NT - 17.01.1985, Blaðsíða 6

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 6
IU' Fimmtudagur 17. janúar 1985 Hrakspárnar um járnblendi- verksmiðjuna hafa ekki ræst eftir Daníel Agústínusson Deilan í Eyjafirði ■ Skiptar skoðanir Eyfirö- inga um stóriðju í héraðinu hafa vart farið framhjá nein- um. Undirskriftum er safnað gegn stóriðju og þær afhentar forsætisráðherra. Síðan kemur enn stærri hópur, sem vill stór- iðju að undangenginni ítarlcgri rannsókn. Þarna standa tvær fylkingar, hvor gegn annarri. Það er ekki ætlun mín að hlanda mér í málefni Eyfirð- inga. Þeir hafa oft sýnt það áður, aö þcir eru flestum hæf- ari til að taka ákvaröanir í eigin málum, eins og byggö þeirra og samvinnustarf ber vitni um. Hinsvegar rifja umræður þcirra Eyfirðinga og blaðaskrif þeim tengd upp atburði, sem skeðu í nágrenni Akraness fyr- ir l()árum, þegar undirbúning- ur stóð yfir að byggingu járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga í Hvalfirði. Skoðanir manna nú eru hinar sömu og þá var haldið á lofti. Jafnvel orðalagið er hið sama og fyrir 10 árum. Málið kynnt - vel fagnað Það mun hafa veriö veturinn 1973-74 að Halldór E. Sig- urðsson, alþm og ráöherra, hélt fundi í hreppunum sunnan Skarðshciðar og kynnti luig- myndir, sem fram voru komn- ar í ríkisstjórninni um járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga. Vtir þcim ákaflcga vel tekið. Menn sáu þarna fyrirsér öflugt fyrirtæki, sem skapaði fjölbreytni í atvinnulífi héraðs- ins. Unga fólkið sem þá leitaði atvinnu sinnar til Reykjavíkur eða suðurá Keflávíkurflugvöll ætti kost á störfum í hcimahög- um. Besta ráðið við flóttanum „suður" væri efling atvinnulífs- ins í héraðinu. Halldór E. Sigurðsson taldi mál þetta ekki aöeins mikil- vægt vegna atvinnulífsins held- ur og hafnargerðar við Grund- artanga, sem gæti orðið grund- völltir að enn frekari atvinnu uppbyggingu í héraðinu og aukinni þjónustustarfsemi. Um þetta voru heimamenn samhuga, sem þátt tóku í um- ræðunum og bjartsýnir á fram- tíðina. En Adam var ekki lengi í Paradís. Magnús Kjart- ansson sem þá var iönaðarráð- herra hafði beitt sér fyrir við- ræðum við erlent stórfyrirtæki um eignaraðild og sýnt málinu áhuga. Hinsvegar kom það fljótlega í Ijós að djúpstæður ágreiningur var í Alþýöu- bandalaginu um verksmiöj- una. Andstaðan hefst í kosningum til Alþingis vor- iö 1974 barðist Jónas Árnason alþrn í Vesturlandskjördæmi harkalega gegn málinu og sagöi því raunar stríð á hendur. Skipti hér engu máli, þótt þetta væri að nokkru leyti fóstur Magnúsar Kjartansson- ar. Að loknum kosningum fór 'hann hamförum í Borgarfirði og eina áhugamál hans næstu árin var að forða Vesturlandi frá þeim ósköpum, sem járn- blendiverksmiðja myndi valda kjördæminu. Mun vera nokk- uð sérstakt að þingmaður liagi störfum sínum á þann liátt. Röksemdirnar gegn verk- smiðjunni voru í stuttu máli þessar: Oflioðsleg incngun. Óhæfir sameignarinenn erl- endis. Á byggingartíniunum þyrfti 500-600 menn í vinnu og þar með myndi iill byggð sunn- an Skarðshciðar leggjast í eyöi. Haugur af „snefilefnum“ myndaðist við verksiniðjuna. Þau væru baneitruð. Auk þess myndi ódáinur þessi fjúka um allt umhverfið og eitra það. Væru „snefilefnin“ notuð í undirstöðu að vegagerð væri sá vegur hættulegur yfirferðar. Vatnshól Akurnesinga í Akra- fjalli yrði í mikilli hættu