NT - 20.11.1984, Blaðsíða 21

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 21
Stjörnulaust lið Bayern Munchen: LIKLEGIR MEISTARAR - í V-Þýskalandi - Gott gengi i haust einsdæmi - Höfum verið heppnirsegir Lattek ■ Bayern Miinchen er nú efst í v-þýsku knattspyrnunni, með 1 stigs forystu. Fáir reiknuðu með góðu gengi liðsins fyrir keppnistímabilið, minnugir þess að Karl-Heinz Rummenigge var seldur til Ítaiíu í vor, síðastur af mörgum heimsfrægum leikmönnum sem hafa leikið með iiðinu á undanförnum árum. Nú eru engir leikmenn lengur með félaginu sem hægt er að telja með þeim bestu í heiminum. Þrátt fyrir þetta hefur gengi liðsins verið ótrúlega gott í haust og til dæmis vann það fyrstu sex leikina í Bundesligunni og var komið með 5 stiga forystu eftir aðeins 9 ieiki. Hvorugt hefur gerst áður í Bundesligunni. ■ Udo Lattek þjálfari Bayern Múnchen: Hefur náð stólpaár- angri með liðið í haust. Þriðjudagur 20. nóvember 1984 21 Evrópukeppnin í knattspyrnu: Sektir og bönn ■ Knattspyrnusamband Ev- rópu tilkynnti um helgina hvaða félög og leikmenn verða sektuð eftir aðra umferð í Evrópukeppnunum fyrir hálf- um mánuði. Real Madrid frá Spáni var dæmt í 6300 dollara (20.000 ísl. kr) sekt fyrir ólæti í leiknum gegn Rijeka og var sérstaklega haft í huga að flug- eldi var hent inná leikvöllinn í miðjum leik. Rijekafékkeinn- ig sekt fyrir óprúðmannlega framkomu í leiknum og var þjálfari liðsins og tveir leik- menn, sem reknir voru af velli, sektaðir aukalega, og fengu leikbönn. Að öðrum sektum má nefna að : Fiorentina frá Ítalíu fékk sekt fyrir slæma hegðun leik- manna í leiknum gegn Ander- lecht í Belgíu. Inter Mílanó var sektað fyrir flugeldasýn- ingu á leik þeirra við Rangers á Ítalíu. Liverpool var sektað fyrir að kastað var reyk- sprengju inná völlinn í leiknum gegn Benfica á Euglandi. Þá fengu nokkur lið smásektir og voru í þeim hópi Wrexham, Celtic og Sporting Lissabon. Af þeim leikmönnum sem dæmdir voru í ieikbönn var fremstur í flokki Kenny Dalg- lish frá Liverpool. Hann fékk eins leiks bann fyrir „ofbeldi" í leiknum gegn Benfica. Leiðrétting ■ I blaðinu í gær var sagt í grein um leik FH gegn Honved að Valur væri eina liðið sem kom- ist hefði í eða lengra en þriðju umferð Evrópu- keppni Meistaraliða í handknattleik. Þetta er ekki rétt og leiðréttist hér með, mörg lið hafa náð þessum ár- angri, m.a. FH og Vík- ingur. Kempes til Grasshoppers? ■ Mario Kempes, sem gerði garðinn frægan í heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu sem haldin var í Argen- tínu 1978 og skoraði tvö mörk fyrir Argentínumenn í úrsiita- leiknum gegn Hollendingum, sem tryggðu þeim heimsmeist- aratitilinn, er nú að hugsa um að leika knattspyrnu í Sviss. Hann fer til Zurich til við- ræðna við forráðamenn hins fræga félags Grasshoppers Zurich og vonast til að skrifa undir samning við félagið. Kempes lék með spánska félaginu Valencia þar til fyrir skömmu en Spanjólarnir treysta sér ekki tU að verða við launakröfum kappans og vilja því ekki framlengja samning hans. Evrópukeppnin í handknattleik: Stórleikur Alfreðs ■ Sören Lerby þykir nú ein aðalstjarna Bayern Múnchen, en sól hans skein bara í fyrstu leikjum haustsins. Hann hefur þurft hvíld vegna meiðsla, en samt hefur Bayern lengst af gengið vel. Að baki Lerbys á myndinni má sjá síðustu stórstjörnu Bayern, Karl-Heinz Ruinmenigge sem nú leikur á ítah'u. Þrátt fyrir þrjú jafntefli og eitt tap í síðustu fjórum leikjum hefur liðið cins stigs forystu og er ekki ólíklegt til að næla sér í titilinn aftur eftir fjögurra ára bið. Udo Lattek, þjálfari Ba- yern, varar samt við of mikilli bjartsýni. „Við erum ekki betri en hin liðin, við höfum verið heppnir en hin liðin óheppin" sagði hann og játaði að honum hefði komið velgengni