NT - 17.01.1985, Blaðsíða 14

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 17. janúar 1985 14 Syngja þeirjazz- eða ekki jazz - Það hefur freistað margra jzzsöngvara að hallast svolítið yfir að dægurmúsíkinni - því að þar eru peningarnir! En margir dægulagasöngvarar eða söngleikjasöngvarar hafa haft til að bera það mikla tónlistarhæfileika, og átt auð- velt með að ná sveiflu og „frasera", að þegar þeim tekst best upp með góðum undir- leikurum, þá má hiklaust telja þá ekta jazzsöngvara. Einn af þeim mest umdeildu er t.d. Frank Sinatra, sem svo sannarlega má segja að geti sungið jazz. Ég ætla nú að spila lög með Sinatra þar sem hann syngur með stórum hljómsveit- um, en hann söng inn á plötur, bæði rneð Duke Ellington og Count Basie. Örugglega verð- ur leikið eitthvað gott lag eftir Cole Porter, t.d. „l’ve Got You Under My Skin'*. Jazz- leikarar hafa alltaf notað mikið lög Cole Porters. Hann samdi svo góð lög sem gott er að útsetja í jazz og er óefað einhver alfremsti söngleikja- höfundur Bandaríkjanna,- og svo auðvitað George Gerswin. Konur í jazz - Mest allra jazz-söng- kvenna var auðvitað Billie Hollyday, en það eru alltaf einhverjar nýjar að korna fram. Það er t.d. ein óheniju góð þeldökk jazzsöngkona sem býr nú í Kaupmannahöfn en syngur um alla Evrópu og heitir Etta Cameron. Hún er í hópi albestu yngri jazz-söng- kvenna í dag. Hún syngur oftast með lítilli hljómsveit, með henni eru vanalega tríó og einn blásari. Notar líkamann sem ásláttarhljóðfæri! Svo er það auðvitað fólk á borð við hina nýju stjörnu Bobbie McFerren. Hann er alveg stórkostlegur söngvari og hann verður líka með í þættin- um í dag. Hann syngur mest einn. og fyrir utan sönginn lemur hann sér á brjóst og kinnar og notar líkamann sem ásláttarhljóðfæri. Slíka tilburði hafa reyndar fslendingar séð hér á landi, því að Áskell Másson hefur notað þetta mikið þegar hann hefur verið í ham, sagði hinn mikli jazzáhugamaður Vernharður Linnet að lokum. ■ Vernharöur Linnet sem frá Gramminu, en þeir flytja inn plötur frá ECM, sern gefur út mikið af jazz. Jazz-fyrstog fremst hljóðfæratónlist en fremstur jazz-söngvara er gamli Armstrong Aðallega vcrð ég nú með jazz frá sl. ári, en svo ætla ég að fjalla urn nokkra söngvara, sem oft hefur vcrið deilt um, hvort syngi jazz eða ekki. Það má segja að jazz sé. auðvitað fyrst og fremst hljóðfæratón- list, og að syngja jazz hefur oft verið talið erfitt. Mestur allra jazzsöngvara og sá, sem gerði hann að meira en bara blues- eða sálmasöng, var auðvitað Louis Armstrong. Hann söng og hljóðritaði 1929 „1 Can’t Give you Anything But Love, Baby", og það var í • fyrsta skipti sem dægurlag var umskapað yfir í jazztónlist. ■ Frank Sinatra hefur sungið með stórum jazz-hljómsveitum, svo sem Duke Ellington og Count Basie. ■ Vernharður Linnet stjórn- ar Jazzþætti á Rás 2 kl. 16.00- 17.00 í dag, fimmtudag. Vern- harður var spurður um hvar í jazzinum hann myndi helst bera niður. Honum sagðist svo frá: „Ég mun leika eitthvað af helstu jazzbreiðskífum síðasta árs. Það keniur gríðarlega mikið út af jazzplötum á hverju ári í heiminum. - en það er ansi lítið flutt af þeim til Islands. Jazz er mikið gefinn út af sjálfstæðum litlum fyrirtækj- um, en útgáfa þeirra vill oft fara frani hjá opinberum stofn- unum eins og útvarpinu, sem hefur sambönd helst við stærri útgefendurna. Annars vel ég bæði úr þeim jazzplötuna, sem útvarpið fær og svo reyni ég að viða aö mér