NT - 30.01.1985, Blaðsíða 23

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 23
 I' Wadkins græðir ■ Á sunnudaginn lauk tveimur stórmótum í golfi vestur í Bandaríkjum. Lanny Wadkins sigraði í „Los Angeles open“ mótinu og setti met er hann lék 72 holurnar á 264 höggum, sem er 20 undir pari. Wadkins fékk 72.000 dollara fyrir sinn snúð og er 9. golfleikar- inn í sögunni sem hefur grætt meira en 2 milljónir dollara á golfi. Hal Sutton lék á 271 höggi, 9 undir pari, og fékk 43.200 dollara í sinn hlut. Þriðji varð Corey Pavin á 272 höggum. Á hinu mótinu sem haldið var á Deerfield Beach á Flórídaskagan- um sigraði Hollis Stacy, notaði einu höggi minna en japanska stúlkan Ay- ako Okamoto. Stacy lék á 280 höggum sem er 8 undir pari og fékk 30.000 dollara í verðlaun. Getraunir ■ í 22. leikviku Get- rauna komu fram 38 raðir með 12 réttum og var vinningurinn fyrir röðina kr. 10.525,-. Alls komu fram 976 raðir með 11 rétta leiki og var vinning- urinn fyrir röðina kr. 175.-. ■ Torfi Magnússon skorar hér yfir Ragnar Torfason í leik ÍR og Vals í gærkvöldi. Torfi lék vel eins og flestir félagar hans í Val, enda unnu þeir leikinn létt. NT-mynd: Sverrir. Miðvikudagur 30. janúar 1985 2.3 ” Bikarkeppni KKÍ: Valsmenn á uppleið Unnu lélega ÍR-inga með 35 stiga mun í gær ■ Valsmenn sigruðu hlægi- lega lélega ÍR-inga í bikar- keppni KKÍ í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Seljaskóla og lauk með 35 stiga sigri Vals, 100,65. Valur tók forystuna strax í upphafi og komust í 6-0 og eftir skamman tíma höfðu þeir 10 stiga forystu, 19-9. Sókn ÍR-inga gekk illa og brenndu leikmenn liðsins af mörgum ágætisfærum. Einnig gekk illa að koma boltanum fram völlinn. Peir léku hinsveg- ar skammlausa vörn og héldu í við Valsara næstu mínúturnar. Á ljósatöflunni mátti sjá 23-13, 30-20 og allt í einu 42-22 en þannig var staðan í leikhléi. Eftir þetta smá juku Vals- menn forskotið og þeir höfðu leikinn í höndum sér til loka. Síðustu mínúturnar var um hreinan skrípaleik að ræða og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir annað og skoruðu gefins körfur. Peir létu alla leikmenn sína leika og voru þeir fullir sjálfstrausts á meðan flestir ÍR- ingar vissu ekki hvað sneri norður og hvað suður. Valsmenn eru nú á mikilli uppleið, nýbúnir að leggja Hauka að velli og þessi sigur ætti ekki að drepa móralinn niður hjá þeim. Þeir eru vísir til að standa sig vel í úrslitakeppn- inni og mega Haukar og Njarð- víkingarvara sig á þeim. Tómas Holton meiddist illa á ökkla í leiknum en vonandi getur þessi frábæri bakvörður leikið með fljótlega á ný. Með þessu áframhaldi fellur 1R niður í I. deild í vor. Liðið verður með einhverjum ráðum að rífa sig upp ur ládeyðunni sem það hefur verið í ef ekki á svo að fara. Stig Vals skoruðu: Páll 20, Torfi 19, Einar 16, Kristján 11, Jóhannes 8, Björn 8, Sigurður 6, Leifur 6 og Tómas 6. Stig ÍR skoruðu: Gylfi 24, Hreinn 19 (öll í seinni hálfleik), Ragnar 8, Hjörtur 4, Björn 2, Pétur 2, Bragi 2 og Karl 2. ■ Bernard King: Markavélin hjá N.Y. Knicks. ■ Þrír leikir voru í NBA-körfuboltanum aðfaranótt þriðjudags. Athygli vekur tap 76ers fyrir Dallas. Úrslitin voru þessi: N.Y. Knicks-L.