NT - 17.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 10
 Fimmtudagur 17. janúar 1985 10 Ll Árnað heilla Ingólfur Guðmundsson frá Ferjubakka Fæddur 21. júní 1899. Dáinn 8. janúar 1985. Ingólfur Guömundsson fædd- ist í Laxholti í Borgarhrcppi, en fluttist ársgamall með foreldr- um sínum að Ferjubakka í sömu sveit, og var liann lengst af kenndur við þann bæ. Faöir hans var Guðmundur Andrésson frá Hvassafelli. Hann bjó á Ferjubakka til ársins 1934, og var hann kunnur fjör- og atorkumaður, sem jafnframt búskap fékkst við fjárkaup og vegaverkstjórn. Móðir Ingólfs var Ragnhildur Jónsdóttir frá Vatni í Haukadal, af kunnum og merkum Dalaætt- um. Ingólfur var næstelstur þrett- án systkina, og varð hann því snemma að taka til hendinni heima á Ferjubakka. Var hann þar heimilisfastur fram undir tvítugt. Eins og títt var á þcim tíma, sótti hann vinnu að heim- an, þegar hana var að fá, vega- vinnu á sumrin og vertíðir á vetrum. Síðan var hann vinnu- maður í Hjarðarholti um tíu ára skeið, þá á Haugum, og loks ráðsmaður í Ferjukoti síðustu níu árin, sem hann dvaldist í Borgarfirði. Árið 1939 fluttist Ingólfur til Reykjavíkur og stofnaði þar heimili ásamt eftirlifandi konu sinni, Hermínu Franklínsdóttur frá Litla-Fjarðarhorni í Kolla- firði á Ströndum. Pcini Hcrmínu og Ingólfi varð ekki barna auöiö, en áður átti Ingólfur son, Jón, sem bú- settur cr í Vestmannaeyjum og er kvæntur Halldóru Hallbergs- dóttur. í Reykjavík vann Ingólfur ýmis störf, var rn.a. fyrsti starfs- maður Fáks í Tungu við Lauga- veg. Lengst af var hann hjá Afurðasölu Sambandsins, og allt til þess að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ingólfur ólst upp við hcsta- mennsku og eignaöist ungur hesta og varð fljótlega kunnur hestamaður. Bar margt til þess. Hann hafði afar næmt auga fyrir byggingu og hreyfingum hesta, var bæði nærfærinn og laginn og sat hesta manna best. Meðfædd snyrtimennska hans kom einnig í Ijós í samskiptum lians við hesta, bæði hvað hiröingu og mcðferð snerti. Tíðrætt var Ingólfi um árin, sem hann dvaldist í Borgarfirði, og þá einkum um samskipti sín við hesta og hestamenn. Minnt- ist hann oft vinar síns Ásgeirs Jónssonar frá Hjarðarholti, síð- ar á Haugurn, sem hann taldi einhvern slyngasta hesta- og tamningamann, sem liann hefði kynnst. Þegar Ingólfur var á Haugum, hafði Ásgeir meö höndum póstferðir í Búðardal. Fór Ingólfur fjölmargar ferðir fyrir hann á vetrum. Voru þess- ar ferðir oft erfiðar og slarksam- ar, en alltaf fór vel, því Ingólfi var ekki gjarnt að lcggja hesta í óvissu og ófærur. Oft sagði hann frá ferðum sínum og hestakaupum, sem oft gátu gefið svolítið í aðra hönd. Fór hann þá stundum til Reykjavíkur með hesta fyrir sig og aðra til þess að koma þeim í verð. Minnisstæð er mér cin ferð, sem hann sagði mér frá. Fór hann þá til Reykjvíkur mcð hóp hesta, og var ineð þá í Tungu. Meðal hestanna var grá hryssa, sem margir girntust. Ingólfur hélt henni í háu veröi, og liðu nú nokkrir daga. Mönn- um fannst verðið of hátt og enginn leit á liina hestana, og byrjaði nú að hlaðast á kostnað- ur. Fór nú svo, að Ingólfur sá sér ekki annað fært en að slá aðeins af verðinu. Var þá Björn frá Gullberastöðum fljótur til að kaupa hryssuna. Þetta var perla, sem talin var með feg- urstu hrossum og góð eftir því. Og nú var ekki að sökum spyrja; allir hinir hestarnir seldust á augabragði. Onnur saga er mér cinnig minnisstæð, sem hann sagði mér, frá ferð þeirra Símonar Teitssonar frá