NT - 17.01.1985, Blaðsíða 11

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 11
íll Fimmtudagur 17. janúar 1985 11 Rómantísk hugmyndalist ■ Sú héfð hefur skapast hér að myndlistanemar er nema erl- endis hafa sýnt verk sín hér heima í jólafríinu, einhverjir þeirra á hverju ári. Um jólin var engin slík sýning en öll von var greinilega ekki úti því nú sýnir Halldór Ásgeirsson. sem nemur í París, níu verk í Ný- listasafninu við Vatnsstíg. í fremri salnum er eitt verk, löng myndaröð sem Halldór segir „Verk tileinkað Bayeux- reflinum eða fyrstu heimildar- kvikmyndinni". Þetta verk er cinkennandi fyrir verk Halldórs. Það er samsett úr ntörgum tcikningum sem raðað er saman til að niynda eina heild. eins konar frásögn. Hann notar einungis frumlitina og svart og hvftt og myndar með þeim hin ýmsu tákn. Ég ætla rnér ekki þá dul að þykjast skilja öll verkin. Fyrir mér eru flest myndverkin sem leikur að litum, línum og formum, enn sem kornið er. Táknfræði höfð- ar sterkt til margra myndlist- armanna, enda athyglisverð grein. En Halldór virðist ekkert sérlega upptekinn af því að nota táknfræði til að ráða myndagát- ur á þann hátt sem Umberto Eco gerir í grein í næst seinasta Tímariti Máls og menningar, Iteldur er hann í því að flækja tilveruna og búa til tákn. Persónulegt táknmál: Er eitt- ■ Listamaðurinn við verk sitt. hvert vit í slíku? Ef myndverk eru nijög persónuleg eru alltaf einhverjir sem koma og segja góðlátlega. „Ef þú vilt gera mvndir og sýna þær öðru fólki verður þú að gera myndir sem eru fjöldanum skiljanlegar;". Þetta er rugl. Sagan sannar að fjölmargir myndlistarmenn sem verulegu máli skipta gerðu verk sem í byrjun voru aðeins þeim sjálfum, og þeirra bestu vinum, skiljanleg. Þetta er mjög eölilegt. Myndlistarmenn skapa sín verk af þörf fyrir að tjá sig myndrænt, en ekki bara til að þekja veggina í sýningarsölum. Ef listamaðurinn er skapandi þá byggir hann ekki nema að hluta til á hefðinni. Nýjungar þurfa gerjunartíma. Þær þurfa um- ræðu og umfjöllun. Skilur þú verk myndlistarmanna eins og Joseph Beuys eða Marcel Duc- hantp án útskýringa? Ekki ég.Ég á nóg með að skilja þau mcð útskýringum scm fylla þykkar bækur og hefur ekki alltaf dugað, þó vandræðalegt sé frá að segja. Þessi þörf á út- skýringum á ekki einungis við um seinni tíma verk heldur líka um verk manna eins og Kandin- sky eða Gaugin að ekki sé talað um miðaldalist eða cnn eldri. Það er auðvitað hægt að horfa á fyrstu abstrakt myndir Kandin- sky og dáðst að því hvernig hann leikur sér með liti, línur og form en áhorfandinn sent upp- lifir þau aðeins þannig fer á ntis við drjúgan hluta verkanna. Myndverk veröur að skoða út frá þeirn tíma sem þau eru sköpuð á, út frá þeim hugar- heinti sem þau koma úr og út frá þeim almennu hugmyndum sem grassera í umræddum tíma. „Ein mynd - aðrar ntyndir" nefnist eitt verk Halldórs á sýn- ingunni. Það skiptist í tvo hluta og eru 45 einingar í hvorum. Einingarnar eru úr máluöum pappír. Litirnir eru rauður, blár. gulur, svartur og hvítur. Einingunum er raðað þannig í öðruni hluta verksins að heild- arformið sem pappírinn rnyndar er óreglulegt en innan þess er fígúra. í hinunt hluta verksins er heildarformið reglulegur ferhyrningur og þótt greinilega sé um sömu liti, línur og form Vladlen Kuznetsov: Afvopnunarviðræður frá sjónarhóli Sovétmanns ■ Fundur Grumykos og Shultz hefur haft í för með sér ýmsar fréttaskýringar á Vestur- löndum. Þar koma fram ólíkar skoðanir og tillögur. Og hvert er álit manna í Sovétríkjunum á fundinum í Genf? í eftirfarandi grein, sem skrif- uð er sérstaklega fyrir NT af einum af leiðandi sérfræðingum Sovétríkjanna á sviði utanríkis- mála, Vladlen Kúznetsov, geta lesendur fengið svar við þeirra spurningu. Nú er hafist handa í Genf að nýju. Fundur Andrej Gromyk- os, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, og George Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er forspil viðræðna. Markmiðið með fundinum er að marka grundvallar frumdrög sem aðil- ar gætu einbeitt sér að til að i ná gagnkvæmt aðgengi- legu samkomulagi um heilan pakka af innbyrðis tengd- unt málefnum. Þessi málefni koma fram í hinni sameigin- legu yfirlýsingu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Viðfangs- efnið er að hindra að vígbúnað- arkapphlaupið berist út í him- ingeiminn, að stöðva þaö á jörðu niðri, að takmarka og fækka kjarnorkuvopnum og styrkja herstjórnarlegan stöðugleika. Óskandi er einnig, og raunar lífsnauðsynlegt sem lokatakmark, að útrýma gersam- lega öllum kjarnorkuvopnum úr heiminum. * Sovétríkin eru reiðubúin til að ganga þá götu á enda, að fækka og taka niður eldflaugar sínar, að stöðva vígvæðingar- færibandið, að beina öllu fjár- magni til friðsamlegra þarfa, og að leysa upp hernaðarleg og pólitísk bandalögoghópa. Með öðrum orðum, þau eru reiðubú- in til að ganga þá braut til enda, sem í alþjóðlegum lexíkonum er nefnd almenn og alger af- vopnun. Hið mikla vex upp af hinu smáa. Hve mörgum sinnum hafa ekki Sovétríkin sýnt vel- vilja sinni á eftirstríðsárunum, og gefið mótaðilanum merki í þeirri von að hann sýndi einhver viðbrögð og fylgdi fordæmi Sovétríkjanna. Áð eigin frum- kvæði og af frjálsum vilja hafa Sovétríkin hafnað herstöðvum og skuldbundið sig til að beita ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Þau hafa einhliða fækk- að í herjum sínum og stöðvað tilraunir með kjarnorkuvopn og uppsetningu eldflauga. Nú þegar þjóðum unt heim allan verður æ Ijósara hvílík hætta getur vofað yfir friðnum og mannkyninu utan úr geimn- um, hafa Sovétríkin tekið þá einhliða ákvörðun að setja ekki upp gagngervihnattavopn í geimnum, svo lengi sem önnur ríki láta það ógert (þessi ákvörð- un tekur einnig til tilrauna með slík vopn). Sovétríkin eru reiðubúin til að banna allar tilraunir með kjarnorkuvopn og frysta kjarn- orkuvígbúnað í vopnabúrum sínum á núverandi stigi. Það er ekki til sú leið, sem raunveru- lega leiðir til stöðvunar vígbún- aðar og afvopnunar, sem Sovét- ríkin myndu hafna. En hvað um Washington? Til hvers er hún reiðubúin? Hvaða hugmyndir leggur hún fram? Þær eru nokkrar. Til dæmis uppbyggingar- og niðurtalning- ar hugmyndin, eða Rogersáætl- unin, eða kenningin um hið Vladlen Kuznetsov. algera ABM-varnarkerfi með tækjum sem sett skulu upp úti í geimnum, gæluhugmynd þeirra í Hvíta húsinu. Með hinni fölsku staðhæfingu um „skjöld" sem hindrar endur- gjaldsárás strategísks „sverðs" hins "hugsanlega andstæðings," vonast Washington til að geta komið sér upp afgerandi hern- aðaryfirburðum og fengið frjáls- ar hendur til að greiða fyrsta árásarhöggið. Hvíta húsið harmar að mót- aðilinn hafi ekki sýnt nægjan- lega „hásiðferðilegt" herstjórn- aríegt varnarfrumkvæði, sem þýðir trúlega eyðileggingu eld- flauga en ekki fólks. Halda menn í Hvíta húsinu virkilega að slíkar „mannúöar" áætlanir séu blessun fyrir mannkyniö. En margir Bandaríkjamenn álíta að þær geti grafið, ekki aðeins þau samkomulög sem þegar er búið aö gera. heldur einnig drepiö niður ný tækifæri til að komast að samkomulagi um takmörkun strategísks víg- búnaðar. það er að segja, þær áætlanir færa heiminn nær kjarnorkuvá. Svo undarlegt sem það er, hefur Hvíta húsið sett sér það takmark að, að „sannfæra" Sovétríkin og hina áhyggjufullu bandamenn sína í NATO um heiðarleg áform og göfugan til- gang þeirra sem beita sér fyrir „stjörnustríði." Á þann veg eru tillögur og hugmyndir Bandaríkjanna. R. Cowen, fréttaskýrandi Wash- ington Post sagöi að gott væri ef þessar tillögur kæmu aldrei fram. Hafa bandarísku fulltrúarnir hent þessum óþarfa farangri sínum fyrir borð, eða hafa þeir tekið hluta hans með sér til Genfar? Allt veltur nú á hvað kemur í kjölfar Genfarviðræðnanna. Skoðanaágreiningur aðila um einstök atriði er mikill. En fyrir hendi eru einnig hlutlæg tæki- færi og forsendur fyrir því að finna gagnkvæmt aðgengilega lausn mála. Lífshagsmunir So- vétríkjanna og Bandaríkjanna fara saman við væntingar þjóða heimsins, og hagsmuni alheims- friðar og alls lífs á jörðinni, svo vonandi er að fyrirhugaðar við- ræður verði uppbyggjandi. Halldór Ásgeirsson Nýlistasafnið, Reykjavík .11/1—20/1 1985.0piði5—20. Um heigaru—20. að ræða og á hinum hlutanum, þá er röðunin á einingunum önnur og því engin fígúra sjáan- leg. Ekki ólíkt tveim samskonar púsluspilum, röðuðu og óröð- uðu. Merking fígúrunnar virðist ntér aukaatriði í þessu verki. Inntak verksins virðist fyrst og fremst tengt merkingu og sam- hengi. En táknin sem Halldór notar virðast þó almennt mjög ntikilvæg til skilnings á verkun- um þótt þau fari í bili fyrir ofan og neðan garð hjá ntér. „Sunnudagsmorgun" nefnist annað verk. Það er í þrem hlutunr: tréstiga þar scm þver- spýturnar cru málaðar nteð frumlitunum, svörtu og hvítu og sú efsta ómáluð. Á veggnum fyrir ofan stigann er litljósmynd í ramma og er af efri hluta af bcrri konu mcð svartan klút yfir höfðinu. Við hliðina á stiganum er stór svart-hvít Ijósntynd á veggnum og er hún af Halldóri í rúminu. í myndina er búið að skjóta 12 örvum. Þetta er rosa- lega rómantískt verk og satt að segja finnst nrér einhver róm- antískur andi svífa yfir sýning- unni þótt hún sé á yfirborðinu það sem fy'rir nokkrum árum hefði verið kallað „hugntynda- listarleg". Ef ég fcngi það sem verkefni að færa inntak „Sunnudagsmorguns" yfir á hið persónulega táknmál Halldórs yrði útkoman eitthvað í líkingu við verk númer fimm á sýning- unni. Þessi rómantíska hugmynda- list er kannski tímanna tákn. Löngum voru persónulegar til- finningar lítt gjaldgengur cfni- viöur í slík myndverk. Enda var ekki óalgengt að koma inn á samsýningar scm litu út eins og einkasýningar. Með uppgangi expressionismans er það orðið viðtekið að sjálfsagt sé að nota allan tilfinningaskalann til að byggja myndverk á. Ekki græt ég það. Síður en svo. Þessi sýning er fallega uppsett og vekur umhugsun. Vonandi gefur hún tóninn í sýningastarf- semi Nýlistasafnsins á þcssu splunkunýja ári. Svala Sigurleifsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.