NT - 17.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 17. janúar 1985 8 Viðurkenningin ekki konfektkassi; - skrifar ánægður um kjör íþróttamanns ársins # .oj> svo oinn físk, takk! ■ Fyrir nokkru skrifaði kona sem nefndi sig „óánægð" í lesendadálk NT' og þótti það slæmt að íþróttamaður ársins 1984 skyldi vera valimr Ásgeir Sigurvinsson en ekki Bjarni Friðriksson. Við því er í raun ekkert að segja þó konan hafi verið óánægð og hafi kallað sig það líka, það geta aldrei allir verið sam- mála. Kaupirfisk drekkur bjór Ölkollukall skrifur: ■ Nú hefur framsóknarráð- herrann Jón Helgasön fundið upp snjallræði ti! að draga úr bjórdrykkju með þvi að nú megi enginn drekka þann mjöð nema belgja í sig fisk um leið. A pöbbum sem urðu ti! fyrir mitt siðasta ár skilst mér þó að þeir scm eru nógu seint á ferð* inni, það er eftir klukkan 9 megi nú fá scr bjórinn eintóm- an. En aðrir verða að panta mat og á nýrri stöðunum má aldrei drekka bjórinn nema menn kyngi fiski líka. Síðan situr góðborgarinn á pöbbunum, pantar fisk og drekkur bjór „Og hvernig fisk", spyr þjóninn. „Nú, bara fisk, bara einhvern ódýran fisk„, svarar bjórmaðurinn ólundarlega og bandar frá sér hendinni. Hverjum hefði sosum dottið í hug að hann ætlaði nokkurntíma að éta þennan fisk yfirleitt. Nóg er offitu- vandamálið samt. En kerfinu er fullnægt. Því miður hcfur dómsmálaráðu- neyti eða aðrir sem standa bak við þennan skrípaleik aldrei heyrt um offituvandamál Is- lendinga eða peningavandræði alþýðunnar Afleiðingin af þessum skrípaleik verður sú að aðeins sumir hafa efni á að kaupa sér koilu fyrir klukkan 9 en hinir verða að bíða með drykkjuna þar til lengra er liðið á kvöldið. Og til hvers? Ronald er hættur að leika kúrcka... —en Árni ekki? Trúðleikar þingmanna ■ Flvaö eru þingmenn að láta draga sig fram á sjón- varpsskerm eða upp í síður í dagblöðum í auglýsing- um? Nýlega var Fielgi Selj- an (hústrúður þingsins) og einhver til að auglýsa gúmmístígvél og nú er Árni skepnan Jóhnsen farin að gjálfra um einhverja lýsis- eða vítamínbelgi, - til þess að fá kraftinn í kjaftshöggin eða hvað'? Nei, risið á Alþingi hækkar ekki við þetta né virðing þess. Úreltir skemmtikraftar eiga að þekkja sinn vitjunartíma og séu þeir eins og hér hefur gerst) teknir við trúnaðar- störfum eins og þing- mennsku eiga þeir að gæta lágmarksvirðingar starfsins. Sá kjarnakarl Ronald Reagan lætur sér ekki detta í hug að leika kúreka lengur eða auglýsa Camel. Mættu minni menn á Alþingi íslendinga taka hann sér til fyrirmyndar. Álfhciöur En það sem undirritaður var óánægðastur nteð í skrif- um konunnar var að hún sló því föstu að þar sem Bjarni var ekki yalinn íþróttamaður ársins 1984 yrði hann aldrei valinn íþróttamaður ársins: „1984 var árið sem Bjarni vann bronsið og það kemur ekki aftur". Slík niðurlæging á þeim sem dáðst er að í öðru orði í sama bréfinu er sjaldgæf. Ég vil ekki taka ein- dregna afstöðu um það hvor átti frekar aó vera íþróttamaður ársins 1984, Bjarni Friðriksson eða Ás- geir Sigurvinsson. Báðir áttu mikinn heiður skilinn, og íþróttafréttamenn, sem hafa óumdeilanlega besta innsýnina í það að velja íþróttamann ársins vegna vinnu sinnar og þess að þeir hafa bestu yfirsýnina yfir afrek hvers og eins fyrir árið, voru ekki sammála. Aðeins þrjú atkvæði skildu. Og það er Ijóst að frétta- menn eru að meta afrek manna í sinni íþrótt á einu ári, hvort sem viðkomandi iðkar knattspyrnu eða júdó, hvort hann er áhuga- maður eða atvinnumaður,' hvort sem hann hefur hlotið Valda- miklir menn Borgari