NT - 17.01.1985, Blaðsíða 22

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 22
■ Verið er að leggja keilubrautirnar í nýja salnum í Öskjuhlíð. Enskir íþróttafréttamenn velja: Sebastian Coe - sem íþróttamann ársins ■ Enskir íþróttafréttamenn hafa nú útnefnt íþróttamann ársins fyrir árið 1984. í Eng- landi, eins og flestum löndum, öðrum en Islandi, cru karlar valdir sér og konur sér. Þetta árið varð frjálsíþrótta- fólk fyrir valinu og bæði unnu til gullverðlauna á Olympíu- leikunum í Los Angeles í sumar. „íþróttakarlmaður" ársins var kjörinn Sebastian Coe, sem sigraði í 1500 metra hlaupinu og varð annar í 800 metrum á „íþróttakona“ ársins var kjörin Tessa Sanderson sem sigraði í spjótkasti í Los Ange- les ogsetti um leiðÓlympíumet í greininni. Karfa í kvöld ■ í kvöld leika ÍS og Njarðvík í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og fer leikurinn fram í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. Viðureignin hefst klukkan 20:15. Ekki er að búast við spennandi viðureign á milli íslandsmeistaranna og botnliðsins, en allt get- ur gerst í íþróttum og einhverntíma hlýtur að koma að því að Njarðvík- ingarnir tapi leik, eða hvað? LUKKUDAGAR Ósóttir vinningar frá janúar til desember 1984. Janúar. Maí. 20. 2001 Október. 3. 33504 9. 21182 23. 5826 2. 48617 12. 12112 12. 21000 30. 12013 6. 5781 14. 49950 8. 53877 17. 48378 9. 984 Febrúar. 3 ifinm 23. 22540 Ágúst. 17. 46305 O. 1 uuuo 11 Q/11 fín 29. 54371 3. 2374 23. 6 II.o4IDU 14. 58611 17. 23190 30. 18212 17. 34657 Júní. 18. 917 21. 36735 Nóvember. 2. 41708 1. 832 Mars. 8. 35724 4. 43443 8. 11236 12. 10004 September. 7. 18273 10. 16657 17. 42559 3. 4010 10. 51655 11. 59395 22. 59668 7. 47352 18. 24366 12. 5735 23. 18646 9. 40255 21. 632 14. 7364 30. 38226 11. 3039 25. 12122 21.49304 13. 37904 26. 20152 22. 3882 15. 33439 27. 12084 Júlí. 16. 3835 Desember. 1.14704 19. 216 2. 41981 9. 48448 25. 25894 12. 44689 Apríl. 11. 4603 26. 36118 13. 55742 1. 57343 14. 54465 28. 3279 15. 21943 21. 4730 16. 24879 30. 59528 22. 41879 Vinningshafar hringi í sima 20068 (símsvari) og skiljf vinsamlega eftir nafn og símnúmer en hefjið ekki máls fyrr en eftir hljóðmerkið. Blakdeild Víkings og íþróttafélög um land allt þakka landsmönnum stuðninginn á liðnu ári. Fimmtudagur 17. janúar 1985 22 ____________ . íþróttir________________________ Ný íþróttagrein á islandi: Keila heitir hún opnar bráðlega í Öskjuhlíð ■ Á næstu dögum verður opnuð í Reykjavík aðstaða til að spila keilu sem á ensku nefnist „bowling“. Þessi íþrótt byggist í stórum dráttum á því að leikmaður reynir að fella keilur sem eru við enda brautar með því að rúlla í þær stórri kúlu. Þessi íþrótt nýtur mikilla vinsælda víða erlendis og má nefna sem dæmi að í Bandaríkj- unum eru miklir peningar í boði í keilu-keppnum. í viðtali sem NT átti við Ásgeir Pálsson, framkvæmda- stjóra keilusalarins sem stað- settur er í Öskjuhlíð, kom fram að ætlunin er að opna aðstöð- una um mánaðamótin jan.