NT - 30.01.1985, Side 7

NT - 30.01.1985, Side 7
Vettvangur ■ Góðar samgöngur ýta undir ferðamannastraum bæði útlendinga og innfæddra um landið. Myndin er af útskipun bfls um borð í Baldur í Stykkishólmi. hvetja til ferðalaga íslendinga um eigið land og standa fyrir bættri aðstöðu sem víðast um landið til að auðvelda slík ferðalög, sem með hverju ár- inu eru að verða æ mikilvægari þáttur í lífi hvers einasta landsmanns, sem bæði stafar af auknum frístundum, bætt- um samgöngum og auknum áhuga manna á því að kynnast eigin landi. Það má enn ítreka, sem er afar mikilvægt atriði, að í flestum tilvikum stuðlar fjárfesting í ferðamálum að bættri félagslegri aðstöðu í þeim byggðarlögum sem við- komandi fjárfesting á sér stað og auðgar þar með líf þess fólks sem þar lifir og starfar. Hér mætti rekja mörg dæmi hringinn í kringum landið þar sem til dæmis ný hótel hafa bætt aðstöðu og allt mannlíf í viðkomandi byggðalögum. Þar tala mörg skýr dæmi glöggu máli. Meiri tímamót en margir ætla Kynslóðir allra tíma hafa ætíð átt erfitt með að aðlaga sig og sætta sig við breytingar, hvort sem það hefur verið nýr aldarandi, breytt viðhorf í þjóðfélagsskipuninni eða ein- hverjar þær ytri aðstæður sern smátt og smátt hafa knúið á breytta skipun í þjóðfélaginu. Velsældarþjóðir Vesturlanda eiga erfitt með að sætta sig við óbreyttan eða minnkandi hagvöxt, minni þjóðarkökur og versnandi lífsafkomu. Sama gildir um íslendinga - hér gengur erfiðlega að fá menn til að taka það alvarlega, að menn eyði meiru en aflað er. Og misvel gengur bæði hjá lands- feðrum og þjóðinni að eygja nýja möguleika, sem skapa atvinnu og gjaldeyristekjur. Svo virðist sem nokkurrar hug- arfarsbreytingar sé þörf - og endurmats á möguleikum okk- ar og getu. A.m.k. er það löngu orðið tímabært, að menn freisti þess að líta lengri veg fram á við og læri af reynslu þeirra þjóða, sem vel getur gagnað okkur í slíkri framtíð- arsýn. Því er á þetta minnst, að ef til vill standa íslendingar á meiri tímamótum á ýmsum sviðum en margir gera sér grein fyrir. Vera má, að full snemmt sé að rita eftirmæli ársins 1984, en margt bendir þó til þess, að þau eftirmæli muni tengjast nokkrum breyt- ingum í efnahagslífi okkar og þar með þjóðfélagsháttum. Það verður hins vegar undir okkur sjálfum komið, hvernig við bregðumst við þeim nýju viðhorfum sem við blasa og væntanlega munu skýrast nán- ar eftir því sem tímar líða. Hin nýju viðhorf snerta mjög at- vinnugrein ferðamála og það er bæði undir stjórnvöldum og forráðamönnum atvinnugrein- arinnar komið, hvernig og með hvaða hætti hin tiltölulega unga atvinnugrein muni falla inn í þjóðarmunstrið á næstu árum, til dæmis frá síðustu áramótum til aldamóta, ársins 2000. Það er óbifandi sannfæring mín. að takist að vinna ferða- þjónustunni enn aukinn sess í íslensku atvinnulífi og gera ferðamálin að virkara afli í þjóðfélaginu og vitund þjóðar- innar, munum við búa í betra þjóðfélagi en við gerum í dag með þróun atvinnugreinar, sem bæði á sér þjóðlegar og alþjóðlegar rætur, tryggir sam- gönguöryggi okkar og auðgar líf þjóðarinnar með fjölbreytt- um og lífrænum störfum innan atvinnugreinar, sem hvort- tveggja er í senn víðfeðm, en getur um leið fallið eðlilega að æskilegum vaxtahraða í þjóðfé- lagi okkar. í þjóðfélagi okkar í dag eru fá verkefni jafn aðkallandi og víst er, að at- vinnugreinin í einu eða öðru formi snertir líf hvers einasta íslendings í landinu næstum því á hverjum degi ársins. í janúar 1985. Heimir Hannesson. Afar mikilvægt atriði