NT - 17.01.1985, Blaðsíða 4

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 4
Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands é nastunni sem hér sagir: Hull/Goole: Dísarfell . 21/1 Dísarfell .. 4/2 Dísarfell . 18/2 Rotterdam: Dísarfell . 22/1 Dísarfell . 5/ 2 Dísarfell . 19/2 Antwerpen: Dísarfell . 23/1 Dísarfell . . 6/2 Dísarfell . 20/2 Hamborg: Dísarfell . 25/1 Dísarfell . 8/ 2 Disarfell . 22/2 Helsinki: Arnarfell . . 8/2 Lubeck: Hvassafell . 21/1 Falkenberg: Hvassafell . 15/2 Larvik: Jan . 28/1 Jan . 11/2 Gautaborg: Jan . 29/1 Jan . 12/2 Kaupmannahöfn: Jan . 30/1 Jan . 13/2 Svendborg: Jan . 17/1 Jan 31/1 Jan 14/2 Aarhus: Jan 17/1 Jan 31/1 Jan 14/2 Gloucester, Mass.: Skaftafell.............23/1 Jökulfell..............8/2 Halifax, Canada: Skaftafell..................24/1 Jökulfell...................9/2 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshusmu Pósth 180 421 Reyk|avik Simi 28200 Telex 2101 Hverjum bjargar það næst a Fimmtudagur 17. janúar 1985 4 L Fréttir ■ Kristinn Halldórsson, annar eigenda frauðplastverksmiðjunnar heldur hér á kassa undir fiskflök. Við hlið hans er kassi fvrir ferskflsk til útflutnings. Ný gerð kassa fyrir ferskfiskútflutning ■ Fyrirtækið Stjörnusteinn í Hafnarfirði hóf um áramótin framleiðslu á einnota frauð- plastkössum undir ferskfisk til útflutnings. Tvær gerðir af kössum verða framleiddar til að byrja með. Annars vegar eru 50 lítra fisk- kassar fyrir gámaútflutning. Að sögn eigenda býður þessi frá- gangur upp á meiri endingu og betri mcðferð vörunnar þar sem ekki þarf að færa fiskinn milli kassa eins og áður þegar á markaðinn er komið. Hin gerðin er hönnuð fyrir flutning á ferskfiskflökum með flugi. Peir vega 1/3 af þyngd pappakassa sem hingað til hafa verið notaðir, og hægt verður að fá þá með filter í botninum til að hindra að vökvi, sem sígur af flökunum, renni niður í flug- vélina þar sem hann getur valdið tæringu. Auk þess gefur þetta aukna möguleika á frekari dreif- ingu þar sem kassarnir veita góða einangrun og kælibílar því óþarfir. Stofnendur fyrirtækisins eru tveir útgerðartæknar og vél- stjórar, þeir Sigvaldi H. Péturs- son og Kristinn Halldórsson. Framleiðslugeta verksmiðj- unnar er um 500.000 kassar á ári, en unnt er að auka hana að mun með tiltölulega litlum til- kostnaði. Slökkviliðið á ísafirði: Færri útköll vegna bruna - aðeins tvisvar um gabb að ræða ■ Útköllum vegna bruna hjá Slökkviliði Isafjarðar fækkaði á sl. ári um þrjú frá árinu áður. Útköll á síðasta ári voru fimm vegna húsbruna, en voru ellefu árið á undan. Tíu útköll voru vegna sorps í Sundahöfn og tvö útköll reyndust gabb. Eitt útkall var vegna bruna í bifreið og eitt útkall var aðstoð við annað byggðarlag. Sjúkraflutningsútköll voru 542 á síðasta ári, þar af 32 utanbæjar. Orsakir elds í þeim fimm byggingum sem kviknaði í á síðasta ári á ísafirði voru eitt sinn af völdum rafmagns, einu sinni af völdum reykinga og þrisvar sinnum voru börn að leik með eldspítur. Slökkviliðið á ísafirði er ánægt með þann frábæra árang- ur sem hefur náðst í brunavörn- um á staðnum og endar árs- skýrslu sína á því að minna ísfirðinga á það að „eldur kvikn- ar ekki af sjálfu sér. Við kveikj- um hann alltaf sjálf“. L.A. Gull og gersemi ■ Sýningar Leikfélags Akur- eyrar á „Eg er gull og gersemi” halda áfram nú um helgina en þá verður verkið sýnt kl. 20.30 á föstudags- og laugardagskvöld og kl. 15.00 á sunnudag. Rekstrartap hjá Hafskip: Auka hlutafé um 80 milljónir kr Velta á nýjum siglingaleiðum gæti numið 30 milljónum dollara ■ Skipafélagið Hafskip hyggst auka hlutafé sitt uni 80 milljónir króna til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins. Tillaga um hlutafjár- aukninguna verður lögð fram á hluthafafundi sem boðaður hefur verið þann 9. febrúar. í fréttatilkynningu frá Hafskip segir að útlit sé fyrir rekstrartap á árinu 1984 og sagði Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Hafskips, að endanlegt uppgjör lægi ekki fyrir, en tapið myndi nema einhverjum tugum milljóna króna. Hafskip hóf s.l. haust siglingar milli Ameríku og meginlands Evrópu, án viðkomu á íslandi og eru nú 3 skip í þeim flutning- um. Sagði Ragnar að reynsla af þeim siglingum gæfi ástæðu til bjartsýni, og er ætlunin að bæta við. skipi á þessari siglingaleið í byrjun febrúar. Ragnar sagði að horfur væru á að velta í þessari erlendu starfsemi gæti numið 25-30 milljónum dollara. Aðspurður um hvort tap