og scnnilcgu ónothæft. Sem sagt: Verksmiðjan á Grundartanga myndi leggja filómlega byggð sunnan Skarðsheiðar í auön og ógna mannlifi á Akranesi. Það inátti ekki ininna vera. Ýmsir sérfræðingar í um- hverfismálum voru látnir vitna um þetta og fólk sem hafði séð járnblendiverksmiðjur erlend- is, bar þeim hroðalega söguna. Allt þetta moldveður minnti á trúboða, sem ferðuðust um landið í byrjun aldarinnar og töldu fólki trú um það, aö dómsdagur væri í nánd. Var ekki að undra þótt margir yrðu hræddir og vildu komast hjá því að dómsdagur rynni upp, með því að taka afstöðu gegn verksmiðjunni. Skáld kveðja sér hljóðs Skáld eru viðkvæm og gern- ingaveður þetta fór ekki fram hjá þeim. í löngu kvæði eftir eitt þeirra, sem búsett er í héraðinu, eru þessi erindi, sem endurspegla áróðurinn gegn verksmiðjunni: „Það rísa í byggðinni ban- eitruð fjöll þau breiöast uni grundir og leira. Blásýran læðist í vatnsból og völl þiö vitið livað gerist þá fleira. Við sjáum ei dauðann en samt gæti hann í sókn orðiö lúinskur að hcrja. Og þá er ei hægt fyrir maðk eða mann í moldinni líf sitt að verja.“ Erindi þessi þurfa ekki skýr- inga við, en þau eru ævarandi heimild um málflutninginn. Ég hcyrði nýlega í útvarpinu að skáldin í Eyjafirði eru komin af stað á svipuðum nóturn. Almennur fundur að Leirá Á haustnóttum l974boðuðu ráðherrarnir Gunnar Thor- oddscn og Halldór E. Sigurðs- son fund að Leirá og kynntu með ítarlegum framsöguræð- um væntanlega verksmiðju á Grundartanga. Með þeim var m.a. Baldur Johnsen læknir, forstöðumaður Heilbrigðiseft- irlits ríkisins. Skýrði hann fyrirhugaðar mengunarvarnir og þær kröfur, sem til verk- smiðjunnar væru gerðar í þcini efnum. Jónas Árnason alþm. hafði smalað ýmsu fólki á fundinn, einkum úr flokki sínum og 'gagnrýndi það verksmiðjuna harðlega. Hann hafði m.a. símað eftir 2 bændum norðan úr Mývatnssveit. Þeir áttu að bera vitni um alla þá bölvun, sem Kísilgúrverksmiöjan hefði leitt yfir Mývatnssveitina. Að þeirra dómi var hún verst hin andlega og félagslega mengun, sem af verksmiðjunni leiddi. Karlakórinn hefði hreinlega dáið. Ungmennafélagiö klofn- að og annað eftir því. Hinn góði og Ijúfi félagsandi við fjallavötnin fagurblá væri nú grútfúll og stór mengaður. Af þessum ástæðum skoruðu þeir á bændur og búalið í Borgar- firði að standa gegn verksmiðj- unni og sögðust mæla þar af reynslu og heilindum. Á fundinum vakti mikla at- hygli framkoma ungs manns, sem kallaði sig umhverfisverk- fræðing. Hann var starfsmáður Baldurs Johnsen, en kominn á fundinn samkv. beiðni Jónasar Árnasonar. Erindi lians virtist helst vera það, að gera allan málflutning Baldurs, sem tor- tryggilegastan. Fannst ýmsum þarna nokkuð langt gcngið. Kenningin um hættuna af „snefilefnunum" virðist frá honuni komin. Eftir langar umræður lauk fundi þessum og fóru margir óttafullir heirn um framtíð héraðsins. Sóknin hert Nokkru síðar var annar fundur haldinn að Leirá að tilhlutun andófsmanna. Þang- að var fenginn íslenskur læknir, sem hafði verið við nám í Skotlandi m.a. í meng- unarfræðum. Hann gekk lengra en nokkur hafði áður gert og fullyrti að allt drykkjar- vatn Akraneskaupstaðar yrði baneitrað og ónothæft. Nú varð fólk enn hræddara en áður og aldrei lá betur á Jónasi þingmanni. Er ekki að undra þótt fólk hrökkvi við, þegar mál eru túlkuð á þann hátt í nafni lærdóms