er að í flestum tilvikum stuðlar fjárfesting í ferða- málum að bættri félagslegri aðstöðu í þeim byggðarlögum sem viðkom- andi f járfesting á sér stað og auðgar líf þess fólks sem þar lifir og starfar NT er arftaki Tímans sem var málgagn Framsóknar- flokksins svo sem kunnugt er og þrátt fyrir að það hafi verið höfuðkappsmál ritstjórnarinn- ar allt frá því að útgáfa NT hófst, að reka hlutlausa frétta- mennsku og algerlega óháða flokkspólitík af nokkru tagi, mun sú skoðun enn eiga nokkru fylgi að fagna að NT sé hliðhollt Framsóknarflokkn- um. Þessi skoðun er þó á hröðu undanhaldi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir flokks- klafablaða til að klína á okkur Framsóknarhollustu, gegn betri vitund. Forveri DV, Dagblaðið, var fyrst íslenskra blaða til að kasta málpípuhlutverkinu og hleypti þar með nýju lífi í íslenska blaðamennsku. Því miður hefur DV ekki tekist að gera hlutleysi sitt trúverðugt í augum almennings, enda kannski ekki von meðan annar ritstjóra þess er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það er þannig, því miður, ekki hægt að útiloka þann möguleika, að álit fólks á póli- tískri línu þess blaðs sem fram- kvæmir skoðanakönnunina, geti haft nokkur áhrif á svörin. Hér er náttúrlega ekki verið að gefa í skyn að fólk svari bein- línis rangt og í trássi við eigin skoðun, til þess að „þóknast" spyrjandanum. Hitt verður að telja trúlegt að mörkin milli ákveðins svars og óákveðni hnikist örlítið til og það er raunar alveg fyllilega nóg til að skapa þann mun sem hér um ræðir. Hér má líka benda á að hið stóra hlutfall þeirra sem eru óákveðnir eða neita að svara, er geysilega stór óvissu- þáttur í báðum þessum könnunum og gerir það að verkum að taka ber niðurstöð- um úr þeim með vissum fyrir- vara. - Bil beggja Þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið er vissulega nokkur fengur að þeim skoðana- könnunum sem gerðar hafa ver- ið að undanförnu. Að Alþýðu- flokknum frátöldum, má áætla að fylgi flokkanna sé um þessar mundir nálægt, eða jafnvel innan þeirra marka sem skoð- anakannanirnar gefa til kynna. Fylgi Alþýðuflokksins er hins vegar tvímælalaust ofmet- ið út frá niðurstöðum DV. - Blessað bjórlíkið Svo skemmtilega vildi til að bæði NT og DV birtu niður- stöður úr bjórlíkisrannsóknum í gær. í báðum tilvikum var áfengisinnihald mælt hjá Rannsóknarstofu Háskólans og ættu niðurstöðurnar því að vera vel marktækar. Hinn mikli munur á áfengis- innihaldi bjórlíkis sem í ljós kom er býsna athyglisverður. Þessi drykkur sem samkvæmt upplýsingum kránna, sem hann selja, á að vera 4,5 - 5% að styrkleika, reyndist vera allt frá 3,7% upp í 6,5%. Og það sem meira er - mesta og minnsta áfengisinnihald mæld- ist á sama staðnum, Duus- húsi. Þessar niðurstöður benda ótvírætt til þess að blöndun bjórlíkisins sé vandasamara verk en almennt var talið, því það verður að teljast ósenni- legt að veitingastaðirnir séu vísvitandi að svíkjast aftan að gestum sínum á annan hvorn veginn. Það væri kannski öruggara eftir allt saman að leyfa íslendingum að drekka alvörubjór. Og þá er loksins komið að svarinu við fyrirsögn þessa pistils. Það sem Alþýðuflokk- urínn og bjórlíkið eiga sam- eiginlegt er einmitt þessi sí- breytilegi styrkleiki - það er ýmist of eða van! Jón Daníelsson. Miðvikudagur 30. janúar 1985 7 Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 300 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 300 kr. Tónabíósfundurinn 1985 ■ Hægfara en þó athyglisveröar og þýðingarmiklar