NT - 20.11.1984, Blaðsíða 16

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 16
■m'rn Þriðjudagur 20. nóvember 1984 16 ■ Landnemarnir ferðuðust í slíkum hestvögnum yfir óbyggðirnar, og lentu oft erfiðleikum. Mest óttuðust þeir þó óvinveitta indíánafiokka miklum Útvarpið kl. 20. Indíánarnir koma! ■ l’riðji þáttur framhalds- leikritsins „Antilópusöngvar- inn" eftirsögu Ruth Underhill í útvarpsleikgerð Ingebrigts Davik, verður fluttur kl. 20.00 í kvöld. Þessi þáttur heitir „lndíánarnir koma". í síðasta þætti varð Hunt fjölskyldan að halda kyrru fyrir í eyðimörkinni eftir að hinir landnemarnir héldu af stað yfir fjöllin. Herra Hunt var 3-Þáttur Aptilóini. f^Svarans fárveikur þar scm eiturslanga hafði bitiö hann og Sara konan hans óttaðist um líf hans. Hún hafði líka áhyggjur af því, að indíánadrengurinn Nurnnti hafði allt í einu horfið spor- laust. Voru kannski indíánarn- ir á næstu grösum? - Eftir nafni þessa 3. þáttar gæti það veriö raunin. Leikcndur í 3. þætti eru: Steindór Hjörleifsson, Krist- björg Kjeld, Jónína H. Jóns- dóttir, Kuregei Alexandra, Asa Ragnarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Stefán Jónsson, Þóra Guðrún þórsdóttir og Árni Benediktsson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og 'tæknimenn Friðrik Stefánsson og Hörður Jónsson. Sjónvarp kl. 21.20: Átta konur sögðust vera eiginkonur Reillys! ■ I kvöld fáum við að sjá 7. þáttinn unt ævi og ævintýri njösnarans Reilly. Sidney Reilly, sem gekk í lcyniþjón- ustu Breta 2I árs að aldri, var einn víðförla.sti maður á sínunt tinia (fæddur 1874). Sem leyni- þjónustumaöur fór hann til Bakú við Kaspíahaf, til Persíu (íran), Mansjúríu, Hamborg- ar og fleiri borga í Þýskalandi og Frakklandi. til Nevv York, St. Petersborgar (Leningrad), Moskvu o.íl. staða. Reilly giftist þrisvarsinnum, - þar af tvisvar sem tvíkvænis- maður. Þegar hann dvaldist mest í Rússlandi voru þar átta konur. sem héldu því frant að þær væru eiginkonur hans! Þessi þáttur í kvöld heitir „Krókur á nióti bragði". Reilly var í Moskvu (1918) og hafði þá í huga að gera tilraun til að steypa stjórn bolsévika og stofna nýja stjórn sent héldi áfram styrjöldinni gegn Þjóð- ■ Reilly var alltaf við öllu búinn, og byssan oftast innan seilingar. verjum. og nú sjáum við hvern- ig fer. Þýðandi þáttanna unt Reilly er Kristmann Eiðsson. Rás 2 kl. 17.00-18. er aðstoðarþulur- inn frá Selfossi og verður rætt um lífið og tilveruna þar ■ Frístundin í umsjá Eð- varðs Ingólfssonar er á sínurn stað á dagskrá Rásar 2 kl. 17 í dag og verður hún með hefð- bundnum hætti. Þarverðurflutturþriðji hluti framhaldsleikritsins Drauma- prinsessan og fara tveir ungl- ingar, þau Elsa Björk Harðar- dóttir og Páll Grímsson, með aðalhlutverkin. í tilefni af því að vetur er genginn í garð, hefur aftur veriö tekin upp vinsældakosning í skólum, en í fyrravetur voru það alls 30-40 skólar, sem tóku þátt í kosn- ingunni. í þetta sinn er það 7. bekkur Álftamýrarskóla, sem kýs 3 vinsælustu lög vikunnar. Bréfaþátturinn verður á sínum stað. en Eðvarð kvað þætt- inum berast bréf víðs vegar að af hlustunarsvæði Rásar 2. Efni bréfanna velja krakkarnir yfirleitt sjálfir og er þá algengt að þau skýra frá félagslífi hvert á sínum stað, því sem gerist í skólanum, félagsheimilinu o.s.frv. Að undanförnu segist Eðvarð hafa verið að gauka því að krökkunum. að þau segðu frá því, sem þau hefðu veriö að gera í verkfallinu. Aðstoðarþulur Eðvarðs í ■ Eðvarð Ingólfsson, um- sjónarmaður Frístundar, er ungur að árum en hefur þó komið víða við. Þcssa dagana er hann að senda frá sér sína fimmtu bók. Hún heitir Fimmtán ára á föstu og er eins og nafnið bendir til unglinga- bók. þættinum í dag er Þórunn Hauksdóttir, 14 ára Selfoss- mær, og er tækifærið notað til að spjalla við hana um Selfoss og lífið þar. ■ Það eru orðin nokkuð mörg árin síðan þátturinn „Á bókamarkaðinum" hóf göngu sína í útvarpinu. Frá árinu 1966 hefur Dóra Ingvadóttir verið kvnnir í þess- um bókakynningarþáttum, en umsjónarmenn hafa verið sjálfir forstjórar stofnunarinn- ar á þessum tíma, útvarpsstjór- arnir Vilhjálmur Þ. Gíslason og Andrés Björnsson. (Andrés tók við 1. jan. '68). Blaðamaður NT hafði sant- band viö Dóru Ingvadóttur hjá útvarpinu til að forvitnast um hvaða bækur yrðu kynntar í þetta sinn og hverjir yrðu lesarar. Hún gat ckki (á fimmtudegi) sagt ákveðið um bækur eða lesara. en sagði: Útvarp kl. 14. Á bókamarkaðinum: ■ Dóra Ingvadóttir hefur verið kynnir í þættinum „Á hókamarkaðinum" í 18 ár. NT-injnd Róberi íslenskar bækur