eins og ég get, svo Betlaraóperan í stereó tæknivinnu önnuðust Bjarni Rúnar Bjarnason og Hreinn Valdimarsson. Sérstaklega skal bent á að Betlaraóperan er tekin upp og flutt í steríó. Er hún fyrsta meiriháttar leiklistarupptaka sem útvarpið flytur með þeirri tækni. ■í helstu hlutverkum eru: Ró- bert Arnfinnsson, Þuríður Pálsdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Guðmundur Jónsson, Atla HeimisSveinssonar. Aðr- ir hljóðfæraleikarar eru: Guð- mundur Ingólfsson, Björn Thoroddsen, Skúli Svcrrisson, Reynir Sigurðsson, Þórir Bald- ursson, Guðmundur Stein- grímsson, Jóhann G. Jóhanns- son, Gunnar Egilsson, Gra- ham Smith, Rúnar Þórisson, Örn Jónsson, Rafn Jónsson, Hjörtur Howser, Hafsteinn Guðmundsson, Jón Sigurðs- son og Árni Áskelsson. Þýðandi söngtexta er Böðv- ar Guðmundsson en leiktexta þýddi Sverrir Hólmarsson. Tvisvar áður hefur flutning- ur Betlaraóperunnar verið settur á dagskrá útvarps, en varð í bæði skiptin að víkja fyr- ir umræðum frá Alþingi. ■ Hrafn Gunnlaugsson leikstýrir Betlaraóperunni í kvöld en hún er fyrsta meiriháttar leiklistarupptaka sem útvarpið tekur upp þg flytur í stereó. Harald G. Haraldsson og Sig- rún Edda Björnsdóttir. Aðrir leikendur eru: Helgi Björnsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Karl Ágúst Úlfsson, ÞórhallurSigurðsson, Edda Þórarinsdóttir, Sigurjón Sverrisdóttir, Ása Svavars- dóttir, Kristín Ólafsdóttir, María Sigurðardóttir, og Pétur Einarsson. Undirleik annast Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn ■ Þegar Betlaraóperan var frumsýnd 1728 var tónlistin vinsæl dægurlög og alþýðu- tónlist samtímans. I útfærslu útvarpsins í kvöld hefur Atli Heimir Sveinsson valið, samið og útsett lögin, auk þess sem hann stjórnar flutningi þeirra. Hann er sem kunnugt er höf- undur Silkitrommunnar, sem sýnd hefur verið víða við mikl- ar vinsældir. ■ í kvöld kl.20 flytur útvarp- ið Betlaraóperuna eftir John Gay. Söguþráður er sem hér segir: Herra Peachum er virðulegur kaupsýslumaður, sem hagnast á því að kaupa þýfi af þjófum og selja þá svo í hendur vinar síns Lockit lögreglustjóra þeg- ar þeir eru ekki lengur nægileg- ar arðbærir. En dag einn kem- ur babb í bátinn þegar Pollý dóttir hans tilkynnir foreldrum sínum að hún hyggist ganga að eiga MacHeath kaptein sem móðir hennar telur einn skemmtilegasta mann í stiga- mannastétt. Slíkt hjónaband álítur herra Peachum ganga þvert á viðskiptalega hagsmuni sína og ekki batnar ástandið þegar á daginn kemur að Mac- Heath hefur verið í tygjum við Lúsí, dóttur Lockits. Betlaraóperan var frumflutt í London árið 1728. Hún var samin við vinsæl dægurlög og alþýðutónlist samtímans og skopstældi óperur Hándels sem voru mjög í tísku um þær mundir. í upptöku þeirri sem útvarpið flytur í kvöld er tón- listin hins vegar færð nær nú- tímanum og hefur Atli Heimir Sveinsson valið, samið og út- sett lögin, auk þess sem hann stjórnar flutningi þeirra. Leik- stjóri Betlaraóperunnar er Hrafn Gunnlaugsson. Alla Rás2-kl. 16. Jazz frá síðasta ári og hlustað á jazz-söngvara Fimmtudagur 17. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Si- guröar G. Tómassonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Sigurjón Heiðarsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elsku barn“ Andrés Indriöason endar lestur sögu sinnar (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurf regnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.).Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liönum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Sagt hefur það verið“ Hjálm- ar Arnason og Magnús Gíslason sjá um þátt af Suðurnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Ólafur Haukur Símonarson. (Rúvak). 13.30 Tónleikar. 14.00 „Þættir af kristniboðum um vfða veröld" eftir Clarence Hall. „Töfralæknirinn á Amason- fljóti". Leo Halliwell og báturinn hans. Ástráður Sigursteindórsson les þýðingu sína (12). 14.30 A frívaktinni Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a.Sellósón- ata nr. 5 i D-dúr op. 102 eftir Ludwig van Beethoven. Mstislav Rostropovitsj og Svjatoslav Rik- hter leika. b. Kvartett i D-dúr op. 23 eftir Antonin Dvorak. Flæmski píanókvartettinn leikur. 17.10 Siðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 19.50 Höfðalag að hraðbraut" Elín Pálsdóttir Flygenring les Ijóð eftir Þóru Jónsdóttur. 20.00 Leikrit: „Betlaraóperan" eftir John Gay. Þýðandi: Sverrir Hólm- arsson. Þýðandi söngtexta: Bööv- ar Guðmundsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson valdi og samdi. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Jónsson, Harald G. Haralds, Þórhallur Sigurðsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Helgi Björnsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafn Gunnlaugsson, Þuríður Pálsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Sigurjóna Sverris- dóttir, Ása Svavarsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Maria Sigurðardóttir og Pétur Einarsson. Undirleik ann- ast Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Atla Heimis Sveins- sonar. Aðrir hljóðfæraleikarar eru: Guðmundur Ingólfsson, Björn Thoroddsen, Skúli Sverrisson, Reynir Sigurösson, Þórir Baldurs- son, Guðmundur Steingrimsson, Jóhann G. Jóhannsson, Graham Smith, Rúnar Þórisson, Örn Jónsson, Rafn Jónsson, Hjörtur étw Fimmtudagur 17. janúar 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Kristján Sigurjónsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-15:00 Dægurflugur. Stjórn- andi: Leópold Sveinsson. 15:00-16:00 Ótroðnar slóðir. Kristi- leg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárus- son. Howser, Þorleifur Gíslason, Jón Sigurðsson og Árni Áskelsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundgsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Draumar í orðum“ Anna Ólafsdóttir sér um þáttinn. Lesari: SigurðurG. Tómasson. 23.00 Músikvaka Umsjón: Oddur Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 16:00-17:00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17:00-18:00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ástvaldsson. Hlé 20:00-21:00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 Top 10. Stjórnandi: Páll Þorsteinsson. 21:00-22:00 Nú má ég! Gestir i stúdiói velja lögin. Stjórnandi: Ragnheiður Daviðsdóttir. 22:00-23-00 Söngleikir Rocky Horr- or Picture Show/Grease. Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Föstudagur 18. janúar 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.24 Krakkarnir í hverfinu. 5. For- siðufréttin Kanadískur mynda- flokkur i þrettán þáttum, um atvik í lífi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.10 Skonrokk Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.40 Hláturinn lengir lifið Tíundi þáttur. 22.10 Niagara Bandarisk bíómynd frá 1952. Leikstjóri Henry Hatha- way.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.