NT - 17.01.1985, Blaðsíða 2
IU'
Fimmtudagur 17. janúar 1985
Með verkfallsvopnið í bakhöndinni:
„Erum seinþreytt'
ir til vandræða“
- segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins
■ „Ég verð að leyfa mér að
vera bjartsýnn. Ég trúi ekki
öðru en að menn taki tillit til
þeirrar alvöru, sem málinu
fylgir," sagðí Öskar Vigfússon,
formaður Sjómannasambands
íslands, þegar NT spurði hann
um horfurnar-fyrir samninga-
fundinn á morgun með útvegs-
mönnum vegna undirmanna á
fiskiskipum.
Sjómenn hafa aflað sér verk-
fallsheimildar og sagði Óskar,
að það hlyti að líða að því, að
menn færu að tala um verkfall í
fullri alvöru. „Við erum sein-
þreyttir til vandræða í þeim
efnum og reynum að komast
hjá slíkum aðgerðum eins lengi
og hægt er. En ef viðsemjendur
okkar eru með lokaðar dyr á
okkur, þá eigum við ekki
annarra kosta völ en að þrýsta á
um viðræður," sagði Óskar.
Hann sagði, að Sjómanna-
sambandið hefði ekki sett nein
tímamörk á verkfall, en það
gæti komið „eins ogskrattinn úr
sauðarleggnum".
Kvikmyndasjóður:
Beðið um tugi
milljóna króna
■ Ef til verkfalls sjómanna
kemur, mun það koma eins og
skrattinn úr sauðarleggnum?
segir Oskar Vigfússon, formað-
ur Sjómannasambands Islands.
■ Upphæðir þær, sem umsækj-
endur um lán og styrki úr Kvik-
myndasjóði biðja um að þessu
sinni, skipta tugum milljóna
króna, að því er Sveinn Einarsson,
stjórnarmaður í sjóðnum sagði í
samtali við NT í gær. Kvikmynda-
sjóði voru aftur á móti ekki ætlað-
ar nema 8 milljónir á fjárlögum,
sem er aðeins um fjórðungur þess,
sem hann hefði átt að fá samkvæmt
nýsamþykktum kvikmyndalögum.
Góðar horfur eru þó taldar á að
eitthvað rætist úr þeim vanda.
Umsóknir til Kvikmyndasjóðs
voru 52 og hafa þær aldrei verið
fleiri. Sótt er um aðstoð við gerð
um 20 leikinna kvikmynda í fullri
lengd, til einnar styttri, 23 heimild-
armynda, og einnar teiknimyndar.
5-6 umsóknir bárust um styrki til
handritsgerðar og sami fjöldi
vegna kynningar og dreifingar.
Uthlutað verður úr kvikmynda-
sjóði í næsta mánuði.
Ekki við sem
ákveðum það
- segir forsætisráðherra
■ „Við erum ekki þeir mál í sambandi vtð samn-
einu sem ákveðum það,“
sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráð-
herra, í gær, þegar NT
spurði hann hvort búast
mætti við því að viðræður
hæfust bráðlega milli ríkis-
stjórnarinnar og aðila
vinnumarkaðarins.
Steingrímur vakti máls á
nauðsyn samráðs þessara
aðila í útvarpsfréttum í
fyrrakvöld.
„Fyrst og fremst er ég
að lýsa því að ríkisstjórnin
er reiðubúin að fjalla um
skattamál og t.d. húsnæðis-
inga á þessu ári. Vitanlega
verða svo vinnuveitendur
og launþegar að ræðast
við og ákveða hvað þeir
vilja í þessu sambandi."
Mun ríkisstjórnin eiga
frumkvæði að einhverjum
slíkum viðræðum á næst-
unni?
„Það er kannske fyrst
og fremst spurningin um
hvað er skynsamlegast; í
fyrsta lagi hefur samning-
um ekki verið sagt upp og
í öðru lagi er frumkvæðið
í kjarasamningum auðvit-
að hjá aðilum vinnumark-
aðarins."
Lífeyrissjóður sjómanna:
650% munur á lífeyris-
rétti tveggja skipstjóra
- með svipaðan starfsaldur cg tekjur
Húnbogi í félags
málaráðuneytið
Nú mun frágengið að Hún-
bogi Þorsteinsson, sem nýverið
sagði lausu starfi sveitarstjóra í
Borgarnesi eftir að hafa gegnt
því starfi í 16 ár, taki við stöðu
deildarstjóra í félagsmálaráðu-
neytinu. Sömuleiðis að Þor-
gerður Benediktsdóttir verði
ráðin í deildarstjórastöðu í
ráðuneytinu, en hún starfar nú
í Tryggingastofnun ríkisins.
Ekki er ráðið í stöðu skrif-
stofustjóra ráðuneytisins en
samkvæmt lögum um Stjórnar-
ráð íslands hefur ráðherra
heimild til þess að skipa skrif-
stofustjóra úr hópi deildarstjóra
ráðuneytisins.
■ Mánaðarlegur lífeyrir frá
Lífeyrissjóði sjómanna, sem
reiknaður var út í haust fyrir tvo
skipstjóra, nemur í öðru tilfell-
inu rúmum 26 þús. krónum á
mánuði en í hinu aðeins rúmum
3.900 krónum á mánuði. Báðir
hafa haft áþekkar tekjur gegn-
um tíðina, samkvæmt upplýs-
ingum frá Sjómannasambani-
inu. Munurinn liggur hins vegar
í mismunandi réttindum og regl-
um eftir stærð skipanna sem
þeir hafa verið á, þ.e. togurum
yfir 500 tonn annars vegar og
minni togurum og bátum hins
vegar. Lífeyrisupphæðirnar
miðast við áunnin stig, sem í
fyrra tilfellinu eru 5.13 að með-
altali á ári en í hinu síðara
aðeins L38 stig.
