NT - 30.11.1984, Page 9

NT - 30.11.1984, Page 9
r Gallerí Borg: Vatnslita- myndir Sigurðar Thoroddsen ■ Sýning á 50 vatnslitamynd- um eftir Sigurö Thoroddsen verkfræðing var opnuð í Gall- erí Borg fimmtud. 29. nóv. Sýningin stendur til mánudags- kvölds 10. desember. Sigurður Thoroddsen lést í júh'mánuði 1983 á áttugasta og öðru aldursári. Hann var sjálf- menntaður myndlistamaður - málaði og teiknaði í frístund- um sínum, en aðalstarf hans var á sviði verkfræði. Árið 1974 hætti hann öllum verk- fræðistörfum og helgaði sig myndlistinni þau ár sem hann átti ólifuð. Sigurður hélt fjórar einka- sýningar og tók þátt í fjórum samsýningum Félags ísl. myndlistamanna. Myndirnar á þessari sýningu eru flestar málaðar á árunum 1977-1983. í Gallerí Borg er einnig hægt að fá keypta ævisögu Sigurðar, en hún kemur út hjá Bókaútgáfu Máls og menning- ar þessa dagana. Gallerí Borg er opið frá klukkan 10.00-18.00 virka ■ Dætur Sig. Thoroddsen, Halldóra og Guðbjörg, við uppsetn- daga 0g 14.00-18.00 laugar- ingu sýningarinnar. daga og sunnudaga. Listafólk sem á verk á jólasýningunni í Listmunahúsinu. NT-mynd Árni Bjarn Jólasýning í Listmunahúsinu ■ Föstudaginn 30. nóvember kl. 17.00 verður opnuð jóla- sýning í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Á sýningunni verða leirverk, tauþrykk og myndverk unnin meö ýmiss konar tækni eftir 11 listamenn. Þeir eru: Aðalheiður Skarphéðins- dóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Eyj- ólfur Einarsson, Helgi Þorgils Friöjónsson, Herborg Auð- unsdóttir, Kolbrún Björgólfs- dóttir, Kolbrún Kjarval, Lís- bet Sveinsdóttir, Olöf Einars- dóttir og Sigurður Örlygsson. Sýningin, sem er sölusýning, er opin daglega frá kl. 10.00- 18.00, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14.00-18.00. Lok- að mánudaga. Sýningin stend- ur til jóla. ■ Þrír sænsku listamannanna ■ í austursal sýna Pétur Stefánsson, Steingrímur Þorvaldsson, sem sýna í vestursal. Stefán Axel, Óniar Skúlason og Magnús V. Guðlaugsson verk sín. (NT-mvmtir Ámi Bjamai Snorri Sveinn Friðriksson sýnir í Norræna húsinu ■ Meðal þeirra listaverka sem á uppboðinu verða er málverk eftir Jóhann Briem frá 1947. NT-mynd Árni Bjarna Gallerí Borg heldur listmunauppboð ■ Olíumálverk eftir Jóhann Briem, stórt abstraktverk eftir Þorvald Skúlason, landslags- mynd eftir Jóhannes Kjarval, tvær myndir eftir Nínu Tryggva- dóttur, vatnslitamyndir eftir Ásgrím Jónsson, Barböru Árnason og Snorra Arinbjarn- ar eru meðal þeirra verka sem verða á fyrsta listmunaupp- boðinu sem Gallerí Borg held- ur nú á sunnudaginn kl. 15.30 á Hótel Borg. Verkin verða sýnd á Hótel Borg, gyllta-sal. á morgun, laugardag, kl. 14-18, en áður en uppboðið sjálft hefst á sunnudag leika þeir Þorvaldur Steingrímsson og Guðni Guðmundsson tónlist fyrir uppboðsgesti og hefst leikur þeirra kl. 15. Opnaðar 3 nýjar sýning- ar á Kjarvalsstöðum ■ Laugardaginn 1. desember verða opnaðar 3 sýningar að Kjarvalsstöðum kl. 14.00. 1) í vestursal sýna 5 lista- menn frá Gautaborg málverk. Þeir eru: Tore Ahnoff, Erland Brand, Lennart Landqvist, Lars Swan ogJens Mattiasson. Um þá segir m.a. í sýningar- skrá: „Þeir eru mjög frá- brugðnir hver öðrum í list- rænni tjáningu, en eiga samt sam áður mjög margt sameig- inlegt. Þeir eiga allir rætur í því andrúmslofti, sem ríkt hef- ur í málaralist í Gautaborg síðastliðna fjóra áratugi og þeir lærðu allir í Listaskóla Valand á fjórða og fimmta tug aldarinnar." 2) Á vesturgangi sýnir Hörð- ur Vilhjálmsson 35 Ijósmyndir í lit. 3) í austursal sýna eftirtaldir listamenn málverk. Þeir cru Pétur Stefánsson, Steingrímur Þorvarldsson, Stefán Axel, Ómar Skúlason og Magnus V. Guðlaugsson. Sýningarnar verða á Kjar- valsstöðum til 16. desember. Opiðalladagafrákl. 14 til 22. ■ Snorri Sveinn Friðriksson opnar sýningu í Norræna hús- inu 1. desember. Sýningin heit- ir Þræðir úr ljóðum og er fjórða einkasýning Snorra Sveins Friðrikssonar. A sýningunni eru fimmtíu myndir unnar nú á þessu ári út frá ljóðum í nýrri ljóðabók, Víðáttum eftir Sigvalda Hjálm- arsson. Ljóðabókin ergefin út í 300 tölusettum eintökum og árituð af höfundi. Bókin verð- ur fyrirliggjandi á sýningunni. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 17.00-23.00 virka daga, en um helgar frá kl. 15.00-23.00. Sýningin stendur til 9. desember. ■ Snorri Sveinn Friðriksson að störfum. ■ Hörður Vilhjálmsson sýnir Ijósmyndir,

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.