiekki upp Óákveðinn Alls 1-5 6(55%)* 1(9%) 4(36%) 11 6-10 4(67%) 0- 2(33%) 6 11-15 3(38%) 2(25%) 3(38%) 8 16- 3(38%) 4(50%) 1(13%) 8 Alls 16(48%)** * 7(21)%. 10(30%) 33** * í sviga er hlutfallstala innan starfsaldurshóps. ** 4 neituðu að svara þannig að heildarúrtak var 33 *** Af þeim sem svöruðu. Ef reiknað er með 37 í stað 33 yrðu tölurnar 43% (já) 19% (nei) og 27% (óákveðnir) ■ Samkvæmt skoðanakönnun NT hafa rúm 43% grunnskóla- kennara í Reykjavík ákveðið að afhenda uppsagnarbréf sín fyrir 25. nóv. eða 70% þeirra sem tekið hafa afstöðu. Þannig vilja kennarar eins og komið hefur fram í fréttum, leggja áherslu á kröfu sína á bættum kjörum kennara. Tæp 19% kennara höfðu hins vegar ákveðið að segja ekki upp eða 30% þeirra sem tóku af- stöðu en 27% höfðu ekki tekið ákvörðun enn. Úrtakshópur í þessari skoð- anakönnun var 40 manns en það á að gefa nokkuð raunhæfa mynd af hópnum, þar sem grunnskólakennarar í Reykja- vík munu vera nálægt 700. Úrtakið var valið með aðstoð töflu yfir tilviljanatölur. Blaðið náði aldrei í 3 úr úrtakshópnum og tveir reyndust ekki vera kennarar (höfðu ein- hvern veginn villst inn á lista okkar) og einn kennari var í ársfríi og tók því ekki afstöðu. En við gerð úrtaksins var reikn- að með að einhver kynni að heltast úr lestinni. Þannig var unnt að bæta við þremur kenn- urum í stað þeirra er ekki reyndust kennarar og þess er var í fríi. en ekki var bætt við í stað þeirra sem ekki náðist í - þannig að talað var við 37 kennara. Spurningar þær er lagðar voru fyrir kennarana voru: 1. Hversu gamall/gömul ert þú? 2. Hversu lengi hefur þú kennt? 3. Hefur þú tekið ákvörðun um hvort þú leggur inn uppsögn fyrir 25. nóv. 4. Ef já við 3. Ætlar þú að leggja inn uppsögn? 5. Ef nei við 4. Hvers vegna ekki? Svör við spurningunum urðu eins og tafla 1 sýnir. Ef hópurinn er brotinn upp frekar, með tilliti til starfsaldurs kernur í Ijós að tiltölulega flestar uppsagnir koma frá þeim með stystan starfsaldur en að þeir nteð lengri starfsaldur eru ákveðnastir, hvora afstöðuna sem þeir taka, þvf þar eru fæstir óákveðnir, 13%. Uppsagnir eru kjarabarátta Eins og áður segir hyggjast kennarar beita uppsögnum til að knýja á með kröfur sínar. Sérkjarasamningar kennara eru nú lausir og hafa þeir meðal annars gert kröfu um 10 launa- flokka hækkun byrjunarlauna grunnskólakennara. Þrátt fyrir að slíkt hljóði sem veruleg launahækkun er rétt að benda á að fengist slík hækkun fram, yrðu byrjunarlaunin um 26.000 krónur en hæstu laun yrðu 33.000 krónur. Ennfremur er í kröfugerðinni krafa um að endurmat á störfum kennara fari fram, að starfsheiti þeirra verði lögverndað og að Kennarasamband íslands fái fullan samningsrétt. Að aðgerðum þessum standa bæði félögin; Kennarasamband íslands, sem er samband félaga grunnskóla- og sérskólakennara og Hið íslenska kennarafélag, sem er félag framhaldsskóla- kennara. Kröfugerðin hefur ekki enn verið afhent samningamönnum ríkisins, en búast má við að það verði nú næstu daga þar sem forystumenn kennara hafa lýst því yfir, og eru uppsagnir mið- aðar við það, að uppsagnirnar verði lagðar fram 1. desember hafi ekki fengist fyrirheit um verulegar launabætur. En þó, samkvæmt könnun- inni, 70% þeirra kennara sem hafa tekið afstöðu muni afhenda uppsagnir sínar, þá eru þessar niðurstöður varla eins góðar og forystumenn kennara vonuðust til. Aðeins 43% úrtaksins munu ákveðið segja upp, en forysta kennara mun hafa vonast til alla vega 60% þátttöku. A það ber að líta að uppsögn - er mun harkalegra tæki í kjara- baráttu en verkfallsboðun, og sérstaklega ef ekki fæst full samstaða innan stéttarinnar. Ólöglegt að neita Er. þcir sem ekki hyggjast taka þátt í uppsögnunum voru spurðir af hverju þeir ætluðu ekki að gera það voru svörin að sjálfsögðu mjög misjöfn. Ein ■ Uppsagnarbréf kennara. kona sagöist ekki vcra fyrir- vinna heimilis og hún ynni að- eins hlutastarf. En fáir and- mæltu kröfugerðinni sem slíkri, þótt einn hafi sagt að hér væru óraunhæfar kröfur. Mun algengara var að