NT - 30.01.1985, Blaðsíða 9

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 9
 Miðvikudagur 30. janúar 1985 9 Ár æskunnar einkennist af hugmyndafræðilegri baráttu ■ Á íslandi hófst „Ar æskunnar" með setningarathöfn. Þar var greint frá með hvaða hætti tímabilinu verður varið til hagsbóta æsku- fólki. En víða um heim munu milljónir unglinga aldrei heyra neitt um að árið sé tileinkað þeim. Myndir þessar eru af íslenskri æsku í Austurstræti. ■ Framtak Sameinuðu þjóðanna að tileinka börnum og fötluðum ákveðin ár til að vekja athygli á baráttumálum þessara hópa vöktu heimsathygli. Árið 1985, 23ja árið sem tileinkað er einhverju ákveðnu málefni. virðist hins vegar aðeins ætla að vekja efasemdir og sinnuleysi meðal almennings. En Sameinuðu þjóðirnar hafa, án nokkurs sérstaks áhuga, eyrnamerkt árið sem nú er gengið í garð sem „Alþjóðaár æskunnar“ með siagorðunum „þátttaka, þróun, friður.“ Sá hópur, sem sviðsljósið á nú að beinast að, er aldurshópurinn 15-24 ára og munu það vera fimmtungur jarðarbúa. Frumkvöðull og aðalhvata- maður Árs æskunnar er Ceaus- escau forseti Rúmeníu. Það tók hann heilan áratug að brjóta á bak aftur andstöðu annarra ríkja við hugmyndina um slíkt ár. Nú benda allar líkur til þess að þetta alþjóðaár muni einkennast af hugmynda- fræðilegri baráttu Austurs og Vesturs. Sovétríkin hafa boðið til mikillar æskulýðshátíðar í Moskvu í júlí n.k. og á sú uppákoma að efla samstöðu ungs fólks í „baráttu fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu." Sovétríkin fjármagna þessa hátíð og er hún skipulögð af Alþjóðasamtökum stúdenta og Alþjóðasamtökum lýð- ræðislegrar æsku, sem bæði eru „óháð“ æskulýðssamtök sósíalistaríkja, auk nokkurra þriðja heims ríkja. Mótleikur Bandaríkjanna var að hvetja E. Seaga forsætisráðherra Jamaica til að skipuleggja al- þjóðlega ráðstefnu æskufólks á eyjunni í apríl n.k. Þar er stefnt að því að hittist „ungt fólk frá lýðræðisríkjum sem og lýðræðissinnuð ungmenni frá ólýðræðislegum ríkjum." Sam- komunni, sem er að mestu fjármögnuð af Bandaríkjunum sem liður í „baráttu þeirra fyrir lýðræði", er ætlað að semja ályktun um „grundvall- arreglur lýðræðis." Engum sósíalistaríkjum hefur verið boðið þangað er síðast fréttist. Sammála um eitt atriði Á sama tíma hafa Rúmenar þrýst mjög á um að Sameinuðu þjóðirnar samþykki yfirlýsingu um réttindi og skyldur æsku- fólks en lítt hefur gengið vegna harðrar andstöðu vestrænna ríkja á þeirri forsendu að slík yfirlýsing takmarki þau rétt- indi, sem Mannréttindayfirlýs- ing S.Þ. veitir þessum aldurs- hóp nú þegar. Austur- og Vest- urblokkirnar eru þó sammála um eitt atriði og það er að hafna alfarið að veita auka- fjárveitingu til framkvæmdar ársins. Sjóður sá, sem S.Þ. setti á fót fyrir 4 árum og átti að taka við frjálsum framlög- um aðildarríkjanna, nemur aðeins 1200 þúsund krónum í dag. Engu að síður eyða S.Þ. drjúgum skildingi í málefnið, því stjórnunar- og nefndar- kostnaður vegna „Árs æskunn- ar“ nemur nú u.þ.b. 160 millj- ónum króna. Aðeins 4 fundir ráðgjafanefndar „Ársins," sem í eiga sæti 24 ríki, kostuðu S.Þ. 16 milljónir kr. Afurð þessara 4 nefnarfunda var skjalabunki á 6 tungumálum upp á eina og hálfa milljón blaðsíðna. U.