Réttindamunur þessara
manna liggur fyrst og fremst í
því að annar hefur frá 1958
borgað iðgjöld af öllum launum
sínum. Hinum hefur aðeins ver-
ið heimilt að borga frá 1970
iðgjöld sem miðuð eru við kaup-
tryggingu (og raunar enn lægri
upphæð lengi vel). Hefði hann
frá 1970 greitt af öllum sínum
launum næmi lífeyrisrétturhans
nú um 16-18 þús. kr. á mánuði
í stað 3.900 kr. Væri öllum
sjómönnum heimilað að greiða
iðgjöld af öllum launum sínum
mundi það hins vegar hækka
lilut útgerðarmanna í iðgjalda-
greiðslum (6%) um ca. 80 mill-
jónir króna á ári og það hefur
þeim þótt nokkuð stór biti að
kyngja.
Að sögn Hafþórs Rósmunds-
sonar hjá Sjómannasamband-
inu hafa menn, sérstaklega nú á
allra seinustu árum, verið að
uppgötva betur og betur gildi
þess að hafa góðan og öflugan
lífeyrissjóð. Lífeyrissjóður tog-
arasjómanna varstofnaður 1958
og þá aðeins fyrir þá. Það var
svo ekki fyrr en 1970 að sjó-
menn á fiskiskipum undir 500
tonnum fengu aðild að
sjóðnum, sem síðan heitir Líf-
eyrissjóður sjómanna. Stóri
munurinn er sá að sjómenn á
minni skipunum mega aðeins
greiða iðgjöld sem reiknuð eru
út frá kauptryggingu eins og
hún var í upphafi hvers árs, þar
til með samningum 1981 samdist
um að reiknitalan væri kaup-
trygging eins og hún er á hverj-
um tíma með 20% hækkun.
Þessi reiknitala er nú rúm 23
þús. á mánuði hjá hásetum og
rúm 46 þús. hjá skipstjórum.
Iðgjöld eru svo aðeins greidd
fyrir þann tíma sem menn eru á
sjó.
Það gefur því auga leið að
gífurlegur munur getur orðið á
iðgjaldagreiðslum sjómanna á
minni og stærri skipunum.
Einna mestur mun sá munur
vera hjá loðnusjómönnum sem
oft taka árslaun sín á 5-6 mánuð-
um en eru í landi hinn helming
ársins. Háseti á loðnubát mundi
t.d. aðeins borga iðgjöld af um
130-150 þús. kr. tekjum á ári
(ca. 23.000 x 6 mán).
Hafþór sagði að breytingar til
að köma í veg fyrir það himin-
hrópandi misræmi í lífeyrisrétti
sjómanna sem nú viðgengst væri
eitt brýnasta hagsmunamál
sjómanna og eitt af helstu bar-
áttumálunum í yfirstandandi
samningum.
Blöðkurnar
skattaðar
Abending til ráöamanna
■ í sjónvarpsþætti í fyrra-
kvöld var rætt um útvarpsmál-
og nefndu þátttakcndur oft að
breyta þyrfti innheimtufyrir-
komulagi og taka upp ncfnskatt
í cinhverju formi. Við á NT
bcndum hins vegar á aðra lcið
scm bæta myndi fjárhag ríkis-
útvarpsins. Það er eyrnaskatt-
ur. sem að sjálfsögðu skilar
tvöföldum tekjum á við
ncfskatt.
Þingmenn á
undirfötum
■ Þingmennhafanýveriðtck-
ið upp á þeirri iðju að drýja
tekjur sínar með því að koma
fram í auglýsingum frá hinum
ýmsu fyrirtækjum. Má segja að
rneðan íslenskar iðnaðarvörur
eru auglýstar þá sé ekki nema
gott citt um tiltækið að segja.
Nú vill dropateljari koma
hugmyndum á framfæri, sem
nýst gætu bæði fyrirtækjum og
þingmönnum. T.d. mun vera
hér í borg fyrirtæki sem fram-
leiðir kvennærföt. Væri ekki til-
valið fyrir einhvern kven-þing-
„Sígarettur, sælgæti, vindlar - og KR svindlar11
manninn að koma fram í aug-
lýsingu frá slíku fyrirtæki.
Meira að segja mætti ímynda
sér að auglýsingin yrði með
svipuðu sniði og aúglýsing frá
þekktu erlendu fyrirtæki á
þessu sviði, en þar var mikill
kvennafans að útbúa sig í
veislu. Þannig gæti auglýsing
verið tekin á kvennasnyrtingu
Alþingis, í þann mun er þing-
menn snyrta sig fyrir þingfund,
og auðvitað gætu fleiri en ein
komið fram í auglýsingunni.
Síðan eru framleiddar aðrar
nauðsynjavörur fyrir kvenfólk
sem ekki verða ncfndar á nafn
hér. enda dropateljari hin
mesta pempía.
Þá eru ótaldar margar hug-
myndir enda óplægður akur
hér. Vel mætti hugsa sér Svavar
Gestsson auglýsa verðbréf,
Þorstein Pálsson. á sundskýlu,
auglýsa sólarlandaferðir
o.sv.frv.
Fram. fram. allir mínir
mpnn *