-feb. Boðið veröur uppá tólf brautir til iðkunar keilu og verður um tvennskonar keilu að ræða. Opin-keila, þar sem allir geta komið inn í salinn og spilað einn eða fleiri leiki eftir hentug- leika og liða-keilu þar sem keppt verður í 4 eða 5 manna liðum, sem hittast einu sinni í viku. Síðar er ætlunin að koma á keppni á milli þessara liða. Opin-keila verður á daginn og um helgar en liða-keila verður að mestu á kvöldin á virkum dögum. „Þetta er íþrótt fyrir alla aldurshópa. Þetta er líka keppnisíþrótt og við reynum að koma til móts við þarfir eins margra og mögulegt er," sagði Ásgeir í viðtalinu. Hann bætti einnig við að síðar væri ætlunin að opna aðstöðu til að leika veggbolta (Squash og racket- ball) og biljard í sama húsi. „Vonandi tekst okkur í fram- tíðinni að koma upp eins konar íþróttamiðstöð þarna í Öskju- hlíðinni“, bætti Ásgeir við. í sambandi við keiluna þá verður gefinn út bæklingur þar sem reglur í keilu verða kynnt- ar og einnig verða á staðnum leiðbeinendur sem munu hjálpa fólki að „rúlla“ fyrstu sporin. „Tækin sem sett verða upp í sambandi við keiluíþróttina hafa verið til hér á landi í 7 ár en þá kom þessi hugmynd fyrst upp. Síðan þá hefur ekki fund- ist heppilegt húsnæði til að koma tækjunum fyrir í og því er það loks nú að möguleiki til að stunda þessa íþrótt kemur upp“, sagði Ásgeir Pálsson í samtalinu. Þá kom einnig fram hjá Ás- geiri að það mun kosta 100 kr. að spila einn leik en til að gefa fólki hugmynd um það hvað einn leikur er þá eru það um 20 skot. Þannig er t.d. áætlað að í 5 manna liða-keilu taki það fimm menn 2 'A tíma að spila 3 leiki hver. „Við vonum að við getum fengið heilu fjölskyldurnar til að spila keilu en þetta er ein- mitt þannig íþrótt að ungir sem gamlir geta stundað hana saman. Það þarf engan sérstak- an útbúnað til að stunda keilu fyrir utan skó og þeir verða á staðnum1', sagði Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri keilusalarins í Öskjuhlíð, í samtali við NT. Sundmenn erlendis: Þrír á Golden-Cup ■ í gær héldu til Strassbourg í Frakklandi þrír keppendur og einn fararstjóri á vegum SSÍ til að taka þátt í hinu árlega Golden Cup móti sem nú fer fram í þriðja sinn. Aqua-sport, umboðsaðili Golden Cup á ís- landi og Golden Cup buðu SSÍ að senda þrjá keppendur og fararstjóra SSÍ algjörlega að kostnaðarlausu. Og hefur SSI í framhaldi af boði þessu ákveð- ið að eftirtaldir sundmenn færu á mótið, en það eru Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Ragnheiður Run- ólfsdóttir og Ragnar Guð- ntundsson sem keppendur en fararstjóri og þjálfari verður Hafþór B. Guðmundsson. ■ Enska knattspyrnutíma- ritið World Soccer hefur nú valið „heimsliðið" svokall- aða. í heimsliðinu eru meðal annarra tveir Danir, þeir Allan Simonsen og Morten Olsen. Þann síðarnefnda tilnefnir blaðið einnig leikmann árs- ins 1984. Heimsliðið er sett upp eft- ir taktíkinni 3-5-2 og lí'tur svona út: Markvörður: Renat Da- Golden Cup mótið fer fram dagana 18.-20. janúar í Strass- bourg og er þetta mjög sterkt alþjóðlegt mót sem í taka þátt keppendur frá flestum Evrópu- þjóðunum, Bandaríkjunum. Kína og víðar. Golden Cup treður nokkuð nýjar leiðir í mótshaldi til að gera mótin enn skemmtilegri fyrir áhorfendur t.d. með skemmtidýfingum (trúða-dýfingar), listsundi og skemmtiatriðum og einnig hafa i þeir lúðrasveit og hvatnmgar- kóra til að stjórna hvatningar- öskrum áhorfenda. Og þess má geta að uppselt var í höllina síðastliðin ár á úrslitasúndin en höllin tekur um 2000 áhorfend- yev, Sovétríkjunum. Bak- verðir: Alain Giresse og Maxime Bossis, báðir frá Frakklandi. „Sweeper": Morten Olsen, Danmörku. Miðvallarleikmenn: (frá vinstri) Allan Simonsen, Danmörku, Socrates, Brasi- líu, Jean Tigana og Michel Platini, báðir frá