NT - 17.01.1985, Blaðsíða 7
■ Málmblendiverksmiðjan á Grundartanga er eftirsóttur vinnustaður. Mengun af verksmiðjunni er í lágmarki og hafa engar hrakspár
um slæm áhrif rekstursins á náttúru og mannfólk ræst.
þeirra ráðherra, sem að fram-
an eru nefndir. Nokkur seink-
un varð á framkvæmdinni af
ástæðum, sem ekki verða rakt-
ar hér, en aldrei var hvikað frá
settu marki.
Framleiðslan á Grundar-
tanga hófst í mai 1979. Nokkrir
erfiðleikar voru fyrstu árin
vegna orkuskorts, sölutregðu
og verðfalls. Með fullvirkjun
Hrauneyjarfoss var komin
nægileg orka. Sveiflur á mark-
aði verða sjálfsagt ekki um-
flúnar og aíltaf reiknað með
þeim. Þær koma sér þó ver,
eftir því sem fyrirtækið er
nýrra og stofnkostnaður liggur
á með fullum þunga. Hinsveg-
ar má fullyrða að engar hrak-
spár Alþýðubandalagsins hafa
ræst. Þær hafa allar orðið því
til skammar og það fyrr en
búast mátti við. Er það mikil
gifta fyrir Vesturlandskjör-
dæmi.
Hver er reynslan af
verksmiðjunni?
Nú hefur verksmiðjan starf-
að í 5 XA ár. Eftirgreind atriði
blasa við þeim, sem eitthvað
fylgjast með rekstrinum og er
fróðlegt að bera þau saman við
frásögnina hér að framan og
allan áróðurinn gegn verk-
smiðjunni:
1. Stjórn verksmiðjunnar hef-
ur tekist mjög vel og góður
andi ríkt meðal starfs-
manna hennar.
2. Hún veitir ca 180 mönnum
atvinnu, sem einkum búa á
Akranesi og í hreppunum
sunnan Skarðsheiðar.
Launagreiðslur verksmiðj-
unnar 1984 voru kr. 100
millj. og eru áætlaðar 1985
kr. 130 millj. Meðal árstekj-
ur eru því hærri en almennt
gerist.
3. Mikill stöðugleiki hefur
verið þar í starfsfólki og
meiri en almennt á vinnu-
stöðum. Það bendir til þess
að menn uni þar allvel hag
sínum.
4. Ekki hefur heyrst talað um
mengun frá verksmiðjunni
né önnur óþægindi. Vatnið
á Akranesi er nú talið -
samkv. opinberri rannsókn
- með því allra besta, sem
gerist í landinu.
5. Rykið sem átti að leggja
byggðina í eyði er selt í
tönkum til sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi og
notað þar til blöndunar í
sementið, sem eftir það er
talið eitt hið besta í veröld-
inni í sérstökum gæða-
flokki.
6. Ekki er vitað um einn ein-
asta bónda, sem hætt hefur
búskap vegna tilkomu verk-
smiðjunnar eða jarðir lagst
í eyði af völdum hennar.
Það er meira að segja búið
á Klafastöðum, þar sem
verksmiðjan stendur í tún-
inu.
7. Laxarækt er hafin undir
rykhreinsitækjum verk-
smiðjunnar og með varma
frá þeim. Það gæti aukið
lífríki Hvalfjarðar á næstu
árum, ef sú tilraun heppn-
aðist, sem þar er hafin.
8. Umræður fara nú fram um
rekstur gróðurhúsa á verk-
smiðjusvæðinu sem hituð
yrðu upp með orku frá
verksmiðjunni.
9. Á s.l. ári gátu starfsmenn
verksmiðjunnar aukið af-
köst hennar um 15% um-
fram það sem hún er áætluð
fyrir, án teljandi auka-
kostnaðar. Þeir ráðgera að
þessi aukning verði í ár
20% ogheildarframleiðslan
63,4 þús. tonn. Þanniggeta
þeir með hugviti og dugnaði
gert verksmiðjuna langtum
hagkvæmari, en áætlað var.
10. Hreinleg umgengni og
snyrtimennska á verk-
smiðjusvæðinu er til fyrir-
myndar og eiga stjórnend-
ur verksmiðjunnar og
starfsfólk mikinn heiður
skilið fyrir slíka umgengis-
hætti. Margir vinnustaðir í
landinu mættu gjarnan
gefa þessu auga og taka
sér til eftirbreytni.
11. Verksmiðjan kaupir mikla
afgangsorku hjá Lands-
virkjun, sem annars kæmi
engum að notum og hefur
þannig áhrif á hagstæðara
orkuverð í landinu en ella
væri.
12. Verksmiðjan hefur orðið
til þess að fólki hefur fjölg-
að í hreppunum sunnan
Skarðsheiðar og á Akra-
nesi. í Skilmannahreppi
hefur fólki fjölgað um tæp
50%. Hún hefur einnig
orðið til þess að auka þar
þjónustu og viðskipti.