og vísinda. Þegar hér var komið, var sú krafa sett fram, að atkvæða- greiðsla færi fram um staðsetn- ingu verksmiðjunnar. Ekki var hægt að verða við þeirri beiöni, þar sem búið var að taka ýmsar mikilvægar ákvarðanir í sam- ráði við sveitastjórnirnar í hreppunum. Hefði krafa þessi komið fram fyrr, tel ég líklegt að við henni hefði orðið og verksmiðjan þá verið samþykkt. Hinsvegar má færa líkur fyrir því, að hún hefði verið felld, þegar hér var kom- ið málum. Þá var sú krafa uppi á síðasta stigi að fela félagsfræðingum að gera álit um þá röskun á búsetu, sem verksmiðja á Grundartanga hefði í för með sér. Það lenti víst í tímahraki og harma fáir. Byggðin hefur þróast með eðlileguin hætti og engin slík vandamál eða félags- leg komið upp. Því ekki heldur smáiðnaður? Á Leirárfundinum héldu nokkrar pólitískar fylgikonur Jónasar úr uppsveitum Borg- arfjarðar fjálgjegar ræður gegn Barátta Alþýðubandalags- ins gegn verksmiðjunni á Grundartanga hefur beðið al- gert skipbrot. Hún var líka hvorki byggð á vísindum né heilbrigðri skynsemi, heldur ofstæki, trúarkreddum og venjulegu afturhaldi. Danícl Ágústínusson verksmiðjunni og töldu sig vita margt um hættuna. Jafnframt sögðu þær að betra væri að koma smáiðnaði upp í hérað- inu í stað hinnar hættulegu verksmiðju. Um þetta gerði svo Samband borgfirskra kvenna samþykkt nokkru síðar og nefnd var sett á laggirnar. Þrátt fyrir l() ára starf hafa fáir orðið varir við árangur af starfi hennar. Frétt kom þó eitt sinn um það, að nefndin legði til að bifreiðaverkstæði yrðu stofnuð í öllum hreppum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Væntan- lega átti þá einnig að leggja niður að einhverju eða öllu leyti bifreiðaverkstæði K.B. í Borgarnesi. Það er ekki öll vitleysan eins. Sá hugsanagangur er því ekki nýr - hjá þeim sem ekki mega heyra stóriðju nefnda, að benda á smáiðnaö í staðinn. án frekari útskýringar. Þetta orð er eins og afsökun fyrir málstaönum. Sannleikurinn er sá. að smáiðnaður og stóriðja eru ekki og hafa aldrei verið ólíkir valkostir. Þetta er eins- takt rugl, sem búiðer að hlusta á alltof lengi. Hugvitssamir og duglegir menn geta hvar og hvenær sem er komið upp smáiðnaði, ef nauðsynleg skil- yrði eru fyrir liendi. Verk- smiðjan á Grundartanga spillir ekki fyrir smáiðnaði. Hennar vegna er hægt að koma honum upp í hverjum hreppi Borgar- fjarðarhéraðs. Hvað hefur áhugafólkið um smáiðnað að- hafst s.l. I() ár? Forustan brást ekki Það er með ólíkindum. hversu fámennur hópur kommúnista. sem beitti fyrir sig nokkrum sérfræðingum, komst langt í áróðri sínum, gagnvart hrekklausu fólki. Hér að framan hafa nokkur dæmi verið nefnd, en miklu meira er ósagt. Það sem bjargaði mál- inu gegnum allt þetta moldveð- ur var einbeitt forusta ríkis- stjórnarinnar og þá einkum Bandalag á krossgötum ■' Bandalag Jafnaðarmanna stendur nú á krossgötum. A fundi Bandalagsins í byrjun febrúar verður að öllum líkind- um tekin einhver ákvörðun um framtíðarskipan Banda- lagsins - hvort það verður í framtíðinni laus-tvinnuð sam- tök án innra skipulags eða hvort hefðbundið flokksskipu- lag verður tekið upp. Bandalagið hefur á undan- förnum mánuöum hlotið 6-8% fylgi samkvæmt skoðana- könnunum og það hlýtur að vera spurning hvort samtök er njóta slíks fylgis geti haldið áfram að vera óskilgreind þokusamtök. Að sönnu hafa