NT - 17.01.1985, Blaðsíða 21

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 21
lít Fimmtudagur 17. janúar 1985 21 Spænskur nemandi: Skaut á tvo prófdómara - og framdi síðan sjálfsmorð Madrid-Reuter: ■ Spánverji nokkur skaut og særði tvo- prófdómara þegar hann átti að gangast undirmun- legt próf í meðferð opinberra skjala. Prófdómararnir segja að maðurinn, sem hét F.C. Fern- andes, hafi greinilega verið í uppnámi. Hann hafi stamað og honum hafi gengið illa að svara þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hann. Þegar hann virtist alveg hafa siglt í strand greip hann skyndilega til skammbyssu og skaut á próf- dómarana og særði þá alvarlega. Síðan beindi Fernandes, sem var 29 ára gamall, byssunni að sjálfum sér og framdi sjálfsmorð. Nokkrum dögum áður hafði hann fallið á skriflegu prófi og kann það að hafa átt þátt í því að hann greið til byssunnar. Liverpool-Reuter ■ í gær var opnuð sýning í Liverpool með djörfum teikn- ingum eftir bítilinn sáluga, John Lennon. Teikningarnar hafa ekki verið sýndar en lögreglan gerði þær upptækar fyrir 15 árum. Teikningarnar sem eru 14 að tölu sýna ástríðufulla ástarleiki hjónanna Lennon og Ono og eru frá hveitibrauðsdögum þeirra hjóna 1969. Þegar þær voru fyrst sýndar í London 1970 lokadi lögreglan sýningunni enda þóttu teikningarnar ósið- Iegar. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og sýningin í Liverpool nú er ekki eins um- deild og sýningin í London fyrir 15 árum. Minnsta barn heims laust afsjúkrahúsi ■ Spænska barnið Irene Perez, sem var aðeins 465 grömm við á myndinni eru foreldrarnir hamingjusamir yfir að fá loksins að taka fæðingu fékk í gær að fara heim til foreldra sinna eftir að hafa legið litla barnið sitt heim. á sjúkrahúsi frá fæðingu þann 27. ágúst á síðasta ári. Eins og sjá má símamynd: - polfoto. Norrænir sósíaldemókratar: Kjarnorkuvopn verði bönnuð á Atlantshafi ■ John Lennon og Yoko Ono nokkrum dögum eftir giftingu þeirra í mars 1969. Lennon teiknaði ástarlífsmyndirnar um þetta leyti. Þær eru nú á sýningu í Liverpool. Liverpool: Ástarleikir Lennon og Ono á sýningu Oslo-Reuter ■ Norrænir sósíaldemó- kratar, þ.á.m. forsætisráð- herrar Svíþjóðar og Finnlands, hvetja risaveidin til að banna kjarnorkueld- flaugar á Norður-Atlants- hafi. í samþykkt á ráðstefnu norrænna sósíaldemókrata eru Sovétríkin og Bandartk- in hvött til að taka þetta mál upp í vopnaviðræðunum sem munu fara fram í þessum mánuði er Gromyko og Shultz hittast. Samþykktin var gerð á tveggja daga ráðstefnu sós- íaldemókrata frá öllum Norðurlöndunum. Finnski forsætisráðherr- ann, Kalevi Sorsa og Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, lögðu fram tillögu um að norrænar ríkisstjórnir lýsi Norðuriönd kjarnorku- vopnalaust svæði. Haft var eftir heimildar- mönnum á ráðstefnunni, sern lýkur í dag, að einnig hafi verið samþykkt að skora á risaveldin að „ræða alvar- lega“ fækkun meðaldrægra og langdrægra kjarnorku- eldflauga og tafarlausa stöðvun hervæðingar í geimnum. Bandarísk mannréttindasamtök: Gagnrýna Reagan fyrir að styðja einræðisherra New-Reuter ■ Samtök mannréttinda- manna í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt stjórn Reagans fyrir lítinn árangur í mannréttinda- málum á síðasta ári vegna stuðnings hennar við einræðis- stiórnir. í ársskýrslu mannréttinda- samtakanna Americas Watch, Helsinki Watch og Lögfræð- inganefndar fyrir alþjóðlegum mannréttindum eru bandarísk stjórnvöld lofuð fyrir að hafa fordæmt mannréttindabrot í So- vétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. En í skýrslunni eru bandarísk stjórnvöld einnig átalin fyrir að hafa ekki gagn- rýnt mannréttindabrot annars staðar að sama skapi. Slíkt hafi dregið mjög úr siðferðilegum þunga af gagnrýni Bandaríkja- manna á mannréttindabrotum í austantjaldslöndunum. Mannréttindasamtökin fagna því að Bandaríkjastjórn sé nú ef til vill að uppgötva hvað stefna hennar í málefnum Suður Afríku hingað til hefur þjónað illa baráttunni fyrir auknum mannréttindum og bandarísk- um hagsmunum. En jafnframt er bent á að í mörgum tilvikum hafi stjórnin haft uppi . „hávaða- samar afsakanir" fyrir mann- réttindabrotum. Sérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna: Hættan á iðnaðarslysum I Fljúgandi mest í þróunarlöndunum I „tómatur“ ilairobi-Rcuter ■ Ríki í þriðja heiminum eru ilbúin til að taka meiri áhættu /arðandi iðnaðarslys en iðnrík- n á Vesturlöndum, segir efna- 'ramleiðslusérfræðingur starf- mdi hjá Sameinuðu þjóðunum. Jan Huisman, forstöðumaður Alþjóða eiturefnastofnunarinn- ar í Genf, skýrði frá því í fyrradag, að takmörkuð verk- menntun og ábyrgðartilfinning valdi meiri áhættu í vinnslu hættulegra efna í þróunarlönd- um. Athugasemdir hans koma í kjölfar gaslekans í fyrirtæki auðhringsins Union Carbide í Bhopal í desember s.l. sem leiddi til dauða 2500 manna. Ófullnægjandi eftirlit opin- berra stofnana með verksmiðj- um ykju enn áhættuna og líkur á slysum sagði hann í skýrslu sem lögð var fram á vegum umhverfismálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, en rannsókn- arstofnun á hennar vegum er í Nairobi. Sem skammtímalausn gagn- vart fyrirtækjum alþjóðlegra 'auðhringja, lagði Huisman til að hættulegustu þrepin í fram- leiðsluferli efnaframleiðslu yrðu unnin á Vesturlöndum. ■ Sovéskur bílstjóri, Nikolai Vytnil að nafni, segist hafa orðið fyrir árás fljúgandi „tómats" heima hjá sér fyrir skömmu. Vytnil segir að „tó- maturinn" hafi flogið inn um útidyrnar hjá sér og sprungið. Þegar þetta gerðist var mikið óveður og telja vísindamenn að „tómaturinn fljúgandi" hafi í rauninni verið eld- kúla án þess þó að þeir geti skýrt hvernig hún varð til.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.