breytingar eru að verða yst á vinstra væng íslenskra stjórnmála. Ytri merki þeirra eru þau, að Alþýðubandalagið er að missa það forystuhlutverk sem það státaði af um skeið og er aftur að færast í það horf að verða lítill kommaflokkur. Nýjum mönnum hefur ekki tekist að fylla í skörð þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Magnúsar Kjartans- sonar og sá endurnýjandi ávinningur sem Alþýðu- bandalagið hafði um skeið af ’68 kynslóðinni og kvennabyltingunni er horfinn því. Alþýðubandalagið reynir nú með örvæntingafull- um hætti að endurheimta stöðu sína með því að boða til viðræðna með stjórnarandstöðuflokkunum um nýtt landsstjórnarafl sem hefði það markmið að ýta gömlu flokkunum Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki úr sessi sem forystuflokkum í íslenskum stjórnmálum. Fessu markmiði ætlaði Alþýðubandalagið að ná upp á eigin spýtur fyrir örfáum árum þegar gróskan í flokknum og hagstæðir vindar tryggðu honum meira kjörfylgi en hann hefur nú. Viðræður stjórnarandstöðuflokkanna eru dauðan- um vígðar. Hagsmunir þeirra fara alls ekki saman. Alþýðuflokkurinn telur sig ekkert eiga vantalað við Alþýðubandalagið og ætlar sér í samvinnu við Bandalag jafnaðarmanna að verða 30-40% forystu- flokkur og skilja Alþýðubandalagið eftir nakið og hrjáð á rúmbríkinni yst til vinstri þar sem enn verma eldar þeirra Leníns og Stalíns. Þætti þá Hannibals- syni fullhefnt fyrir Tónabíósfundinn 1967 þegar þeir Hannibalsfeðgar voru jarðaðir eftir að hafa lent í pólitískri herleiðingu með sósíalistum. Bandalag jafnaðarmanna hefur ekkert að gera í nefndar viðræður því að þó að vissir einstaklingar innan flokksins eigi samleið með Alþýðubandalaginu þá er flokkurinn í heild frjálshyggjuflokkur með manneskjulegu yfirbragði og á meiri samleið með frjálslyndari öflum í Sjálfstæðisflokki. Kvennalistinn á sitt pólitíska líf undir því að láta ekki spyrða sig saman við Alþýðubandalagið og mun því aldrei ljá máls á neinum alvöruviðræðum. Viðræðurnar byggjast því ekki á „raunhæfu mati“ eins og formaður Verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins, hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson hefur bent á. Raunar hafa þeir Lröstur og Guðmundur J. skorið upp herör gegn þessum „félagsviðræðum“ í viðtöl- um við Morgunblaðið og sett fram kröfu um samstjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks. Þessar yfirlýsingar þeirra félaga endur- spegla djúptækan ágreining í bandalaginu sem hefur verið að koma upp á yfirborðið í sumar, haust og vetur. Þjóðviljinn bregst ókvæða við í leiðara í gær. Klippir formann Verkamálaráðs og formann Dags- brúnar og Verkamannasambandsins út úr flokknum og talar um „óskoraðan vilja“ innan Alþýðubanda- lagsins. Viðurkennir að vísu að „þessar raddir“ hafi heyrst, en „hafa til þessa verið fáar og veikróma“. Væntanlega er síðara lýsingarorðið ætlað Guðmundi Jaka. Flokkur í kreppu leitar útgönguleiða til vinstri og hægri. Þeir flokkar sem leitað hefur verið til vilja ekki svipta af sér sænginni og kannski verður endastöðin horn í bæli íhaldsins þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja stöðu atvinnuveganna. En málið er að Alþýðubandalagið situr fast í gömlum viðhorfum. Þjóðfélagið nú hentar ekki stefnu þess. Flokkar nálægt miðju stjórnmálanna eiga leikinn. Flokkar sem vilja standa vörð um velferðarsamfélag- ið en gera sér jafnframt þess grein að frumkvæði þegnanna verður að nýta til allra góðra verka.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.