Frakklandi, Diego Maradona, Argent- ínu. Framherjar: Karl-Heinz Rummenigge, Vestur-Þýska- landiogBrunoConti. Ítalíu. ur í sæti. Einnig má geta þess að Gold- en Cup hefur tekið upp keppni í 1000 m skriðsundi „Hinn gullni kílómetri" sem ekki hef- ur verið keppt í til fjölda ára. Punktar ... Zola Budd mun keppa í 10.000 metra götuhlaupi í Phoenix í Bandaríkjun- uin þann 2. mars næst- komandi. Þetta verður fyrsta keppni hennar þar í landi eftir Ólympíuieikana í Los Angeles í sumar. Mary Decker mun ekki keppa á móti henni í Arizona-borginni. Hún dró þátttöku sína til baka nokkrum vikum áður en Budd tilkynnti sig til keppni... ... Eins og skýrt var frá í NT fyrir skömmu flúði einn landsliðsmaður Austur-Þjóðverja í sundi til Vestur-Þýskalands er félagslið hans var í keppnisferð þar. Nú hefur annar lands- liðsmaður Austur-Þjóð- verja Jens-Peter Brendt flúið yfir múrinn. Hann varð eftir í Oklahoma- borg fyrir 10 dögum er landsliðið var þar í keppnisferð og fannst ekla þegar út á flugvöllinn var komið. Brendt þessi beið eftir svari frá 'háskólanum í Alabama um skólavistar- leyfi þegar síðast spurðist til hans... ... Nokkrir leikir fóru fram í gær í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik. í B-riðli vann Asvel Villenrbanne frá Frakklandi Hapoel Tel Aviv með 95 sigum gegn 82 eftir að hafa vcrið yfir 47-34 í hálfleik. í sama riðli léku FC Barcelona frá Spáni og ítalska liðið Juventus Indesit Caserta og sigraði Barcelona 92-73 eftir 50- 38 í leikhléi... ■ Morten Olsen og Allan Simonsen. Fjórir Frakkar og tveir Danir - í heimsliðinu ■ Aðalsteinn Bliki svífur hér inn en Páll og Ólafur horfa skelkaðir á eftir honum NT-mynd Sverrir Handknattleikur 1. deild: KR'ingar ögn betri ■ KR-ingar voru ögn skárri en Blikarnir er liðin mættust í Digranesi í gærkvöldi. KR-ing- ar enduðu sem sigurvegarar, gerðu 22 mörk gegn 18 mörkum Blika. Leikurinn var nær allan tímann nokkuð jafn og staðan í hléi 10-9 KR í vil. Síðari hálf- leikur var meira eign KR og sigurinn þeirra. í fyrri hálfleik skoruðu KR- ingar fyrsta markið og var Ólaf- ur Lárusson þar að verki með lúmsku undirhandarskoti. Hann átti eftir að gera ein tvö slík í viöbót áður en yfir lauk. Blikarnir voru fádæma óheppn- ir í fyrri hálfleik með skot sín og áttu urmul sláar- og stangar- skota. í síðari hálfleik breikkaði bilið heldur og náðu KR-ingar mest fimm marka forskoti. Þeirra sigur var því ekki í verulegri hættu en Blikar héldu áfram að vera óheppnir með skot sín. „Við erum að verða jafnari í vörn og sókn," sagði Ólafur Lárusson KR-ingur eftir leik- inn. Og rétt er það KR var jafnara liðið. Þeir áttu !íka betri markvörðinn í leiknum, Jens, sem þó varði ekkert frá- bærlega. En hann varði þó jafn- vel allan tímann. Mörk KR gerðu Jakob 8, Ólafur, Páll og Haukur 4 hver og Jóhannes gerði 2. Hjá Blik- um var Kristján Halldórsson markahæstur með 6, Björn gerði 5, Aðalsteinn 3, Brynjar 2 og þeir Jón Þór og Andrés Bridde (fyrrum Framari) gerðu sitt markið hvor. -,kti----------------- Handknattleikur 1. deild: Fimmtudagur 17. janúar 1985 23 óttir Frábær markvarsla - hjá Einari og Brynjari er Valur vann Stjörnuna ■ Það var 12 mínútna kafli í síðari hálfleik Stjörnunnar og Vals sem gerði útslagið í leikn- um. Á þessum kafla þá gerðu Valsmenn 7 mörk í röð og breyttu stöðunni úr l2-ll fyrir Stjörnuna í 18-12 sér í hag. Þessi kafli var