fólk áteldi vinnubrögðin sem viðhöfð eru, og áttu þar m.a. við framleng- ingarákvæði uppsagnarinnar. I stöðluðu uppsagnarbréfi sem Kennarasambands lslands hefur dreift er m.a. sagt að viðkomandi muni ekki hlíta framlengingu uppsagnarfrests ef til þess komi og leggja niður vinnu frá og mcö 1. mars nk. í lögum um rcttindi og skyldur opinberra starfsmanna segir í 15. grein: „Skylt er að veita lausn, ef hennar cr löglega beiðst. Þó er óskylt að veita starfsmönnum lausn frá þeim tíma, sem beiðst er, ef svo margir leita lausnar samtímis eða um líkt levti í söntu starfs- grein, að til auðnar um starf- rækslu þar mundi horfa, ef beiðni hvers um sig væri veitt. Getur stjórnvald þá áskilið lengri uppsagnarfrest, allt að sex ntán- úðum." Þessi grein mun vera ýmsum kennurum þyrnir í augum, og veldur því að ekki allir sem annars vildu styðja aðgerðirnar gera það þar sent þeir ckki vilja brjóta lög. Ekki árangurs að vænta Telja má í hæsta máta ólíklegt að viðræður fulltrúa ríkisins og kennara skili miklum árangri eftir að kröfugerðin verðu lögð fram - svo mikið ber á milli. Er því eins líklegt að deilunni verði vísað til kjarancfndar til úr- skurðar. Verði það gert þarf -vart aö búast við niðurstöðu þaðan fyrr en í byrjun febrúar, en uppsagnirnar taka gildi 1. mars, veröi þær afhentai í öðrum sérkjarasammngum ríkisstarfsmanna er samkvæmt hefmildum blaösins, verið að semja unt 1 -2 flokka til hækkun- ar og er ekki óeðlilegt aö kjara- nefnd hafi hliðsjón af því. Þó ber á það að líta að á þingi fer nú franr urnræða um endurmat á störfum kennara, og verði þingmcnn samkvæmir sjálfum sér þegar niðurstöður matsins liggja fyrir, ætti fullur skilningur að ríkja á þingi um nauðsyn úrbóta í launamálum kennara. Eins og fram liefur komið í fréttum kaus fulltrúaráð og samninganefnd Kl viðræðu- nefnd til að annast samningavið- ræður við ríkið. Þá vakti athygli að tveir af vönustu samninga- mönnum kennara, Guðmundur Árnason og Haukur Helgason, voru felldir og jafnframt Gísli Baldvinsson, formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur, en þeir þrír voru allir í samninganefnd BSRB, í samningunum nú á dögunum. Sá hópur sem nú stendur í viðræðunum mun hafa mun harðari afstöðu og vilja láta svcrfa til stáls. Tapa kennarar? Mikil óánægja var meðal kennara er samningar tókust milli BSRB og ríkisins, þrátt fyrir að fulltrúar kennara í samninganefnd BSRB, að Val- gerði Eiríksdóttur undanskil- inni, hafi ekki lagst gegn samn- ingnum. Þannig mun Valgeir Gestsson, formaður Kennara- sambands íslands og Guðmund- ur Árnason varaformaður hafa mælt með samningnum. Eins og kunnúgt er hljóðaði samningur BSRB og ríkisins upp á minnst einn flokk til hækkunar í sérkjarasamning- uni, er. flogiö hefur fyrir að þeir samningamenn kennara sem mest hafi staðið í viðræöunum, hafi herjað út vilyrði unt V/i til 2 flokka til viðbótar, tii handa kennurum, gegn því að styðja samninginn í samninganefnd BSRB. Ef sérkjaraviðræður kennara og ríkisins hefðu farið fram á þeim nótum hefði mátt búast við 3-4 launaflokka hækkun. ■ 15. gr. Nú vill starfsinaöur beiöast latisnar. og skal hann þá gcra þaö skriflcga og mcö þriggja mánaöa fyrirvara, nema ófvrirsjáanleg atvik hafi gert starfs- mann ófæran til aö gegna stöðu sinni eöa viökomandi stjórnvöld samþykki skemmri frest. Skvlt er aó veita j lausn, ef hennar er löglega beiózt. Þó er óskvlt aó veita starfsmönnut'n lausn frá þeim tíma, sem beiózt er, ef svo | 'margfr leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu “starlsgrein, aö til auönar um starfrakslu þar mundi horfa^ ef beiðní hvers um sig vaeri veltt. Getur stjórn- vald þá áskilið lengri uppsagnarfrest. allt að sex mánuð- um. □ Ákvæði ráðningarsamnings. scm geröur hefur veriðl fyrir gildistöku laga þessara. eða sérákvæði i lögum. er| öðruvísi kveöa á, skulu standa. ■ Lagaákvæði heimilar stjórnvöldum að framlengja uppsagnarfrest, en þetta ákvæði hyggjast kennarar hafa að engu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.