félagsins á liðnu ári stafaði af of mikilli fjárfest- ingu félagsins, sagði Ragn- ar það vera rangt. Hann sagðist hafa heyrt þá sögu áður, en sagði að eina fjárfesting félagsins á síð- asta ári hefði verið skip, er félagið keypti á 650.000 dollara, en nýtt skip hefði kostað4.5-5 milljónir doll- ara. Hann sagði að gengis- fellingin s.l. haust hefði kostað félagið um 45 millj- ónir króna, og verkfall BSRB um 20 milljónir króna. Eins og áður segir hyggst félagið auka hlutafé sitt um 80 milljónir króna en skráð hlutafé nú er 16 milljónir króna. Ragnar sagðist bjartsýnn á að hiutaféð fengist og sagði að eftir samtöl við við- skiptavini fyrirtækisins virtist honum sem þeir vildu hafa þann valkost, sem Hafskiper, í flutning- um. Hluthafar Hafskips eiga forkaupsrétt á hinum nýju hlutabréfum. ■ Marc Tardue. ■ Kjartan Ólafsson. 8. og 9. tónleikar íslensku hljómsveitarinnar: Tvær franskar kammeróperur ■ 8. og 9. tónleikar ís- lensku hljómsveitarinnar á starfsárinu verða i kvöld kl. 20.30 í Bústaðakirkju og í Hafnarfjarðarkirkju á laugardaginn kl. 14.00. Eins og svo oft á tónleik- um hljómsveitarinnar verður frumflutt nýtt ís- lenskt verk en þess utan verða fluttar tvær kamm- eróperur. Stjórnandi á tóníeikunum verður Marc Tardue, aðalstjórnandi ís- lensku óperunnar. Óperurnar sem fluttar verða eru Socrate eftir Eric Satie og Le Diable boiteux eða Halti djöfull- inn eftir Jean Francaix. Óperan um Sókrates vakti mikla hneykslan þegar hún kom fyrst fram, eins og fleiri góð listaverk í sögunni, en hefur nú fyrir löngu fengið uppreisn æru. Halti djöfullinn er gamanópera eða 20. aldar „opera buffa”, en það form var endurvakið í Frakklandi með óperum Roussel og Poulenc. Hvorug þessara ópera hef- ur áður verið flutt hér á landi. Flytjendur verða, Jón Þorsteinsson tenór- söngvari, sem nú starfar við mikinn orðstír við óp- eruna í Amsterdam, Bruce Kramer bassa- söngvari fra' Bandaríkjun- um, Sigrún Hjálmtýsdóttir sem nú nemur við Guild- hall School of Music and Drama í London og loks þrjár kunnar söngkonur sem allar starfa hérlendis, Elísabet F. Eiríksdóttir, Sigrún Valgerður Gests- dóttir og Margrét J. Pálma- dóttir. Pá er ógetið um íslenska verkið sem flutt verður á tónleikunum en það heitir „Þúfubjarg” og er eftir Kjartan Ölafsson. Flestir þekkja erindið úr Áföngum Jóns Helgason- ar sem hefst svo: „Þver- höggvið gnapir Þúfubjarg/ þrútið af lamstri veðra.“ Það var einmitt þar sem Kolbeinn Jöklaskáld kvaðst á við „hann úr neðra“. Verkið fjallar ein- mitt um þann merkisvið- burð og það eru þeir Jón Þorsteinsson og Bruce Kramer, sem kveðast á í hiutverkum Kolbeins og Kölska. Kjartan Ólafsson er ungt tónskáld sem nú stundar nám í Institut de Sonologie í Utrecht í Hol- landi. Hann hefur áður samið hljómsveitar- og kammerverk, raftónlist og leikhústónlist. Stórsamkoma í Háskólabíói í kvöld: Listamenn styðja Afr- íkusöfnun kirkjunnar ■ Fjölmargir listamenn hafa bundist samtökum um að halda samkomu til styrktar Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Samkoman verður í Háskólabíói í kvöld og hefst kl. 22.00. öll vinna er gefin og húsið lagt til ókeypis. Þeir sem koma fram eru: Kór Melaskólans undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur, sem flytur lagið „Við erum börn og biðjum um betri heim og frið”, eftir Magn- ús Pétursson og Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Söngflokkur- inn Raddbandið sem skipaður er nemendum Söngskólans í Reykjavík flytur tvö lög, „Ég að öllum háska hlæ“, og Maí- stjörnuna". Big Band FÍH leikur lögin „Sölva Helgason” og „Woodchoppers Ball”, Karla- kór Reykjavíkur syngur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Frið- björn G. Jónsson syngur tvö rússnesk þjóðlög við undirleik hljómsveitar sem Ólafur Gauk- ur, Jónas Þ. Dagbjartsson, Jón Sigurðsson „bassi" og Jónas Þórir skipa. Islenski dansflokk- urinn flytur tvo balletta undir stjórn Áuðar Gunnarsdóttur, Jónas Þórir leikur á nýtt Yam- aha rafmagnsorgel, Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar Ingólfsson flytja gamanmál og loks flytur Sinfóníuhljómsveit íslands blandað efni, m.a. syngja hjónin Sigurður Björns- son og Sieglinde Kahmann dú- etta úr frægum óperettúm. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson. Allur ágóði af þessari skemmtun rennur til Áfríku- söfnunar kirkjunnar. Kynnir á samkomunni verður Ögmundur Jónasson fréttamaður.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.