þ.b. 24 milljónum hefur ver- ið eytt í svæðaráðstefnur um málefnið og framkvæmdar- nefnd „Alþjóðaársins," sem hefur aðsetur í Vín, en fram- kvæmdanefndin gefur út fréttablað og á að gefa skýrslur og samræma starfið. Fyrir hvað er borgað? Þegar spurt hefur verið um í hvað allir þessir peningar fari, verður fátt um svör. Michael Stolirov, aðstoðarforstöðu- maður upplýsingaskrifstofunn- ar í Vín, neitaði t.d. að gefa upplýsingar um kostnað, skipulag og áformaðan árang- ur á þeim forsendum að það væri ekki hlutverk þeirra að sýna mælanlegan árangur, auk þess sem engar tölulegar upp- lýsingar væru fyrir hendi, og árangur af starfsemi í tengslum við „Ár æskunnar" væri mál einstakra ríkisstjórna." Klass- ískt svar á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Stuðningsmenn „Ársins" benda á að fjöldi æskufólks hafi tvöfaldast síðan 1950 og sé nú nálægt einn milljarður og á þessum áratug muni koma til sögunnar ný kynslóð, sem búi við algera óvissu um lífsaf- komu sína og jafnvel versnandi kjör. Á þessum málum verði að taka. T.d. eru tveir fimmtu hlutar atvinnulausra á Bret- landi ungt fólk og má gera sér í hugarlund aðstöðu jafnaldra þeirra í þróunarlöndunum. Ennfremur sýna tölur gífur- lega aukningu eiturlyfja- neyslu, alkóhólisma, glæpa og vonleysis meðal æskufólks hvarvetna í heiminum. í dager hálf milljón ungmenna heimil- islaus í ríkasta landi heirns, Bandaríkjunum, og þar hverfa 50.000 unglingar sporlaust á hverju ári. Götur og stræti Mexíkóborgar eru eina heimili einnar milljónar barna og þessa tölu má tvöfalda varð- andi Rio de Janeiro. Klerkur- inn Bruce Ritter, sem starfræk- ir skýli fyrir heimilislausa ung- linga í New York og Guate- mala segir að þetta æskufólk muni aldrei heyra „Áræskunn- ar“ nefnt á nafn og þaðan af síður verða þátttakendur í neinni skipulagðri starfsemi viðvíkjandi „Árinu“ né njóta þess á annan hátt. Mismunandi áhersluatriði Hins vegar munu 130 millj- ónir sovésks æskufólks, sem ungliðahreyfingin þar í landi telur sig hafa innan sinna vé- banda, njóta góðs af alls kyns sýningum og námskeiðum einkanlega um friðarmál. Er það í samræmi við óskir Ceaus- escu Rúmeníuforseta urn að sjá ungt fólk vinna saman með samlöndum sínum að því að draga úr ófrfðarhættu og berj- ast fyrir nýrri efnahagsskipan í heiminum. En það unga fólk, sem leitað hefur verið álits hjá hefur minni áhyggjur af þess- um hefðbundnu deilumálum landsfeðra sinna. Starfsmaður bresku framkvæmdarnefndar- innar um „Ár æskunnar" segir aðalverkefnin þar í landi verða um málefni eins og atvinnu- leysi, misrétti kynjanna, kyn- þáttakúgun og húsnæðismál. í Bretlandi eru nú starfandi um 100 hópar og hafa þeir verið hvattir til að finna og starfa að eigin hugðarefnum. Árangur- inn birtist í ýmsum myndum, s.s. áætlun um útgáfu bókar um réttindi þeirra ungmenna sem hætta námi, breytingu á niðurníddum bát í sumarbúðir fyrir unglinga, sem eiga í erfið- leikum o.s.frv. Eins mun ráð- gerður dagsfundur æskufólks í breska þinginu að öllurn lík- indum snúast um atvinnumál. Aðferðir til að hjálpa sér sjálfu hefur og verið vinsælt verkefni meðal ungs fólks í mörgum löndum. Til dæmis settu ungir atvinnuleysingjar í Shanghai í Kína á stofn gistihús og veit- ingasölu í gömlu loftvarna- byrgi og er stjórn þess og ákvörðun launa algerlega í þeirra eigin höndum. Sam- vinnuhópar ungmenna hafa einnig verið stofnaðir vítt og breitt um Kína um alls kyns atvinnurekstur, svo sem versl- anir og verkstæði. Líklegást er þó, að í flestum löndum heims muni „Ár æsk- unnar“ í mesta lagi leiða til alls kyns ráðstefna í „Sameinuðu- þjóða stiT en ekki til fleiri atvinnutækifæra fyrir ungt fólk.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.