liðsins jafn mikið á óvart og öðrum. „Auk þess hafa, aðal keppi- nautar okkar liðið mikið fyrir meiðsli lykilmanna og þurft tíma fyrir nýja leikmenn til að smella inn í leik liða sinna". En Bayern hefur átt við sama vanda að etja í miklum mæli og leikmenn eins og Dan- inn Sören Lerby, belgíski markvörðurinn Jean Marie Pfaff og fimm aðrir úr byrjun- arliðinu hafa þurft að dvelja utanvallar langtímum saman, auk þess sem fimm nýkeyptir leikmenn hafa þurft að laga sig að aðstæðum hjá félaginu. Þegar Lattek var spurður um þetta sagði hann brosandi: „Já, þetta er rétt. ég veit ekki hvernig á að útskýra gengið hjá okkur, það hlýtur að teljast heppni." Lattek sem er 49 ára þjálfaði liðið þegar það varð Evrópu- meistari þrisvar í röð á árunum 1974-76 með stjörnur innan- borðs eins og Franz Becenba- Haukarunnu - enn lágu Laugdælir uer, Gerd Múller og Sepp Maier. Síðan fór Lattek til Borussia Mönchengladbach, Dortmund, ogsíðast til Barcel- ona áður en hann sneri aftur til Bayern á síðasta ári. En þrátt fyrir að lið Bayern geti ekki státað af ótal heims- klassa leikmönnum, þá eru í staðinn fleiri sem verða að axla mikla ábyrgð og geta ekki falið sig á bak við fræg nöfn. Þetta hefur skapað mjög góðan liðs- anda og hann er einmitt oft það mikilvægasta í harðri keppni eins og Bundesligan er. En sú staðreynd að Lattek getur haft landsliðsmenn eins og Michael Rummenigge, Diet- er Hoeness, Calla Dcl’Haye, Bernd Martin og Jean-Marie Pfaff á varamannabekknum, án þess að verða fyrir sýni- legunt skaða segir meiri sögu um þetta lið en mörg orð. ■ Alfreð Gíslason, sterkur í Evrópulciknum með Essen þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Fra ÓUn Þór Jóliannessyni fréttaritara NT á Suðurnesjum: ■ Haukar unnu Njarð- vík í 1. deild kvenna í körfubolta um helgina með 35 stigum gegn 25. Þá unnu Grindvíkingar Laugdæli í 1. deild karla með 70 stigum gegn 46, eftir að staðan hafði verið 36-14 í leikhléi. Eyjólfur Guðlaugsson skoraði 32 stig fyrir UMFG og Guðmundur Bragason 13. Bjarni Þorkelsson var stigahæst- ur Laugdæla. Leikurinn var slakur. Frá Guðmundi Karlssyni, fréltamanni NT í Þýskalandi: ■ Essen, lið Alfreðs Gísla- sonar í V. Þýskalandi sigraði Pruleter Zenjanin frá Júgó- slavíu í fyrradag 21-16 í Evrópukeppni félagsliða á heimavelli sínum um helgina. Alfreð og félagar náðu að sigra Júgóslavana í stór- skemmtilegum leik. Tölur eins og 3-0 og 6-4 sáust í fyrri hálfleik og í hléi var staðan 11-6 Essen í hag. Júgóslavarnir náðu að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks en Alfreð, var ekki lengi að bæta úr því og með marki á síðustu mínút- unni náði Essen að sigra sann- færandi. Alfreð Gíslason og Joakim Krag voru langbestu menn Essen og gerðu 8 mörk hvor. Alfreð átti að auki góðar línu- sendingar sem gáfu mörk, fyrir utan topp-varnarleik. Þessi sigur ætti að duga Al- freð og félögum sem veganesti í seinni leikinn sem leikinn verður í Júgóslavíu. HM í golfi: Spánverjar unnu ■ Það voru Spánverjar sem sigruðu á heimsmeist- aramótinu í golfi sem hald- ið var í Róm á Ítalíu. Spánverjarnir hlutu 60.000 dollara í verðlaun og léku á 414 höggum, 8 höggum á undan Skotum og Taiwanbúum. Islendingarnir Rágnar Ólafsson og Sigurður Pét- ursson léku á 462 höggum og voru Danir meðal þeirra þjóða sem þeir félagar skildu eftir fyrir aftan sig. Spánverjinn Canizares sigraði í keppni einstak- linga og lék á 205 höggum, tveimur á undan Skotanum Gordon Brand. Ragnar lék á 229 högg- um og Sigurður á 233. NÝJA LÍNAN FRÁORION NYJA LINAN FRAORION ■ Mario Kempes stórstjarna Arg- entínu í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1978. Síðan hefur lítið farið fyrir kappanum. Helst ber til tíðinda ef hann er seldur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.