Á. Clippers 117-91 Houston Rockets-N.J. Nets 97-93 Dallas-76ers 111-109 Denver Nuggets-Utah Jazz 104-100 Cova tapaði óvænt ■ ítalski Ólympíu- og heimsmeistarinn í 10.000 metra hlaupi, Alberto Cova varð öllum á óvart 8. í 12,2 kílómetra hlaupi í Frakk- landi um helgina. Cova varð næstum því einni mínútu á eftir fyrsta manni, hljóp á 39:12 mínútum. Sigurvegar- inn sem var ítalskur hljóp á 38:21 og landi hans Giovanni di Madona varð annar á 38:23 mínútum. íþróttamaður Norðurlanda: Kona var valin fjórða árið í röð Marja-Liisa Kirvesmieni hreppti hnossið ■ Fjórða konan á fjórum árum var kjörin íþróttamaður Norðurlanda á fundi formanna samtaka íþróttafréttamanna á Norðurlöndum í Helsinki í gær. Finnska stúlkan Marja-Liisa Kirvesmieni, fædd Hámá- láimen, hlaut titilinn íþrótta- maður Norðurlanda fyrir árið 1984 og hlaut að launum Volvo- bikarinn. Marja-Liisa vann þrenn gull- verðlaun á vetrarólympíu- leikunum í Sarajevo í Júgósl- avíu á síðasta ári. Þau voru í 5, 10 og 20 km göngu. Að auki fékk hún brons í boðgöngu. Hún varð heimsmeistari og bikarhafi í göngu kvenna á heimsmeistaramótinu í nor- rænum greinum skíðaíþrótta. Marja-Liisa sem er 30 ára, var fulltrúi Finna í kjörinu. Fulltrúi Svía var Gunde Svan 23 ára, sem vann gullverðlaun í 5 km skíðagöngu í Sarajevo, silfur í 50 km göngu og brons í 30 km göngu. Hann vann einnig á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum og fjór- faldur Svíþjóðarmeistari varð hann í göngu. Fulltrúi Noregs var skíðamaðurinn Erik Kvalfoss. Hann er 23 ára og vann gullverðlaun í 10 km skíðaskotkeppni á ÓL í Sara- jevo og vann bronsverðlaun í 20 km skíðaskotkeppni. Þá vann hann silfurverðlaun í boð- göngu. Hann varð í þriðja sæti í skíðaskotkeppni á heims- meistaramótinu á síðasta ári og fékk tvenn einstaklingsverð- laun á því móti. íþróttamaður ársins í Danmörku var mótor- hjólakappinn Erik Gundersen. Hann er 40 ára, þrefaldur heimsmeistari í mótorhjóla- akstri og setti nokkur heimsmet á árinu. Hann varð einnig ein- staklingsmeistari á heimsmeist- aramótinu í Gautaborg. Frá íslandi kom síðan Ásgeir Sigur- vinsson knattspyrnumaður og er óþarfi að rekja feril hans hér. Volvo-bikarinn sem íþrótta- maður Norðurlanda hlýtur er farandgripur sem veittur hefur verið síðan 1973 en þá kom Volvo-fyrirtækið inn í myndina við kjörið. Titillin hefur verið veittur síðan 1962 af samtökum íþróttafréttaritara á Norður- löndum. Sigurvegarinn í kjör- inu fær 3.000 sænskar krónur í verðlaun og 10.000 sænskar krónur renna til íþróttafélags viðkomandi íþróttamanns. Eins og fram kom í upphafi þá er þetta í fjórða sinn í röð sem kona verður fyrir valinu en áður höfðu Lene Koppen, Danmörku, Berit Aunli, Nor- egi, og Greta Waitz, Noregi, híotið titilinn. Knattspymupunktar ...í gærkvöldi fóru fram tveir leikir í ensku knatt- spyrnunni. í 1. deild léku Southampton og Sunder- land og sigraði Southam- pton með 1 marki gegn engu... ...1 enska bikarnum 4. umferð léku Darlington og Teleford og lauk leikn- um með jafntefli svo liðin þurfa að leika að nýju um það hvort mætir Everton í 5. umferð... ...Liam Brady er í lands- liðshóp íra fyrir vináttu- landsleik sem fer fram 5. febrúar, gegn ítölum. Það vakti furðu að Mick- ey Walsh sem leikur með Porto í Portúgal er ekki í hópnum. í hans stað hef- ur John Byrne úr QPR verið valinn. Eini nýlið- inn í hópnum er Paul McGarth frá Manchester United... ...Vestur-Þjóðverjar töp- uðu vináttulandsleik gegn Ungverjum í Ham- borg í gærkvöldi. Ung- verjar voru mun ákveðn- ari og áttu 1-0 sigur sinn skilinn... ■ Marja-Liisa Kirvesmieni fagnar hér gullverðlaunum á Ólyinpíuleikunum í Sarajevo í fyrra. Hún fagnaði einnig í gær.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.