Hér skal staðar numið, en
listi þessi gæti verið lengri, ef
grannt væri skoðað. Hinsvegar
er ég ekki að segja með þessu
yfirliti, að störfin í verksmiðj-
unni séu einhver dans á rósum.
Því fer fjarri. Vafalaust eru
ýmis þeirra erfið og sum leiðin-
leg. En það er ekkert sérstakt
fyrir Grundartanga. Þetta
finnst á flestum vinnustöðum.
Hallareksturinn sem ógnaði
verksmiðjunni fyrstu árin er
horfinn og samkv. fréttum nú
eftir áramótin eru líkur fyrir
hagnaði ca kr. 100 millj. 1984,
auk verulegra afskrifta. Fái
verksmiðjan nokkur slík ár,
kemst rekstur hennar á traust-
an grundvöll. Samvinna við
japanska fyrirtækið - Surni-
tomo Corporation - sem er
eigandi að 15% verksmiðjunn-
ar gefur góð fyrirheit um meira
öryggi í rekstrinum.
Skipbrot
Alþýðubandalagsins
Barátta Aiþýðubandalags-
ins gegn verksmiðjunni á
Grundartanga hefur beðið al-
gert skipbrot. Hún var líka
hvorki byggð á vísindum né
heilbrigðri skynsemi, heldur
ofstæki, trúarkreddum og
venjulegu afturhaldi. Það
vekur athygli að Kvennalistinn
hefur gert stefnu Alþýðu-
bandalagsins í stóriðjumálum
að sinni stefnu, auk flestra
annarra mála, sem frá því
koma. Kvennaframboðið á
Akureyri syngur sama
sönginn. Það er því ekki að
furða, þótt þetta sérkennilega
pólitíska fyrirbæri í íslenskum
stjórnmálum hafi í munni al-
mennings hlotið nafnið: Skott-
ið á Alþýðubandalaginu, og er
það vel við hæfi.
Alþýðubandalagið á svo eft-
ir að finna það, að stefna þess
í stóriðjumálum verður því
ekki til framdráttar. Hún stríð-
ir gegn tækni nútímans og bætt-
um lífskjörum þjóðarinnar.
Reynslan er ólýgnust
Þegar umræður um stóriðju
eru á dagskrá í þjóðfélaginu
finnst mér eðlilegt að inn í þær
komi sú reynsla, sem á liðnum
árum hefur fengist af hliðstæð-
um fyrirtækjum hér á landi.
Reynslan er ólýgnust í þessu
sem öðru. Þegar eru 4-5 fyrir-
tæki, sem geta fallið undir
heitið stóriðja. Eftir því sem
þeim fjölgar er auðveldara að
taka ákvarðanir um þau næstu.
Staðreyndirnar tala sínu máli
og þá munu engar reykbombur
gagna. Að sjálfsögðu þarf að
taka tillit til landfræðilegra að-
stæðna, sem geta verið eitt-
hvað breytilegar. Þær ætti að
vera auðvelt að meta hleypi-
dómalaust.
Þegar ég var að Ijúka hug-
leiðingum þessum rakst ég af
tilviljun á vísu, sem einn af
starfsmönnum Grundartanga
hafði gert á s.l. sumri. Það er
fróðlegt að bera andblæ henn-
ar saman við bölsýni Ijóðskáld-
anna frá 1976, sem sátu föst í
áróðursneti andstæðinga verk-
smiðjunnar og áttu ekki einu
sinni von á því að ánamaðkur-
inn lifði í sambýli við hana.
Höfundur nefnir vísuna: Sveita-
rómantík með stóriðju-
• bragði. Vísan gefur einnig
nokkra hugmynd um andrúms-
loftið meðal starfsmanna. Hún
er þannig:
„Verksmiðjunnar vélahljóð
verma hug og hjarta,
er hún kveður ástarljóð
út í vorið bjarta."
ur lágmarksríkisvalds og má
að mörgu leyti flokka hann
með frjálshyggjuliðinu. Hann
er þó allt of raunsær í sínum
málflutningi og hefur allt of
marga góða punkta til þess að
hægt sé að afgreiða hann með
því að hann eigi heima í hægra
armi Sjálfstæðisflokksins. Ber
þar mest á tilfinningu hans
fyrir opnu þjóðfélagi þar sem
klíkuskapur hverskonar er
lagður á hilluna. Guðmundur
■ Guðmundur Einarsson
hefur innan Bandalagsins stig-
ið í vinstri fótinn. Verður hann
formaður?
Einarsson skipar sér hins vegar
vinstra megin við miðju í mál-
flutningi sínum og slær á svip-
aðar nótur og Alþýðubanda-
lagið og vinstri armur Fram-
sóknar (þó sá armur fari nú
sjaldan í pontu). Kristófer Már
er sömuleiðis vinstrisinnaður í
sinni pólitík. Konurnar tvær í
þingflokknum Kristín Kvaran
og Kolbrún Jónsdóttir eru á
sveimi þarna á milli, þó heldur
á hægri vængnum.
