NT - 30.11.1984, Síða 23
Föstudagur 30. nóvember 1984 23
Útlönd
Fjárlagahallinn bandaríski:
Formúla Stockmans
- niðurskurður til trygginga- og varnarmála
Washington-Reuter.
■ Efnahagssérfræðingar Hvíta hússins lögðu í gær fram
tiliögur sínar um það hvernig hægt sé að rétta við hinn
gífurlega halla sem nú er á bandarískum fjárlögum.
Fjárlagahallinn hefur þótt vera helsti hængurinn á
fjármálastjórn Reagans forseta, en Reagan hefur þvertek-
ið fyrir skattahækkanir til að fylla upp í fjárlagagatið.
I tillögum sérfræðinganna með
David Stockman í fararbroddi
er lagt til að útgjöld ríkisins
verði skorin niður um 240 mill-
jarða dala á næstu þremur árum
eða um 45 milljarða 1986, 85
milljarða 1987 og 110 milljarða
dala 1988.
Þetta þýðir vitaskuld að ríkið
þarf að minnka umsvif sín á
ýmsum sviðum, jafnvel í varn-
armálum. Heimildir í Washing-
ton herma að gert sé ráð fyrir
því í tillögunum að útgjöld til
hersins verði skorin niður um 58
Bandaríkin:
Skorin upp herör
gegn barnaklámi
Washington-Reuter
■ William von Rabb, tollstjóri
í Bandaríkjunum, tjáði í gær
þingnefnd, sem rannsakar
glæpastarfsemi í Bandaríkjun-
um, að bandarísk stjórnvöld
hefðu hafíð mikla herferð gegn
svokölluðu barnaklámi.
Von Rabb sagði að tollverðir
rannsökuðu nú í stórum stíl
póstsendingar frá Hollandi,
Danmörku og Svíþjóð, en það-
an berast að hans sögn um 85
prósent af því barnaklámi sem
flutt er inn til Bandaríkjanna.
Tollvörður bar einnig vitni
fyrir nefndinni og sagði að í
einu klámritinu væri sýnt hvar
fullorðinn maður reyndi að hafa
samfarir við barn, sem vart gæti
verið meira en átján mánaða
gamalt.
Von Rabb sagði að yfirvöld
hefðu handtekið fjölda manns
sem dreifir barnaklámi í Banda-
ríkjunum og auk þess hefðu
utanáskriftir á klámsendingum
gefið vísbendingu um hvar
mætti hafa upp á því fólki sem
hefur sjúklega tilhneigingu til
að misnota börn kynferðislega.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
hefur veitt tollayfirvöldum þar
aukið svigrúm til að rannsaka
póstsendingar.
Fyrir nefndina kom einnig
Kenneth Herrmann, fulltrúi al-
þjóðlegrar barnaverndarstofn-
unar. Hann sagði að um 170
milljón börn í heiminum gætu
átt á hættu að lenda í höndunum
á vændismeglurum eða fram-
leiðendum barnaklámsoghvatti
til þess að alþjóðlegt átak yrði
gert til að koma á skrá þeim sem
slíkt athæfi stunda.
Herrmann nefndi mörg dæmi
sem stofnun hans hefur safnað
um kynferðislega misnotkun
barna. Hann ræddi um sérstakar
„barnaklámferðir" sem fólki í
Evrópu, Japan og Bandaríkjun-
um eru boðnar til Thailands,
Filippseyja og fleiri staða í
Asíu. Hann hélt því fram að
börn gengju kaupum og sölum
á uppboðum í Amsterdam. f
gær neituðu borgaryfirvöld í
Amsterdam þeim ásökunum.
Herrmann sagði einnig frá
því að klámframleiðendur í
Ástralíu hefðu fengið að ætt-
leiða börn frá Filippseyjum með
hjálp alþjóðastofnana. Þau
börn hefðu síðan verið notuð
við framleiðslu kláms.
Drýgstur hluti af því barna-
klámi sem framleitt er í heimin-
um fer á markað í Bandaríkjun-
um að sögn Herrmanns.
milljarða dala á þessum þremur
árum. Víst er að slíkar fyrirætl-
anir geta mætt mikilli andstöðu,
til dæmis hjá Weinberger varnar-
málaráðherra.
í áætlun Stockmans er einnig
lagt til að eftirlaun verði skorin
niður,svo og fjárframlög til elli-
heimila og heilsugæslu fyrir
aldraða, stuðningur við bændur
verði minnkaður og að Banda-
ríkin hætti í bili að safna að sér
olíu og bensíni, en nauðsynlegt
þykir að þau eigi rnikinn elds:
neytisforða í öryggisskyni. í
tillögunum er auk þess lagt til að
ýmsum verkefnum og fyrirætl-
unum Reaganstjórnar verði
frestað.
Áætlanir Stockmans hafa ver-
ið kynntar fyrir leiðtogum úr
þinginu og töldu þeir flestir að
erfitt yrði að ná þeim markmið-
um sem þar eru sett. Að sögn er
hljómgrunnurfyrirþví íþinginu
að sparað verði á öllum sviðum
ríkisfjármálanna, en ekki ráðist
með oddi og egg að einstökum
útgjaldaliðum.
