NT - 17.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. janúar 1985 3 Fjárhagsáætlun Reykjavíkur til fyrri umræðu í borgarstjórn: Borgin með hundruð milljóna króna hagnað á síðasta ári - stóraukin fjárveiting til Borgarleikhússins ■ Fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar verður tekin til fyrri umræðu í borgarstjórn í dag og er gert ráð fyrir í henni að framkvæmdir á vegum borgar- innar aukist verulega á þessu ári. Hæst ber stóraukna fjárveit- ingu til Borgarleikhússins uppá 60 milljónir en í fyrra var veitt til framkvæmda þar 15 milljón- um. Áætiað er að Borgar- leikhúsið verði tilbúið árið 1986 á 200 ára afmæli borgarinnar. Þá liggur fyrir tillaga um að lækka útsvarsprósentuna úr 11 í 10,8 en áætlaðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár eru 1375 milljónir. Hefur þessi 0,2% útsvarslækkun í för með sér 25 milljóna króna tekju- missi fyrir borgarsjóð. Fjárhagsstaða Reykjavíkur sl. ár var mun betri en undanfar- in ár og kemur borgin hundruð- um milljóna betur út úr síðasta fjárhagsári en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Að sögn Sigurjóns Pétursson- ar borgarfulltrúa Abl. er skýringin sú að tekjur borgar- innar hafa fylgt almennri verð- lagsþróun meðan laun hafa ver- ið stöðvuð að mestu eða öllu leyti, en mikill hluti af útgjöld- um borgarinnar tengist beinum launagreiðslum. Því telur Sigurjón Pétursson að gjöldin hafi hækkað í raun og veru fyrir borgarana, því sá tími sem það tekur þá að vinna fyrir gjöldum sínum til borgarinnar hefur verulega lengst, þótt tekjur borgarinnar í prósentum ■ Ætla mætti af þessari mynd frá forsetatíð Markúsar Arnar Antonssonar að áhugi borgarstjórnarfulltrúa væri mismikill á einstökum málefnum. Líklega verða þó fleiri í sætum sínum er fjárhagsáætlun borgarinnar verður til fyrri umræðu í dag. NT-mynd: Árni Bjarna miðað við fyrri álagningarstofna hafi lækkað. Þetta telur hann einustu skýringuna á miklu betri fjárhag Reykjavíkurborgar núna miðað við fyrri ár. Einnig benti Sigurjón á að tekjur borg- arinnar af eigin fyrirtækjum hefðu aukist verulega. Nefndi hann sem dæmi Hitaveitu Reyjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem hefðu hækk- að þjónustugjöld sín um tugi prósenta á sl. ári og aftur núna um áramótin og væru tekju- stofnar borgarinnar af þessum tveim þjónustufyrirtækjum nú umtalsverðir. Ekki tókst að ná í Davíð Oddsson borgarstjóra til að bera þetta undir hann, þar sem hann var upptekinn við undir- búning fyrir borgarstjórnar- fundinn sem hefst kl. 17.00 í dag. Rannsóknar- lögreglan í mál skip- stjóranna ■ „Við munum gera allt sem við getum til þess að lög verði látin ná fram að ganga í þessu máli. Tilkynna þetta til viðkomandi yflrvalda og fara fram á að Rannsóknar- lögregla ríkisins rannsaki þessi mál,“ sagði Helgi Laxdal hjá Farmannasam- bandinu aðspurður um kæru á hendur þeim skipstjórum sem vísvitandi lögskráðu vitlaust áhafnir skipa sinna nú í janúarmánuði. Mál þetta kom til umræðu á fundi hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu í gær en eins og sagt var frá í NT á þriðjudag er hér um að ræða mál nokkurra skip- stjóra á Stykkishólmi og Patreksfirði. Pegar undan- þágur Siglingarmálastofn- unar vegna réttindalausra yfirmanna skipanna voru ekki komnar strax eftir ára- mótin þegar skipstjórarnir ætluðu út skráðu þeir menn sem alla jafna vinna í landi en hafa full réttindi á skip sín. Eftir það héldu þeir út með sína gömlu áhöfn og skráðir farmennn voru eftir í landi. Að sögn Helga ákvað sambandið að vara skip- stjóra um landið við ólög- legri lögskráningu með aug- lýsingu og leita eftir aðstoð frá Samgönguráðuneytinu í eftirliti með þessum málum. Veiðibann í Breiðafirði ■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú bannað línu- og tog- veiðar á tilteknu svæði á Breiða- firði vegna þeirrar niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar að þarna sé um þekkta smá- fiskaslóð að ræða. Svæði þetta var lokað fyrir veiðum frá 11. janúar í eina viku en það bann hefur nú verið framlengt um óákveðinn tíma. Verður bann- inu aflétt þegar aðstæður leyfa og þarna haft uppi reglubundið eftirlit. Svæðið afmarkast af eftirtöld- um punktum: a.65° 04 ‘N-24° 27‘V b. 65° 07‘N-24° 42‘V c. 65° 19‘N - 24°36*V d. 65° 08‘N - 24° 03‘V. ■ Og þarna er þá bannað að veiða enda tóman smáþorsk að hafa. Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Um 20% íbúða keyptar af utanbæjarmönnum ■ í Ijós hefur komið að um 1 af hverjum 5 íbúðum sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæð- inu á undanförnum árum hefur verið keypt af fólki sem á lög- heimili sitt utan þess svæðis, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Stór hluti þessara kaupenda er fólk sem er að flytja utan af lands- byggðinni. En um 7% (1 af hverjum 14 íbúðum) af öllum seldum eignum eru keyptar af mönnum sem áfram hafa heim- ilisfang sitt skráð á landsbyggð- inni ellegar erlendis. Nærri læt- ur að þar sé um að ræða kaup á um 200 íbúðum á ári. Alls er talið að um 1.500-2.000 íbúðir í Reykjavík séu í eigu utanbæjar- manna. Kaup þessara eins af hverjum 14 fasteignakaupendum á höfuð- borgarsvæðinu eru annað tveggja hugsuð sem bein fjár- festing á því landssvæði þar sem verðgildi fasteigna cr tryggast, ellegar af ýmsum öðrum ástæð- um. T.d. er vitað að þó nokkuð er um að foreldrar úti á landi kaupi íbúðir fyrir börn sín sem stunda nám í skólum Reykja- víkur, til að losna við baráttuna á erfiðum leigumarkaði. Einnig er alltaf nokkuð um að fólk - sérstaklega einhleypingar - halda áfram að eiga lögheimili úti á landi þótt komið sé í fasta vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Fullbúin hús — á föstu verði að kaupa HOSBY hús hefur ótvíræða kosti sem eru m.a.: • Fullbúin og uppsett hús á föstu verði. • Eingöngu eru notuð fyrsta flokks hrá- efni — og hvergi til sparað. • Góð einangrun og þrefalt gler halda reksturskostnaði í lágmarki. • Byggingartíminn finnst hvergi styttri. Þafl eru möguleikar á að skoða Hosby hús í Reykjavík, Akureyri og á ísafirði. Hafið samband við okkur og fáið allar nánari upp- lýsingar eða biðjið um ókeypis litmynda- bækling. Bakkasíðu 1,600 Akureyri. Sími 96-22251. Smiðjuvegi 28, 200 Kópavogi. Sími 91-79277.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.