talsmenn samtakanna látið sem ekkert sé þeim meira fjarri en að taka upp hefðbundið flokkaskipu- lag. Hingað til hafa samtökin ■ Stefán Bencdiktsson er talsmaður lágmarksríkisvalds. Verður hann formaöur? starfað án þess að liafa skráða félagsmenn er greiða árgjöld og mæta á hefðbundna flokks- fundi. En slíkt gengur ekki til lengdar. Það liggur því nokk- urn veginn Ijóst fyriraðjafnað- armenn verða að kyngja súrum bita og skipuleggja starf sitt á einhvern hátt - ekki síst eftir að Jón Baldvin, sem fæddurer í Alþýðuhúsinu fyrir vestan, hóf baráttuna með miklum bravör á dögunum. Formaður eða ekki formaður Bandalag Jafnaðarmanna var stofnað í upphafi kringum einn mann, Vilmund Gylfason. Eft- ir fráfall Vilmundar kom hóp- urinn saman til að ráða ráðum sínum. Þá var ekkert ákveðið um innra skipulag Bandalags- insogenginn formaðurkosinn. Á næsta landsfundi Banda- lagsins má búast við umræðu um formannsleysið og hvort kjósa eigi formann. Þeir þingmenn Bandalagsins sem mest hefur borið á eru þeir Guðmundur Einarsson og Stefán Benediktsson. Einnig hefur Kristófer Már Kristins- son, sem sctið hefur á þingi sem varamaður í vetur verið skeleggur í ýmsum málum á þingi. Líklegustu kandidatarnir til leiðtogahlutverks í Bandalag- inu eru þeir Guðmundur og Stefán. Guðmundur hefur ver- ið þingflokksformaður Banda- lagsins, en Stefán er fyrsti þingmaður Bandalagsins í Reykjavík. Ekkert líf án strúktúrs Bandalaginu virðist hafa tekist að sannfæra kjósendur um að það er komiö til að vera - og er ekki loftbóla í fiskabúri íslenskra stjórnmála. Fyrsta skrefið er því stigið og viö tekur það næsta sem er sýnu erfiðara - að lifa af. Nú er að sýna þessum sömu kjósendum og „kusu eitthvað nýtt - eitthvað gegn kerfinu" að antikerfiskallarnir séu meira en orðin tóm. Guðmundur Einarsson er líffræðingur og veit manna best að ekkert líf viðhelst án innri strúktúrs og skipulags. Hitt er annað að menn þykjast geta sýnt fram á að líf geti kviknað af tilviljanakenndum stefnu- mótum efna og efnasambanda. Semsagt Bandalagið varð til sakir tilviljanakenndra at- burða - váraformannskjör í Alþýðuflokknum til dæmis. En lífi verður vart haldið í ungvið- inu nema að það skipuleggi innra starf sitt af kostgæfni og taki upp einhvern vísi að þræl- skipulögðu flokksneti hinna flokkanna. Þróunin virðist því verða sú að samtökin sem voru stofnuð til höfuðs flokkunum sláist í hópinn og verði einn af strák- unum. En þýðir það að allt sé glatað? Það fer eftir því hvort þeir. er veljast til forvstu í hinum nýja flokki, eru vandan- um vaxnir. Hvort þeir halda baráttumálum sínum á lofti og vinni ötullega að þeim - eða hvort upp kernur valdatog- streita sem er velþekkt úr öðr- um flokkum. „Vinstri“ eða „hægri“ flokktn? Bandalagið bauð fram í öll- um kjördæmum í síðustu kosn- ingum, en það var mjög laust í reipum hvaða stofnun þyrfti að samþykkja lista til þess að hann teldist á vegum Banda- lagsins. Það leiddi m.a. til fljúgandi deilna í Reykjanes- kjördæmi. En fyrir utan skipulagsmálin er það náttúrlega hin póli- tíska stefna sem móta þarf á landsfundi. Það hefur komið í ljós að grundavallarskoðanir þingmanna Bandalagsins eru alls ekki hinar sömu og eiga þeir það sammerkt með öðrum flokk- um á Alþingi. Þannig er t.d. Stefán Benediktsson talsmað-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.