Loks selur Hitler
■ Þessi þekkilega vatnslitamynd var í fyrradag seld á
uppboði í London fyrir 4600 pund eða rúmlega 200
þúsund ísl. kr. Það er kannski ekki í frásögur færandi,ef
þessi sveitasælumynd frá Bæjaralandi væri ekki cftir
sjálfan Adolf Hitler, misheppnaðan málara, sem vegna
lánleysis síns í myndlistinni varð síðar skelfír allrar
heimsbyggðarinnar. Kaupandinn var breskur safnari. Á
uppboðinu voru eingöngu boðnir upp munir frá nasista-
tímanum, þar á meðal þrjú önnur málverk eftir Hitler,
sem fengu lélegri viðtökur.
Símamynd-POLFOTO
Yasser Arafat
endurkjörinn
leiðtogi PLO
Amman-Reuter
■ Yasser Arafat var í gær
kjörinn formaður nýs fram-
kvæmdaráðs Frelsissamtaka
Palestínu á þingi samtakanna
sem haldið er í Jórdaníu.
Arafat, sem hefur verið leið-
togi PLO, síðan 1969, sagði
af sér í upphafi þingsins, en
mun hafa ákveðið að sitja
áfram vegna áskorana.
Kosningin er talin styrkja
stöðu hans, en hann hefur átt
mjög í vök að verjast. Helstu
anstæðingar Arafats, sem
eru studdir af Sýrlendingum
sækja ekki þingið.
Arafat og ellefu menn í
framkvæmdafáðið voru
kjörnir mótatkvæðalaust.
Þingið hefur einnig gefið
Arafat umboð til að halda
áfram viðleitni sinni til að
bæta sambúð PLO og Jór-
daníu og Egyptalands. Harð-
línumenn meðal Palestínuar-
aba eru þessu mjög mótfalln-
ir.
Júgóslavar gera
kröfu í auðæfi
gamals konungs
Bern-Reuter
■ Júgóslavíustjórn hefur farið
þess á leit við svissnesk yfírvöld
að beita sér fyrir því að banka-
reikningur Alexanders, fyrrum
Júgóslavíukóngs í Sviss verði
opnaður. Að sögn munu auðæfí
Alexanders í svissneskum
bönkum nema milljónum dala í
gulli og reiðufé.
Alexander var veginn af kró-
atískum þjóðernissinnum er
hann var í opinberri heimsókn í
Frakklandi árið 1934.
Samkvæmt svissneskum
bankalögum er heimilt að opna
einkareikninga fimmtíu árum
eftir dauða eigenda þeirra.
Júgóslavar munu líklega gera
kröfu í auðæfin eða leggja
erfðaskatt á einhvern hluta
þeirra. Svisslendingar hafa enn
ekki svarað þessari málaleitan.
■ Chileher beitti gríöarlegri hörku til að reyna að kæfa í fæðingu mótmælaaðgerðir
sem andstæðingar Pinochets einræðisherra boðuðu fyrr í þessari viku. Þeir vildu
mótmæla herlögunum sem herforingjastjórnin setti á fyrir skömmu og því hversu seint
gengur að endurreisa lýðræðið í landinu. Herbílarog skriðdrekar voru hvarvetna á ferli
og komu í veg fyrir að fólk næði að safnast saman. Á myndinni sést viðbúnaður hersins
í verkamannahverfinu La Victoria í Santiago.
Byssa tilræðismanns
ins hljóp í baklás
Aþena-Reuter
■ Jórdönskum sendifulltrúa í
Aþenu var í gær gert banatil-
ræði er hann var á heimleið
ásamt tveimur ungum börnum
sínum. Dóttir hans, sem var í
bílnum, sá mann sem hélt á
byssu og gerði ítrekaðar tilraun-
ir til að hleypa af. Skotvopn til-
ræðismannsins virðist hafa stað-
ið á sér.
Öfgamenn hafa verið iðnir
við að ráðast að jórdönskum
erindrekum á erlendri grund.
Starfsmaður sendiráðsins í
Aþenu var veginn fyrir rúmu ári
og um svipað leyti særðust
sendiherrar Jórdaníu í Róm og
Nýju-Delhi í skotárásum.
Undirritað
í Páfagarði
Páfagarður-Reuter
■ Utanríkisráðherrar
Chile og Argentínu komu
saman í Páfagarði í gær og
undirrituðu samkomulag
þjóðanna um svokallað
Beagle-sund, sem liggur
undan suðurodda Suður-
Ameríku. Við lá að grann-
þjóðirnar færu í stríð
vegna sundsins árið 1978,
en Jóhann Páll páfí greip
í taumana og miðlaði
málum.
Utanríkisráðherrarnir
luku báðir lofsorði á samn-
inginn og sögðu hann lýs-
andi dæmi um að þjóðir
gætu leyst deilur sínar á
friðsaman hátt. Utanríkis-
ráðherra Páfagarðs, Cas-
aroli kardínáli, var einnig
viðstaddur og sagði að páfi
gleddist mjög yfir samn-
ingnum. Hann áréttaði
einnig boð Páfagarðs um
að taka að sér hlutverk
málamiðlara í deilum
þjóða.