Bandalagið þarf að gera upp ;
við sig hvaða pólitík það ætlar
að reka og í samhengi við þetta
er afstaðan til viðræðna félags-
hyggjuflokkanna sem Alþýðu-
bandalagið boðar. Það cr
nefnilega ekkert sjálfgefið að
BJ taki þátt í þeim viðræðum.
S.Alb.
■ Kristófer Már hefur vakið
athygli fyrir góðar ritgerðir
sem hann flytur úr ræðustól
Alþingis. Allir hafa þingmenn
Bandalagsins sýnt að það er
kostur að hafa ekki þurft að
„tomma“ sig upp í gegnum
hefðbundna stjórnmálaflokka.
Þeir eru líkari venjulegu fólki
en gerist og gengur meðal
þingmanna.
Fimmtudagur 17. janúar 1985
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
' Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 '
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538. ;
Skrumskæling
efnahagsmálanna
■ Þótt undirstaða verðmætasköpunar á íslandi
lykti af slori verður hið sama ekki sagt um verðmæta-
mat, að minnsta kosti ekki þeirra sem fara með
yfirstjórn æðstu menntastofnunar landsins eða sjálf
ríkisfj ármálin. Auglýsingar háskólans um til hvers er
að vinna, að hljóta happ í peningamyllunni, sem
stendur undir byggingu klakahalla.er talandi tákn um
mat á afli þeirra hluta sem gera skal.
Nú hefur ríkissjóður og Seðlabankinn bætt um
betur og látið gera handa sér auglýsingu, sem þjóðin
verður væntanlega ótæpt mötuð á næstu vikur eða
misseri. í sjónvarpinu birtist í fyrrakvöld einkar
hugljúf áminning til sparifjáreigenda um ágæti skil-
mála þeirra verðbólgutryggðu skuldabréfa, sem eiga
að skáka öllum gylliboðum bankanna. Ekki dugir
minna en gálgahúmor og fíflskapur tilað lokka til sín
fjármagnið.
Vera má að fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn
séu öðrum hæfari til að persónugera þá aðila sem fást
við sölu og kaup á skuldabréfum og handrit auglýs-
ingarinnar sé byggt á þeirri reynslu. En satt best að
segja sýnist ekki vera fýsilegt að komast í þann
selskap ef það er ætlunin að mark sé tekið á boðskap æðstu
fjármálastofnana, sem haldið er að fólki með ærnum
kostnaði.
Þegar sjálfir landsfeðurnir fjalla um efnahagsmálin
á opinberum vettvangi gera þeir sig alvarlega í
augunum og þrástaglast á „hinum mikla vanda sem
við er að etja“ og þylja prósenturunur. Sem betur fer
eru í þeirra röðum bjartsýnir kjarkmenn sem stappa
stálinu í þegnana og boða lausnina góðu „að vinna
sig út úr vandanum.“ Allt er það gott og blessað en
tekur sinn tíma og ef til vill nokkra sjálfsafneitun og
erfiði.
Einatt er skírskotað til þeirra aðila í þjóðfélaginu
sem erfiði og þunga eru hlaðnir, og um nauðsyn þess
að létta af þeim byrðunum. Peir sem verst eru settir
þessa stundina, í fjölmiðlum að minnsta kosti, eru
húsbyggjendur og íbúðakaupendur sem lagt hafa út
í það glapræði að koma sér upp húsaskjóli á tilteknu
árabili. Greiðslur vaxta og vísitöluhækkanir lána er
flestu þessu fólki um megn, enda var það týnt og
tröllum gefið þegar kaupgjaldsvísitala var tekin úr
sambandi en lánskjaravísitala fékk að halda sínu
verðbólgustriki.
Um þessi mál var nýlega fjallað í frægum sjón-
varpsþætti, þar sem ráðherra félagsmála kynnti
tillögur um úrlausn til handa þessu fólki, sem annar
áhrifamaður í þjóðmálum tók reyndar til baka
daginn eftir, en vill standa öðruvísi að málum, en
hvernig er leyndarmál.
Það er athyglisvert að allir þeir sem þátt tóku í
umræðunum telja að lausnin sé fólgin í lánsútvegun
af opinberri hálfu. Það er sem sagt tilfærsla skulda
sem á að leysa vandræðin, en væntanlega verða nýju
skuldirnar einnig verðbólgutryggðar, eða hvað?
Sjálfseignarstefnan í húsnæðismálum er fyrir löngu
gengin sér til húðar, að minnsta kosti í því formi sem
hún er tíðkuð. Hún tekur á sig hinar furðulegustu
myndir, eins og þá staðreynd, að hinir „verst settu“
þurfa að meðaltali á milíi 50 og 60 fermetra fyrir
hvern fjölskyldumeðlim, sem er rýmra húsnæði en
.þekkist á öðrum byggðum bólum.
Á hófsemd í fjármálastjórn er aldrei minnst nema
þegar launþegar setja fram kaupkröfur. Það er sama
hvort um er að ræða stórhuga draumsýnir stjórnmála-
manna eða þegar einstaklingar reisa sér hurðarás um
öxl í framkvæmdagleðinni. Enda er lausnin oftast að
bjarga í horn með skuldbreytingum þegar í óefni er
r komið.