NT - 30.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 1
_ Þegnskyldu lækna hætt eftir 43 ár Ekki héraðsskylda hjá unglæknum lengur ■ „Þad er gott að losna undan þessari sérstöku mannréttindaskerðingu sem lögð var á lækna eina allra stétta,“ sagði Finnbogi Ja- kobsson, læknir, er hann var inntur álits á ákvörðun heil- brigðisráðuneytisins að fella niður héraðsskyldu læknakandidatá. Héraðsskylda, sem fyrst var lögð á lækna 1942, fól í sér að nýútskrifuðum lækn- um var skylt að þjóna, fyrst í 6 mánuði og síðar í 4, héraðs- læknisembættum eða sem aðstoðarmenn héraðslækna. Jón Steinar Jónsson, for- maður Félags læknanema, sagði í samtali við blaðið að afnám þessarar „þegn- skyldu" hefði verið baráttu- mál unglækna í sl. 20-30 ár. Ástæða þess að héraðs- skyldan var tekin upp, var sú að tryggja þurfti fólki í strjálbýli læknisþjónustu, en erfitt reyndist að manna öll læknishéruð. Jón Steinar sagði að vegna vaxandi áhuga lækna á heim- ilislækningum væru flest læknishéruð mönnuð og að ekki reyndist erfitt að fá menn til starfa á landsbyggð- inni. Keflavíkurflugvöllur: Verkfall á farskipum? ■ Seint í gærkvöldi var allt útlit fyrir að áður boðað verkfall undirmanna á farskipum kæmi til framkvæmda í dag kl. 11. Samningafundur deiluaðila stóð enn er blaðið fór í prentun en samkvæmt heimildum NT miðaði lítt í samkomulagsátt. íslensk kaupskip munu því stöðvast næstu daga, er þau koma í íslenskar hafnir. Þá var í gær sáttafundur með yfir- og undirmönnum á fiski- skipaflotanum og var sá fundur einnig án árangurs. Næsti fund- ur hefur verið boðaður ekki síðar en á mánudag, og má, ef ekki miðar í samkomulagsátt, búast við verkfallsboðun frá sjómönnum, en trúnaðar- mannaráð Sjómannasambands- ins veitti á dögunum samninga- nefnd sambandsins verkfalls- boðunarheimild. Oxford vill ekki Thatcher sem heiðursdoktor -sjábls.21 Aðmíráll rekinn fyrir kynferðislega áreitni! ■ Ronald E. Narmi, sem gegnt hefur starfi aðmíráls á Keflavíkurflugvelli síðan 1983, hefur verið látinn hætta störfum sínum í bandaríska flotanum og settur á eftirlaun. Ástæðan er sú að hann er sakaður um að hafa sýnt undirmanni sínum af kvenkyni kynferðislega áreitni. Atvikið átti sér stað í desember s.l. Konan, sem starfaði sem aðstoðarkona á tannlækna- stofu, kærði aðmírálinn fyrir áreitni við sig er hún var að framkvæma á honum tannvið- gerð. Þetta kemur fram í blað- inu Navy Times, og er sagt að ekki sé ljóst hvort um líkamlega áreitni hafi verið að ræða, eða aðmírállinn hafi ekki vandað orðaval sitt sem skyldi. Narmi á að baki 29 ára þjónustu í banda- ríska hernum. í frétt Navy Times kemur fram að mjög hart er tekið á hverju því sem flokkast undir kynferðislega áreitni í hernum og refsingum af einhverju tagi hafi verið beitt í 15 tilvikum innan flotans á síðasta ári og jafnstrangar reglur gildi íöðrum deildum. í frétt blaðsins segir að innan flotans hafi hvílt leynd yfir mál- inu og eina athugasemdin sem blaðamönnum tókst að veiða upp úr talsmönnum flotans var að háttsettur maður sagði að atvikið hefði verið alvarlegt. Areiffl einn undirmann sinn Olíuhækkun ekki samþykkt ennþá ■ Afgreiðslu á verðhækkunar- beiðni olíufélaganna vcrður að líkindum enn frestað. Búist hafði verið við að Verðlagsráð fundaði um beiðnina í dag. Sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, í samtali við NT í gær, að nýr fundur yrði jafnvel ekki boðaður í ráðinu fyrr en í næstu viku. Samkvæmt heimildum NT er verið að leita að nýrri viðmiðunar- reglu fyrir ákvörðun olíuverðsins. Olíufélögin hafa farið fram á að miðað verði við að innkaupareikn- ingur olíuviðskiptanna verði jafn- aður á þremur mánuðum, en við síðustu verðákvörðun var gengið út frá að jöfnuður næðist á tólf mánuðum. Telja sumir líklegt að verðlagsráð fari milliveginn, og stefni að jöfnun á sex mánaða tímabili. Þetta þýddi að verðið hækkaði um helming þess sem olíufélögin báðu um. En olíufélögin sitja ekki auðum höndum á meðan beðið er eftir nýju verði. Þau undirrituðu í gær samning við portúgalskt oíufyrir- tæki um kaup á 30 þúsund tonnum af bensíni og 10 þúsund tonnum af gasolíu á þessu ári. Verðið er áætlað 9,5 milljónir dollara, en getur breyst við breytingar á Rott- erdamverði. Fokker nauðlenti í Keflavík í gærkvöldi ■ Litlar sem engar skemmdir urðu á Fokkerflugvél Flugleiða sem nauðlenti á Keflavíkurflug- velli um kl. 20 í gærkvöldi og gera menn sér vonir um að hún verði komin í eðlilegt áætlunarflug í dag, að sögn Sæmundar Guðvins- sonar, blaðafulltrúa félagsins. Fjörutíu og finrm farþegar voru með vélinni, sem var á leið frá Reykjavík til Akureyrar, en eftir flugtak náðist ekki nefhjólið uppí hjólhúsið. í framhaldi af því var ákveðið að nauðlenda vélinni á Keflavík- urtlugvelli og tókst lending Frosta Bjarnasonarflugstjóra meðágæt- um. Við skoðun kom í Ijós að nefhjól vélarinnar hafði skekkst og því ekki gengið upp í h jólhúsið. Skákþing Reykjavíkur - sjá bls. 2 ■ Busar í Menntaskólan- um viö Sund svívirtir og píndir sem venja er þegar nýnemar koma til skóla. NT-mynd: Ari Mannshvörfin: Leitin ber ekki árangur ennþá -sjá bls.2 Dagar víns og víns og víns -sjábls.4 Ogenneru bændur skornir við trog — sjá bls.2 Visitölufjölskyldan eydir meiru I brermivín heldur en í mjólk!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.