Grímarsstöðum, sem þeir fóru að Hólum í Hjaitadal árið 1932 til þess að vcra við 50 ára afmælishátíð Hólaskóla. Mátti heita að þeir hefðu upp í allan ferðakostnað- inn með þeim hestakaupum, scm þeir höfðu á leiðinni. Því miður er þessi saga enn óskráð. Þegar Ingólfur kom til Reykjavíkur, gerðist hann fé- lagi í Hestamannafélaginu Fáki, og var hann þegar kosinn í stjórn þess, og átti þar sæti lengi. Sjálfsagt verða aðrir til þess að rekja þá sögu, sem þekkja hana betur en ég, en ég hcld að Ingólfi hafi verið hug- stæðust þau árin, sem hann var í stjórn með Þorláki Ottesen sem formanni. Ingólfur átti góða hesta til æviloka. Flesta tamdi hann sjálfur, og fóru margir gæðingar um hendur hans um ævina. Marga hesta tamdi hann fyrir aðra og oft var hann fenginn til þess að laga hesta, sem einhver mistök höfðu orðið með. Eftir að Landsamband hestamanna var stofnað og góðhestasýningar hófust, var hann oft fenginn til þess að sýna gæðinga. Minnis- stætt er mörgum fyrsta landsmót L.H., sem haldið var á Þingvöll- um 1950. Þar sýndi lngólfur Hóla-Stjarna, sem stóð efstur gæðinga, en einnig sýndi hann Roða, sem var í þriðja sæti. Um langt árabil átti Ingólfur sæti í dómnefndum á hestamótum. Var hann eftirsóttur til þeirra starfa sökum glöggskyggni hans og hlutleysis. Sá, sem þetta ritar kynntist þeim hjónum, Ingólfi og Her- mínu fyrir rúmum aldarfjórð- ungi, og varð úr sú vinátta, sem aldrei bar skugga á. Þau kynni urðu í sambandi við hesta- mennsku, og urðu tilþessaðég byrjaði að stunda þessa íþrótt ásamt honum. Valdi hann fyrir mig fyrstu hestana, sem ég eign- aðist, og tókst honum það svo vel, að ég á honum ávallt skuld að gjalda. Meðan ég átti heima í Reykjavík, vorum við oftast saman á hestum, og voru konur okkar oft með okkur. Eftir að við fluttum á Kjalarnes, vorum við í nærri tvo áratugi með hesta okkar í sömu sumarhögum, og riðum þá mikið út saman, en fórum einnig í lengri ferðir. Minnisstæðar eru mér ferðir í Borgarfjörð og ferð vestur í Dali. Síðasta lengri ferð okkar hjóna með þeim Ingólfi og Hermínu var að Þingvöllum, þegar Ingólfur átti 75-ára af- mæli. Ingólfur var þaulreyndur ferðamaður og var mikið af honum að læra um alla meðferð hesta á ferðalögum, umhyggja hans og nærgætni gagnvart hest- unum var einstök. Eins og áður er getið, var Ingólfur frábær tamningamað- ur, hafði þá glöggskyggni og þolinmæði, sem nauðsynleg er. Því fór ekki hjá því, að hann hafði einstakt lag á börnum. Börn okkar nutu Ingólfs í upp- hafi hestamennsku sinnar, og var hann þeim góður kennari. Man ég, að einhverju sinni var ég að finna eitthvað að hesta- mennsku dóttur minnar, sem þá var sex ára. Þá sagði sú litla, „En Ingólfur segir o.s.frv.", og þýddi þá lítið fyrir mig að segja meira, ég varð að láta í minni pokann. Síðustu árin hrakaöi heilsu Ingólfs, en alltaf var hann með hest á gjöf, en fór nú sjaldnar á bak. Er ég hitti liann síðast á Þorláksmessu, sagðist hann vera heldur linur, en hafði þó hug á að taka hest sinn á gjöf bráðlega. Þótti honurn miður, að ég skyldi vera á bíl en ekki ríðaridi, langaði til að gefa mér aðeins í glas. Ekki grunaði mig, að svo stutt væri að leiðarlok- um, sem raun varð á. Við hjónin og Brynjúh'ur og Kristín þökkum samfylgdina, og vottum Hermínu og öðrum aðstandendum innilegustu sam- úð okkar. Haukur Ragnarsson. Áttræður: Dr. Björn Sigfússon fyrrverandi háskólabókavörður Áttræður er í dag dr. Björn Sigfússon, fyrrverandi háskóla- bókavörður. Hann er mörgum að góðu kunnur og hefur óneit- anlega sett svip á sína samtíð. Starfsferill Björns er fjöl- breyttur og merkilegur. Ber þar hæst rannsóknar-, kennslu- og bókavarðarstörf, en hann gegndi embætti háskólabóka- varðar í tæpa þrjá áratugi (1945- 74). Rannsóknir Björns hafa eink- um verið í sagnfræði og bók- menntasögu, en beindust þó að fleiri greinum, þ.