kynntar „Við verðum nú eingöngu með íslenskar bækur, og því munum við leggja áherslu á að fá höfunda til að lesa sjálfa úr bókum sínum, ef þeir geta komið því við. Þátturinn er nú einungis hálftími og því getum við varla tekið fvrir nema 3-4 bækur hverju sinni." Dóra var spurð hvort hún læsi ekki stundunr sjálf upp úr bókunt í þættinum, en hún kvað nei við því. „Það fer ekki saman að vera kynnir og lesa líka" sagði hún. „Það hefur verið svolítið breytilegt í áranna rás hversu langan tíma þátturinn hefur tekið. Hér áður fyrr var hann eingöngu á sunnudögum og var mun lengri þá. Nú er hann hálftími þessa virku daga en þegar kemur fram í desember verður þátturinn < á sunnu- dögum eða laugardögum og þá lengri hvcrju sinni. Það hafa ekki enn komið margar bækur til okkar til kynningar. en þær fyrstu eru farnar að berast, og svo má búast við hinu árlega hókaflóði innan skamms. Þó hefur heyrst að bókaútgáfa verði minni í ár en áður. margra orsaka vegna.” Þriðjudagur 20. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Þorbjörg Daníelsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiðholtsstrákur fer í sveit" eftir Dóru Stefánsdóttur Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (15). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ljáðu mér eyra“. Málfríður Siguröardóttir á Jaðri sér um þáttinn. (RÚVAK) 11.15 Tónlistarþáttur. UmsjónGest- ur E.Jónasson 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Gunn- vör Braga. 13.30 „Létt lög frá árinu 1982“ 14.00 „Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur ur nýjum bókum. Kynnir: Dþra Ingvadóttir 14.30 Miðdegistónleikar Pinchas Zukerman og Fílharmóniusveitin í New York leika fyrsta þáttinn úr Fiðlukonsert i e-moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn; Leonard Bern- stein stj. 14.45 Upptaktur Guömundur Bene- diktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20Síðdegistónleikar 17.10 Siðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregmr. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Barna og unglingaleikrit: „Antílópusöngvarinn“ eftir Ruth Underhill 3. þáttur: Indíánarnir koma. Aður útvarpað 1978 Þýð- andi: Sigurður Gunnarsson. Leik- stjori: Þórhallur Sigurðsson. Leik- endur: Steindór Hjörleifsson, Krist- björg Kjeld, Jónína H. Jónsdóttir. Kurgei Alexandra, Ása Ragnars- dóttir. Þórhallur Sigurðsson, Stef- án Jónsson, Þóra Guðrún Þórs- dóttir og Árni Benediktsson. 20.30 Um alheim og öreindir Sverrir Olafsson eölislræðingur flytur síðara erindi sitt. 21.00 íslensk tónlist Sinlóniuhljóm- sveit íslands leikur; Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Bjarkamál, cinfónia eftir Jón Nordal. 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga Óskar Halldórsson les (3). 22.00 Tónlist. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Frá tónleikum íslensku hljómsveitarinnar í Bustaða- kirkju 18. þ.m. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. Einleikari: Stephanie Brown. Kynnir: Ásgeir Sigurgests- son. 23.45 Fréttir. Daqskrárlok. Þriðjudagur 20. nóvember 10:00-12:00 Morgunþáttur Músik og meðlæti. Stjórnendur: Páll Þor- steinsson og Ásgeir Tómasson. 14:00-15:00 Vagg og velta Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórnandi: Gísli Sveinn Loftsson. 15:00-16:00 Með sínu lagi Lög leikin af íslenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Komið við vítt og breytt í heimi þjóðlaga- tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 17:00-18:00 Fristund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson. Þriðjudagur 20. nóvember 19.25 Sú kemur tíð. Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Franskur teikni- myndaflokkur um geimferðaævin- týri, framhald myndaflokks sem sýndur var i Sjónvarpinu 1983. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeins- son. Lesari með honum Lilja Berg- steinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsað upp á fólk 2. „Það kom oft fyrir að það rigndi.“ Rafn Jónsson heilsar upp á Helga Gislason fyrrum oddvita og vega- verkstjóra, á Helgafelli í Fella- hreppi á Fljótsdalshéraði. Mynda- taka: Ómar Magnússon. Hljóð: Jón Arason. 21.20 Njósnarinn Reilly 7. Krókur á móti bragði Reilly fer til Moskvu árið 1918 í því skyni að steypa stjórn bolsévika og stofna nýja sem héldi áfram styrjöldinni gegn Þjóðverjum. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Kastljós Þáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Ögmundur Jónasson. 22.45 Fréttir i dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.