hringdi: Við erum hérna nokkrir kunningjar seni finnst það vægast sagt furðulegt að einn og sami maður skuli geta verið stjórnar- formaður í stærsta iðnfyrirtæki landsins og stærsta flutninga- fyrirtæki landsins og jafnvel fleiri fyrir- tækjum. Þegar upp koma mál af þeirri tegund sem gerðist nú nýver- ið að flutningar fyrir ísal voru ekki boðnir út, skapar slíkt óhjá- kvæmilega ýmsar eðlilegar eða óeðli- legar bollaleggingar um þau tengsl sem eru fyrirhendi íþjóð- félaginu af fjöl- skyldu- peninga- eða pólitískum toga. Sömu mennirnir sitja á valdastólum þessara. fyrirtækja ár eftirárogslíkt veldur stöðnun. Það þarf nýja menn meðfersk- ar hugmyndir. Ef til vill mætti setja reglur unt að nienn gætu ekki setið í sömu stöðunni lengur en t.d. 5 ár. Rangur maður kjörinn! viðurkenninguna áður eða ekki. Viðurkenningin íþrótta- maður ársins er ekki kon- fektkassi, sem deilist jafnt út (og þeir fá ekkert sem hafa fengið áður), heldur verðlaun sem veitast þeim sem að mati fréttamanna afrekar mest og best á við- komandi ári. Atkvæða- greiðsla hefur farið fram og Ásgeir Sigurvinsson vann Bjarna Friðriksson naunt- lega. Hann hlýtur því að vera réttkjörinn íþrótta- maður ársins og ekkert um það að fást. Margir íþróttamenn komu til greina, líklega fleiri en nokkru sinni áður, og það er ekki móðgun við einn þó annar jafn- eða betur að því kominn hljóti hnossið. Bjarni Friðriks- son, eins og Ásgeir Sigur- vinsson, er og verður einn besti íþróttamaður Islands frá upphafi, og hann undir- strikaði það í Japan um helgina. Hann getur enn orðið íþróttamaður ársins, hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Bjarni var bara óheppinn að vinna bronsið árið 1984, þegar svo margir afrekuðu svo margt. „Ánægður“ Magnað hvað. einn miði miklu geturhféytt! nc i.'l mw- '•'ÍH.vn' Þú fœrð miðana hjá umboðsmanninum og svör við spurningum: Liggur draumanúmerið á lausu? Hve mikið get ég unnið? Hve marga miða get ég fengið með sama númeri? Hvernig get ég spilað Jangsum og þversum? Hœkkar miðaverð oðeins um 20 kr.? Hvenœr fœ ég vinninginn greiddan? HAPPDRÆTTI HASKÖLA ISLANDS milljón í hverjum mánuöi ■ Happdrættin hafa auglýst grimmt að undanförnu. Hamingjan peninga- vinningur? Ég hef alltaf haldið að markmið Háskóla íslands sé meðal annars að efla menn- ingarlíf þjóðarinnar. En eftir að hafa séð síðustu sjónvarps- auglýsinguna frá Happdrætti háskólans er ég farinn að efast stórlega um að svo sé. Samkvæmt henni er ham- ingja og vell.íðan tengd við peningavinning í happdrættinu eins og hægt sé að kaupa hamingjuna fyrir peninga. Því er haldið frarn að „ég" (sjón- varpsáhorfandinn sem horfir á auglýsinguna) ali með mér draum sem sýndur er á sjón- varpsskerminum sem hangs á börum, tískufatnaður, hótel og lúxusbílar. Ég hélt reyndar að allar áfengisauglýsingar væru bannaðar og að slíkt bann gilti ekki einungis fyrir auglýsingar á einstökum tegundum heldur einnig fyrir auglýsingar sem sýna áfengisneyslu, þar með talið hangs á börum, sem eftir- sóknarverðan hlut. Auglýsing þessi er tilræði við siðgæðisþroska þjóðar- innar sem einstakir háskóla- kennarar liafa reynt að efla og þá hugmynd að þekking sé meira virði en auðæfi. Hún elur á þeim hugmyndum um lúxus og lúxuslíf sem að undan- förnu hafa verið að sýkja út frá sér í þjóðfélaginu og virðast nú hafa náð til háskólans. Hvar er nú allt talið um sparnaðinn og hagsýnina sem sé nauðsynleg á þessum erfiðu tímum: Háskólanum er vansæmd af þessari auglýsingu. Ragnar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.