á m. málfræði. Hann lauk meistaraprófi í ís- lenzkum fræðum við Háskóla íslands 1934. í hinum mörgu bókum og ritgerðum, sem Björn hefur samið um þessi efni, er fjallað um fjölmörg svið. Á vís- indamannsferli sínum hefur Björn mest sinnt miðaldafræð- um, einkum á fyrri árum. Meðal verka hans þar má nefna dokt- orsritgerðina, Um íslendinga- bók (1?44), og útgáfu hansá 10. bindi íslenzkra fornrita: Ljós- vetninga sögu með þáttum, Reykdæla sögu og Víga-Skútu, Hreiðars þætti (1940). En þau svið íslandssögunnar eru orðin mörg, sem Björn hefur samið ritgerðir um, og nýtur hann þar fjölhæfni sinnar. Þá hefur hann annazt útgáfu ýmissa rita, og hann ritstýrði Sögu, tímariti Sögufélags, einn eða með öðrum, 1958-76. Björn hefur alla tíð verið áhugasamur um þjóðmál og hvers kyns menningarmál og samið fjölda greina um þau efni. Hann hefur m.a. skrifað mikið um bókasafnsmál. Enn skal getið starfa Björns að fé- lagsmálum, sem tengjast fræða- iðkunum hans, en hann vaF m.a. forseti Vísindafélags ís- lendinga um skeið. Á Háskólabókasafni vann Björn mikilvægt starf. Nær helming þess tíma, sem hann gegndi embætti háskólabóka- Amnesty International: Fangar janúarmánaðar 1985 Fangar mánaðarins - janúar 1985 Mannréttindasamtökin Ain- nesty Internutional vilja vekja athygli almennings á málum eftirtalinna samviskufanga í janúar. Jafnframt vonast sam- tökin til þess að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum. Mið-AI'ríku Lýðveldið Theodore Bagua-Yambo 35 ára búfræðingurogfyrrverandi ráðherra. Hann er einn af rúmlega fimmtíu meðlimum Þjóðfrelsishreyfingar Mið- Afríku sem voru handteknir í mars I982. Handtökurnar eru sagðar í tengslum við það að stjórn landsins sakaði Þjóð- frelsishreyfinguna um þátttöku í misheppnaðri valdaránstil- raun skömmu áður. I júlí I984 var Theodore Bagua-Yambo dæmdur til 5 ára fangelsis fyrir sínar stjórnmálaskoðanir. Þátttaka Þjóðfrelsishreyfing- arinnar í valdaráninu var aldrei sönnuð, og voru flestir þessara fimmtíu látnir lausir, en Theo- dore og þrír aðrir komu fyrir sérstakan dómstól sem settur var á laggirnar 1981 til þess að fjalla um mál pólitískra fanga. Fulltrúi AI var viðstaddur réttarhöldin. Hann hefur nú verið látinn laus. JEMEN Tawfig ’AZ’AZI 45 ára fyrr- verandi hæstaréttardómari í Alþýöulýöveldinu Jemen. Hann er sagður hafa „horfið" eftir að hann neitaði að dæma seka nokkra pólitíska fanga. Hann kvað upp þann úrskurð að þeir hefðu ekkert það að- hafst er bryti í bága við lögin og fyrirskipaði að þeir yröu látnir lausir. Þetta var í mars 1972. Yfirvöld í Jemen hafa ekki gefið fjölskyldu hans neinar upplýsingar um hver afdrif hans urðu, og neita að hann sé í haldi. Amnesty sam- tökin hafa ítrekað beðið unt upplýsingar varðandi Tawfiq hjá yfirvöldum í Jemen, en engin svör hafa fengist. Óttast samtökin að hann sé e.t.v. ekki lengur á lífi. S.Kórea Kang Jong-kon, 33ja ára fyrr- verandi lagastúdent. Hann liefur verið í haldi síðan í október 1975. Hann er fæddur í Japan, en foreldrar hans eru kóreanskir. Þegar hann var handtekinn stundaði hann nánt við Háskóla Kóreu í Seoul. Um sama leyti og