fyrst og fremst byggður á góðum varnarleik - sannkallaðri „mulningsvél" svo og stórgóðri markvörslu Einars Þorvarðarsonar. Þegar svo leiknunt lauk voru Valsmenn hinir öruggu sigurvegarar, skoruðu 24 mörk gegn 19. Það virtist sem liðununt væri fyrirmunað að koma boltanum í netið í upphafi leiksins, skotið var af krafti í slár og stengur, hraðaupphlaup fóru forgöröum og Einar varði víti frá Guð- mundi Þórðar á fyrstu mínútu. Það voru svo Valsmenn sem brutu ísinn með tveimur mörkum. Fyrst gerði Valdimar mark úr víti og Geir bætti við einu til að gera stöðuna 2-0. Valsmenn höfðu síðan yfir- höndina allan fyrri hálfleik en aldrei komust þeir meir en þetta eitt til tvö niörk yfir. Staðan í leikhlé var síðan 8-6 fyrir Val - ekki hátt skor og áttu markverðir liðanna mikinn þáít í því. Staðan: FH 9 8 1 0 238-200 17 Valur .. . 7421 171-138 10 KR 7412 150-134 9 Vikingur 8 3 2 3 192-187 8 Þróttur .. 9 3 2 4 213-219 8 Stjarnan 9 2 2 5 190-205 6 Þór V ... 8 3 0 5 162-188 6 U.B.K. ... 9 1 0 8 176-221 2 Stjörnumenn byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og náðu að jafna metin fljótlega 10-10. Vaídimar kom Val yfir 11-10 en þá komu tvö mörk frá Stjörnunniogstaðan 12-11 fyrir þá. Nú var kornið að kaflanum slæma sem skipti sköpum í leiknum. Ekkert gekk hjá Stjörnunni og Valsmenn gengu svo sannarlega á lagið. Valsmenn unnu þennan leik á góðri vörn og frábærri ■ Það var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra er Þróttur og Þór áttust við í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þróttur hafði mcst 13 marka forskot í seinni hálfleik 24-11 en leiknum lauk mcð 12 marka sigri 27-15. Þróttur komst í 4-0 og sókn Þórs var mjög ráðvillt og vörn- in vægast sagt léleg. Þessi muil- ur hélst svo næstu mínúturnar, þangað til staðan var 10-6 fyrir Þrótt. Þá byrjuðu Þórarar að minnka niuninn, mest vegna kæruleysis Þróttara, og komust í 10-11 fyrir hlé, eitt mark Þrótti í hag. í seinni hálfleik tóku Þrótt- arar strax öll völd og brunuðu fram úr. Léleg vörn Þórs hafði markvörslu. Stjörnumenn voru nokkuð góðir framan af og Brynjar varði allan leikinn frá- bærlega. Alls vörðu þeir Einar og Brynjar urn 17 skot hver. Mörk Vals í leiknum gerðu: Júlíus 6, Valdimar 6 (1), Þor- björn Jenss. og Geir 4 hvor, Jón Pétur og Jakob 2 hvor. Fyrir Stjörnuna skoraði Hann- es mest eða 6, Guðmundur gerði 5, öll úr vítum, Eyjólfur og Sigurjón 3 hvor og Magnús Teitsson 2 mörk. ekkert svar við sókn Þróttar. Páll var tekinn úr umfcrð en það breytti engu því allir Þrótt- ararnir gátu labbað í gegn þegar þeir vildu. Ef ekki Itefði komið til stór- brotin markvarsla Sigmars Þrastar í marki Þórs hefði munurinn örugglega orðið meiri. Guðmundur í Þróttar- markinu varði einnig mjög vcl a!!s 20 skoí í ieikttm, stundum mörg skot í hverri sókn Þórara. Páll var markahæstur Þrótt- ara ásamt Sverri, báðir skor- uðu 8 mörk. Lárus gerði 4, Birgir S. 3, Gísli 2, Helgi og Birgir gerðu 1 hvor. Hjá Þór skoraði Herbert Þorleifsson mest eða 4 mörk, Páll, Sigbjörn, Sigurður og Stefán gerðu 2 og Böövar, Elías og Steinar gerðu 1 hver. Mjög lélegt - er Þróttur vann Þór 27-15 VEREfTRYGGÐUR 3JAM^SIAÐA REIKNINGUR Arsvextir cmk verdtiyggingar Stuttur Unditími 25 Góð ávöxtun Landsbankinn sér um innlausn Spariskírteina Ríkissjóðs. LANDSBANKINN Græddur er geýmdur eyrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.