hann var handtekinn voru um 300 námsmenn, margir þeirra kór- eanskir en með aðsetur í Japan, yfirheyrðir. Það voru meðlimir Leyniþjónustunnar og Öryggisráðs hersins sem yfirheyrðu þá, og var þaö sagt vegna aðgerða námsmanna er fólu í sér gagnrýni á stjórnina. Tuttugu og einn af þessum þrjú hundruð, þar á meðal Kang Jong-kon voru dæmdir samkvæmt and-kommúnist- iskum og þjóðaröryggislögum. Þeir voru sakaðir um að hafa valdið óróa meðal náms manna, þegið fyrirmæli þar að lútandi frá N.Kóreu og síðan veitt N. kóreönskum aðilum í Japan upplýsingar um ástand mála í háskólanum. Þeir sem vilja leggja máli þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu al- mennt eru beðnir vinsamlegast að hafa saniband við skrifstou íslandsdeildar Amnesty Int- ernational, Hafnarstræti 15, opið kl. 16-18 virka daga. Þar fást allar nánari upplýsingar, auk heimilisfangs þeirra er skrifa skal til vegna áður- nefndra fanga. PYNTINGA ALMANAK 1980 1981 1982 1983 m 1984 i»f (n íaiun þuv- P>nlin(u n kr|< 'náaf ».> \IinVvi é. amnosty international ■ Amnesty International hefur látið gera almanak þar sem tilgreind eru mörg hörmu- leg dæmi um pyndingar á póli- tískum föngum víða um heim á níunda áratugnum. Er útgáf- an liður í herferð samtakanna gegn pyndingum. varðar, var hann eini bókavörð- urinn þar og þurfti því að sinna öllum málum, stórum sem smáum, er safnið vörðuðu. Starfsemi þess varð umfangs- mikil á embættistíma Björns, og í raun vann hann þar verk, sem engum einum manni er ætlandi. En hann gekk að því, eins og öðru, af mikilli atorku. Er ekki ofsagt, að Björn vann þrekvirki við rekstur og upp- byggingu Háskólabókasafns. Jafnframt hóf hann kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla ís- lands og annaðist hana um ára- bil einn, síðar með öðrum. Björn hafði á yngri árum tals- vert stundað kennslu, einkum í íslenzku, bæði við skóla og í útvarpi. Einnig annaðist hann annars konar útvarpsþætti um íslenzkt mál. Var hann mjög vinsæll útvarpsmaður. I bóka- varðarstarfinu kom Birni að góðu haldi, hve fjölmenntaður hann er og vel að sér um óskyldustu efni. Hann hefur líka ávallt látið sér mjög annt um að auka þekkingu sína. Ekki er minnst um það vert, hve rnikið og merkilegt leið- beinandastarf Björn hefur unn- ið um dagana, bæði sem háskóla bókavörður og á öðrunt vett- vangi. Hann er frábærlega hjálpsamur og vill hvers manns vanda leysa. Það þekki ég af eigin raun. Ég veit, að þeir eru orðnir afar margir, sem hann hefur greitt fyrir í sambandi við fræðaiðkanir eða á annan hátt og minnast hans með hlýjum huga á þessum tímamótum. Þess má geta, að vinir Björns og samstarfsmenn heiðruðu liann með afmælisriti, þegar hann varð sjötugur. Þeir eru og ófáir, sem notið hafa gestrisni á heim- ili þeirra Björns og Kristínar Jónsdóttur, konu hans. Þar er alltaf gott að koma. Björn er skemmtilegur maður að ræða við, mótaður af þing- eyskri bændamenningu og jafn- framt heimsborgari. Viðmæl- endur hans njóta þess, á hve mörgu hann kann skil. Eftir að hann lét af embætti, hefur hon- um gefizt betra tóm en áður til að sinna hinum margvíslegu hugðarefnum sínum. Vetur- inn, sem Björn varð sjötugur, hóf hann nám í landafræði við Háskóla íslands, og lauk hann prófi í þeirri grein. Er slíkt fátítt á þeim aldri. í dag vil ég árna Birni og fjölskyldu hans heilla og þakka vináttu, sem ég hef notið, allt frá því er kynni tókust með okkur. Ingi Sigurðsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.